Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 Islenskt hugvit gefur dönskum alkóhólistum Von-Veritas meðferðarstöðin séð frá eikinni góðu. Árangur væri núna fyrst að koma í ljós eða að um 60-70% hættu að drekka. Ætlunin er, að danskir starfs- menn taki við af þeim íslensku á Von Veritas, þegar fram líða stundir og sagði Ebbe fram- kvæmdastjóri m.a., að þeir væru þegar famir að fylgjast með þeim sem kæmu í meðferð með það í huga að þjálfa nýtt fólk. Hvemig lítur Skúli á þá hlið mála. Hann sagði: Þetta starf byggir á íslensku frumkvæði. Við emm tíu árum á undan nágrannalöndunum og ættum að geta tryggt fomstu og fmmkvæði á þessu sviði. Það gætum við til dæmis gert með þvi að setja á fót skóla til að mennta leiðbeinendur og sérhæft hjúkr- unarlið. Allt starfsfólkið á Von Veritas er svo að segja „fram- leitt" á Voninni heima. Meðferðar- stöð fyrir skandinava með slíkum skóla yrði beint og framhald af þessu starfi sem þegar er byrjað." Texti og myndir: Friða Proppé. vonina á ný Stórkostlegt að sjá fólk koma úr helvíti og eignast von Ebbe kvaðst hafa orðið mjög hrifinn af þeim hugsjónum sem félagar hans íslensku sem sætu í stjóm Von Veritas hefðu kynnt sér við uppbyggingu heimilisins, og sagði síðan: „Þær em þó að- eins hjómið eitt miðað við það að kynnast þessu í framkvæmd. Að sjá fólk koma hingað inn, sem lif- að hefur í helvíti svo og svo lengi, og fylgjast síðan með hvemig það uppgötvar ljósið fyrir utan og það að það sé í alvöru von,- það er stórkostlegt í einu orði sagt. Þá verð ég alltaf meira og meira hissa á hversu margir þekkja vandamál- ið. Fólk sem ég hef þekkt alla þetta vinalega fólk með þökkum fyrir góðar móttökur var sest upp í bíl hjá Skúla Thoroddsen fram- kvæmdastjóra sjúkrastöðvarinnar Vonin í Reykjavík og bmnað með honum til Kaupmannahafnar, en það var um tveggja klukkustunda akstur. Skúli var gestkomandi á Von Veritas, en nýkominn úr mánaðarferð til Svíþjóðar til Hluti af starf smannahópnum, talið frá vinstri: Bergþór Sigurðsson, Jón Aðalgeir, Vaka Siguijónsdóttir, Linda Bolin, Hanne Nielsen, Anna Magnea Hreinsdóttir, Gunnar Þorsteinsson meðferðarstjóri, Anna Ólafsdóttir, Gert Holm yfirlæknir og Ragnar Lárusson. kynningar á áfengismeðferðinni, en þar er mikill áhugi á að komið verði á fót meðferðarstofnunum. „Ættum að geta tryggt for- ustu og frumkvæði“ Skúli sagði m.a. að um næstu áramót væm tvö ár liðin frá því að Líknarfélagið Vonin kom á fót meðferðarstofnun hér heima. bætti við: „enda yrði fyrsta glasið dýrt, 40 þúsund (danskar) krón- ur“, - „með fyrsta sopanum er allt ónýtt, það veit ég“, sagði hann. Hann kvaðst gera sér fylli- lega ljóst, að fjölskyldan ætti það skilið að hann kæmi sér út úr þessu, en hann ætlaði sér nú fyrst og fremst að hætta fyrir sjálfan sig, öðm vísi væri það ekki hægt. Aðspurður um hvað tæki við, sagðist hann ætla að vera með i stofnun nýrrar AA-deildar strax og hann kæmi heim. „Ég er bjart- sýnn og það er mér mikil hjálp að heyra hversu vel þetta hefur gengið hjá ykkur uppi á íslandi", sagði hann. „Ég finn núna að ég get leyft mér að vona.“ Að lokum var Ebbe Christian- sen framkvæmdastjóri tekinn tali. Við ræddum nokkuð kostnaðar- hliðina, en lýst hefur verið hér að framan hvemig fjármögnun fer fram. Hann sagði að nokkuð hefði verið rætt um kostnaðarhliðina þarlendis, en sitt svar væri ætíð, að kostnaðurinn kæmist engan veginn í líkingu við þann kostnað sem óreglan leiddi af sér, bæði beint og óbeint, enda væri þeim sveitarfélögum og fyrirtælcjum óðum að fjölga sem áhuga sýndu á þátttöku í greiðslu kostnaðar. Þeir sem þyrftu sjálfír að fjár- magna meðferð ættu nú aðgang að AB-fjármögnunarfyrirtækinu, sem veitti lán allt til fímm ára með 900-1.000 d.kr. afborgunum á mánuði hverjum. Ebbe kvaðst mjög ánægður með Von Veritast- stöðina og hann neitaði því alls ekki að fleiri stöðvar gætu orðið að veruleika í Danmörku. Eftir smáþrýsting sagði hann Vejle á Jótlandi óskastað sinn fyrir næstu stöð, en engar ákvarðanir lægju fyrir þar um. ævi kemur nú til mín og ræðir vandamál sem ég sá aldrei. Þá er stórkostlegt að upplifa þakk- læti þessa sama fólks. Ekki má gleyma að minnast á móttökur nágránnanna, þær eru frábærar. Okkur var sagt í upphafi að við gætum reiknað með hörðum við- brögðum, en það var enginn sem mótmælti, ekki ein persóna. Ná- grannamir fjölmenntu hingað við opnunina og færðu okkur gjafír. Lokaorð Ebba voru: „Ég vona bara að fólk hafí samband við okkur. Það þarf ekki endilega að vera búið að eyðileggja fjölskyld- una og týna vinnunni þegar það leitar hjálpar. Ef fólk fær botn- langabólgu fer það á sjúkrahús. Það getur dáið ef það fær ekki hjálp í tíma. Hið sama á við um áfengissýkina." íslensku starfsmennimir sögð- ust allir kunna ágætlega við sig. Eina umkvörtunareftiið var að maturinn væri kannski of góður og höfðu sumir áhyggjur af auka- kflóum. Þau báðu öll fyrir bestu kveðjur heim til vina og vanda- manna og er því hér með komið á framfæri. Eftir að hafa kvatt 'Mil »» Fjölbreytt úrval af fallegum gjafavörum. Við útbúum fallegan jólapakka og sjáum um að hann komist til viðtakanda á réttum tíma. ^llafossbúöin VESTURGÖTU 2, SÍMI 13404 Sendum um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.