Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 Minning: PállBaldurs- son trésmiður Fæddur 5. október 1957 Dáinn 9. október 1986 Haustið er komið og hann Palli okkar er dáinn. Það eigum við erf- itt með að skilja en verðum víst að reyna að sætta okkur við það. Hann sem var alltaf svo kátur og hress. Við ætlum ekki að fara mörgum orðum um ævi hans, því að við vit- um að þess þarf ekki. Hann var svo atorkusamur og mikill dýravinur. Hafði ávallt nóg að starfa, hvort sem það var við vinnu eða áhuga- málin, en þar tóku hestarnir hug hans allan. Mesti sólargeislinn í lífi hans var þó litli drengurinn hans, Magnús Andri, fæddur 4. janúar 1984 sem nú verður að sjá á eftir föður sínum. En það var unun að fylgjast með hvað þeir voru miklir mátar þó svo að árin væru ekki fleiri. Við vottum honum, ættingjum og vinum, samúð og þökkum fyrir allar samverustundimar og kveðj- um Palla að sinni. Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3.16) Bogga, Gylfi og Þóra Björk Páll frændi var strax sem lítið bam stæltur, glaðsinna og hvers manns hugljúfi og þannig er og verður alltaf minning okkar um þennan góða dreng. í bamaskóla kom í ljós að f hon- um blunduðu listamannshæfíleikar og mikil handlagni, skriftin var óvenju falleg og hann átti létt með að gera góðar myndir, ekki sízt af hestum, sem þó er mikið vandaverk svo vel fari. í fagi sínu sem trésmiður var Palli mjög vandvirkjur og útsjönar- samur en þó afkastamikill og var hann vel iátinn af sínum vinnufélög- um og vinnuveitendum. Það er ljóst að vel hefði hæft Palla að læra iðn- hönnun og starfa að þeirri grein, því hann var með margar hugmynd- ir á því sviði og náði að þróa sumar þeirra fram að framleiðslustigi. Ein þeirra var ný aðferð við að gleija glugga þar sem smiðurinn gat lagt niður notkun kíttissprautunnar. En sú uppfinning, sem Palli hafði mest- an áhuga á og lagði mesta vinnu í, er bylting í smíði hnakka. Þessa hnakka á ekki að smíða á hefð- bundinn hátt, heldur steypa úr gúmmíi í mót sem hann hefur hann- að og smíðað. Þegar Palli var tíu ára eignaðist fjölskylda hans sinn fyrsta hest og þar með varð ljóst hvað yrði hans mesta og besta tómstundagaman. Palli varð góður hestamaður, því hann hafði gott skyn á eðli hestsins og hafði þolinmæði og þrautseigju til að vinna þá á sitt band þótt þeir væru erfíðir í skapi eða seinir til gangs. Fjölskyldu sinni, ættingjum og félögum var Páll ávallt góður og hjálpsamur og þá ekki síst þeim sem þurftu helst hjálpar með. Leiðir okkar Palla frænda skilja í bili en við sjáumst aftur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Ættingjum og vinum Páls send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Halli, Gunni og Alli Ó, Jesú, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín, sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í paradís. Okkur langar að minnast góðs vinar okkar með fátæklegum orð- um. Það er erfitt að sjá á eftir jafngóðum og traustum dreng og Palli var, en hvar skal byija þegar við erum alveg orðlaus. Hann hafði svo ótalmarga góða kosti og var glaðvær, traustur og ósérhlífínn og alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálp- arhönd. Flestum frístundum sínum varði Palli í hesthúsinu og kom þar hans innsta eðli best í ljós. Þar sýndi hann mikla natni og þolinmæði. Sýnir hesthúsið það best hvað Palli var nákvæmur og hugmyndaríkur smiður. Vegna þess hve hann eyddi miklum tíma í hestana fékk hann viðumefnið Heston hjá vinahópn- um. Fyrir utan hestana hafði Palli mikinn áhuga á samtökum Dale Camegie. Palli átti sér líka marga drauma, einn var sá að verða bóndi, rækta jörðina og annast dýrin. Undanfarin ár hefur móðir hans átt við vanheilsu að stríða og var hann henni alltaf traustur sonur og aðstoðaði hana eftir bestu getu. Fyrir rúmum þremur ámm eign- aðist Palli son, Magnús Andra, og veitti hann honum mikla ánægju og gleði í lífinu. Það er sárt að kveðja góðan vin sinn svo fljótt en minningin um hann mun alltaf lifa með okkur um ókomin ár. Við biðjum góðan guð að styrkja foreldra hans, systur og Magnús Andra. Jón, Jóhanna og Gunni. Hann Palli minn er horfinn — alfarinn héðan svo ungur og hress og eftir sitjum við hnípin, hljóð og skilningssljó. Palli minn var venjan að segja af vinum og kunningjum, því Palli var óvenju elskulegur, dagfarsprúð- ur, greiðugur og hjálplegur, hvenær sem til var leitað. Þessum eiginleik- um em ekki svo mjög margir búnir. En hér er ekki ofmælt eins og allir þeir vita, sem kynntust Páli — lítt eða meir. Með nokkmm ómáttugum orðum langar okkur hjónin að minnast og kveðja þennan unga og kæra vin, sem við kynntumst all vel. Páll var húsasmiður að mennt, ósérhlífinn og samviskusamur. Kemur mér í því sambandi í hug er ég útvegaði hann föðurbróður mínum fyrir nær tveimur ámm til að skipta um þak hjá sér. Gerði ég það með hálfum huga, því ég vissi hve óvenju kröfuharður og ná- kvæmur sá frændi minn er. En því meiri varð gleði mín eftir verkið, þegar frændi minn átti ekki næg orð að lýsa ánægju sinni, sem hann oftlega hefur áminnst og skal þar þó nokkuð til. Palla kynntumst við mest síðarí ár í hestamennsku, en hestar vom hans líf og yndi. Hann var mjög laginn og léttur tamningamaður af Guðs náð. Það var því mikill happa- fengur fyrir okkur alla hesthússam- býlinga Páls, að fá hann í húsið, enda kom þar nýr blær og vakning með þessum fríska unga manni, sem fljótlega varð okkar hússtjóri, sem hann gegndi meðan hann lifði. Munum við öll, sem honum kynnt- umst, kveðja Pál með þakklæti og eftirsjá. Það verður áreiðanlega eitthvað mikið, sem mun vanta hjá okkur í hesthúsinu í vetur. Reglu- samur var Páll, þó hann gæti fengið sér „tár“, mjög hóflega þó og alls ekki á hestum og sýnir það best hug hans til þeirra vina sinna. Páll var einnig óvenju hug- myndaríkur. Var bókstaflega alla tíð að bijóta heilann um eitthvað og finna upp á nýjungum og lagði í slíkt mikinn tíma, þó ekki förum við — né kunnum — að telja það allt upp. En ímyndunaraflið var fijótt og vakandi. Okkur er mikill söknuður ger, að sjá á bak þessum góða dreng. Þegar maður eldist minnka gjaman hin nánu tengsl við þá, sem mikið yngri eru. Slíku fann maður ekki fyrir hjá Palla og verðum við alla tíð þakklát fyrir okkar kynni, sem við vildum að hefðu þó orðið mun meiri og lengri. Til áminningar okk- ur og öðrum koma oss í hug lokahendingar Heiðreks Guð- mundssonar: „Geymdu ekki gjafir þínar góðum vin í dánarkrans." Við vottum foreldrum og systkin- um Páls okkar dýpstu samúð — en minningin um góðan dreng lifir. Ólöf og Haraldur Sænsk 25 ára stúlka vill eignast pennavini. Kveðst eiga mörg áhugamál: Agneta Pettersson, Siriusgatan 7B, 53132 Lidköping, Sweden. Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á teikningu, tónlist, bréfa- skriftum o.fl.: Toshie Onishi, 527-2 Takamatsu-chou, Takamatsu-City, Kagawa, 761-01 Japan. t Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR frá Stóra- Hrauni, lést á heimili sínu, Hrauntungu 29, 16. október. Fyrir hönd ættingja, Per Krogh, Gfsli Pétursson, Sólveig Pétursdóttir. t Móöir okkar og tengdamóöir, ERLENDÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Kirkjuvogi, Höfnum, verður jarðsungin 18. okt. kl. 10.30 frá Kirkjuvogskirkju. Börn og tengdabörn. t Faöir okkar, tengdafaðir og afi, CHARLES BJARNASON, Aðalstræti 22, ísaflrði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Geirþrúður Charlesdóttir, Jón B. Guðjónsson, Guðbjörn Charlesson, Sigrún Jóhannsdóttir og barnabörn. t Móðir mín og dóttir, RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, Ijósmóöir, Suöurgötu 24, Sauðárkróki, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 16. október. Brynjólfur Dan, Emilfa Lárusdóttir. t Útför föður míns, sonar okkar, bróður og mágs, PÁLS BALDURSSONAR, húsasmiðs, Hrafnhólum 6, ferframfrá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. okt. kl. 13.30. Magnús Andri Pálsson, Guðný Pálsdóttir, Þóra Björk Baldursdóttir, Baldur Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir, Aðalbjörg Baldursdóttir, Gylfi Skúlason. t GÍSLI ÞORLEIFSSON, vistmaður á Hrafnistu, Reykjavík, áöurtil heimilis á Holtsgötu 14, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans aðfaranótt 16. október. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Pálsson, Gunnar Sigurðsson. t Sonur minn og bróðir okkar, BRAGI PÁLSSON, Hólabraut 9, Keflavfk, sem lést 6. október, veröur jarðsunginn frá Keflavikurkirkju laugar- daginn 18. október kl. 14.00. Sigrún Fannland og systkini hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför AÐALHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Isafirði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Tvítug sænsk stúlka vill skrifst á við 18-27 ára karlmenn. Vill gjaman fá mynd með fyrsta bréfi: Charlotte Ilellberg, Norrberget 60 BV, 82600 Söderhamn, Sweden. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á bréfaskriftum og tónlist: Atsuko Katoh, 839-1 Hanazaki-cho Narita- shi, Chiba, 286 Japan. Frá Suður-Afríku skrifar 24 Evr- ópumaður, sem búsettur er þar nú. Hann hefur áhuga á tónlist, íþrótt- um, landafræði, sögu, listum, ferðalögum og bréfaskriftum. Safn- ar hljómplötum og póstkortum. Hann vonast til að ástandið í Suð- ur-Afríku aftri fólki ekki að skrifa sér: Peter Nerent, B103-Downsview, CNR Patricia and Linden St., Sandown 2196, Rep. of South Africa. Sænsk fráksilin kona, 46 ára, sem á uppkomna dóttur, vill skrif- ast á vð íslenzkar konur. Hefur áhuga m.a. á áttúrulífi, menningu, listum, ferðalögum, tónlist, handa- vinnu og matargerð: Anna-Britta Andersson, Fogdegárdsvöegen 46, Varnhem, S-53202 Axvall, Sverige. Frá Japan skrifar 23 ára stúlka með áhuga á m.a. blómarækt: Katsue Izumi, Room 302 Takeyama-biru 2-19, Kusato-cho, Naze-shi Kagoshima-ken, 894 Japan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.