Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Vönduð karlmannaföt nýkomin verð kr. 4.875,- Stakir jakkar kr. 4.500,- Terelynebuxur, mittismál 75 sm til 118 sm. kr. 1.295,-, 1.495,- og 1.895,- (ull, terelyne og stretch) Úlpur kr. 1.150,- og 2.170,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.m.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Til sölu Stór og vel staðsett vefnaðarvöruverslun. Góður sölutími framundan. Verðhugmynd 2,5—3 millj. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir mánudaginn 8. desember merkt: „P—8263“ Einbýli og raðhús Alfhólsvegur 118 fm einb. á einni hæð auk þess 25 fm sólstofa og 35 fm bílsk. Vel við haldið, nýklætt að utan. Endurn. eldh. Góður garð- ur. Verð 5700 þús. Kríunes Nýlegt einb. alls um 240 fm. M.a. 5 herb., saml. stofur og sjónvstofa. Sökklar að garðhýsi og heitum potti. Lóð að mestu fullfrág. Skipti á minni eign kem- ur til greina. Verð 8600 þús. Hlaðbær 153 fm á einni hæð ásamt 31 fm bílsk. 4 svefnherb. Mikið endurn. Skipti á minni eign kemur til greina. Verð 6500 þús. 4ra herb. íb. og stærri Frostafold „penthouse" 160 fm 5 herb. ib. á 8. hæð. Frábært útsýni. Bílskýli. Verð 4150 þús. Neðstaleiti Ca 140 fm 4ra-5 herb. íb. á 2. hæð. Bílskýli. Getur losnað fljótl. Verð 4500 þús. Engihjalli Rúmg., vönduð ca 117 fm 4ra herb. íb. á 3. hæð. Tvennar svalir. Verð 3200 þús. Krummahólar Ca 100 fm 3ja-4ra herb. íb. á 7. og 8. hæð. Góð eign. Verð 2800 þús. 3ja herb. íbúðir Álftamýri Ca 80 fm íb. á 3. hæð. Getur losnað fljótl. Verð 2650 þús. Skipasund Ca 70 fm íb. í kj. Sérinng. Laus eftir 3 mán. Verð 2000 þús. Vesturgata 93 fm íb. á 1. hæð. Tilb. u. trév. Ugiuhólar Ca 90 fm endaíb. á 2. hæð ásamt bílsk. Stórar suðursv. Verð 2900 þús. 2ja herb. íbúðir Þverbrekka Tvær 2ja herb. góöar ib., ca 50 fm á 5. og 7. hæð. Verð 1900- 1950 þús. Reykás Ca 90 fm rúmgóð íb. á jarð- hæð. Sérlóð. Tilb. undir trév. Laus strax. Verö 2100 þús. Atvinnuhúsnæði Til sölu atvinnuhúsnæði víðsvegar um borgina m.a. í: Skeifunni, Mjóddinni, við Dragháls, Fossháls, Tangar- höfða, Laugaveg og Grund- arstíg. ÞEKKING OG ÖRYGGI í FYRIRRÚMI Qpið: Mánud.-fimmtud. 9-19föstud.9-17og sunnud. 13-16. Sölumenn: Sigurður Dagbjartsson Hallur Páll Jónsson Birgir Sigurðsson viðsk.fr. Af „skáldsagnagerð“ rit- stjóra Helgarpóstsins eftir Ragnar Kjartansson Ingólfur Margeirsson heldur því fram í Morgunblaðinu í gær að hann hafi aldrei fengið niður- felld flutningsgjöld hjá Hafskip. Er það einkar athyglisverð nálgun í skjóli þess sem hann hefur sjálf- ur sagt áður. í Morgunblaðinu fimmtudaginn 27. nóvember sl. segir m.a. í grein Ingólfs: „Þegar búslóðin var komin til Islands, var mér sendur reikn- ingur upg á rúmar 30 þúsund krónur. Áður en ég náði að greiða þann reikning var nýr reikningur kominn í pósthólfíð þar sem skuldastaða mín við Hafskip var núll.“ Og síðar segir hann um bílaflutn- inga sína: „Sami Björgólfur bauð niður- fellingu á flutningsgjöldum á þessari bíltík. Ég var að sjálf- sögðu mjög hrifínn af þessu velrekna skipafélagi og hinum vinsamlega forstjóra þess. Og ennfremur til skýringa segir hann: “Þótt forstjóri skipafélags harðneitaði að taka við greiðsl- um fyrir búslóðarflutninga fyrir ritstjóra, gefur það honum eng- in ítök í skrifum blaðs sama ritstjóra. Þetta úrskýrði ég margsinnis fyrir Björgólfí Guð- munssyni og að lokum held ég að hann hafí skilið það.“ Nú skal ég taka fram til að forða misskilningi að ég þekki ekki Ingólf Margeirsson persónu- lega né minnist þess að hafa hitt hann. Hins vegar var náinn sam- gangur milli Ingólfs og Björgólfs Guðmundssonar og munu þeir m.a. hafa reifað þá hugmynd að Hafskip hf. gerðist hluthafí í út- gáfufélagi Helgarpóstsins, en það naut ekki stuðnings annarra hjá Hafskip hf. Athugasemdir mínar í garð Ingólfs Margeirssonar byggi ég á eftirgreindu: a) ábendingum nokkurra fyrrv. starfsmanna Hafskips hf. sem minnast niðurfellinga skulda ritstjóra Helgarpóstsins og þar að auki vandræða við inn- heimtuaðgerðir hjá honum. b) upplýsingum frá Björgólfí Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Hafskips hf., um nið- urfellingu flutningsgjalda af búslóðarflutningum og geta Ragnar Kjartansson . . upplýsingnm frá Éjörgólfi Guðmunds- syni, fyrrverandi for- stjóra Hafskips hf., um niðurfellingu flutnings- gjalda af búslóðarflutn- ingum og geta þeir fyrrverandi vinirnir síðan gert það upp sín á milli um hvaða ein- staka eða f leiri flutn- inga var að ræða og hvernig staðið var að þeim málum í smáatrið- um.“ þeir fyrrverandi vinimir síðan gert það upp sín á milli um hvaða einstaka eða fleiri flutn- inga var að ræða og hvemig staðið var að þeim málum í smáatriðum. c) upplýsingum frá Páli Braga Kristjónssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra íjármála- sviðs Hafskips hf., sem sá um útgáfu kredit-nótu á árinu 1984 vegna niðurfellingar á flutningsgjöldum Ingólfs Mar- geirssonar. Þótt ritstjóri Helgarpóstsins leitist við að sýna fram á að hann kunni alfarið ekki að hafa verið á framfæri Hafskips hf. skiptir það ekki meginmáli heldur hitt að hann hefur sjálf- ur þegið niðurfellingu flutn- ingsgjalda, sem hann taldi ámælisvert hjá öðrum með árásum í blaði sínu. Ennfremur verður ekki komist hjá að benda á að hugsunin um móttöku slíkrar niðurfellingar er Ingólfí Margeirssyni ekki fjarlæg- ari en svo að hann framleiddi sjálfur í síðustu viku nokkrar ná- kvæmnissögur á færibandi m.a. um samskipti sín við Björgólf Guðmundsson og hvað þeim hafði farið á milli varðandi niðurfellingu flutningsgjalda og að Björgólfur hefði ekki mátt reikna með að ná tökum á ritstjóranum vegna þess ama. Má segja að hér sé um alveg nýjan flöt að ræða hjá þeim Helg- arpóstsmönnum, þegar þeir telja sig vera fama að ljúga upp á sjálfa sig — hingað til hafa aðrir verið þeirra „trakteringa" aðnjót- andi. í hita leiksins upplýsir Ingólfur hins vegar annað sem er verðugt athugunarefni fyrir dómsmála- yfírvöld og nýskipaðan rannsókn- arlögreglustjóra. Ingólfur Margeirsson segir orð- rétt:_ — „Ástæður þess, að þessarar eft- irgjafar var getið í grein um ívilnanir til Alberts Guðmunds- sonar, iðnaðarráðherra og vensla- manna hans, er einfaldlega sú, að þannig var tekið á málinu hjá RLR og þannig var Alberts þáttur lagður skjallega fyrir embætti ríkissaksóknara. “ „Spumingin sem rannsóknar- aðilar vom að velta fyrir sér var einfaldlega sú, hvort Helena hefði notið sérkjara vegna tengsla föður síns við Hafskip." Annars vegar ræðir hann skjal- lega framsetningu á málinu, hins vegar upplýsir hann um vanga- veltur rannsóknaraðila vegna sama máls. Eftir að hafa átt kost á að lesa yfír öll rannsóknargögn Hafskips- málsins hjá RLR minnist ég þess ekki að þetta mál hafí nokkru sinni komið þar á dagskrá. Hafí Ingólfur hins vegar að- gang að einhveijum öðmm gögnum eða geti vitnað í hugrenn- ingar rannsóknaraðila hlýtur það að vera meira áhyggjuefni fýrir „þagnarskylduhópinn" og dóms- málayfirvöld en undirritaðan. Höfundur er fyrrv. stjórnar- formaður Hafskips hf. Helstu veiðbréf til sölu í desember: * verðtryggð skuldabréf veðdeildar Iðnaðarbankans * óverðtryggð skammtímabréf, bankabréf * verðtryggð skuldabréf Glitnis hf. * spariskírteini ríkissjóðs * hlutabréf Iðnaðarbankans hf. * hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. Einstaklingar ath. að með skattfrádrætti getur ávöxtun hlutabréfa sem keypt eru fyrir 31. desember nr. orðið 15-20% umfram verðbólgu. 9,8%, 10.4% ársávöxtun 1125% umfram “ verðbólgu, % 7,0% 7,5% Helstu þjónustusvið: * verðbréfamiðlun * ráðgjöf vegna verðbréfaviðskipta * aðstoð viö skuldabréfaútgáfu fyrirtækja * verðbréfavarsla * innheimta skuldabréfa * umsjón með eftirlaunasjóðum einkaaðila Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVlK, SlMI - 681040 Hjá okkur eru verðbréfaviðskiptin einföld og örugg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.