Morgunblaðið - 03.12.1986, Page 12

Morgunblaðið - 03.12.1986, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Vönduð karlmannaföt nýkomin verð kr. 4.875,- Stakir jakkar kr. 4.500,- Terelynebuxur, mittismál 75 sm til 118 sm. kr. 1.295,-, 1.495,- og 1.895,- (ull, terelyne og stretch) Úlpur kr. 1.150,- og 2.170,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.m.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Til sölu Stór og vel staðsett vefnaðarvöruverslun. Góður sölutími framundan. Verðhugmynd 2,5—3 millj. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir mánudaginn 8. desember merkt: „P—8263“ Einbýli og raðhús Alfhólsvegur 118 fm einb. á einni hæð auk þess 25 fm sólstofa og 35 fm bílsk. Vel við haldið, nýklætt að utan. Endurn. eldh. Góður garð- ur. Verð 5700 þús. Kríunes Nýlegt einb. alls um 240 fm. M.a. 5 herb., saml. stofur og sjónvstofa. Sökklar að garðhýsi og heitum potti. Lóð að mestu fullfrág. Skipti á minni eign kem- ur til greina. Verð 8600 þús. Hlaðbær 153 fm á einni hæð ásamt 31 fm bílsk. 4 svefnherb. Mikið endurn. Skipti á minni eign kemur til greina. Verð 6500 þús. 4ra herb. íb. og stærri Frostafold „penthouse" 160 fm 5 herb. ib. á 8. hæð. Frábært útsýni. Bílskýli. Verð 4150 þús. Neðstaleiti Ca 140 fm 4ra-5 herb. íb. á 2. hæð. Bílskýli. Getur losnað fljótl. Verð 4500 þús. Engihjalli Rúmg., vönduð ca 117 fm 4ra herb. íb. á 3. hæð. Tvennar svalir. Verð 3200 þús. Krummahólar Ca 100 fm 3ja-4ra herb. íb. á 7. og 8. hæð. Góð eign. Verð 2800 þús. 3ja herb. íbúðir Álftamýri Ca 80 fm íb. á 3. hæð. Getur losnað fljótl. Verð 2650 þús. Skipasund Ca 70 fm íb. í kj. Sérinng. Laus eftir 3 mán. Verð 2000 þús. Vesturgata 93 fm íb. á 1. hæð. Tilb. u. trév. Ugiuhólar Ca 90 fm endaíb. á 2. hæð ásamt bílsk. Stórar suðursv. Verð 2900 þús. 2ja herb. íbúðir Þverbrekka Tvær 2ja herb. góöar ib., ca 50 fm á 5. og 7. hæð. Verð 1900- 1950 þús. Reykás Ca 90 fm rúmgóð íb. á jarð- hæð. Sérlóð. Tilb. undir trév. Laus strax. Verö 2100 þús. Atvinnuhúsnæði Til sölu atvinnuhúsnæði víðsvegar um borgina m.a. í: Skeifunni, Mjóddinni, við Dragháls, Fossháls, Tangar- höfða, Laugaveg og Grund- arstíg. ÞEKKING OG ÖRYGGI í FYRIRRÚMI Qpið: Mánud.-fimmtud. 9-19föstud.9-17og sunnud. 13-16. Sölumenn: Sigurður Dagbjartsson Hallur Páll Jónsson Birgir Sigurðsson viðsk.fr. Af „skáldsagnagerð“ rit- stjóra Helgarpóstsins eftir Ragnar Kjartansson Ingólfur Margeirsson heldur því fram í Morgunblaðinu í gær að hann hafi aldrei fengið niður- felld flutningsgjöld hjá Hafskip. Er það einkar athyglisverð nálgun í skjóli þess sem hann hefur sjálf- ur sagt áður. í Morgunblaðinu fimmtudaginn 27. nóvember sl. segir m.a. í grein Ingólfs: „Þegar búslóðin var komin til Islands, var mér sendur reikn- ingur upg á rúmar 30 þúsund krónur. Áður en ég náði að greiða þann reikning var nýr reikningur kominn í pósthólfíð þar sem skuldastaða mín við Hafskip var núll.“ Og síðar segir hann um bílaflutn- inga sína: „Sami Björgólfur bauð niður- fellingu á flutningsgjöldum á þessari bíltík. Ég var að sjálf- sögðu mjög hrifínn af þessu velrekna skipafélagi og hinum vinsamlega forstjóra þess. Og ennfremur til skýringa segir hann: “Þótt forstjóri skipafélags harðneitaði að taka við greiðsl- um fyrir búslóðarflutninga fyrir ritstjóra, gefur það honum eng- in ítök í skrifum blaðs sama ritstjóra. Þetta úrskýrði ég margsinnis fyrir Björgólfí Guð- munssyni og að lokum held ég að hann hafí skilið það.“ Nú skal ég taka fram til að forða misskilningi að ég þekki ekki Ingólf Margeirsson persónu- lega né minnist þess að hafa hitt hann. Hins vegar var náinn sam- gangur milli Ingólfs og Björgólfs Guðmundssonar og munu þeir m.a. hafa reifað þá hugmynd að Hafskip hf. gerðist hluthafí í út- gáfufélagi Helgarpóstsins, en það naut ekki stuðnings annarra hjá Hafskip hf. Athugasemdir mínar í garð Ingólfs Margeirssonar byggi ég á eftirgreindu: a) ábendingum nokkurra fyrrv. starfsmanna Hafskips hf. sem minnast niðurfellinga skulda ritstjóra Helgarpóstsins og þar að auki vandræða við inn- heimtuaðgerðir hjá honum. b) upplýsingum frá Björgólfí Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Hafskips hf., um nið- urfellingu flutningsgjalda af búslóðarflutningum og geta Ragnar Kjartansson . . upplýsingnm frá Éjörgólfi Guðmunds- syni, fyrrverandi for- stjóra Hafskips hf., um niðurfellingu flutnings- gjalda af búslóðarflutn- ingum og geta þeir fyrrverandi vinirnir síðan gert það upp sín á milli um hvaða ein- staka eða f leiri flutn- inga var að ræða og hvernig staðið var að þeim málum í smáatrið- um.“ þeir fyrrverandi vinimir síðan gert það upp sín á milli um hvaða einstaka eða fleiri flutn- inga var að ræða og hvemig staðið var að þeim málum í smáatriðum. c) upplýsingum frá Páli Braga Kristjónssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra íjármála- sviðs Hafskips hf., sem sá um útgáfu kredit-nótu á árinu 1984 vegna niðurfellingar á flutningsgjöldum Ingólfs Mar- geirssonar. Þótt ritstjóri Helgarpóstsins leitist við að sýna fram á að hann kunni alfarið ekki að hafa verið á framfæri Hafskips hf. skiptir það ekki meginmáli heldur hitt að hann hefur sjálf- ur þegið niðurfellingu flutn- ingsgjalda, sem hann taldi ámælisvert hjá öðrum með árásum í blaði sínu. Ennfremur verður ekki komist hjá að benda á að hugsunin um móttöku slíkrar niðurfellingar er Ingólfí Margeirssyni ekki fjarlæg- ari en svo að hann framleiddi sjálfur í síðustu viku nokkrar ná- kvæmnissögur á færibandi m.a. um samskipti sín við Björgólf Guðmundsson og hvað þeim hafði farið á milli varðandi niðurfellingu flutningsgjalda og að Björgólfur hefði ekki mátt reikna með að ná tökum á ritstjóranum vegna þess ama. Má segja að hér sé um alveg nýjan flöt að ræða hjá þeim Helg- arpóstsmönnum, þegar þeir telja sig vera fama að ljúga upp á sjálfa sig — hingað til hafa aðrir verið þeirra „trakteringa" aðnjót- andi. í hita leiksins upplýsir Ingólfur hins vegar annað sem er verðugt athugunarefni fyrir dómsmála- yfírvöld og nýskipaðan rannsókn- arlögreglustjóra. Ingólfur Margeirsson segir orð- rétt:_ — „Ástæður þess, að þessarar eft- irgjafar var getið í grein um ívilnanir til Alberts Guðmunds- sonar, iðnaðarráðherra og vensla- manna hans, er einfaldlega sú, að þannig var tekið á málinu hjá RLR og þannig var Alberts þáttur lagður skjallega fyrir embætti ríkissaksóknara. “ „Spumingin sem rannsóknar- aðilar vom að velta fyrir sér var einfaldlega sú, hvort Helena hefði notið sérkjara vegna tengsla föður síns við Hafskip." Annars vegar ræðir hann skjal- lega framsetningu á málinu, hins vegar upplýsir hann um vanga- veltur rannsóknaraðila vegna sama máls. Eftir að hafa átt kost á að lesa yfír öll rannsóknargögn Hafskips- málsins hjá RLR minnist ég þess ekki að þetta mál hafí nokkru sinni komið þar á dagskrá. Hafí Ingólfur hins vegar að- gang að einhveijum öðmm gögnum eða geti vitnað í hugrenn- ingar rannsóknaraðila hlýtur það að vera meira áhyggjuefni fýrir „þagnarskylduhópinn" og dóms- málayfirvöld en undirritaðan. Höfundur er fyrrv. stjórnar- formaður Hafskips hf. Helstu veiðbréf til sölu í desember: * verðtryggð skuldabréf veðdeildar Iðnaðarbankans * óverðtryggð skammtímabréf, bankabréf * verðtryggð skuldabréf Glitnis hf. * spariskírteini ríkissjóðs * hlutabréf Iðnaðarbankans hf. * hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. Einstaklingar ath. að með skattfrádrætti getur ávöxtun hlutabréfa sem keypt eru fyrir 31. desember nr. orðið 15-20% umfram verðbólgu. 9,8%, 10.4% ársávöxtun 1125% umfram “ verðbólgu, % 7,0% 7,5% Helstu þjónustusvið: * verðbréfamiðlun * ráðgjöf vegna verðbréfaviðskipta * aðstoð viö skuldabréfaútgáfu fyrirtækja * verðbréfavarsla * innheimta skuldabréfa * umsjón með eftirlaunasjóðum einkaaðila Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVlK, SlMI - 681040 Hjá okkur eru verðbréfaviðskiptin einföld og örugg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.