Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 31 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Sveiflur í fylgi flokka Niðurstaða síðustu skoðana- könnunar Félagsvísinda- stofnunar háskólans sýnir verulega fylgissveiflu frá Sjálf- stæðisflokki til Alþýðuflokks. Af því tilefni sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í upphafi flokksráðsfundar sjálf- stæðismanna: „Það er ljóst, samkvæmt þessum könnunum, að baráttan framundan verður hörð og erfíð og hún kallar á samstöðu sj álfstæðismanna. “ Könnun Félagsvísindastofnun- ar er gerð dagana 31. október til 7. nóvember. Þá höfðu sjálfstæð- ismenn þegar valið menn í efstu sæti á flesta framboðslista sína eða voru í þann mund að gera það. Eins og menn vita gerðist það ekki átaka- og áreynslulaust alls staðar og hafa margir unað þeim niðurstöðum illa. Er ekki vafi á, að óánægja og hið nei- kvæða umtal um niðurstöðu og framkvæmd prófkjara flokksins og skoðanakannanna á hans veg- um endurspeglast í þessum tölum. Sjálfstæðismenn urðu fyrstir til þess nú að ganga í gegnum þær raunir, er jafnan fylgja ákvörðun- um um val manna á lista. Þeir eru til dæmis hinir einu, sem hafa efnt til prófkjörs í Reykjavík. Skoðanakönnunin er tekin eftir þau átök. Um það leyti, sem hún er gerð, deildu sjálfstæðismenn ákaft um niðurstöðuna í skoðana- könnun sinni á Reykjanesi. Fylgis- tap flokksins samkvæmt könnuninni er 7,2% í Reykjavík, 6,9% á Reykjanesi og 2% á lands- byggðinni, ef borið er saman við úrslit síðustu alþingiskosninga. Þar sem fylgistap sjálfstæðis- manna var mest, gátu svarendur gert sér nokkuð glögga grein fyr- ir skipan lista sjálfstæðismanna en vissu ekki jafn mikið um aðra. Hvort annað verði upp á teningn- um, þegar framboðslistar allra flokka liggja fyrir eftir þau inn- byrðis átök, sem þeim fylgja, skal ósagt látið. Þá er einnig á það að líta, að sjálfstæðismenn hafa ekki gengið endanlega frá fram- boðslistum sínum í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Kjömefndir í báðum kjördæmum eiga eftir að leggja tillögur sínar fyrir fulltrúa- ráð og kjördæmisráð. Sé það mat manna, að óánægja með röðun á framboðslista vegi þungt í svörum kjósenda í könnun Félagsvísinda- stofnunar, er enn tækifæri til breytinga. Þorsteinn Pálsson dregur ekki í efa, hver yrði afleiðing þess, ef kosningaúrslit yrðu á sömu lund og könnunin. Hann sagði á flokksráðsfundinum: „Engum vafa er undirorpið, að kosningaúr- slit í samræmi við niðurstöðu síðustu könnunar, myndu opna dyr fyrir nýja vinstri stjóm. Ef Sjálfstæðisflokkurinn tapar at- kvæðum yfír miðjuna til vinstri, verður ekki séð hvemig vinstri flokkamir eiga að komast hjá því að mynda nýja stjóm, jafnvel þó þeir sjálfir hræðist ekkert meir en að taka þannig höndum sam- an, hræðist ekkert meir er sjálfa sig.“ Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, hefur unnið markvisst að því að lokka stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins til sín. Helsta beita hans er, að eftir kosningar ætli hann að ganga til samstarfs við sjálfstæð- ismenn í nýrri viðreisnarstjóm. Að formaður Alþýðuflokksins skuli nú róa á atkvæðamiðin und- ir merkjum viðreisnarstjómarinn- ar er staðfesting á því, hve góðan sess sú stjórn skipar í stjóm- málasögunni. En frá 1971, þegar viðreisnarstjómin missti þing- meirihluta sinn ekki síst fyrir atbeina Hannibals Valdimarsson- ar og Sámtaka frjálsyndra og vinstri manna, hafa alþýðuflokks- menn ekki þorað að ganga til stjómarsamvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn, minnugir þess, að flokkur þeirra var að þurrkast út í kosningunum 1971. Þó var við- reisnarmeirihluti á Alþingi eftir kosningar 1978. Þorsteinn Pálsson hefur ekki hryggbrotið Jón Baldvin Hanni- balsson en hann hefur varað kjósendur við að treysta orðum hans. Þorsteinn sagði á flokks- ráðsfundinum: „Alþýðuflokkurinn gefur kommúnistum að vísu langt nef í daglegri stjómmálaumræðu. Það gerði Hannibal einnig, þegar hann vann kosningasigurinn mikla 1971, en kjörstöðum hafði ekki fyrr verið lokað, en hann hljóp beint í fang þeirra og mynd- aði með þeim nýja vinstri stjóm. Bendir eitthvað til þess að þessi saga muni ekki endurtaka sig, verði niðurstaða kosninganna á þann veg?“ Kosningabaráttan, sem nú er að hefjast, snýst að sjálfsögðu hvorki um viðreisnarstjómina né það, sem Hannibal Valdimarsson gerði að loknum kosningum 1971. A hinn bóginn em kostimir jafn skýrir nú og þá; kjósendur geta valið stjóm með Sjálfstæðis- flokknum eða vinstri stjóm. Það er fráleitt að líta þannig á, að verið sé að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn í ríkisstjóm með því að greiða Alþýðuflokknum atkvæði. Sveifl- umar í stuðningi kjósenda við Sjálfstæðisflokkinn annars vegar og Alþýðuflokkinn hins vegar sýna, að líklega mun kosninga- slagurinn að vemlegu leyti snúast um þessa þverstæðu. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 15. nóvember Sveitarstjómarmenn hafa um langt árabil rætt hug- myndir um nánara sam- starf nágrannasveitarfé- laga, sameiningu sveitarfé- laga í stærri og sterkari heildir og svokallað þriðja stjómsýslustig, [fylki], til hliðar við þau tvö, sem stjórnskipan okkar byggir á, ríki og sveitarfélög. Það sem að baki býr er að gera sveitar- félögin hæfari til að sinna verkefnum sínum, framkvæmdum og þjónustu, í þágu almennings og færa verkefni, ákvörðunar- vald, stjómun og ábyrgð frá ríki til landshluta eða stærri og sterkari sveitarfé- laga. Landshlutasamtök Samstarf sveitarfélaga, ekki sízt hinna smærri, um afmarkaða þjónustuþætti, eins og skóla, bmnavamir, heilsugæzlu og fleiri slíka hefur farið vaxandi. Víðfeðmt samráð og samstarf hefur og lengi staðið, einkum innan Sambands íslenzkra sveitarfélaga, en síðustu áratugi einnig á vegum landshlutasamtaka, sem em sjö talsins: 1) Samband sveitarfélaga á Suðumesjum, 2) Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, 3) Samtök sveitar- félaga í Vesturlandskjördæmi, 4) Fjórð- ungssamband Norðlendinga (spannar tvö kjördæmi), 5) Fjórðungssamband Vest- fírðinga, 6) Samtök sunnlenzkra sveitarfé- laga og 7) Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Landshlutasamtökin sinna hagsmuna- málum sveitarfélaga, hvert á sínu starfs- svæði, einkum á sviði atvinnumála, samgöngumála og sérmála viðkomandi byggða. Ekki er ólíklegt að landshlutasamtökin láti meir til sín taka hér eftir en hingað til, við mótun og framkvæmd byggða- stefnu, en þau hafa ekki verið mikilvirk á þeim vettvangi, þegar frá eru talin áhrif Fjórðungssambands Norðlendinga á fram- kvæmd Norðurlandsáætlunar meðan hún var og hét. Sameining sveitarfélaga Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu hér á landi síðastliðinn hálfan þriðja áratug. Þegar sú umræða hófst hér árið 1963 var sameining sveitarfélaga vel á veg komin í grannríkjum, einkum í Nor- egi og Svíþjóð. Ástæðan var fyrst og fremst búsetuþróun, sem við deildum og deilum með þessum ríkjum, þ.e. fólks- streymi frá strjálbýli til þéttbýlis, í kjölfar breyttra atvinnu- og þjóðlífshátta. Á morgni þessarar aldar bjó þorri þjóð- arinnar í sveitum en þéttbýli var lítið sem ekkert. Hlutföll sveita og þéttbýlis í íbúa- tölunni hafa hinsvegar snúizt við á 60 til 70 ára tímabili. Það hefur í raun orðið búsetubylting í landinu. Þjóðin býr nú að langstærstum hluta í þéttbýli. Byggð í stórum landshlutum er orðin mjög stijál. Mörg sveitarfélög telja fáa tugi íbúa. Á síðastliðnu ári vóru fjörutíu hreppar með færri en 100 íbúa. Á síðast- liðnum aldarfjórðungi hafa fjórir hreppar tæmzt af fólki (tveir í Norður-ísafjarðar- sýslu, einn í S-Þingeyjarsýslu og einn í N-Múlasýslu). Fámenni margra byggða ýtir undir nauðsyn þess að sameina sveitar- félög, svo þau megni að mæta þeim kröfum sem nútímafóik gerir til þjónustu úr hendi þeirra, þjónustu sem mörg hver er raunar lögbundin. En sameining sveitarfélaga er ekki síður nauðsynleg til þess að viðhalda heimastjóm í eigin málum og hamla gegn vaxandi miðstýringu ríkisvaldsins. Hreppaskipanin íslenzka stendur hins- vegar á gömlum merg, allt aftur á þjóð- veldisöld. Þjóðin hefur haldið fast í þessa skipan, þrátt fyrir byltingu í búsetu í landinu, og breytingar hafa verið fáar og smáar. í nýjum sveitarstjómarlögum (nr. 8/1986) em í fyrsta sinn hér á landi laga- ákvæði um lágmarksíbúaijölda í sveitarfé- lagi. Þar segir að íbúar sveitarfélags megi ekki færri vera en fimmtíu. Fámennari sveitarfélög verður að sameina nágranna- sveitarfélagi. Hér er stutt skref stigið en stefna engu að síður mótuð. Hugmyndir Suður- nesjamanna Sveitarfélögin á Suðumesjum eru um margt til fyrirmyndar hvað samstarf varð- ar. Nægir að nefna Hitaveitu Suðurnesja, sem nú höndlar með raforku ekki síður en heitt vatn, og er talandi dæmi um vel heppnað samstarfsverkefni. Suðumesjamenn hafa enn einu sinni náð athygli sveitarstjómarmanna, almennt, með hugmyndum endurskoðunamefndar á starfsháttum og samþykktum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem Tómas Tómasson, formaður nefndarinnar, reifaði á aðalfundi sambandsins. Hugmyndir þær, sem hér um ræðir, fjalla um samstarf sveitarfélaga á Suður- nesjum og eru í þrennu lagi: I fyrsta lagi um breytingar á stofn- samningi sambandsins. í annan stað hugmyndir að stofnsamn- ingi fyrir Suðumesjabyggð, eins konar fylkishugmynd. í þríðja lagi sameining byggðanna á Suðumesjum í eitt, sterkt og áhrifaríkt sveitarfélag. Tómas Tómasson, sem býr að mikilli þekkingu á sveitarstjómarmálum, sagði m.a. um framangreindar hugmyndir: „Ég býst við, að þið vitið öll, hvemig ég tel þessum tilgangi bezt náð [að efla og styrkja byggð á Suðumesjum], en að ná þessum tilgangi tel ég fyrstu og síðustu skyldu hvers sveitarstjórnarmanns eða a. m.k. að gera tilraun til þess. Ég fullyrði, að frambúðarárangur næst ekki öðru vísi en með sameiningu sveitarfélaganna í eitt, sterkt og öflugt sveitarfélag á Suðumesj- um, sem ásamt öðrum stórum sveitarfé- lögum geti myndað nauðsynlegt mótvægi gegn miðstýrðu ríkisvaldi.“ Tómas sagði ennfremur: „Um millihugmyndina, einskonar fylki — Suðumesjabyggð — skal það tekið fram, að þó að hún geti verið nytsamlegt spor í rétta átt, þá er það mín skoðun, að með því sé verið að flækja einfalda hluti. ís- lenzkt þjóðlíf er ekki margflóknara en svo, að tvö stjómsýslustig, sveitarfélög og ríki, sjá alveg nægjanlega vel fyrir þörfum °g öryggi íbúanna, þá að því tilskyldu, að sveitarfélögin séu það stór og öflug, að eðlilegt jafnvægi geti þar skapast." Ræða félagsmála- ráðherra Það er fróðlegt að bera þessa niðurstöðu Tómasar Tómassonar saman við sjónarmið Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráð- herra, á 13. þingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga í septembermánuði síðast- liðnum, en ráðherrann er og gamalreyndur sveitarstjómarmaður. Ráðherrann komst m.a. svo að orði um þriðja stjómsýslustigið: „í þessu sambandi hefur verið vitnað til nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er þriðja stjómsýslustigið lögbundið. I Finnlandi eru stjómsýslustigin aðeins tvö, þ.e. ríki og sveitarfélög. Ég hefí verið þeirrar skoðunar, og hefí raunar oft látið hana í ljós, að stjómsýslu- stigin hér eigi aðeins að vera tvö. Við emm fámenn þjóð, sem býr við sérstakar að- stæður, og það á ekki alltaf við að taka hér upp kerfí, sem notuð em hjá milljóna- þjóðum. Mér er einnig kunnugt um, að hjá nágrannaþjóðum okkar er veralegur ágreiningur um millistjómarstigið, þar sem það er ekki talið hafa skilað þeim árangri, sem að var stefnt, einkum í strjálbýli, t.d. í N-Svíþjóð og N-Noregi. Eg Iegg áherzlu á að efla sveitarfélögin sjálf og stækka þau og flytja til þeirra aukin verkefni. Éf vilji er í raun fyrir hendi, tel ég, að hægt sé að ná vemlegum árangri á því sviði einmitt nú í kjölfar setningar nýrra sveitarstjómarlaga . . .“ Hér segja þessir tveir kunnu og gamal- reyndu sveitarstjómarmenn, úr tveimur ólíkum stjómmálaflokkum, nokkum veg- inn það sama, þegar þeir horfa fram á við í málum sveitarfélaganna. Austur-Skagafj ör ður Víða í stijálbýli em landshlutar sem eiga í vök að veijast, hvað það varðar að halda sínum hlut í íbúa-, atvinnu- og kjara- þróun í landinu. í þessu efni sem öðram gildir viss samkeppni. Þá verður að horfa til þeirra þátta, sem vega þyngst í hugum fólks þegar það velur sér búsetu til fram- búðar: atvinnu- og afkomuöryggi, félags- leg aðstaða (ekki sízt á sviði menntunar, heilsugæzlu og tómstunda) og umhverfis- mál, en umhverfið er ramminn utan um mannlífið. Það er í þessum samkeppnis- þáttum, sem stór og sterk sveitarfélög standa betur að vígi en smá og veik. Það var máske ekki stór frétt á fjöl- miðlamælikvarða þegar þijú lítil sveitarfé- lög í austanverðum Skagafírði, Fellshrepp- ur, Hofshreppur og Hofsóshreppur, efndu til sameiginlegrar ráðstefnu um atvinnu- mál sín fyrr á þessu ári. Hér var þó um athyglisvert fmmkvæði að ræða — og til- efnið dæmigert fyrir stöðu margra stijál- býlissvæða í landinu. Fmmmælendur vóm valdir með tilliti til möguleika svæðisins í atvinnumálum. Á dagskrá vóm: loðdýrarækt, æðarrækt, veiðar og nýting vatnafíska, fískirækt, hlutur sveitarfélaga í atvinnuþróun, meint gagnsemi Byggðastofnunar o.fl. Tilgang- urinn var að marka stefnu til næstu framtíðar um byggðaþróun í A-Skagafírði. Sigluijörður og austustu hreppar Skagafjarðarsýslu, Haganess- og Holts- hreppar, mættu gjaman huga að hliðstæðu samstarfi um stefnumörkun til næstu framtíðar. Raunar gæti þetta svæði allt, frá Hofsósi til Siglufjarðar, sótt styrk til náins samstarfs um ýmis efni. Máske var það erfiðasti þröskuldur við- reisnar í Siglufírði, eftir að síldarstofninn hmndi, að eiga ekki sveit, landbúnað, að bakhjarli, auk þess sem einkarekstur hafði koðnað niður í krafti umfangsmikils ríkis- rekstrar í síldarævintýrinu. Þéttbýli, sem byggir jöfnum höndum á sjávarútvegi og þjónustu við nærliggjandi sveitir, hefur dafnað hvað bezt hér á landi, samanber Húsavík, Akureyri og Sauðár- krók, svo dæmi séu tekin af Norðurlandi. Ef jarðgöng um Stráka hefðu komið 15—20 ámm fyrr væm Siglufjörður og sveitir A-Skagaíjarðar fastknýttari at- vinnu- og efnahagslega í dag — og betur sett en nú er. En betra er seint en ekki að huga að þessum efnum. V etrarbyggðir Árið 1978 var haldin í Minnesota ráð- stefna um skipulag norrænna borga. Eftir ráðstefnuna gaf prófessor William Rogers við Háskólann í Minnesóta út bók: „The Winter City Book“. Hún varð kveikjan að „samtökum vetrarborga", sem þinga reglubundið, síðast í Edmonton í Kanada í febrúarmánuði þessa árs (Winter Cities Formum ’86). Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur, flutti fróðlegt erindi um þessa ráðstefnu á þingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga fyrir skemmstu. Ráðstefnan fjallaði m.a. um það, hvem- ig gera megi vetrarborgir vistlegri. Svörin vóm í á ýmsan veg. Meðal efnisatriða sem rædd vóra í þessu sambandi má nefna: Betra skipulag. Sett var fram hugmynd um þéttari miðborgarbyggð, til að ná fram meiri nýtingu, yfirbyggð torg, garða, göt- ur o.sv.fv. Trjáplöntun inn í borgum til að milda ásýnd og bæta loftslag. Lögð var áherzla á sígræn tré. Talað var um tré í snjóblóma þegar mjöll var í barri. Félagslegar þarfir. Þar var m.a. rætt um upplýstar gönguskíðabrautir í borgar- görðum og útihátíðir tengdar vetrarfagn- aði. Umhverfi. Fjallað var um liti og form húsa, einangmn og hitun húsa, hita í göt- um og gangstéttum og skynsamlega orkunýtingu. Tvenns konar sjónarmið mótuðu um- ræður. Annars vegar sjónarmið þeirra, sem gera vildu vetrarborgir sem líkastar suð- lægari borgum með því að yfírbyggja torg oggarða. Hins vegar sjónarmið þeirra, sem vildu vinna með vetrinum en ekki slást fc>; . r jJRIKi ' 1$ Wm j lÍ Ll'MWwy * „I öllu talinu um þriðja stjórnsýslu- stigið hafa nokkr- ir meginpunktar hvergi fengist á hreint: Hvers konar stjórnsýslustig eru menn að tala um? Hvert á verksvið þess að vera? Hver eru mörk þess gagnvart s veitar félögum annars vegar og ríki hins vegar? Og hvað kostar þetta nýja stjórn- sýslustig? Eykur það veru- lega á yfirbygg- ingu og skatt- heimtu í þjóðfélaginu? við hann, njóta snjóa og svella. „Ljóst er að samspil þessara tveggja hugmynda getur ágætlega farið sarnan," sagði for- stöðumaður borgarskipulagsins í erindi sínu. Borgin Edmonton (hálf milljón íbúa), hvar ráðstefnan var haldin, hefur meðal- árshita 3,1 gr. (Reykjavík 4,5 gr.). Þar era frostdagar á ári hveiju rúmlega 140 (Reykjavík rúmlega 120). Fyrirlesari lýsti m.a. „Hagkaupum” þeirra Edmonton-búa. Og það var ekkert smáhýsi. Þar em hvorki fleiri né færri en 820 verzlanir, stór dýragarður, 600 tré hærri en 4 metrar, vatnsævintýraland með vatns- skíðum, vatnsrennibrautir með 2 metra öldum, 200 metra langt vatn með 4 kaf- bátum, 18 holu golfvöllur og margt fleira. Það kom fram í frásögn Þorvaldar að næsta vetrarborgaráðstefna verður einnig í Kanada við Carlgary í tengslum við Vetrarólympíuleikana 1988. Er þegar farið að bjóða til hennar. A-Evrópuríki hafa til- kynnt þátttöku í fyrsta sinn. „Er verið að undirbúa nánast heimssýningu um málefni tengd vetri og norðlægum borgum," sagði fyrirlesarinn. í tengslum við ráðstefnuna verður boðað til borgarstjórafundar nor- rænna borga og er búizt við á annað hundrað borgarstjómm til fundarins. Og árið 1990 hafa Norðmenn ákveðið að halda ráðstefnu í Tromsö. Kynntu þeir Tromsö rækilega á Edmonton-ráðstefnunni. Hvað kostar þriðja stjórnsýslustigið? Það kann að virðast löng leið frá ráð- stefnunni á Hofsósi um atvinnuþróun í fámennum hreppum A-Skaga§arðar til ráðstefnunnar í Edmonton I Kanada um vistlegar vetrarborgir, í nánd verzlunar- hallar er telur meir en 800 verzlanir, dýragarð, hundrað tijáa, golfvöll og vötn með tvegga metra öldum. Báðar þessar ráðstefnur em þó hluti af mannlífínu og spegla veg þess og vanda, hvor á sinn hátt, þó að ólíku sé raunar saman að jafna. Það er í mörg hom að líta ef íslenzk þjóð vill halda sínum gæðahlut í framvindu þessa mannlífs í veröldinni, að ekki sé nú talað um að auka hann. Þekking skiptir þar sem annars staðar meginmáli. Síðan verður að velja og hafna; setja sér stefnu- mið innan marka þess mögulega. En stundum er það ógerlega í dag mögulegt á morgun. Sveitarstjómarmál vega þyngra í mótun þess mannlífs, sem við keppum að, en við gemm okkur á stundum grein fyrir. Sveit- arstjómir em það stjómvald, sem stendur næst almenningi og þekkir gerst stað- bundar þarfir og staðbundin verkefni. Það er áreiðanlega skref til réttrar áttar að styrkja sveitarfélögin og færa vald og verkefni frá ríkinu til þeirra, með og ásamt eðlilegri tekjuskiptingu þessara tveggja stjómsýslustiga. í öllu talinu um þriðja stjómsýslustigið hafa nokkrir meginpunktar hvergi fengist á hreint: Hvers konar stjómsýslustig em menn að tala um? Hvert á að vera verksvið þess? Hvar era mörk þess gagnvart sveitarfé- lögum annnars vegar og ríki hins vegar? Og hvað kostar þetta nýja stjórnsýslu- stig? Eykur það veralega á „yfirbygginguna" og skattheimtuna í þjóðfélagin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.