Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 3 Listasafn íslands: Yfirlitssýning á verk- um Valtýs Péturssonar Valtýr Pétursson, lístmálari, við eitt verka sinna.en á sýningunni í Listasafni Islands eru 127 verk eftir Valtý og spannar sýningin allan listferil hans, allt frá námsárum til nútímans. Morxunblaðið/Ól.K.M. YFIRLITSSÝNING á verkum Valtýs Péturssonar, list- málara, verður opnuð kl. 15 á laugardag, í Listasafni Islands. Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðisráðherra, mun opna sýninguna í fjarveru Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, en sýningin er haldin á vegum Listasafns Islands. Sýningin spannar allan list- feril Valtýs, allt frá því hann var í námi í Bandaríkjunum 1944 - 1946, til verka frá þessu ári, en alls eru 127 verk á sýningunni, bæði olíumyndir, mósaík og gvassmyndir. Að sögn Selmu Jónsdótturs, _ forstöðumanns Listasafns íslands, er mikil áhersla lögð á verk frá því tíma- bilinu um 1950, svonefndu geometrísku tímabili. Valtýr Pétursson fæddist árið 1919 á Grenivík við Eyjafjörð, en fímmtán ára hóf hann listnám hjá Bimi Bjömssyni í Reykjavík og var við nám hjá honum í tvö ár. Eftir seinni heimsstyijöld hélt Valtýr utan til frekara listnáms í Bandaríkjunum þar sem hann lærði hjá Hyman Bloom í Boston í tvö ár. Einnig nam hann við skóla í New York og í Provid- ence, Rhode Island. Valtýr var einn af frumkvöðlum hinnar frægu Septembersýningar árið 1947, þegar abstrakt list hélt innreið sína í íslenska myndlist fyrir alvöm. Eftir eins árs dvöl í Flórens, 1949 - 1950, hélt hann til París- ar og dvaldist þar í tvö ár samfleytt. Parísardvölin hafði afgerandi áhrif á hann, end' varð hann einn helsti forvígis- maður geómetríska skólans þegar heim kom. Árið 1956 var Valtýr við nám í mósaík í París hjá fútúristanum Gino Severini og vann hann eftir það um skeið mósaíkmyndir úr íslenskum steinum. Valtýr hefur um árabil verið einn af helstu forsvarsmönnum Félags íslenskra myndlistar- manna og var lengi fulltrúi íslands í stjóm Norræna list- bandalagsins. Þá hefur Valtýr verið myndlistargagnrýnanadi Morgunblaðsins frá 1953 til þessa dags. í tilefni yfírlitssýningarinnar hefur verið gefín út vönduð sýn- ingarskrá með fjölda mynda. í hana ritar Halldór Bjöm Runólfs- son, listfræðingur, grein um Valtý og birt em brot úr viðtölum við listamanninn frá ýmsum tímabilum. Valtýr hefur tekið þátt í fjölda sýninga, en þetta er í fyrsta sinn sem haldin er svo viðamikil yfír- litssýning á verkum hans. Sýningin stendur til 16. október og er opin virka daga frá kl., 13:30 til 18:00 en frá kl., 13:30 til 22:00 um helgar. ,cmr KS í REYKJAVÍK nL s)AfSl*BISfOI.KS , w M ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.