Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 11
QOO* CT'JCTA'T'Sir\ r\ rjryr^ ^ f-jyjr^JArjo rjjrf a TCTT/TTrarro^f MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTOBER 1986 fi ii Vínakrar I Nahe þar þeim fæst á íslandi. sem Kreuznacher Hinkelatein Rieding vfnþrúgur eru ræktaðar. Hvítvín úr Eiginleikarnir fara eftir þroska vínbeijanna þegar þau eru tínd, en því þroskaðri sem þau verða því meiri verða gæði vínsins. Sykur- magnið í þrúgunum veldur því að vínið geymist og öðlast meiri fyll- ingu með árunum. Þessi vín geta verið þurr og hálfþurr en yfírleitt eru þau sæt. Hin fínni þykja góð „desertvín" og upplögð til að bjóða góðum gestum á síðkvöldum. Afengisverslunin flytur inn tvær gerðir af Kabinett-vínum sem An- heuser-fjölskyldan framleiðir úr eigin Riesling-berjum: Kreuznacher Hinkelstein og Kreuznacher St. Martin. Að finna rétta bragðið Jarðvegur og veðurfar ræður gæðum vínuppskeru. Bestu vínin fást úr Rieslingbeijum og Anheus- er-íjölskyldan ræktar þau aðallega. Riesling þroskast hægt og þurfa mikið sólskin. Þau eru tínd eins seint á haustin og mögulegt er. cimtm PBODUCEOP GERMANY NAHE (- i 1985 Kreuznacher St. Martin Riesling 4. Oualitatswein mít Pradikat é.- KABINETT •>- Amfliehe Prúiungsnummer 1 710 008 004 86 T- e 750m! afengis- og tobaksverzlun rikisins -i/ J* J/ A tit Ju J. jk J. U. A J. A J. as Á þýskum vínmiðum kemur fram af hvaða vfnsvæði vfnið er (1) og oft eru akrarnir tilteknir (3). Ártalið er nefnt (2) þótt góð hvítvínsár séu ekki eins algeng og góð rauðvínsár. Tegund vínþrúgunnar er yfirleitt nefnd (4) og eiginleikar vínsins (5). Til hægðarauka fyrir neytandann er þess getið hvort vínið sé QmP eða QbA (6) og eftirlitsnúmer yfirvalda fylgir með (7). Nafn vínframleiðandans eða seljandans kemur einnig fram á miðanum (8). Um 100.000 bændur rækta vínþrúgur í Vestur-Þýskalandi en aðeins þriðjungur þeirra framleiðir eigin vín. Hvítvínsþrúgur Vínakrar þekja um 100.000 hektara í Vestur-Þýskalandi. Hvítvínsþrúgur eru ræktaðar á um 88% svæðisins en rauðvíns- þrúgur á 12%. Þessu er öfugt farið í heiminum yfírleitt, rauðvínsþrúgur eru ræktaðar á um 88% af vínökrum heimsins og hvítvínsþrúgur á 12%. Vestur-þýskt hvítvín er fram- leitt úr: — Muller-Thurgau-beijum. Þau eru kynblanda úr Riesling og Sil- vaner og eru ræktuð á rúmlega fjórðungi þýskra vínakra. Muller- Thurgau vín er best ungt og ferskt. — Riesling. Berin eru þekktust af þýskum vínþrúgum og eru ræktuð á fímmtungi þýskra vínakra. Þau þroskast seint svo að sykurmagnið og sýran í þeim ná jafnvægi og vínin eldast vel. — Silvaner. Þessi tegund er nú aðeins ræktuð á um 9% af vínsvæði Vestur-Þýskalands. Vínin eru góð og best ung. — Kemer er tiltölulega ný tegund sem er ræktuð á 6% vínsvæðisins. Hún er kynblanda milli Trolling- er, sem eru notuð í rauðvín, og Riesling. Þrúgumar þroskast fljótt en vínin minna nokkuð á Riesling. — Gewurztraminer-, Rulander-, Scheurebe- og Morio-Muskat- vínþrúgur eru einnig notaðar í þýsk hvítvín. Óvænt frost og rigningasöm haust geta farið illa með þau. Suðurhlíðar vínsvæða Vestur-Þýskalands eru yfírleitt þaktar Rieslingbeijum og Herbert Anheuser benti á snar- brattar brekkur á Nahe-svæðinu sem eru ræktaðar af því að þær gefa af sér góðan Riesling sem gott verð fæst fyrir. Sykurmagnið í vínbeijum er mælt áður en þau eru tínd. Það gefur vísbendingu um alkóhól- magnið sem berin gefa af sér. Þau eru pressuð og safinn settur í tunn- ur eða stáltanka til að geijast. Anheuser-fjölskyldan notar nú orð- ið mest tanka. Þeir em hagkvæmari en viðartunnur og það er orðið erf- itt að finna menn sem gera við viðartunnur þegar þær fara að gefa sig. Gerið í skinni beijanna breytir sykrinum í koltvísýring og alkóhól. Vínið er yfirleitt alveg þurrt að geijuninni lokinni. Þá er komið að kjallarameistaranum að framleiða vín sem fellur neytendum best í geð. Vínið er hreinsað, látið á hreina tanka og geymt þangað til það öðl- ast sitt vínbragð. Þýskum kjallara- meisturum er heimilt að blanda óáfengum vínbeijasafa út í vínin til að gera þau sætari. Safínn verður að vera af sama gæðaflokki og vín- ið sjálft og helst úr beijum af sömu gerð og af sama svæði. Þýsk vín þykja oft helst til sæt, eins og áður segir, og seljast lítið í öðmm vínræktarlöndum, eins og Frakklandi, Ítalíu og Spáni, þar sem víns er aðallega neytt með mat. Góðir matstaðir, sem hafa langa vínlista, bjóða oft ekki upp á þýsk vín. Þjóðveijum þykir þetta miður og hafa áhyggjur af því að vínút- flutningur dróst saman um ein 10% í ár frá því í fyrra. Ríkisstjómin hefur nú veitt 2,4 milljónir v-þýsk mörk, 4,8 m. ísl. kr., í aðstoð við vínútflutning. En Anheuser-fjölskyldan þarf ekki að kvarta. Hún hefur tryggan markað fyrir sín vín og er hreykin af framleiðslu sinni. Herbert An- heuser sagði að hið neikvæða sætleiksorð sem færi af þýskum vínum væri tilkomið af lélegum vínum sem væru að drekkja mark- aðnum. Framleiðendur með enga reynslu vönduðu ekki framleiðslu sína og kæmu óorði á vínin. Hinir rótgrónu framleiddu hins vegar gæðavín sem Þjóðveijar geta verið stoltir af. Anheuser-flölskyldan hefur feng- ið fjölda viðurkenninga fyrir sín vín. Hún leggur sig fram um að fá bestu gæðastimpla sem hægt er að fá í Vestur-Þýskalandi og þekkir muninn á góðum og slæmum vínum. „Ég er á móti því þegar víngagnrýnendur segja fólki hvers konar víni það eigi að vera hrifnast af. Þeir mæla nú mest með þurrum og hálfþurrum vínum en það fer alveg eftir vínsmekk einstaklinga hvers konar vín þeim þykja góð. Mér sjálfum þykja þurr vín best en það er ekki þar með sagt að sæt gæðavín séu ekki góð.“ Til að sanna að þýsk vín séu ekki sæt og væmin sótti hann einar sex Riesling QmP-flöskur í vínkjall- ara fyrirtækisins. Ein var þurr 1985 Kreuznacher St. Martin, Spatlese. Spatlese er yfirleitt talið sætt vín en þetta var svo þurrt að mér þótti nóg um. Það var ungt og á eftir að mildast með árunum en verður þurrt eftir sem áður. Hálfþurrt vín af sömu gerð fannst mér öllu betra en það vantaði fyllingu sem maður býst við af Spatlese. Tvær gerðir af Kreuznacher-Bruckes Kabinett féllu mér vel í geð. Annað var nokk- uð sætara en hitt en þó frískt og hressandi. Herbert Anheuser opn- aði að lokum 1976 Winzenheimer Rosenheck, Auslese. Það var fallega gyllt, hafði djúpa fyllingu og var sætt en skildi þó ekki eftir sykur- bragð. Það var ljómandi gott en ekki til þess fallið að drekka í lítravís. Liebfraumilch er betur til þess fallið. LOÐ- fóðruð kvenstígvél m/rennilás Litur: svart/grátt Stærð: 36-41 Verð: 2.740.- í Kaupmannahöfn F/EST ' í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Reykjavikurdeild RKÍ: Námskeið í almennri skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD Rauða Kross íslands beitir sér nú fyrir því að halda námskeið í almennri skyndihjálp. Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 8. október kl. 20.00 og því lýkur 15. október. Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Námskeiðið verður haldið í kennslusal RKÍ að Nóat- úni 21. Á námskeiðinu verður kennd endurlífgun, fyrsta hjálp við bruna, kali, og eitrunum af völdum eitur- efna og eitraðra plantna. Einnig verður kennd meðferð helstu bein- brota og stöðvun blæðinga og fjallað um ýmsar ráðstafanir til vamar slysum í heimahúsum. Auk þess verður fjallað um margt fleira sem kemur að notum þegar menn og dýr lenda í slysum. Væntanlegir þátttakendur geta látið skrá sig hjá deildinni í síma 28222. Námskeiðsgjald er 1.000 krónur. Námskeiðinu lýkur með prófí, sem hægt er að fá metið í fjölbrautaskólum og iðnskólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.