Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Framboðslínur skýrast Greenpeace: Verða að auka velt eins og öirnur stórfyi Nú hafa allir flokkar í Reylqavík nema Kvennalist- inn lagt línur um það, hvemig mönnum skuli skipað á framboðs- iista þeirra í þingkosningunum. Endanlegar ákvarðanir hafa ekki enn verið teknar af réttum aðilum innan hvers flokks um sérhvert sæti á listunum. Er ljóst, að þar til það hefur verið gert, kann að ríkja einhver óvissa hjá sumum. Þannig hefur Finnur Ingólfsson, sem varð annar í prófkjöri fram- sóknarmanna, lýst yfir því, að hann vilji bíða eftir fundi í fulltrú- aráði flokksins. í þeim orðum hans felst væntanlega, að ekki sé óhugsandi, að ráðið taki ákvörðun um aðra niðurstöðu en þeir, sem tóku þátt í sjálfu prófkjörinu. Raunar er sá fyrirvari almennur hjá öllum flokkum, að stofnanir innan þeirra þurfa að leggja bless- un sína yfír niðurstöður í prófkjör- um eða forvali, áður en listi er formlega birtur. Eins og við er að búast í átökum af þessu tagi, ganga ekki allir jafn glaðir frá baráttunni. Sér- staka athygli vekur, hve lítils stuðnings Haraldur Ólafsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, nýtur. Er greinilegt, að sú hógværð, sem hann hefur tileinkað sér í atkvæðabaráttunni, hefur mátt sín lítils gagnvart þeim fylkingum, sem stóðu að baki þeim Guðmundi G. Þórarinssyni annars vegar og Finni Ingólfssyni hins vegar. Guðmundur, sigurveg- ari, er handgenginn Steingrími Hermannssyni, flokksformanni, en Finnur er aðstoðarmaður Hall- dórs Ásgrímssonar, varafor- manns. Hjá Alþýðubandalaginu nutu þeir framjóðendur fremur lítilla vinsælda, sem kenndir eru við verkalýðsarm flokksins. Ásmund- ur Stefánsson, forseti Alþýðusam- bandsins, rétt marði þ_að inn í þriðja sætið. Þresti Ólafssyni, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, var hins vegar hafnað. Á hinn bóginn gerðu konur það tiltölulega gott í forvali Alþýðubandalagsins og er ekki vafí á, að niðurstaða þess treystir flokkinn í slagnum við Kvennalistann. Kannanir sýna, að þessir tveir flokkar togast á um sama fylgið. Prófkjör Alþýðuflokksins var með þeim einkennilegu formerkj- um, að það var sjálfkjörið í efstu þijú sætin. Aðeins með þeim hætti taldi forysta flokksins öruggt að tryggja endumýjun á listanum, og segir það sýna sögu um eðli prófkjara. í fjórða sæti listans valdist Lára V. Júlíusdóttir, starfsmaður Alþýðusambandsins, sem flokksforystan sóttist eftir í, von um að hún höfðaði í senn til launþega og kvenna. Þegar þing- menn Bandalags jafnaðarmanna (BJ) gengu í Alþýðuflokkinn, var ráð fyrir því gert, að Stefán Bene- diktsson skipaði ijórða sætið í Reykjavík. Til þess kom ekki af alkunnum ástæðum. Þá sóttist Jón Bragi Bjamason, fyrrum BJ- maður, eftir sætinu en hlaut fæst atkvæði í slagnum um það. BJ- menn hafa þannig farið illa út úr samrunanum við Alþýðuflokkinn við ákvarðanir um framboðslist- ann hér í Reykjavík. Eins og kunnugt er tók Guðmundur Ein- arsson, fyrrum formaður BJ, það að sér að fara í framboð á Austur- landi. Gætir og vaxandi reiði innan BJ yfír því, hvemig þing- menn hafa leikið flokkinn. Eftir átök helgarinnar þurfa þrí-flokkamir nokkum tíma til að sárin grói. Þeir eiga þó áreiðan- lega eftir að hafa síðasta orðið innan þeirra, sem fagna niður- stöðunum. Síðar reynir á, hvemig kjósendur taka frambjóðendum. Eini flokkurinn, sem hefur. vísbendingu um það, er Sjálfstæð- isflokkurinn. Eftir prófkjörið hjá honum hefur verið efnt til skoð- anakönnunar. Hún sýnir, að fylgi flokksins hefur minnkað mikið í Reykjavík og á Reykjanesi. Eins og sagði í upphafí eiga stofnanir innan flokkanna allra eftir að segja síðasta orðið um framboðslistana. Meginlínumar hafa á hinn bóginn verið dregnar. Opinberum átökum innan flokk- anna er lokið — að vísu með klofningi hjá framsókn í Norður- landskjördæmi eystra — og nú taka þeir til við að skipa liði hver gegn öðrum. Glæsileg skáksveit Hinn góði árangur, sem íslenska skáksveitin náði á ólympíumótinu í Dubai, er enn ein staðfestingin á því, hve langt er unnt að ná með kunnáttu, þjálfun og réttum baráttuanda. Er þetta talinn besti árangur, sem íslend- ingar hafa náð í skákíþróttinni frá upphafí, og er þá töluvert sagt. í fyrsta sinn hafa íslenskir skák- menn tryggt sér rétt til þátttöku í næsta heimsmeistaramóti í þess- ari göfugu keppni. Gleði og stolt yfír hinum góða árangri í Dubai láta menn í ljós með ýmsum hætti. Veglegur fjár- stuðningur útgerðarmanna og fískverkenda í Grundarfírði er góð staðfesting á því. Ánægjulegri landkynningu en þá að eiga skák- lið í fremstu röð á heimsmæli- kvarða er vart unnt að fá. Morgunblaðið óskar hinni glæsilegu skáksveit til hamingju með verðskuldaðan stórsigur. eftirLeif Blædel Það getur verið erfítt að átta sig á fyrirbrigðinu Greenpeace. Hver kemst hjá því að fá samúð með samtökunum þegar einn af félögunum er drepinn, reyndar af vangá, er spellvirkjar á vegum frönsku stjómarinnar ráðast gegn Rainbow Warrior á Nýja-Sjálandi? Greenpeace-menn áunnu sér einnig virðingu umheimsins er fréttamyndir sýndu menn frá sam- tökunum verða fyrir stórri olíu- tunnu, sem var kastað á gúmbát þeirra frá skipi er átti að flytja hættuleg úrgangsefni á haf út og sökkva þeim þar. Mennimir í gúm- bátnum hefðu auðveldlega getað týnt lífínu við þetta tækifæri. Þeir hættu nokkru fyrir sannfæringu sína. Sjálfur er ég líka jákvæður gagn- vart mörgum aðgerðum þeirra. Enda þótt ég hafi öðlast nokkra innsýn í vafasamar baráttuaðferðir Greenpeace gegn sela- og kengúm- drápi og sé því nokkuð á varðbergi þá er það samt sem áður í gmnd- vallaratriðum gott að reynt sé að hindra risastór iðnfyrirtæki í að menga höfín. Það er hins vegar erfítt fyrir margt fólk að skilja hvemig sá hugsjónaeldur, sem birtist í mörg- um djarflegum aðgerðum og tvímælalaust er mikilvægur hvati fyrir margt Greenpeace-fólk, getur logað samhliða þeim blautlegu lygi- málum sem samtökin nota í dýra- vemdunarbaráttunni. Fyrirtækið Greenpeace hefur barist gegn þeirri taumlausu hagvaxtarstefnu sem bæði iðnfyrirtæki og heil þjóð- lönd gerast sek um þegar þau stunda rányrkju á náttúruauðlind- um og menga náttúmna, allt í nafni hins heilaga hagvaxtar. Eg tel að samtökin séu sjálf orð- DÓMARAR í okurmálumn svo- kölluðum eru ekki á eitt sáttir um sekt eða sakleysi ákærðu. Nokkrir dómar hafa þegar fallið og eru þeir ólíkir. Þá hafa dóm- arar að mestu haldið að sér höndum undanfarnar vikur og beðið úrskurðar Hæstaréttar í máli sem Pétur Guðgeirsson, sakadómari í Reykjavík, kvað upp dóm i hinn 12. ágúst sl., en dóminum var áfrýjað. Það mál verður tekið fyrir í Hæstarétti í dag. Fyrstu dómamir í þessum málum féilu á Akranesi í vor. Þá vom tveir menn dæmdir til að greiða sektir fyrir að hafa lánað Hermanni Gunn- ari Björgvinssyni fé á okurvöxtum, en ekki var um háar upphæðir að ræða. Hermann biður nú dóms fyr- ir sakadómi Kópavogs, en mál hans er í biðstöðu þar sem sakadómar- inn, líkt og starfsbræður hans, heldur að sér höndum þar til niður- staða er fengin hjá Hæstarétti. Eins og áður sagði var dómi Péturs Guðgeirssonar frá 12. ágúst áfrýjað til Hæstaréttar. Pétur in fómarlamb þessarar sömu hagvaxtar- og útþensluáráttu. Venjulega er litið á hagvaxtar- stefnuna sem fyrirbrigði er tengist fyrirtækjarekstri og kapítalisma. Hún verður nú líklega alltaf sterkur hvati að baki flestum samtökum og fyrirtækjum sem menn setja á fót. Forsenda hennar er svo sannar- lega ekki sú að nokkrir kapítalistar hirði ágóðann á bak við tjöldin. Sameinuðu dönsku bmgghúsin, en allur hagnaður þeirra rennur til göfugra vekefna, þurfa ekki síður að þenjast út en vopnaverksmiðjur. Greenpeace em ekki aðeins sam- tök sem vilja bjarga hvölunum og stöðva mengun og hefur ekki aðeins ákveðin markmið á stefnuskránni. Þetta em ekki bara samtök með félögum og stuðningsmönnum og dæmdi mann í 1,4 milljóna króna sekt fyrir okur í Sakadómi Reykjavíkur hinn 12. ágúst sl. Af sektinni var ein milljón króna skil- orðsbundin í þrjú ár. Maðurinnn var sekur fundinn um að hafa tekið um 350 þúsund krónur í oftekna vexti af lánum. Hann var sýknaður af vaxtaáskilnaði við fjórar lánveiting- ar þar eð hámarksvextir í skilningi okurlaganna höfðu ekki verið aug- lýstir af Seðlabanka íslands á tímabilinu frá ágúst 1984 og til ársloka sama árs. Taldi dómari því að refsiheimild skorti hvað þessi lán varðaði. Forsendur þess að ein milljón króna af sektarupphæðinni er skil- orðsbundin er.sú, að maðurinn hafði undir höndum ávísanir frá Her- manni Gunnari, að upphæð um ein milljón króna. Gekk sakadómari út frá því að ávísanir þessar fengjust ekki greiddar og auk þess lánaði Hermann Gunnar fé mannsins og annarra og stundaði víðtæka lána- starfsemi. Því þótti dómara harka- legt að beita margfeldisreglum í okurlögum að fullu þannig að refs- ing yrði öll óskilorðsbundin. öllu öðru sem kemur í hugann þeg- ar minnst er á þau. Það verður nefnilega einnig að líta á Greenpeace sem fjárhagslegt fyrirbrigði. Fyrirtæki með tekjur og útgjöld, fjárhagsáætlanir og árs- reikninga, fyrirtæki, sem selur „vöru“ og fær auglýsingastofur til að aðstoða sig við það verkefni. „Varan“ er að vísu ólík annarri söluvöru á markaðnum en það breytir ekki því að Greenpeace er fyrirtæki, þótt það sé ekki í eigu fáeinna kapítalista. Þama er um að ræða fjölþjóðlegt fyrirtæki sem byggir rekstur sinn á tekjum og hefur þörf fyrir áframhaldandi vöxt. Það sem gerir tilveruna erfíða fyrir Greenpeace þessi árin er sú staðreynd að samtökin rákust einu sinni á „gullæð". Það var herferðin Margfeldisreglur þessar kveða á um að heimilt sé að sekta menn um 4-25 sinnum hærri sekt en ólöglega áskildir vextir nema. Pétur Guðgeirsson kvað einnig upp dóm í okurmáli hinn 18. sept- ember sl. Hinn ákærði var sekur fundinn um okur og var gert að Þörungavinnslan g Ríkiðtapar SAMIÐ hefur verið um að Þörunga manna, kaupi eignir ríkisábyrgi Reykhólum fyrir 15 milljónir krón að skiptafundur í þrotabúi Þöru Þörungaverksmiðjunnar hf. í eigni sonar, skrifstofustjóra fjármálarái tapi um 65 milljónum króna á gja Ríkissábyrgðarsjóður átti hús Þörungavinnslunnar, vélar hennar, tvo hráefnisgeyma og fleira. Sjóður- inn er ábyrgur fyrir kröfum í þrotabúið upp á 90 milljónir króna, þar af eru skuldbindingar vegna Misjafnar niðurstöður dóm Fyrsta okurmálið tekið fyrir í Hæstarétti í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.