Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 28
r*r> 28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 © 1985 Universal Press Syndicate SíGLPNG ) „Tn^ólfur 6r í mafc!" Ást er... ... að sýna af sér kæti. TM Rog. U.S. Pat Oft.—all rights reserved O1986 Los Angeles Tlmes Syndlcate Með morgnnkaffinu HÖGISTI HREKKVÍSI „SAUP6TU STPHGASKÓHA MÍHA, AMMA ?" Þroskaheftir eru ekki # allir eins frekar en aðrir Kæri Velvakandi. í tilefni af greininni „Mesta áfall lífs míns" sem birtist í Mbl. 26. október sl. langar mig til að segja nokkur orð. Reynsluheimur hvers og eins er afskaplega misjafn og þroskaheftir eru líka afskaplega mismunandi. Við erum engin okkar eins hvort sem við erum jafnaldrar eða ekki og sama á við um þroskahefta, hvort sem orsök fötlunarinnar er sú sama eða ekki. Ég á nefnilega son með Down’s Syndrome (mongólíti) og hef ég allt aðra reynslu en Guðlaug. Hann var fyrsta barnið okkar og var ég svo einföld og heimsk að halda að ekkert væri sjálfsagðara en að bú- ast við því að allt væri í lagi með mitt bam. En nei, þetta getur víst komið fyrir hvem sem er. Það sem skiptir mjög miklu máli er hvemig manni er sagt frá þessu, það em nefnilega til læknar sem em gjörsamlega óhæfír í það starf. Ég var svo heppin að það var góður bamalæknir, Jón Kristinsson, sem sagði mér frá því hvað gerst hafði og fór hann mjög vel og fal- lega að því. Einnig var starfsfólk Fæðingarheimilisins hvert öðm betra við mig og fæ ég aldrei full- þakkað þá góðu umönnun. Þeir sem skipta þó ekki síður máli í því að komast yfir þetta áfall — því þetta er jú auðvitað áfall — er eiginmaðurinn, fjölskyldan, tengdafólk og vinir. Ég er afskap- lega heppin með mína aðstandend- ur, þau hafa alla tíð verið mér góðir og ef eitthvað þá hafa böndin orðið sterkari og betri. Það sem vegur þungt á metunum er þó viðhorf okkar hjónanna til sonar okkar. Þroskaferill sonar okk- ar er mun hægari en meðalbamsins, og þá er bara að taka tillit til þess. Hann hefur sinn sérstaka persónu- leika, rétt eins og önnur böm, og við bemm virðingu fyrir því, sumt í fari hans er neikvætt, miðað við s reglur þjóðfélagsins, og við reynum að breyta því eða koma í veg fyrir það, annað er jákvætt og við hljót- um að standa vörð um það og hjálpa því að vera áfram hluti af persónu- leika hans. í dag eigum við 17 mánaða gaml- an son, sem er okkur ekki síður gleði og ánægja en bróðir hans. Okkar reynsla af því að eignast son sem er þroskaheftur, hefur að flest öllu leyti verið jákvæð og góð. Það helsta sem skyggir á er við- horf þjóðfélagsins, sem er oft á tíðum mjög neikvætt, því miður. Með tímanum og meiri upplýsingu breytist það vonandi. Það er nefni- lega hræðslan við það óþekkta, sem skapar neikvæð viðbrögð. Ég er bjartsýn á framtíðina og trúi því að viðhorf manna jákvæð- ara og opnara. Ég trúi því líka að sambýlin verði það mörg að þau verði heimili barnanna okkar á þeirra fullorðinsárum áður en langt um líður. Fríða María Ólafsdóttir ESdvinHanmbalsson, iormaður AI]týfluflokksins: „Rétt ákvörð- |un hjá Stefáni |Bened&tes^iu“ VISA VIKUNNAR Sýnist mér ei sama og þér að sauðinn skera megi. Stefán er að baki ber „bróður" sér þó eigi. Hákur Yíkverji skrifar Framfarir innan upplýsinga- tækninnar eru ævintýralegar. Eitt hið nýjast af þeim vettvangi eru svokallaðir geisladiskar og eru þeir af mörgum taldir verða gagnageymsla framtíðarinnar í tölvuheiminum. Þessir diskar eru hliðstæðir litlu hljómdiskunum (compact disk) sem þykja koma tónlist betur til skila en nokkur annar búnaður um þessar mundir enda er það ekki demantsnál held- ur leysigeisli sem sér um að koma efninu af diskunum til skila. Skrifstofuvélar kynntu slíkan geisladisk fyrir tölvur á tölvusýn- ingunni í Borgarleikhúsinu á dögunum. Þar var ein viðamesta alfræðiorðabók veraldar, Grolier Academic Encyclopedia kominn á einn slíkan disk, og tók hún þó aðeins fimmtung þess rýmis sem diskurinn bauð upp á. í nýjasta fréttabrefi íslenskrar forritaþró- unar er vikið að þessum diski og sagt frá því að disknum hafí fylgt ótrúlega öflugt fyrirspumarkerfi - forrit sem auðveldar fólki að nota bókina. Ef spurt var hversu oft orðið Reykjavík kæmi fyrir í bókinni, var svarað á augabragði að það væri 119 sinnum. Félag- amir í ÍF segjast hafa orðið vitni að því að unglingur einn bað um leit að þremur fyrirbrigðum samtímis - tónlist, popp og Prince. Á augabragði barst nafn á þremur köflum þar sem fjallað var um popgoðið Prince. Með því að ýta síðan á einn takka fékk hann þessa kafla prentaða. Og þar sem Islendingar eru nýjungagjarnir um leið og þeir eru gefnir fyrir fróðleik, má ætla að geisladiskar af þessu tagi verði fljótir að ryðja sér til rúm hérlend- is. Enginn vafí er á því að fyrir þá aðila sem þurfa að vinna mikið með heimildir og upplýsingar, svo sem rannsóknarstofnanir, söfn og ijölmiðla, munu geisladiskamir verða hið mesta þarfaþing. Nú þegar mun Háskólabókasafn vera búið að taka í ákskrift þijá gagna- grunna á geisladiskum og nær hinn stærsti þeirra yfír 3 milljónir færslna á fjórum diskum. Gagna- grunnar þessir verða einkum notaðir til að leita að bókfræðileg- um upplýsingum og auðvelda þannig heimildaleit til mikilla muna. XXX að fer vel á því núna kringum sjötugsafmæli Óskars Óla- sonar, yfirlögregluþjóns hjá umferðardeild Reykjavíkurlög- reglunnar, þess mikla baráttu- manns bættrar umferðarmenn- ingar, að skýra frá því að nú hefur Víkverji hitt fyrir höfuðborg, þar sem ríkir meiri umferðarómenning heldur en hér í Reykjavík. Þessi borg er Bejing í Kína. Þar ríkja sem næst engar umferðareglur eftir því sem best verður séð nema hvað samkomulag virðist vera um þar að sé hægri umferð gildi. Helsta stjórntækið í umferðinni er bílflautann og gangandi vegfar- endur virðast réttdræpir um leið og þeir hætta sér út á götuna, jafnvel þó þeir séu á merktum gagnbrautum. Annað sem Bejing á sameiginlegt með Reykjavík er að þar er hundahald bannað og engir hundar sjást þar á götum úti. Víkveiji er velta því fyrir sér hvort að þarna sé samhengi á miili og hvort yfirlögregluþjónninn okkar hafí allan tímann beitt röngum baráttuaðferðum, þ.e. fortölum og áróðri. Það hefði kannski verið nær fyrir hann að beijast fyrir hundahaldi í borg- inni, sem er þá kannski líka skýringin á því að umferðarmenn- ingin í Reykjavík hefur heldur aukist í seinni tíð - eftir að tak- markað hundahald var heimilað! XXX Prófkjörsátökunum hér heima fyrir nú undanfarið linnir ekki. Það má heyra víða að mörg- um þykir blessað lýðræðið komið út í öfgar og orðið meira en hollt er fyrir stöðugleikann í íslenskum stjómmálum. Þess vegna las Víkveiji fyrir skömmu af athygli grein í erlendu blaði um stjóm- málaástandið í smáríkinu Singa- pore í SA-Asíu. Þar hefur í um tvo áratugi ríkt flokkur sem kall- ast Framtaksflokkur alþýðunnar undir traustri forustu Lee Kuan Yew, forsætisráðherra. Flokkur- inn hefur lengst af notið milli 70 og 80% fylgis en varð fyrir nokkru áfalli í kosningum 1984, þegar fylgið féll um 13% í 62,9%. Þetta leiddi til þess að stjómarandstað- an fékk 2 menn kjöma á 77-sæta þing ríkisins og hefur ekki verið öflugri í annan tíma. Annar þess- ara þingmanna hefur að vísu verið nokkuð hávær og stórorður í garð forsætisráðherrans og stjómar hans en nú eru góðar horfur á að hann verði settur í fangelsi áður en langt um líður, þar sem félagar hans á þinginu hafa orðið sammála um að svipta hann þing- helgi og láta hann sæta ábyrgð fyrir að hafa farið of fijálsri hendi um kosningasjóði flokks síns. Það þarf varla að taka far að Singapore er efst á blaði hjá al- þjóðlegum Ijármálastofnunum yfír þau lönd, þar sem vænlegast þykir að fjárfesta um þessar mundir vegna tryggs stjómmála- ástands. Það fer heldur ekki neinum sögum af prófkjörum inn- an Framtaksflokks alþýðunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.