Morgunblaðið - 17.10.1986, Side 3

Morgunblaðið - 17.10.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 3 Listasafn íslands: Yfirlitssýning á verk- um Valtýs Péturssonar Valtýr Pétursson, lístmálari, við eitt verka sinna.en á sýningunni í Listasafni Islands eru 127 verk eftir Valtý og spannar sýningin allan listferil hans, allt frá námsárum til nútímans. Morxunblaðið/Ól.K.M. YFIRLITSSÝNING á verkum Valtýs Péturssonar, list- málara, verður opnuð kl. 15 á laugardag, í Listasafni Islands. Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðisráðherra, mun opna sýninguna í fjarveru Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, en sýningin er haldin á vegum Listasafns Islands. Sýningin spannar allan list- feril Valtýs, allt frá því hann var í námi í Bandaríkjunum 1944 - 1946, til verka frá þessu ári, en alls eru 127 verk á sýningunni, bæði olíumyndir, mósaík og gvassmyndir. Að sögn Selmu Jónsdótturs, _ forstöðumanns Listasafns íslands, er mikil áhersla lögð á verk frá því tíma- bilinu um 1950, svonefndu geometrísku tímabili. Valtýr Pétursson fæddist árið 1919 á Grenivík við Eyjafjörð, en fímmtán ára hóf hann listnám hjá Bimi Bjömssyni í Reykjavík og var við nám hjá honum í tvö ár. Eftir seinni heimsstyijöld hélt Valtýr utan til frekara listnáms í Bandaríkjunum þar sem hann lærði hjá Hyman Bloom í Boston í tvö ár. Einnig nam hann við skóla í New York og í Provid- ence, Rhode Island. Valtýr var einn af frumkvöðlum hinnar frægu Septembersýningar árið 1947, þegar abstrakt list hélt innreið sína í íslenska myndlist fyrir alvöm. Eftir eins árs dvöl í Flórens, 1949 - 1950, hélt hann til París- ar og dvaldist þar í tvö ár samfleytt. Parísardvölin hafði afgerandi áhrif á hann, end' varð hann einn helsti forvígis- maður geómetríska skólans þegar heim kom. Árið 1956 var Valtýr við nám í mósaík í París hjá fútúristanum Gino Severini og vann hann eftir það um skeið mósaíkmyndir úr íslenskum steinum. Valtýr hefur um árabil verið einn af helstu forsvarsmönnum Félags íslenskra myndlistar- manna og var lengi fulltrúi íslands í stjóm Norræna list- bandalagsins. Þá hefur Valtýr verið myndlistargagnrýnanadi Morgunblaðsins frá 1953 til þessa dags. í tilefni yfírlitssýningarinnar hefur verið gefín út vönduð sýn- ingarskrá með fjölda mynda. í hana ritar Halldór Bjöm Runólfs- son, listfræðingur, grein um Valtý og birt em brot úr viðtölum við listamanninn frá ýmsum tímabilum. Valtýr hefur tekið þátt í fjölda sýninga, en þetta er í fyrsta sinn sem haldin er svo viðamikil yfír- litssýning á verkum hans. Sýningin stendur til 16. október og er opin virka daga frá kl., 13:30 til 18:00 en frá kl., 13:30 til 22:00 um helgar. ,cmr KS í REYKJAVÍK nL s)AfSl*BISfOI.KS , w M ;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.