Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 31
 Nýætt- fræðínám skeið BRÁÐLEGA hefjast ættfræði- námskeið í Reykjavík á vegnm Ættfræðiþjónustunnar. Hér er um átta vikna grunnnámskeið að ræða eins og þau, sem farið hafa fram í þremur námshópum nú í haust. Hámarksfjttldi þátttak- enda í hveijum námsflokki er sjö manns. Markmið þessara námskeiða er að gera hverjum sem er kleift að rekja ættir sínar og annarra af ör- yggi og kunnáttu. Leiðbeint verður um ættfræðileg vinnubrögð, heim- ildir, gildi þeirra og meðferð, hjálpargreinar ættfræðinnar, að- ferðir við gerð ættartölu og niðja- tals, uppsetningu o.s.frv. Þátttak- endum eru útveguð þau frumgögn, sem til þarf, s.s. ættartré, heimild- arskrár og aðrar leiðbeiningar. Kennslan fer að hluta fram í fyrir- lestrum, en umfram allt í eiginlegri vinnu með frumheimildir um ættir þátttakenda sjálfra (kirkjubækur, manntöl o.fl.). Námskeiðin hefjast undir lok október og standa fram undir miðjan desember. Danslagakeppni Hótel Borgar: Tíu lög í undan- úrslit TÍU lög hafa veríð valin af gestum Hótel Borgar í undan- úrslit danslagakeppni hótels- ins sem fram fer á morgun, sunnudag, og 2. nóv. nk. í keppnina bárust 120 lög, en af þeim voru 25 lög valin til flutnings. Fimm lög hafa verið flutt á hveiju sunnudagskvöldi undanfamar fimm vikur. Sex af þessum tíu lögum keppa siðan til úrslita sunnudagskvöldið 9. nóvember og fá þijú þeirra verð- laun. INNLENT MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 ■—- .■■■■■— . — ---------------— ---------------------- Vinimir Amold og Benny „I skjóli nætur“ í Regnboganum REGNBOGINN sýnir um þessar mundir dönsku kvikmyndina „f skjóli nætur", eftir Erik Balling með þeim Kim Larsen og Erík Clausen í aðalhlutverkum. Myndin segir frá vináttusam- bandi þeirra Amolds og Benny, sem hafa þekkst frá bamæsku. Þeir hafa þó fullorðnast og em í mynd- inni hálfgerðir flækingar, atvinnu- lausir og húsnæðislausir. Þeir búa ásamt nokkmm öðmm um tíma í óleyfi í húsi, sem á að rífa, en setj- ast brátt að í yfirgefnu verksmiðju- húsi við höfnina og ekki líður á löngu þar til hinir félagamir bætast í hópinn. Þetta litla samfélag blómstrar. Fljótlega berast fréttir af því að von er á innrás lögreglu. Benny ákveður að taka til sinna ráða en sú ákvörð- un hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá vinina. Úr kvikmyndinni „f skugga Kilimanjaro“, sem nú er sýnd í Laugarás- bíói * I skugga Kilimanjaro“ í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ sýnir um þessar mundir kvikmyndina „í skugga Kilimanjaro", sem tekin er á þurrkasvæðum Kenya og greinir frá síendurteknum árásum glor- soltinna górilluapa á menn og búfénað. Timothy Bottoms leikur þjóð- garðsvörð, sem hefur veður af árásum apanna og reynir að gera ráðstafanir til að stemma stigu við ágangi þeirra. Ferðamönnum jafnt sem heimamönnum þykir saga hans frekar ótrúleg og taka henni fá- lega. Það er ekki fyrr en árásimar ágerast og apamir virðast flölga sér ótæpilega að mönnum finnst kominn tími að hefjast handa. Þar sem apamir eru orðnir 500 sinnum fleiri en heimamenn gæti verið við ofurefli að etja. Stöð 2: Fréttír á sunnudögum í byrj- un nóv. og á laugardögum hálfum mánuði síðar FRÉTTATÍMAR á sunnudögum á hinni nýju sjónvarpsstöð, Stöð 2, hefjast væntanlega í byijun nóvember og síðan munu laugardags- fréttir bætast við dagskrána hálfum mánuði síðar, að sögn Páls Magnússonar, fréttastjóra Stöðvar 2. Hann sagði að líklega þyrfti að bæta við mannskap vegna þessa, en ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um mannaráðningar. Þá mun útlit fréttatímanna breytast upp úr helgini þar sem tæknivanda- mál hafa hijáð Stöð 2 frá byijun og því hefur þurft að taka fréttatím- anna upp fyrirfram. „Þetta mun sennilega komast í samt lag um helgina og jafnframt er verið að ganga endanlega frá fréttaupp- tökusalnum," sagði Páll. Hann bætti því við að stefna Stöðvar 2 í fréttaflutningi væri sú að kafa dýpra inn í hvert mál, en t.d. gert væri í ríkissjónvarpinu, en þó að hafa færri fréttir. „Meiningin er að skera niður þær fréttir, sem teljast skyldufréttir hjá ríkissjón- varpinu, t.d. sífeldar loðnufréttir og fréttir af tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar fslands á miðvikudagskvöld- um, en hjá ríkissjónvarpinu er sagt frá öllum tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar," sagði Páll. Páll sagði að ráðgert væri að auka innlenda dagskrárgerð smám saman hjá Stöð 2 á næstunni. Hvað fréttum við kemur, verða í fyrs- tunni innlendir fréttaskýringaþætt- ir að mestu úr upptökusal Stöðvar 2, en síðar væri hugmyndin að færa þá út úr húsi í ríkari mæli. Þorsteinn Gunnarsson í hlutverki Bandarikjamannsins Honey- man og Gisii HaOdórsson, sem fer með hlutverk sovétmannsins Botvinniks. Leikfélag Reykjavíkur: Aukasýning á „Göngu- ferð um skóginn“ LEIKFELAG Reylyavíkur hefur veldanna, þar sem aðalpersónur eru ákveðið að endurtaka leikrítið leiðtogar Bandaríkjamanna og Sov- „Gönguferð um skóginn" vegna étmanna í afvopnunarviðræðunum fjölda áskoranna. Verður leikrit- í Genf. ið endurflutt í dag, laugardag, i Iðnó klukkan 15.00. Með aðalhlutverk fara Gfsli Verkið var flutt tvívegis í tengsl- Halldórsson og Þorsteinn Gunnars- um við fund þeirra Gorbachevs og son. Verkið er flutt í sviðsettum Reagans, en hér er um að ræða leiklestri í þýðingu Sverris Hólmars- nýtt bandarískt leikrit eftir Lee sonar. Leikstjóri er Stefán Baldurs- Blessing um friðarviðræður stór- son. Notaðir bílar í séiflokki! Peugeot 505 GR Diesel ’83 Beinskiptur með vökvastýri, mjög fallegur og í sérlega góðu standi. Verð kr. 390.000. Útborgun kr. 1000.000, eftirstöðvar til 12 mán- Dodge Ramcharger ’78 Sjálfskiptur, vökvastýri, ekinn að- eins 67.000 km. Einn eigandi. Verð kr. 350.000. Útborgun 100.000, eftirstöðvartil 12 mán- o/lo GMC ’78 Yfirbyggður hjá R. Valssyni. Sjálf- skiptur, vökva- og veltistýri, rafdrifnar rúður o.fl. Lítið ekinn og í góðu ástandi. Skipti á ódýrari. Alfa Romeo Alfasud ’80 Ekinn aðeins 55.000 km. Einn eig- andi. Verð kr. 175.000, útborgun kr. 40.000, eftirstöðvar til 10 mán- aða. Tilboð dagsins Cherokee ’79 Sjálfskiptur, vökvastýri. Verð að- eins 330.000, útborgun kr. 80.000, eftirstöðvar til 12 mánaða. Opið í dag frá kl. 13—17 JÖFUR HF ^CHRYSLER PEUGEOT TALBOT NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.