Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Upplýsinga- stríð Kannski hefir frjáls fjölmiðlun aldrei verið eins mikilvæg og nú á tímum þess heiftúðuga áróðursstríðs er siglir hraðbyri í kjölfar Reykjavíkur- fundarins. Hinn almenni maður á nú auðveldara með. en nokkru sinni fyrr að greina höfuðágreiningsefni risa- veldanna og getur því haft töluverð áhrif á gang mála. En allt veltur þetta' á því að almenningur hafl aðgang að áreiðanlegum upplýsingum en ekki blindum áróðri sem matreiddur er af stjómvöldum. Þar sem ríkisvaldið ræð- ur öllum sköpuðum hlutum er ekki nokkur minnsta von til þess að al- menningur átti sig á staðreyndum hinna mikilsverðustu mála. A Vestur- löndum er þessu til allrar hamingju öðru vísi farið, þannig getum við óhindrað borið saman þær heims- fréttir er berast frá alþjóðlegu frétta- stofunum og á grundvelli þess samanburðar tekið okkar eigin per- sónulegu afstöðu til þeirra mála sem eru efst á baugi hverju sinni. Til skýringar vil ég hér nefna frétt- ir er bárust í hádeginu síðastliðinn miðvikudag annarsvegar beint frá AP-fréttastofunni og hinsvegar frá fréttastofu ríkisútvarpsins. Fyrsta frétt fréttastofu ríkisútvarps greindi frá fyrirhuguðum lqamorkutilraunum Bandaríkjamanna í Nevada. I AP-fréttunum var hvergi getið um þessar tilraunir en þar greindi fyrsta fréttin frá fyrirhuguðum samninga- fundum Bandaríkjamanna og Rússa í Genf og þess sérstaklega getið að þessir fundir hæfust bráðlega. Það er ekki mitt að túlka þessar fréttir en vil aðeins benda lesendum á hversu pólitískt fyrrgreint fréttaval er í eðli sínu. FriÖarhús Nú dettur mér nokkuð í hug. Hvemig væri að við íslendingar sendum þeim Gorbachev og Reagan orðsendingu um að hér væri þeim frjálst að byggja sameiginlega fréttamiðstöð þaðan sem báðir aðil- ar gætu útvarpað og sjónvarpað um veröld víða og skýrt sjónarmið sín fyrir öllum heimi? Þannig gæf- ist jarðarbúum stöðugt færi á að bera saman upplýsingar stórveld- anna og kannski minnkaði ágrein- ingurinn smám saman. Þjóðleg menning En nú vendi ég mínu kvæði í kross og vík frá hinu hála leiksviði alþjóðastjómmálanna til hins íslenska leiksviðs. Ekki má gleyma að leggja rækt við þjóðlega menn- ingu vora þrátt fyrir að um stund hafí landinn baðað sig í hinu al- þjóðlega fjölmiðlaljósi. í kjölfar fyrstu einkaútvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar hefír létt dægurtónlist sótt í sig veðrið á öldum ljósvak- ans. Við því er náttúrlega ekkert að segja því dægurtónlistin léttir nú einu sinni hversdagsstríðið. En er ekki ástæða til að gera íslenskri dægurtónlist hærra undir höfði en gert er á rás 2 og Bylgjunni? Hið engilsaxneska dægurlagaglundur er nú ekki alltaf uppá marga físka og raunar nísta textar sumra íslenskra dægurlaga hlustir. Þannig er máski mest um vert að þátta- stjórar rásar 2 og Bylgjunnar reyni af fremsta megni að spila vandaða erlenda dægurtónlist og gefí einnig gaum að vandaðri textasmíð íslenskra höfunda. Hér koma mér í hug textahöfundar á borð við Bubba, Megas og Jónas Friðrik og fyrir skömmu heyrði ég á rás 2 prýðilega textasmíð á plötu er ber hið frumlega nafn Spilduljónið er kvað vera nýyrði yfír dráttarvél. Það er gleðilegt til þess að vita að í hópi dægurlagatextahöfunda fínnast snjallir nýyrðasmiðir. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/ SJÓNVARP RÚV Sjónvarp: Skálkurinn ■■■■ Simon er fyrr- 0005 verandi lög- fræðingur, sem sneri sér að glæpum og hlaut fyrir það fangelsis- dóm. Honum tekst þó að flýja tugthúsið og fær hæli á heimili Janine, ungrar stúlku, sem eins og lög gera ráð fyrir, heillast af honum. Þegar hann yfír- gefur hana snýr hann sér að tvíþættri áætlun, annars vegar að ná í væna fjárf- úlgu, sem hann hafði komist yfir með mannráni, en hins vegar þarf hann að heimsækja fyrrverandi konu sína. A leiðinni gefur hann vísbendingar um að hann hyggist flýja vestur um haf til Kanada ásamt vini sínum og félaga Char- les. Á langri leið getur þó margt gerst. Aðalhlutverk í myndinni leika Jean Louis Trintign- ant, Daniele Delorme, Charles Gerard og Christ- ine LeLouch. Eiginmaður Christine, Claude LeLouc- he er leikstjóri myndarinn- ar, sem tekur tvo klukkutíma í sýningu. Hinn harðsnúni hópur Gene Hackman Stöð tvö: Heljudáðir Gene Hackman á Stöð 2 ■■■1 í kvöld klukkan OQOO 23:00, verður á dagskráStöðvar tvö bandarísk bíómynd, sem ber nafnið Hetjudáð, eða Uncommon Valour. Aðalleikari myndarinnar er Gene Hackman og leikur hann mann að nafni Jason Rhodes, sem saknað hefur sonar síns í tíu ár, en sá týndist í orrustu í Víetnam. Hann er sannfærður um að sonurinn sé í fangabúð- um í myrkviðum Laos. Hann sankar því að sér sveit manna til þess að leita drengsins og fjallar myndin um þann leiðangur. Rás 1: Rússneska tónskáldið Arenski kynnt hlustendum í kvöld verður Knútur Magnússon með þátt sinn Næturstund í dúr og moll. í honum kynnir Knútur rússneska tónskáldið Ant- on Stefano Arenski. Arenski var samtímamað- ur Tsjækovski og fæddist 1861. Eftir hann liggur sægur tónverka, en Ar- enski varð þó aldrei jafnfrægur og sumir nem- enda hans, svo sem Scriabin og Rachmanin- off, enda e.t.v. erfítt að standast þann saman- burð. UTVARP FÖSTUDAGUR 17. október 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Páll Benediktsson, Þorgrimur Gestsson og Guðmundur Benediktsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn. (Frá Akureyri.) 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Fljúgandi stjarna" eftir Ursulu Wölfel. Kristín Steinsdóttir les þýðingu sína (3). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.36 Lesið úrforustugreinum dagblaöanna. 9.46 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 Sögusteinn. Umsjón: Haraldur Ingi Haraldsson. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Siguröur Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Undir- búningsárin", sjálfsævisaga séra Friðriks Friðrikssonar. Þorsteinn Hannesson les (9). 14.30 Nýtt undir nálinni. Eltn Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Lesið úr forustugreinum landsmála- blaða. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. Stjórn- endur: Kristín Helgadóttir og Vernharöur Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Síödegistónleikar. a. „Jorge og Obo" flam- encodúettinn leikur með félögum sínum. b. Evelyn Lear syngur lög úr söngleikjunum „Peter Pan" og „On the Town" eftir Leonard Bernstein. c. Los Valdemosa leika og syngja létt lög. 17.40 Torgiö — Menningar- mál. Síðdegisþáttur um samfélagsmál. Umsjón: Óðinn Jónsson. Tilkynningar. 18.00 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórsson. 18.45 Véðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.36 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá morgni sem Erlingur Sigurðarson flytur. 20.00 Lög unga fólksins. Val- týr Björn Valtýsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Rauðamyrkur. Hannes Pétursson les söguþátt sinn, þriðja lestur. b. Barnafræðari og bóndi. Jón R. Hjálmarsson ræðir við Sigríði Jóhannesdóttur, Víðihlið í Gnúpverjahreppi. c. Prjónavélin mín. Þor- steinn Matthíasson flytur frásöguþátt. 21.30 Gömlu danslögin. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 17. október 17.66 Fréttaágrip á táknmáli. 18.00 Litlu prúðuleikararnir. (Muppet Babies). Lokaþátt- ur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.26 Grettir fer í grímubún- ing. — Endursýning. Teiknimynd um öskudag- sævintýri þeirra Grettis og Odds í draugabæli. Þýöandi Guðni Kolbeinsson. 18.60 Auglýsingar og dag- skrá. 19.00 Spítalalíf. (M*A*S*H). Þriðji þáttur. Bandariskur gamanmynda- flokkur sem gerist á neyðar- sjúkrastöð bandaríska hersins í Kóreustríðinu. Að- alhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiösson. 19.30 Fréttir og veður. 20.00 Auglýsmgar. 21.10 Rokkarnir geta ekki þagnaö Megas syngur og leikur. 21.40 Þingsjá 21.55 Kastljós 22.26 Á döfinni 22.30 Seinni fréttir 22.36 Skálkurinn (L'escroc). Frönsk bíómynd frá 1971. Leikstjóri Claude Lelouch. Aðalhlutverk: Jean Louis Trintignant, Daniele Delorme, Christine Lelouch og Charles Denner. Bíræf- inn afbrotamaður slepþbr úr fangelsi. Hann á drjúga fjárfúlgu geymda og býr sig með mestu kænsku til brott- flutnings vestur um haf. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 00.00 Dagskrárlok. STODTVÖ 17.30 Myndrokk 17.55 Teiknimyndir 18.26 Sweeney — Sakamála- þáttur 19.26 Fréttir 19.60 Undirheimar Miami (Miami Vice) Spennandi lögregluþáttur með Don Johnson. 20.40 Landamærin (The Border) Spennumynd með Jack Nic- holson í aðalhlutverki. 22.26 Benny Hill Breskur grínþáttur sem farið hefur sigurför um allan heim. 23.00 Hetjudáö (Uncommon Valor) Striðsmynd úr Víetnam- stríðinu meö Gene Hack- man í aðalhlutverki. 00.46 Óþverraverk (Foul Play) Létt sakamála- og grínmynd með Goldie Hawn og Chevy Chase í aðalhlutverkum. 02.40 Myndrokk 06.00 Dagskrárlok. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Vísnakvöld. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir. 23.00 Frjálsar hendur. Þáttur í umsjá llluga Jökulssonar. 24.00 Fréttir. 00.06 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magnús- syni. 1.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á rás 2 til kl. 3.00. FÖSTUDAGUR 17. október 9.00 Morgunþáttur I umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur, Kristjáns Sigurjóns- sonar og Siguröar Þórs Salvarssonar. 12.00 Létt tónlist 13.00 Bót i máli Margrét Blöndal les bréf frá hlustendum og kynnir óskalög þeirra. 16.00 Endasprettur Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað er á seyöi um helgina. FOSTUDAGUR 17. október 6.00—7.00 Tónlist í morgun- sárið Fréttir kl. 7.00. 7.00—9.00 Á fætur með Sig- urði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00—12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir við hlustendur til hádegis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðardótt- ur. Jóhanna leikur létta tónlist, 18.00 Hlé; 20.00 Kvöldvaktin — Andrea Jónsdóttir. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þor geiri Ástvaldssyni. 3.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr- ir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. Föstudagsrabb. Inga Eydal rabbar við hlust endur og les kveðjur frá þeim leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgar- innar. spjallar við hlustendur og stýr ir flóamarkaöi kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spilar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thor- steinsson í Reykjavík síðdeg is. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00—21.00 Þorsteinn J. Vil hjálmsson í kvöld. Þorsteinn leikur tónlist og kannar hvað næturlífið hefur uppá að bjóða. 22.00—4.00 Jón Axel Ólafsson Nátthrafn Bylgjunnar leikur létta tónlist úr ýmsum áttum og spjallar við hlustendur. 4.00—8.00 Næturdagskrá Bylgj unnar. Tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.