Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 B 17 Landamannaafréttur afmarkast að sunnanverðu af Ófærugili, Krakatindi, Rauðafossafjöilum, LaufafeUi, Háskerðingi og Torfa- jöldi. Að austanverðu af Hábarmi, KirkjufeUsósi og Tungnaá. Afréttarlandið norðan við Tungnaá er ekki smalað fyrr en í seinni leitum en það nær norður fyrir Veiðivötn. Tungnaá er einnig afrétt- armörk að norðan þar sem hún rennur til vesturs í Þjórsá. Riðið framhjá Sauðanefni. Leitað í giU sem gangnamenn kaUa Heitaklof og er inn af JökulgiU. jökul og þar með væri ógemingur að ná því. Ekki var veðrið glæsilegt þegar ekið var inn eftir Jökulgili og var ég kominn á þá skoðun að Kristinn hefði lítið vit á veðurspá. En stuttu eftir að Qallgöngumenn- imir vom famir upp birti heldur betur til og var því líkast að dyr opnuðust að nýjum heimi. Ásjóna líparítQallanna breyttist í einni svip- an og mátti sjá þar ýmsar kynja- myndir og munstur sem glöddu augað. Fannst mér þetta staðurinn sem allir þyrftu að sjá. Á leiðinni í Laugar daginn áður hafði ég séð stórbrotna náttúrufegurð sem mér fannst mikið til koma, en það var aðeins forsmekkurinn að því sem gat að líta í Jökulgili. Komið var í Laugar um kvöld- matarleytið og höfðu þá náðst milli 60 og 70 fjár en talið var að fímm hafí sloppið úr klóm smalanna. Jök- ulgilin eða öllu heldur fjöllin við gilið em erfíðasti hluti afréttarins til smölunar og til lítils að senda þangað upp nema úrvals góða smala sem reyndust vera margir í þessum hóp, sem þama var að verki. Virtust þeir hafa óþijótandi úthald því ekki vom þeir fyrr komn- ir niður á einum staðnum, en þeir héldu upp á nýjan leik. Til marks um það sem til þarf má geta þess að fyrir nokkmm ámm fór þama á fjall þrautreyndur íþróttakappi og fannst honum nóg um þegar hann kom niður að kvöldi, upp- gefínn. Þegar menn vom sestir að snæð- ingi hófst mikil og fjörleg umræða um atburði dagsins og fannst mér stemmningin ekki ósvipuð og ríkir í keppnisíþróttum þegar menn koma í búningsklefann og byija að kryfja leikinn til mergjar. Var rætt Kjartan í Hjallanesi og Guðni á Lýtingsstöðum ráðast til uppgöngu á Suður-Barm, í baksýn sér í Sveins- gil til vinstri og Jökulgil. Féð komið í girðinguna við Áfangagil og göngum lokið. Efri röð frá vinstri: Geir í Næfurholti, Einar i Götu, Kristján f Hólum, Olgeir f Nefsholti, Karl f Kvfarholti, Ófeigur í Næfurholti, Kjartan f HjaUanesi, Lilla á Ketilstöðum, Sigrún á Lýtingsstöðum, Bogga í Skarði, Björg f Spjallsteinshöfða, Sigurður úr Kópavogi, Steingrímur úr Rcykjavík, Kristinn í Skarði, Jón á Fosshóli, Loftur í Neðra-Seli og Pálmi á Læk. Fremri röð frá vinstri: Eiður í Árbæjarhjáleigu, Stefán á Rauðalæk, Ketill í Meiri-Tungu, Ingólfur f Skarði, Birgir á Ketilsstöðum, Guðný á Lýtingsstöðum og Kristinn á Þverlæk. um það sem betur hafði mátt fara og það sem vel tókst til með. Út frá þessum umræðum fór ég að forvitnast um hvaða kostum smali þyrfti að vera búinn til að geta tal- ist góður. Töldu menn að umfram allt þyrfti hann að vita hvemig fara ætti að kind þannig að hún styggð- ist ekki of mikið. Einnig þarf smalinn að vera léttur á fæti og með mikið úthald og sfðast en ekki síst þarf hann að hafa ódrepandi keppnisskap og metnað að missa aldrei kind. Ljúft er að vera í Laugum Mikil breyting hefur orðið á að- búnaði gangnamanna í gegnum tfðina, áður fyrr gistu menn í tjöld- um eða hellum og hver og einn með sinn skrínukost. Kaffíð var hitað á hlóðum og síðar meir á prímusum - og fatnaðurinn var óhentugur og hélt illa vatni. í dag er öldin önnur og sennilega er nú aðstaða sem gangnamenn hafa í Laugum sú besta á afréttum landsins. Gangna- menn gista í skála Ferðafélags íslands þar sem rúmt er um menn og góð aðstaða til eldunar. Hrein- lætisaðstaða er fullkomin og rúsín-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.