Morgunblaðið - 17.10.1986, Page 18

Morgunblaðið - 17.10.1986, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Ný lög um húsnæðíslán eftírMaríuE. Ingvadóttur Ný lög um húsnæðislán tóku gildi 1. september sl. Þau eru stórt skref í þá átt að gera fleirum kleift að eign- ast þak yfir höfuðið, án þess að vinna myrkranna á milli. Þessi nýju lög munu vonandi stuðla að því að ungt fólk, með ung böm, sjái annað því samfara að eign- ast eigin íbúð en endalaust strit og lítinn sem engan tíma fyrir eðlilegt flölskyldulíf. Jafn lánsréttur f þessum nýju lögum jaftiast láns- rétturinn út, þ.e. allir fá sömu upphæð burtséð frá því í hvaða lífeyr- issjóði þeir eru, þ.æs.s. að þvi gefnu að allir lífeyrissjóðir kaupi skuldabréf fyrir sem nemur 55% af ráðstöfun- arfé sínu. Áður fengu jú allir sömu lánsupphæð hjá Húsnæðisstofnun en mishá lán úr lífeyrissjóðunum. Láklegt er að flestir lífeyrissjóðir hætti að mestu leyti eða alveg að lána beint til einstaklinga, en virki aðeins í gegnum kerfið hjá Hús- næðisstofnun. Ég held að það komi af sjálfu sér að svo verði sem aðal- LEGUKOPAR Legukopar og fóðringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf Borgartún 24, sfmi 621155 Pósthólf493 - Reykjavik regla, bæði vegna þess að greiðslu- geta fólks er vala meiri en að standa straum af afborgunum og vöxtum af lánum húsnaBðisstofnunar, og að ekki er lánað út á meira en sem nemur 70% af kaupverði, og þar með bindast 70% af veðrétti íbúðarinnar, en lífeyrissjóðir þurfa 50% þannig að dæmið gengur ekki upp. Spamaðarreíkningar Segja má að gengið sé út frá því að lántakar eigi sálfir í handbæru fé það sem á vantar, þ.e. 30% af kaup- verði íbúðar. Húnsæðisreikningar bankanna eru mjög áhugaverðir, bæði vegna vaxtateknanna og vegna þess skattaafsláttar sem þeir veita. Skylduspamaður sá sem nú er í gildi, kemur hér lítið sem ekkert inn í myndina. Meðalinneign á þessum reikningum um síðustu áramót var um 33 þúsund á hvem einstakling. Skólafólk tekur út sinn skylduspam- að af sumarkaupi, og nýtir þar af María E. Ingvadóttir leiðandi hvorki skattfrelsi vaxtatekna né skattafrádrátt. Leiða má hugann að því hvort nokkuð eigi að vera með puttana ofan í því hvemig ungt fólk ver sínum launum. Stór hluti fólks á skylduspamaðaraldrinum er skólafólk, og það leggur fyrir ef það hefur ráð á því og á þá sjálft að geta valið ávöxtunarleið. Ef hins veg- ar talin er ástæða til að viðhalda þessum skylduspamaði, mætti lækka hann niður í t.d. 5% og hafa þá strangari reglur um útgreiðslur, en einnig að lækka skylduspamaðarald- urinn niður í td. 22 ár. Jöfnunarreíkningar Lán Húsnæðisstofiiunar vom bundin vísitölu byggingakostnaðar 1980 til 1982 en lánskjaravísitölu eftir það. Þeir sem sóttu um aftur- virkni vísitölu sl. sumar vegna lána sinna, fengu reiknaðan mismun á áður reiknuðum verðbótum og verð- bótum miðað við launavísitölu. Sá mismunur var færður inn á jöfnunar- reikning og gengur hann upp í næst reiknuðu verðbætur lánanna. Það sem á vantar er, að þeir sem lentu í svo miklum greiðsluerfiðleikum að þeir misstu eða urðu að selja húseign- ir sínar, fái einnig leiðréttingu sinna mála. Leið til þess gæti Ld. orðið í formi skattaafsláttar sem kæmi þá til útborgunar ef hann nýttist ekki að fullu. Það ákvæði laganna að lán skuli fylgja lánskjaravísitölu, svo fremi að hún fylgi launavísitölu, er athyglisvert. Það þýðir að afborgan- ir, vextir og verðbætur verða alltaf sama hlutfall af launum sem ætti virkilega að stuðla að ákveðnum stöð- ugleika í flármálum heimilanna. Námsmenn í árlagafrumvarpi fyrir 1987 er gert ráð fyrir að framlag ríkisins til Húsnæðisstofnunar verði einn millj- arður. Útgreiðslur vegna afborgana, vaxta og verðbóta urnffam inn- greiðslur eru 340 milljónir, þ.e. 660 milljónir koma til útlána í viðbót við þá þrjá milljarða sem reiknað er með vegna skuldabréfakaupa lífeyrissjóð- anna. Með þessum 660 milljónum er kominn hugsanlegur möguleiki til að lána til þeirra sem ekki falla inn í kerfið svo sem námsmanna. Þeim var tryggður lánsréttur eftir gamla kerfinu, þ.e. ein milljón, en falla ekki inn í nýja kerfið. Spumig er hvemig hægt er að koma til móts við náms- menn. Einnig má benda á að námsmenn eiga rétt á láni frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna til greiðslu í lífeyrissjóð, bæði þá fram- lag launþega og atvinnurekenda og er þá miðað við 10% af lægsta taxta Dagsbrúnar. Þessar reglur hjá LÍN tóku gildi í upphafi árs 1985, en námsmenn hafa ekki mikið notað sér þau réttindi. Aölokum Þessi nýju húsnæðislánalög em ekki gallalaus, en þau em stórt spor í rétta átt Með góðum vilja á að vera hægt að bæta þau og binda þá enda sem enn hanga lausir. Höfundur er viðskiptafræðingur og fommður Hvatar, félags sjáifstæð- iskvenna ÍReykjavúc Amessýsla: Nýr samningnr milli Meistarafé- lags Suðurlands o g byggingarmanna Ákvæðisvinna tekin upp í húsasmíði, pípulögnum og málun Selfosai. Nýlega var undirritaður samningur milli Meistarafélags riðnaðarmanna í Ámessýslu. í þessum samningi era ákvæði sem kveða & um skýra aðgrein- ingu þeirra sem vinna sem launþegar og þeirra sem vinna sjálfstætt sem meistarar. Sam- kvæmt samningnum skal tekin upp ákvæðisvinna f þremur iðn- greinum, húsasmíði, pípulögn- um og málun en slíkt hefur ekki verið almenn regla áður. Að sögn forsvarsmanna félag- anna hefur samningur þessi þau áhrif að menn í þessum iðngrein- um geta aukið við tekjur sínar og stytt daglegan vinnutíma með auknum afköstum og vinnuhag- ræðingu án þess að kostnaður viðskiptamanna aukist. Einnig má gera ráð fyrir að samningur- inn lyfti óbeint kaupi þeirra sem vinna annars konar vinnu í þess- um iðngreinum og ekki er skylt að vinna í ákvæðisvinnu, s.s. inni á verkstæðum, þar verði hugsan- lega tekin upp bónusvinna í einhveijum mæli. Aðalástæðan fyrir því að þessi samningur var gerður er sú stað- reynd að margir iðnaðarmenn sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið þar sem það er regla að unnið er f ákvæðisvinnu og einnig það að skortur er á iðnaðarmönnum aust- anfjalls. Þeir fást ekki til vinnu Agnar Pétursson formaður meistarafélagsins og Gylfi Guðmunds- son formaður Fél. byggingariðnaðarmanna takast f hendur, ánægðir með samkomulagið. þar sem ekki er ákvæðisvinnu að hafa. Önnur ástæða er sú að við mikla vöntun á iðnaðarmönnum hefur skapast það ástand að menn sem ekki hafa til þess menntun gera sig út sem faglærða iðnaðar- menn. I bréfi Félags byggingar- iðnaðarmanna Árn. til félags- manna sinna varðandi þennan samning er þess getið að vitað sé um starfandi vinnuflokka þar sem verktaki og launþegar séu óiðn- lærðir menn. Til þess að fylgjast með því að mælingaskyldu á ákvæðisvinnu sé framfylgt hyggjast félögin koma á fót mælingaeftirliti, sem verður skipað tveimur mönnum frá hvoru félagi. Sig Jóns. MARÍA E. ING\ADÓITIR /IsdísRafnar Katrín Fjeldsted Björn Þórhallsson Ingimundur Sigfússon' Júlíus Hafstein Pétur Sigurðsson Þór Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.