Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 B 5 eitthvað ákveðið þema, ástina, nátt- úrana eða sambland af þessu tvennu. Næsta ljóðabók verður um móður mína. Minningar mínar um hana og hugmyndir um hvemig hún hefur verið sem ung stúlka og ung kona því í huga okkar era mæður alltaf gamlar. Ekki satt? Eitt leik- ritið fjallar um systur mína eins og ég sagði áðan. Svo ég taki annað dæmi þá hef ég skrifað tvo einþátt- unga, sem oftast era sýndir saman. Annar þeirra er um tvo hnefaleik- ara. Þeir era hafðir til vara í hnefaleikakeppni ef aðalkeppnninn endaði skyndilega til dæmis með rothöggi. Þessir tveir menn bíða í óvissu um það hvort þeir þurfa að keppa við hvom annan. Annar þeirra gæti verið nógu gamall til að vera faðir hins, en þeir þurfa að bíða í sama búningsherberginu. Allur leikurinn gerist í þessu bún- ingsherbergi. Nú er verið að gera kvikmynd eftir þessu leikriti. Ég leik eldri hnefnaleikarann sjálfur, en ungur bandarískur leikari, Robby Benson, leikur þann yngri. Hinn einþáttungurinn er byggður á minni eigin lífsreynslu frá því að ég starfaði í Hjálpræðishemum í New York og fjallar um strætis- róna. Hlutverk mitt var að sækja fólk sem svaf úti á gangstéttunum og bekkjum, sérstaklega þegar kalt var í veðri, og koma því í upphitað húsnæði sem Hjálpræðisherinn leigði. Á aðfangadagskvöld var ég að ganga um strætin í þessuin til- gangi og sá par sem var sofandi. Þau vora eins og elskendur í faðm- lögum. Ég gekk til þeirra til þess að vekja þau, en þá var konan dáin - hún hafði króknað úr kulda. Mað- urinn var lifandi. Lík konunnar var flutt á líkhúsið, en reglan er sú að þegar ekki er hægt að finna út hver hinn látni sé, er hann annað settur í ómerkta gröf í kirkjugarði í New Jersey, eða líkaminn er gef- inn einhveijum háskólanum svo að læknanemar geti krafíð hann. Þegar ég sá lík þessarar konu í líkhúsinu tók ég eftir því að hún var mjög ung og það sá ekki mikið á henni. Það benti til þess að ekki var langt um liðið síðan hún hafði lent í strætinu. Ég þekkti hana aft- ur. Hún hafði leikið lítið hlutverk í sápuópera sem ég hafði þá nýlega leikið í. Leikritið lýsir síðasta kvöld- inu í lífi þessarar fyrram leikkonu sem lendir í strætinu. Fyrri einþátt- ungurinn heitir „Just Keep Listen- ing“ og hinn heitir „When the Wine is Cold“. Erfiðisvinnan er mér nauðsynleg — Að lokum langar mig að spyija þig hvers vegna þú vinnur þessa verkamannavinnu. Er ekki nóg að vera leikari, leikstjóri og rithöfund- ur? „Aðalstarf mitt er að vera leik- ari, leikstjóri og rithöfundur. En mér er nauðsynlegt að fínna jafn- vægi í lífínu og þess vegna verð ég að komast í erfíðisvinnu af og til. í Austurríki vann ég við vín- beijatínslu, á fískibáti í Irlandi og Skotlandi, í námum og við uppskera hjá bændum hér og þar. Þetta geri ég ekki til þess að hafa ofan í mig og á heldur til þess að koma á jafn- vægi í'lffí mínu eins og ég sagði áðan. Erfiðisvinnan er mér nauð- synleg. Ég ólst upp á litlum sveitabæ og er því vanur henni. Við erfíðisvinnu gleymi ég sjáfum mér og mér finnst hún færa mig nær undirstöðuatriðum lífsins. Ég fæ engan innblástur fyrir leikritin eða ljóðin mín við þessi störf enda er það ekki tilgangurinn. En þetta heldur mér gangandi. Ég æfí líka íþróttir á hveijum degi. Eg verð að gera það. Annað hvort hleyp ég eða syndi. Mér er nauðsynlegt að reyna á mig líkamlega á hverjum degi. Kannski vegna þess að ég hef stundað íþróttir mestan hluta lífs míns. Mér fínnst gaman að reyna mikið á líkamann. Þetta er mitt ópíum. Mér líkar vel tilhugsunin um að vinnan sé dyggð, þá meina ég líkamleg vinna. Okkur leikuram hættir til að drakkna í eigin sjálfí og halda að við séum guðs útvalda fólk. Erfíðisvinnan gerir okkur mannlegri". Urval af glæsílegum gjafavörum Matta rósín cr komín Rauðvínsglös ShemYglös Vasar og öskubakkar 3^/örtur0 lt/\ KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 SÍMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu. — í hjarta borgarinnar. Póstsendum um allt land. ALLT I HAUSTVERKIN A HEIMILIÐ, I BATINN, BUSTAÐINN OG GARÐINN OLÍULAMPAR OG LÚKTIR, GASLUKTIR, GAS- OG OLÍU- PRÍMUSAR, HREINSUÐ STEIN- OLÍA, OLÍUOFNAR, ARINSETT, ÚTIGRILL, GRILLKOL OG VÖKVI, RAFHLÖÐUR, VASAUÓS. "S " i tf'zé SLÖKKVITÆKI OG REYKSKYNJ- ARI, VATNSBRÚSAR OG FÖTUR. HANDVERKFÆRI, RAFMAGNS- VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU- LEGRA OG ÓMÖGULEGRA NOTA. GARÐYRKJUVERKFÆRI í ÖLL STÖRF, HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR, SLÖNGUKLEMMUR, SKÓFLUR ALLSKONAR, STUNGUGAFFL- AR, KARTÖFLUGAFFLAR. /Ste, FÚAVARNAREFNI, LÖKK, MÁLN- ING - ÚTI-, INNI-MÁLNINGARÁ- HÖLD, HREINLÆTISVÖRUR, KÚSTAR OG BURSTAR. FÁNAR, FLAGGSTANGARHUN- AR OG FLAGGSTENGUR, 8 METRAR. SILUNGARNET, NÆLONLÍNUR, SIGURNAGLAR, ÖNGLAR, SÖKK- UR, GIRNI ALLSKONAR. VATNS-OLÍUDÆLUR. KEÐJUR, MARGAR GERÐIR, VÍR- AR, GRANNIR OG SVERIR. HLÍFÐARFATNAÐUR, REGNFATNAÐ- UR, GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁG, PEYSUR, BUXUR, SKYRTUR, NORSKU ULLARNÆRFÖTIN, GARÐHANSKAR. Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855. OG í BÁTINN EÐA SKÚTUNA BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA, ÁRAR, ÁRAKE- FAR, DREKAR, KEÐJUR, AKKERI, VIÐLLEGUBAUJUR, KJÖLSOG- DÆLUR. ALLUR ÖRYGGISBÚN- AÐUR. ÖLL SMÁVARA FYRIR SKÚTUNA, BLAKKIR O.M.FL. BÁTALÍNUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.