Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 242. tbl. 72. árg._______________________________LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Noregnr: Birgðir af geislavirku kindakjöti Frá ian Erik Laure, fréttaritara Morgun- blaðaina f Osló. UM ÞAÐ BIL 2.500 tonn af jjeisla- virku kindakjöti liggja nú í frysti í Noregi. Kjötið hefur verið dæmt óhæft til sölu og velta yfirvöld nú vöngum yfir þvf hvað gera skuli við það. Enginn vafi leikur á að geisla- virknin í kjötinu er bein afieiðing kjamorkuslyssins í Chemobyl. Kjöt sem reynist innihalda meiri geisla- virkni en 600 bequerel í hveiju kílói er talið óhæft til sölu. Kjötinu er komið fyrir í frysti og hefur verið ýjað að því að yfírvöld hyggist geyma það í þeirri von að viðmiðun- armörkin verði hækkuð. Þessum ásökunum hafa stjómvöld vísað heim til foðurhúsanna. Vera kann að kjötið verði nýtt í loðdýrafóður. Enn er ekki vitað hvort lqötið geti verið skaðlegt loðdýrum og er unnið að tilraunum til að ganga úr skugga um það. Ef ekki reynist unnt að nýta það á þennan hátt verða um 120.000 hreindýra- og kindaskrokkar að öllum líkindum brenndir. Pólland: Nýtt skyndi- réttarfar Varejá, AP. PÓLSKA þingið samþykkti í gær Bretar slíta stj ómmálasambandi við Sýrlendinga: Oyggjandi sannanir um aðild að hryðiuverkum IiOndon. AP. London, AP. BREZKA stjómin sleit í gær stjómmálasambandi við Sýrland vegna „óyggjandi sannanna um aðild Sýrlendinga að áformum hryðjuverkamanna um að koma sprengju fyrir f fsrelskri far- þegaflugvél." Tilkynnti Sir Geoffrey Howe utanríkisráð- herra þetta í neðri deild brezka þingsins. Þetta gerðist eftir að dómstóll í London hafði dæmt jórdanskan LögreglubíU ekur burt með Nezar Hindawi f London í gær, eftir að hann hafði verið dæmdur í 45 ára fangelsi. Hlaut hann þennan dóm fyrir að undirbúa hinn 17. april sl. sprengingu f E1 Al-farþegavél með því að koma fyrir timasprengju í handtösku vanfærrar unnustu sinnar, sem hugðist fara með vélinni. Innfellda myndin er af Nezar Hindawi. mann, Nezar Hindawi, í 45 ára fang- elsi fyrir að reyna þann 17. apríl sl. að sprengja í loft upp farþegavél frá E1 Al, en hún var með 375 farþega um borð. Howe sagði, að brezka stjómin hefði óræka sönnun fyrir því, að sýrlenzki sendiherrann í Lon- don hefði persónulega átt aðild að þessari ógnvelqandi hryðjuverkatil- raun með því að koma Hindawi undir vemdarvæng sýrlenzku leyniþjón- ustunnar. Hindawi hefði ferðazt á sýrlenzku vegabréfi frá opinbemm yfirvöldum þar í landi en undir fölsku nafni. Þá hefðu tvær umsóknir hans um vegabrefsáritanir verið studdar með- mælum frá sýrlenzka utanríkisráðu- neytinu. Donald Anderson, talsmaður Verkamannaflokksins, lýsti yfir stuðningi við ákvörðun stjómarinnar og sagði: „Eg tel, að þingdeildin eigi að sameinást í að sýna, að hryðju- verkum úr hvaða átt sem er verði mætt með skjótum og afdráttarlaus- um aðgerðum." Bandaríkin og Kanada kölluðu í gær heim sendiherra sína í Sýr- landi. Var þetta gert til stuðnings aðgerðum brezku stjómarinnar. Sýrlenzka stjómin neitaði í gær allri aðild að málinu og fordæmdi aðgerðir brezku stjómarinnar sem „óréttmætar". Fyrirskipaði hún, að lofthelgi og landhelgi Sýrlands skyldi lokað fyrir brezkum flugvélum og skipum. breytingar í refsilöggjöf landsins, sem gera munu ríkisstjóminni hægar um vik um að láta rétthöld yfir andófsmönnum fara fram fyrir stjóravaldsdómstólum án fullkominna réttarhalda, sem vakið geta athygli á alþjóðavett- vangi. Þessi ráðstöfun gefur til kynna, að taka eigi upp á ný aðferðir piólsku stjómarinnar frá því á síðasta ára- tug, er skyndiréttarhöld fóm fram yfir andófsmönnum. Vom þeir þá hvað eftir annað dæmdir í stutta fangelsisvist, sem hélt þeim í reynd bak við lás og slá ámm saman. Reagan svarar síðustu ræðu Gorbachevs: Uppörvandi að tillögurnar frá Reykjavíkurfundinum standa enn Oklahoma, AP. REAGAN Bandaríkjaforseti sagði í gær, að síðustu um- mæli Gorbachevs Sovétleið- toga varðandi afvopnun væru „uppörvandi". „Samninga- menn okkar bíða reiðubúnir Verður ísland Hong Kong norðursins? London. Frá Valdim&r Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunbiadsins. 1 BRESKUM sjónvarpsþætti var í gærkvöldi fjallað um hugmynd- ir sem settar hafa verið fram um að gera Reykjavík að miðstöð skipasamgangna milli Evrópu og Austurlanda fjær. Hér í Bretlandi er vikulega á dagskrá breska sjónvarpsins, BBC, þáttur er neftiist To- morrow’s World, eins koriar Nýjasta tækni og vísindi þeirra Breta. í sumar sóttu umsjónar- menn þáttarins ísland heim og kynntu sér nýstárlegar hugmynd- ir dr. Þórs Jakobssonar, sem telur að nýjasta tækni og örar fram- farir í skipasamgöngum muni innan skamms gera flutningaskip- um kieift að sigla um norður- heimssvæðið á leið sinni milli Asíu og Evrópu. v { sjónvarpsþættinum var bent á að slíkar siglingar mundu til dæmis stytta um helming þá vegalengd sem fiutningaskip þurfa að fara milli Japans og Evrópu. Þegar haft er í huga hversu vöruflutningar eru miklir þar á milli er ljóst að skipaferðir um hafið umhverfis ísland mundu margfaldast ef viðkomandi aðilar sæju sér hag í að beina flutningum um norðurheimsskautsvæðið. Einnig er ljóst að Reykjavík yrði kjörinn viðkomustaður og miðstöð slíkra samgangna. í breska sjón- varpsþættinum var bent á hversu mikill búhnykkur þetta gæti orðið íslendingum og jafnframt fullyrt að íslenski forsætisráðherrann hefði tekið vel í hugmyndir af þessu tagi. Var hugsanlegum af- rakstri Islendinga af skipasam- göngum um norðurheimsskauts- svæðið líkt við þann ágóða sem Hong Kong hefur haft sem mið- stöð verslunar og viðskipta í Asíu. Er nú bara að bíða og sjá hvort Reykjavík verður Hong Kong norðursins. í Genf,“ sagði Reagan. „Við megum ekki láta þau mál staðna, þar sem við erum sammála, vegna þeirra mála sem við erum ósammála um.“ „Það er mjög uppörvandi að heyra, að sovézki leiðtoginn er mér sammála um, að þær tillögur standa enn, sem lagðar voru ffam á íslandi. En Sovétmenn verða að ganga framar á sviði meðal- drægra lqamorkueldflauga og tilrauna með kjamorkuvopr og við erum reiðubúnir til að gera það einnig," sagði Reagan enn- fremur. í ræðu, sem Gorbachev flutti í sovézka sjónvarpinu á miðviku- dagskvöld, sagði hann, að í viðræðum hans og Reagans í Reykjavík, þá hefðu þeir leið- togamir tveir „náð lengra en þeir hefðu áður gert ekki bara í því að brjóta til mergjar ástandið heldur einnig í því að skilgreina markmiðin varðandi hugsanlegt samkomulag í afvopnun á sviði kjamorkuvopna." Gorbachev hélt því fram, að Reagan hefði fallizt á eyðilegg- ingu allra landrægra kjamorku- Reagan Gorbachev vopna. Bandaríkjastjóm heldur því hins vegar fram, að Reagan hafi lagt til, að kjamorkuvopnum yrði fækkað um 50% á fímm árum, en síðan yrði langdrægum kjam- orkuflaugum útrýmt á næstu fímm ámm en ekki nauðsynlega öllum kjamorkuvopnum, enda þótt það hlyti að vera lokatak- markið. Sovézka fréttastofan TASS hélt því fram í gaer, að bandariska sendiráðinu í Moskvu hefði verið greitt „þungt högg“ með því að sovézkum starfsmönnum þess var bannað að halda áfram störfum sínum þar. Jafnframt var þó lýst yfír þeirri von, að viðureign risa- veldanna varðandi brottvísanir sendistarfsmanna yrði senn lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.