Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 Sérkenni Reykjavíkur og skipulagsmál eftír Hjörleif Stefánsson Þar sem borgarstjóm Reykjavík- ur er þessar vikumar að Qalla um skipulagningu miðbæjarins, hvem- ig hann skuli mótast á næstu ámm, langar mig til þess að leggja orð í belg. Miðbær Reykjavfkur, höfuðborg- ar landsins, er sameign allra landsmanna og það skiptir okkur öll og afkomendur okkar miklu máli hvemig til tekst. Sáralítil um- ræða hefur átt sér stað um skipu- lagningu miðbæjarins, miklu minni er ætla mætti af mikilvægi hans. Líklega er ástæðan sú, a.m.k. að hluta til, að viðfangsefnið er mjög flókið og ekki auðvelt um að tala. Auðvitað er það vandasamt verk að skipuleggja miðbæ Reykjavíkur. Fyrsta heildarskipulag miðbæj- arins og reyndar allrar Reykjavíkur sá dagsins ljós um 1927 og síðan hafa margar atrennur verið gerðar að því að koma skikki á Kvosina. Allar hafa atrennumar runnið út í sandinn. Miðbær höfuðborgarinnar er skörðóttur og ófrágenginn, okkur öllum til skammar. Hvað í ósköpun- um veldur þessu? Af hveiju er miðbærinn ekki fullgerður eftir öll þessi ár? Af hveiju hafa verið byggðir vísar að mörgum mið- bæjum í úthverfum borgarinnar án þess að gengið hafl verið sómasam- lega frá miðbæ Reykjavíkur? Ég mun hér drepa á ýmis atriði, sem hljóta að verða hluti af svarinu þegar það berst. Hafa arkitektar ekki verið vand- anum vaxnir? Hvemig má það vera að hægt sé að fást við skipulagn- ingu miðbæjarins svo árum og áratugum skiptir með jafn mögmm árangri og raun ber vitni? Er þar við skipuleggjendur að sakast eða stjómmálamenn? Sjálfsagt er skýringin margþætt, en víst er þó að fram til þessa hafa allar skipulagstillögumar gert ráð fyrir því að sú byggð sem fyrir var á hverjum tíma sé lítils virði. Skipu- leggjendur hafa talið nauðsynlegt og rétt að miðbærinn yrði endur- byggður. Að gömlu húsin verði rifín og bærinn byggist húsum, sem þeir telja nútímaleg hverju sinni. Reyndin er hins vegar sú að lítið hefur orðið úr framkvæmdum. Flest gömlu húsanna hafa staðið áfram. Afleiðingin af samþykkt skipulags hefur þó jafnframt orðið sú að hætt er að halda húsunum sóma- samlega við vegna þess að yfír þeim hefur vofað ákvörðun um að í stað þeirra skuli koma ný hús. Sum húsin hafa þannig verið látin hröma þar til ekki var talin önnur leið fær en að rífa þau. Nokkur húsanna hafa bmnnið. Fáein ný hús hafa risið, hvert með því sniði, sem þá hefur þótt fínast. Á langflestum lóðum þar sem hús hafa horfíð af einhveijum ástæðum hefur ekkert verið byggt heldur em það óásjáleg bráða- birgðabílastæði. Gerð skipulags hefur þannig gjaman leitt til skipulegrar hröm- unar gamalla húsa — samhliða og jafnvel sem óbein afleiðing af hálfr- ar aldar linnulitlu skipulagsstarfi hefur miðbænum hrakað jafnt og þétt. Ótrúlegt en satt. Líklegt má telja, að það sem valdið hefur skipbroti allra fyrri skipulagstillagna að miðbænum, hafi verið ofmat á framkvæmda- getu hvers tíma. Skipuleggjendur hafa trúað á framkvæmdamátt samfélagsins og jafnframt verið svo vissir um eigið ágæti, eða ágæti þeirrar stefnu í byggingarlist, sem þeir vom sjálfír ftilltrúar fyrir, að þeir hafa ætlað íslendingum framtí- ðarinnar að búa við miðbæ, sem aðeins þeir sjálfír og þeirra kynslóð ætlaði að byggja. Til allrar ham- ingju mistókst þeim. Hugfsið ykkur hvemig miðbærinn liti út ef hann hafði allur verið end- urbyggður samkvæmt skipulags- hugmyndum árið 1950 þegar Morgunblaðshöllin átti að vera upp- hafíð að nýsköpun Kvosarinnar. Hugsið ykkur miðbæinn þéttskipað- an húsum með glerveggi eins og Austurstræti 17 þar sem verslunin Víðir er til húsa. Það var ætlun manna árið 1967. Bæði em þessi nefndu hús dæmi um ágæta bygg- ingalist en hún er aðeins ágæt í hófí. Ef miðbærinn væri allur gerð- ur af þess háttar húsum væri hann eflaust „heilsteyptari" en nú er, en hann væri jafnframt óaðlaðandi, fábreyttur og flatneskjulegur. Rúmlega hálf öld er liðin síðan fyrstu tillögur að skipulagi borgar- innar vom gerðar. Síðan hafa nokkrar stefnur í byggingarlist og skipulagsmálum séð dagsins ljós og sammerkt með þeim öllum er að hver ný stefna telur fyrri stefnu alranga í veigamiklum atriðum. Samkvæmt hugmyndafræði hverr- ar stefnu um sig hlýtur það því að teljast lán að ekki var gert meira í uppbyggingu miðbæjarins sam- kvæmt áætlunum fyrri stefnu en raun varð á. Það er því líklega orðið tímabært að endurskoða gang þessara mála. Er ekki líklegt að allar þessar stefn- ur hafí nokkuð fram að færa og að hver um sig hafí verið „rétt“ á sínum tíma? Er ekki líklegt að bærinn okkar verði ríkari, fallegri, fíölbreyttari, ef hann fær að bera einkenni allra stefna og allra vaxta- skeiða? Er ekki líklega rétt að gera ráð fyrir því að nýjar stefnur í bygging- arlist sjái dagsins ljós. Að líklega Hjörleifur Stefánsson „Við endurskipulagn- ingu ætti að gera á hverfunum endurbætur með tilliti til upphaf- legrar gerðar og einkenna hverfisins á svipaðan hátt og svo oft hefur verið gert við gömul hús í eigu borg- arinnar á undanf örnum árum. Jafnframt þarf ýmsu að breyta til að- lögunar þörfum nútím- ans.“ munu menn að skömmum tíma liðn- um telja rétt að hús líti öðruvísi út en við viljum nú? Er það ekki líka löngu útrætt mál að nauðsynlegt er að varðveita merkileg hús frá fyrri tímum og að bærinn beri helst svip og um- merki frá allri sköpunarsögu hans? Svar við þessum þrem seinustu spumingum, sem hér hefur verið spurt, hlýtur að vera jákvætt og afleiðingin ætti því að vera sú, að á þeim teikningum, sem við gerum af útliti miðbæjarins í framtíðinni sé reynt að tryggja tvö veigamikil atriði. í fyrsta lagi að stuðlað verði að varðveislu gamalla bygginga eftir því sem kostur er án þess þó að þær verði endilega friðaðar. Þessi þáttur er erfiður í framkvæmd en ekki síður mjög mikilvægur. Nánar verður fíallað um hann hér á eftir. í öðru lagi að ekki verði reynt að þröngva gerð nýrra húsa inn í eitthvert fyrirfram ákveðið munstur eða stefnu. Taka verður tillit til þeirrar staðreyndar að stefna í þeim málum mun óhjákvæmilega breyt- ast. Breytingin er óumflýjanleg afleiðing af stöðugri framfaraveið- leitni mannkynsins og verður aldrei stöðvuð. Skipulag, sem ekki tekur tillit til þessa, er dæmt til þess að úreldast fljótt. Ekki er ástæða til þess að fjöl- yrða frekar um þennan þátt skipu- lagsins. Aðeins vil ég benda á að afleiðing þessarar ályktunar ætti líklega að vera sú, af ef gerð er tilraun til þess að geta sér til um útlit húsa við einhverja tiltekna götu í framtíðinni, eða gera teikn- in'gu að húsunum eins og skipulags- höfundar gætu óskað að þau yrðu, þá hlyti sú teikning að sýna veru- lega fjölbreytni í húsagerð. Hún yrði jafnframt tilgáta um nýjar stefnur. Skipulagshöfundar ættu því að forðast að sýna eingöngu hús með svipmóti nýjustu tísku. Víkjum þá aftur að fyrra atrið- inu, sem nefnt var hér að framan, það er varðveislu gamalla húsa. Vissulega er það staðreynd að hér á landi er ekki mikið af bygging- um frá liðinni tíð, sem beinan samjöfnuð þoli í stærð eða glæsi- leika við byggingar suðlægari landa. Gildi þeirra er annars eðlis. Það er meðal annars fólgið í sérkennum, sem eru hluti af því sem kallast á hátíðlegum stundum fslensk menn- ing. Sérkenni þessara húsa er stund- um hægt að rekja til náttúrufars, en hér var fátt um þau efni sem hæf hefðu talist til húsbyggingar í nágrannalöndunum. Stundum má skilja þessi sérkenni gamalla íslenskra húsa sem afleiðingar af breytingum á verslunarsamböndum og menningarstraumum. Þannig eru í sumum byggingum auðsæ áhrif frá sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar og öðrum mikilvægum umbrotatímum. Þegar fjallað er um varðveislu- gildi þessara húsa þá verða þau ekki mæld á sama mælikvarða og varðveislugildi húsa í Kaupmanna- höfn., London eða París. Um þau gildir mælikvarði sem ekki er nothæfur annars staðar. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar fíalla á um íslenska byggingarlist og meta varðveislu- gildi gamalla húsa. Á sama hátt er það nauðsynlegt að ígrunda sérkenni Reykjavíkur, reyna að átta sig á því hver þau eru, lýsa þeim í máli og myndum. Við skipulagningu nýrra borgar- hverfa og við endurskipulagningu eldri hverfa er nauðsynlegt að hafa skýra hugmynd um þessi sérkenni. Annars er hætta á að það máist út með tíð og tíma. Gamla Reykjavík, Reykjavík inn- an Hringbrautar, byggðist að langmestu leyti á áratugunum frá 1850 til 1930. Það dylst varla nokkrum að sá hluti bæjarins hefur hvað sterkust sérkenni. Með bættum samgöngum milli landa á seinustu áratugum hefur erlendra áhrifa gætt í mjög auknum mæli. Þeir sem móta borgina hafa sótt fyrirmyndir í vaxandi mæli til nágrannalanda okkar. Með módernismanum varð bygg- ingarlistin alþjóðleg. Lögð var mikil áhersla á það að vissir þættir bygg- ingarlistar og bæjarskipulags væru algildir, óháðir stund og stað. Stað- háttum og sérkennum umhverfís var minni gaumur gefínn. Á seinni hluta nítjándu aldar og fyrsta áratug þeirrar tuttugustu, þegar flest timburhúsin, sem enn prýða borgina og elstu steinsteypu- húsin voru byggð, mótuðu iðnaðar- menn bæinn. Sumir þeirra sóttu reyndar menntun sína til annarra landa en þeir voru miklu fleiri sem lærðu hjá eldri meisturum hér heima. Samgöngur milli landa voru stijálar og menn voru ekki enn teknir að fjalla um bæjarmótun sem alvarlegt eða „fagmannlegt við- fangsefni". Á þessum tíma urðu augljósustu sérkenni borgarinnar til. Ekki var það þó svo að nokkrum húsasmið hafí komið það til hugar að hann væri að gefa bænum sér- kenni þegar hann byggði hús sín. Sérkennin hafa aldrei orðið til fyrir meðvitaðar aðgerðir einstaklinga til að skapa sérkenni, heldur sem af- leiðing af sérstökum aðstæðum. Þegar fyrst var gert heildar- skipulag fyrir Reykjavík á þriðja áratugnum var stefnan í þessum málum reyndar nokkuð önnur en síðar varð. Þá var módemisminn með sinni alþjóðahyggju enn ekki kominn til sögunnar. Ekki voru mörg ár liðin frá bæj- arbrunanum mikla árið ' 1915, steinsteypan hafði verið að ryðja sér til rúms og eftir brunann má segja að kveðinn hafí verið upp sá dómur að timburhús væri ekki var- anleg. Stefnt var að þvi að byggðin yrði endumýjuð og gerð úr stein- steypu. Þannig var gamalli bygg- ingarhefð að nokkm kastað á glæ, en jafnframt glímdu smiðimir við það að móta hin nýju stemsteypu- hús með þá reynslu að baki sem timburhúsin höfðu aflað þeim. Steypuhúsatímabilið frá 1915 til 1934, þegar módemisminn kemur til sögunnar, er mjög sérkennilegt. Þá vom byggð hér hús úr bygging- arefni sem hvergi annars staðar var notað á sama hátt og með lögun sem dró dám af sérkennilegri íslenskri timburhúsagerð. Helstu frumkvöðlar módemism- ans til að byija með vom Sigurður Guðmundsson og Gunnlaugur Halldórsson. Þeir teiknuðu hús sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.