Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 43 Úr horni Borgarspítalans eftirHrefnu Birgittu Bjarnadóttur Sem sjúkraliði á deild A-3 (legu- deild slysadeildar) Borgarspítalans langar mig að rita nokkur orð um grein þá sem ég las um rekstur Borgarspítalans í Morgunblaðinu 6.11. 1986. Ekki ætla ég að ræða um hvert einstakt atriði þessarar rannsóknar á rekstri Borgarspítalans enda þekki ég ekki nógu vel til þeirra mála í heild, heldur langar mig að §alla meðal annars um gr. 2; þar stendur: „Starfsfólkið hjálpast ekki að sem skyldi og kröfur þess um bætt kjör og aðstöðu skyggja á þarfir þeirra sjúklinga, sem ekki þarfnast bráðrar að- hlynningar.“ Tilvitnun lýkur. Hvaðan hafa Davíð og félagar þess- ar upplýsingar? Eru þær skráðar í Leiðbeiningar- bók um kynlíf FRJALST framtak hefur sent frá sér bókina Leiðbeiningar um gott kynlíf eftir bandaríska fé- lagsfræðinginn dr. Ruth West- heimer. í frétt frá útgefenda segir m.a.: „Bækur sínar byggir dr. Ruth West- heimer á útvarps- og sjónvarps- þáttum sínum. Hún tekur upp spumingar sem fyrir hana eru lagð- ar um kynlíf og leggur síðan út frá þeim. Hún segir það staðreynd að fjöldi fólks eigi í erfiðleikum í kynlífí sínu, en hiki oft við að leita ráða og leiðbeininga. í flestum til- vikum sé hægt að gefa fólki þau ráð sem duga og stuðla þannig að hamingjusamara lífi þess. Meðal þess sem dr. Ruth fjallar sérstaklega um í bók sinni er Full- næging í kynlífi, kynlíf unglinga, kynlíf roskins fólks, skyndikynni og kynlíf, getnaðarvamir, kynsjúk- Dr. Ruth Westheimer. dómar, samkynhneigð og áhrif vandamála í kynlífi á sálarlíf fólks.“ Þýðandi bókarinnar er Gauti Kristmannsson. Leiðbeiningar um gott kynlíf er prentunnin og bundin í Prentsmiðj- unni Odda. Kápu hannaði Auglýs- ingastofa Emst Bachmanns. rekstrarskrá spftalans eða hafa þessir herrar kannski sjálfir legið sem sjúklingar á spítalanum og orðið útundan í aðhlynningu? Nei, ætli sé ekki frekar um að kenna þekkingarleysi þessara manna og er það gott þeirra vegna ef þeir hafa ekki þurft að nota sjúkrarúm spítalans, en hitt er annað mál að svo vel gefinn maður sem Davíð er skuli geta látið svona nokkuð frá sér fara er ofar mínum skilningi. Ef ekki væri vegna þeirra fjöl- mörgu, sem ekki hafa legið á Borgarspítalanum en bíða kannski eftir plássi þar eða lenda þar inni óvænt, þætti mér þetta ekki svara vert. Þeir sjúklingar sem hafa legið eða liggja á spítalanum vita betur, en við þá sem ekki til þekkja vil ég segja: „Þið þurfíð ekki að óttast það að leggjast inn á Borgarspítal- ann. Þar hjálpast allir að enda varla hægt að reka heilt sjúkrahús öðm- vfsi. Þar sem hver hlekkur — hversu lítill sem hann er — er mikilvægur. Þar er öllum sinnt eftir bestu getu. Sem betur fer em ekki allir sjúkl- ingar ósjálfbjarga en þeir sem það em fá og þurfa skiljanlega meiri aðhlynningu en hinir. Þetta veit ég að hver sæmilega hugsandi maður skilur. Ef einhver yrði útundan dytti mér helst í hug að það yrði ef sá hinn sami þyrfti að liggja í rúmi á ganginum (deildin yfirfull) þar sem ekki er gert ráð fyrir bjöllu (sem sjúklingur hringir ef hann vanhagar um eitthvað) eða útvarpsinnstung- um. Að öðm leyti held ég að allir hjálpist að til að sjúklingi líði sem best á meðan á dvöl hans stendur. Ég hef aldrei á mínum starfs- ferli sem sjúkraliði orðið var við að sjúklingi hafí ekki verið sinnt vegna þess hve lág laun hjúkmnarfólk hefur og ég held að þeir menn sem Hrefna Birgitta Bjamadóttir hafa haldið því fram í blöðum að kröfur starfsfólks um bætt kjör og aðstöðu skyggi á þarfir sjúkl- inga sem ekki þurfa bráða aðhlynningu ættu að kynna sér málið betur. Oft á tíðum hefur það komið fyrir að ein vakt hefur hreinlega ekki komist yfir öll þau verk sem hefði þurft að vinna en þá tekur næsta vakt við og reynir að bæta úr. Því kæri Davíð og félagar, það er nú einu sinni svo að við í hjúkr- unarstéttunum emm að vinna með fólki en ekki steinum og munurinn þar á er sá að mannslíkaminn tekur upp á einu og öðm sem steinamir gera ekki. Þannig að hjá okkur er aldrei hægt að segja, ég ætla að klára þennan sjúkling á 10 mín., það em þarfír hvers sjúklings fyrir sig sem ákveða mínútumar. Kannski er hægt að koma á bónus inni á deildunum, þá væri hugsan- lega hægt að kreista örlítið meira út úr starfsfólkinu. En nefndin er nú með skýr svör við þessu, bara færa starfsfólkið milli deilda. Gott og vel, það er ekkert að því að kynnast nýjum deildum en allt tekur sinn tíma því ekki em sömu þarfír á sérhæfðum deildum. En annars, hvað segði Davíð um að vera borgarstjóri í Reykjavík á mánudegi, bæjarstjóri í Kópavogi á þriðjudegi og bæjar- stjóri á Akureyri á miðvikudegi? í 3 gr. er sagt: „Meira er gert úr manneklu á spítalanum en ástæða er til.“ Þessu svara herram- ir með tillögu um að draga úr fastráðningu lækna og að gera vinnusamninga við sérfræðinga og taka upp samstarf við önnur sjúkra- hús. Kannski skil ég þetta eitthvað vitlaust en ég hélt að verið væri að tala um manneklu á spítalanum en ekki lækna eina og sér. Ég held að þessir menn ættu að kynna sér hjúkmnarálag á deildunum og svo mega þeir tala um að of margt starfsfólk sé á hvem sjúkling ef þeim finnst ástæða til. Ég held að Davíð megi þakka fyrir það starfsfólk sem hann hefur á spítalanum. Það em ekki ófáir sem hafa flúið úr hjúkrunarlaunum sem boðið er upp á. Og ef borin em saman laun, t.d. sjúkraliða í Reykjavík og í Hafnarfirði, er ég ansi hrædd um að Davíð geti falið sig bak við Morgunblaðið. Annars að lokum, ef einhver hef- ur skilið einhvem útundan þá veit ég ekki betur en að Davíð hafí gleymt sjúklingunum sínum á Borg- arspítalanum á 200 ára afmæli Reykjavfkurborgar, þvf engin terta var á borð borin fyrir þá þann dag- inn, en þeir máttu borða soðinn fisk og þótti nógu gott. Eða kannski við hefðum átt að trilla rúmunum niður í Lækjargötu? Þau em á hjólum 0" því vel færanleg. Höfundur er sjúkraliði á Borg- arspítadnnum. ^fl M M Tékkneskur kristall, IViallA ÍU91U fagurlega skorínn. er komín t miklti úrvalí... Ávaxtaskálar desertskálar, blómaskálar. GIös í öllum stærðum Hinn eftirsótti kristalslampi Verð kr. 3.950. Sf/örtur0 C~Ylielóen<=, k/ $ KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 - SIMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu. Kertastjakar ýmsar stærðir Blómavasar í fleiri stærðum Póstsendum um land allt. Opíð frá kl. 9-14 f dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.