Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1986 0 25 Sálumessa yf- ir spænskum sveitamanni ÚT ER komin hjá Forlaginu skáldsagan Sálumessa yfir spænskum sveitamanni eftir spænska rithöfundinn Ramón J. Sender. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Paco er sveitadrengur á Spáni. Barnungur hlýðir hann á kærleiks- boðskap prestsins í þorpinu sínu um leið og hann horfir á eymd og niður- lægingu sveitunga sinna. Hvar er réttlætið sem guðsmaðurinn boðar? Þegar Paco vex úr grasi ákveður hann að taka réttlætið í sínar hend- ur. Það á eftir að kosta grimmilegar blóðsúthellingar. Hér er sögð saga Spánveija á tímum, sem skiptu sköpum í lífi þjóðarinnar, þegar frelsisvonir urðu að engu og þjóðin horfði á eftir mannréttindum sínum í klær fas- ismans. Gagnvart ofureflinu mega sveitapiltar á borð við Paco sín lítils. Á meistaralegan hátt lýsir Ramón J. Sender lífí og örlögum þjóðar sinnar í einni af perlum spænskra bókmennta á þessari öld.“ Álfrún Gunnlaugsdottir rithöf- undur þýðir söguna og ritar ítarleg- an eftirmála þar sem hún gerir grein fyrir skáldinu og baksviði bókarinnar. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur þýðir Ijóð í sögunni. Kvikmyndin sem gerð hefur verið eftir sögunni hefur verið sýnd ný- lega í sjónvarpinu. Sálumessa yfír spænskum sveita- manni er 80 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. I KVÖLD MATSEÐILL Humarsúpa Lamba-piparsteik með villikrydduðum sveppum Hcimatilbúirm kaffiís með konfekti Munið hina ódýru Broadwav/helgarpakka Flugleida j NU ER UM AÐ GERA AÐ TRYGGJA SER MIÐA A ÞENNANN HEIMSVIÐBURÐ MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR í SÍMA 77500 - DAGLEGA 1 Jerry Lee Lewis þekkja allir sem einn a£ frumkvöðlum rokksins ásamt Elvis, Little Richard, Chuck Berry og Fats Domino Jerry Lee Lewis „The Killer" mun skemmta ásamt sjóðheitri hljómsveit sinni f rá Memphis ft'RSUTA KEPPN á Uóte .' Wóld Dagskrá: Kl. 10 Lögin flutt í fyrra sinn. Kl. 11 Lögin flutt í annað sinn. Kl. 11.20 Atkvæðagreiðsla. Kl. 11.30 Talning hefst. Kl. 12 Lýst úrslitum, verðlaunaafhending, verðlaunalögin flutt. Fyrstu verðlaun kr. 50.000, önnur verðlaun kr. 25.000, þriðju verð- laun kr. 10.000. Lög í úrslitum: Péturspolki. Dulnefni höfunda: Bliki. Töfrandi tónar. Lag: Blængur, texti: Merkúr. Hestamannaræll. Lag: Borgargestur, texti: Hagalalli. Söknuður. Lag: Kasper, texti: Jesper. Skiðaferð: Lag og texti: 14. október. Austur yfir fjall. Lag: Bangsi, texti; Hagalalli. ÖU lögin koma út á plötu. Húsið opnað kl. 21.00. Pantið borð tímanlega borðum haldið til kl. 21.45. SIMI 11440.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.