Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 C 15 Rissmynd af „Einmenninu" Einmennið" Myndir úr Carminu, skopmyndabók Menntaskólans á Akureyri. Myndirnar eru af Kristjáni Karlssyni bókmenntaf ræð- ingi og skáldi, Jakobi Jónassyni geðlækni, Þorbirni Guðmundssyni ritstj. og Önnu Snorradóttur húsmóður og þekktri útvarpsmanneskju homi myndarinnar situr köttur og horfir hirðuleysislega fram í her- bergið. Ég skoða myndina nokkra stund en fer svo aftur niður. Þá er Ami kominn með mynd sem líktist helst fallegu jólakorti. „Ég lærði þessa áferð í Bandaríkjunum fyrir skömmu" segir hann. „Ég nota stóra pensla til að ná þessum áhrif- um fram, íjaðrapensla og stóra málingarpensla, eins stóra og þetta", nú tekur Ámi upp ostaske- rann og mundar að mér. Svo leggur hann myndina með amerísku áferð- inni til hliðar og kemur þess í stað með silfurlitan kassa með upp- hleyptu loki.„Hér em allar skissum- ar mínar“ segir hann, og fer að grauta í kassanum, kemur upp með alls kyns smámyndir og miða sem teiknað hefur verið á.„Svona byija margar myndimar mínar“ segir hann og fær mér nokkur pappa- spjöld og bréfsnifsi. Á eitt þeirra hefur hann rissað upp baksvip af einmanalegri mannsmynd í fjöru. „þetta er upphafið að einmenninu mínu“ segir Ámi og hlær. „svona varð það seinna" segir hann og réttir að mér ljósmynd af málverki. „Ég seldi þessa mynd á sýningu á Hótel Borg. Strax við opnunina kom þar maður sem gekk beint að þess- ari mynd og sagði:„Ég ætla að kaupa þessa mynd". Meðan sýning- in var opin kom hann á hveijum degi, gekk að myndinni og sagði jafnan þessi sömu orð:„þetta er besta myndin, ég keypti hana og ég _er búinn að borga hana“. „ Ég fer nú að taka blöðin mín 1 saman og Ámi tekur bollana af borðinu.„Ég hef það svoleiðis Guðr- ún mín að ég tek alltaf strax saman eftir mig“ segir hann og tínir mat- föng og mataráhöld eitt af öðru inn í eldhúsið. Ámi fylgir mér fram að dymm og segir um leið og hann opnar „Það er ómögulegt að sýna þér garðinn að vetri til. Þetta er eins og að eiga heima í sumarbú- stað, garðurinn er þúsund fermetrar og alltaf logn á sumrin í norðanátt, það er fínt að vera hér“. Ég kinka kolli til samþykkis. Ámi segist hafa góðan tíma heima á daginn. Hann hættir oftast um hádegi á Morgun- blaðinu og fer þá heim til að mála, hringja í fréttaritara ellegar dunda eitthvað, á þeim tíma er oft gott næði fyrir fólk að líta inn til að spjalla og skoða. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Dagur armoníkunnar í Víkingasal Hótel Loftleiða í dag kl. 4. 40 harmoníkuleikarar á aldrinum 9 til 60 ára munu þar leiða saman hesta sína með sóló, dúet, sextett, svo að ógleymdri stjörnuhljómsvejt félagsins. Kl. 21.00—23.30, dansleikur undir harm- oníkuleik nokkurra félaga. Allt áhugafólk um létta harmoníkutónlist velkomið meðan húsrúm leyfir. Harmoníkufélag Reykjavík- ur Skemmtun fyrlr alla fjölskylduna. Barónsstíg 18, s: 23566. Úrval af blússum frá MarioRosella Ný sending frá m.a. svört pils st. 38—50. AM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.