Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 19 Háskólinn VI: Um helmingnr lögfræðinga vinn- ur störf sem krefjast lagaprófs eftir Þórð Kristínsson Árið 1920 var sú samþykkt gerð í háskólaráði að í kennsluskrám og annarsstaðar skyldu deildir háskól- ans taldar í röð eftir aldri og þá miðað við aldur skólanna sem voru fyrirrennarar þeirra. Þessari reglu hefur verið fylgt síðan og verður að nokkru fylgt hér. Guðfræðideild- in er þannig elst deilda eftir þessari skilgreiningu, með því að presta- skólinn var stofnaður 1847, þá læknadeildin frá upphafí lækna- skólans 1876, lagadeildin frá 1908 og heimspekideildin sem stofnuð var með háskólanum 1911. Þessar fjórar háskóladeildir hafa allar tekið miklum breytingum frá því til þeirra var stofnað, lækna- deildin og heimspekideildin þó sýnu mesta, en víkjum að þeim síðar. Guðfræðideildin og lagadeildin eru það sem kalla má embættismanna- deildir, í þeim menntast fólk til ákveðinna starfa, þar hljóta prestar og lögfræðingar menntun sína og sumir orðið biskupar, þingmenn og ráðherrar. Svona innan sviga má nefna að á tímabilinu frá 1904, er Hannes Hafstein var skipaður ráð- herra, og til ársins 1983, hafa alls 102 verið skipaðir ráðherrar og þar af eru 39 lögfræðingar; í núverandi ríkisstjóm eru 3 af 10 ráðherrum lögfræðingar og af 60 þingmönnum eru 15 lögfræðingar. í Prestaféiagi Islands eru nú 116 prestar og fjöldi prestsembætta í landinu nálægt 130. Hins vegar eru um 260 menntaðir guðfræðingar á Islandi, þannig að ljóst er að þeir hafa haslað sér völl í ýmsum öðmm starfsgreinum; þó er enginn guð- fræðingur nú á Alþingi. 1. október 1983 vom íslenskir lögfræðingar samtals 769 og þar af störfuðu 497 við lögfræðileg störf sem þó em vísast ekki öll helguð löglærðum mönnum, en ætla má að um helmingur lögfræðinga vinni nú störf sem krefjast laga- prófs; lagamenntunin nýtist hins vegar til fleiri starfa en krefjast lagamenntunar, eins og reyndar er um flesta menntun. Þess er vert að geta að lagadeildin er sérstök að því leyti að hún er eina háskóla- deildin í veröldinni þar sem unnt er að nema og ljúka lagaprófí í íslenskum lögum og fyrir þær sakir em skyldur hennar miklar og ábyrgðin vandmeðfarin, bæði gagn- vart nemendum og þjóðinni. í gegnum tíðina hefur kennsla og nám í þessum deildum breyst nokkuð, námsgreinum fjölgað og ýmsar skipulagsbreytingar verið gerðar á náminu sem ekki verða raktar hér. Báðar hafa deildimar húsnæði fyrir starfsemi sína á ein- um stað, þar sem er bæði aðsetur kennara og kennslu; guðfræðideild- in á annarri og þriðju hæð aðal- byggingar háskólans og lagadeildin í Lögbergi, húsi lagadeildar, sem tekið var í notkun 1972 — með þeirri undantekningu þó að vegna plássleysis hefur fyrsta árs nemum í lögfræði verið kennt í leigusal útí bæ, m.a. í samkomuhúsinu Tónabæ, en nú í gamla Verslunarskólanum við Grundarstíg. í guðfræðideild eru skráðir 75 nemendur og fastir kenn- arar era 8; í lagadeild era 413 nemendur og 9 fastir kennarar. Hvor deildin um sig hefur orðið miðstöð rannsókna á sínu sviði og ráðgefandi um fjölmörg málefni kirkju og laga í landinu. Reglugerð- ir um Guðfræðistofnun og Laga- stofnun hlutu báðar staðfestingu árið 1975 og era starfsmenn þeirra kennarar viðkomandi deilda sem gegna fullu starfí; annað samkenni þeirra er að þeim hefur báðum mjög verið sparað féð á fjárlögum sem skiljanlega hefur staðið þeim fyrir þrifum. A vegum Guðfræðistofnun- ar er nú m.a. unnið að könnun á trúarlífí og trúarlegum viðhorfum íslendinga, auk þess sem innlendum heimildum og gögnum um guðfræði er safnað saman og i undirbúningi er ritröð Guðfræðistofnunar. Helsta verkefni Lagastofnunar undanfarið hefur verið gerð Lagasafns til að auðvelda aðgang að lögum og reglugerðum. Texti Lagasafns er nú kominn í í tölvu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar og er unnið að því að fella breytingar og nýmæli í lögum inn í textann. Höfundur er prófstjórí við HÁ- skóla íslands. Gamalt akkeri kom í nótina hjá Björgu Jónsdóttur Húsavik. SÍLDVEIÐISKIPIÐ Björg Jónsdóttir ÞH 321 frá Húsavik, sldp- stjóri Aðalgeir Bjarnason, fékk mjög gamalt akkeri í nótina þegar kastað var fyrir síld í Reyðarfirði fyrir skömmu. Skipveijar höfðu ekki áður séð flrði, en skipstjórinn á Björgu slíkt akkeri og eftir athugun gam- Jónsdóttur hyggst flytja akkerið alla teikninga álíta þeir að meira til Húsavíkur og prýða garð sinn en 100 ár séu síðan slík undur með því. vora notuð. Akkerið er nú á Eski- Fréttaritari Heimilissjóður tauga- veiklaðra barna LRDR Matthías Jónasson Samkvæmt fréttatiikynningu, sem birtist nýlega í Morgunblaðinu, hefír Bamaverndarfélag Reykjavík- ur (BR) hætt starfsemi sinni. Meðal verkefna sem BR vann að er stofn- un og efling Heimilissjóðs tauga- veiklaðra barna. Forseti íslands staðfesti skipulagsskrá sjóðsins 28. febrúar 1961 og óx sjóðurinn smám saman bæði af árlegum greiðslum BR og af gjöfum einstaklinga og fyrirtækja. Arið 1974 gekkst sjóð- stjóm fyrir stofnun Kleifarvegs- heimilisins í samvinnu við Hvítabandið og Borgarstjórn Reykjavíkur. Þar hafa taugaveikluð böm notið sérfræðilegrar meðferð- ar síðan og njóta enn. En þröng húsakynni kreppa mjög að starf- seminni, svo að hún fær engan veginn annað brýnustu þörf. Undirritaður vill vekja athygli á því, að Heimilissjóður taugaveikl- aðra bama er ennþá til, og markmið hans er skv. skipulagsskrá „að hrinda í framkvæmd byggingu dvalarheimilis handa taugaveikluð- um bömum sem njóta sérfræðilegr- ar meðferðar og þarfnast í því sambandi slíkrar dvalar um skeið". í Heimilissjóði vora í árslok ’85 3 milljónir og 920 þúsundir króna, geymdar í skuldabréfum ríkissjóðs og í vörzlu biskupsstofu, Suðurgötu 22. Vegna róttækra samfélagsbreyt- inga, sem valdið hafa röskun á stöðu foreldraheimilisins, benda sterkar líkur til vaxandi taugaveikl- unar meðal bama. Því eykst þörfín fyrir viðeigandi faglega meðferð. Vel menntaðir sérfræðingar era al- búnir til að veita hana. En hentugt og fullnægjandi húsnæði vantar. Hér væri því kjörið tækifæri fyrir góðviljað fólk að veita Heimilissjóði fyárhagslegan stuðning svo og fyrir félög, sem vinna að skyldum líknar- málum, að sameinast Heimilissjóði um farsællega framkvæmd. Jónas Hallgrímsson lýsti kostum slíkrar samvinnu í alkunnu ljóði: „Sterkur fór um veg, þá var steini þungum lokuð leið fyrir. Ráð at hann kunni, þó ríkur sé og hefðu þrír um þokað." Höfundur er fyrrverandi prófessor. NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 5 gíra ............. 249.090,- 4 gíra ............. 246.953,- Góð greiðslukjör Til afgreiðslu strax Opið 10—16 Skiftiborð Verslun 38600 39230 Verkstæði Söludeild 39760 31236 Bif reiöar & Landbúnaöarvélar hf Suöurlandsbraut 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.