Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1987 27 íæfingabúðum Reuter Þessir bandarísku geimfarar hafa ad undan- förnu verið við æfingar í Houston í Texas. Hér eru þeir búnir til að æfa sig í hermi, sem líkir eftir skilyrðum úti í geimnum, undir för með geimskutlunni, sem áætlað er að þeir fari í á næsta ári. Kína: Harðlínumenn boða aukinn aga og eftirlit Pekingf, Reuter. FYRRUM áróðursmálaráðherra kínverska kommúnistaflokksins sagði í ræðu nú nýverið að náms- menn ættu enn við „hugmynda- fræðileg vandamál" að stríða vegna áhrifa frá vestrænum ríkjum. Ræða Deng Liqun birtist í heild í gær í Dagblaði alþýðunn- ar. Þetta er í fyrsta skipti í þijú ár sem grein eftir Deng Liqun birtist á opinberum vettvangi. í henni seg- ir að nauðsynlegt sé að tryggja hinn huygmyndafræðilega grundvöll kommúnismans jafnt innan skóla sem úti í þjóðfélaginu. Deng er einn ritara miðnefndar kínverska kom- múnistaflokksins og er talinn vera einn helsti leiðtogi harðlínumanna. í ræðunni sagði Deng að nokkrir reynslulitlir námsmenn hefðu smit- ast af vestrænum hugmyndum og nokkur vandræði hefðu hlotist af þeim. Hann kvað ástandið hafa færst aftur í eðlilegt horf en hins vegar hefði enn ekki tekist að sigr- ast fyllilega á hugmyndafræðileg- um vandamálum. „Námsmennimir gætu risið upp á ný,“ sagði Deng, sem er 72 ára gamall. Hann bætti við að tryggja þyrfti aga allt frá því menn hæfu skólagöngu og það yrði best gert með auknu eftirliti. Að mati fréttaskýrenda sýnir ræða Dengs að herferðinni gegn vestrænum áhrifum er hvergi nærri lokið í Kína þótt Hu Yaobang aðal- ritara flokksins og þremur virtum menntamönnum hafi verið vikið úr starfí. Undanfamar vikur hafa kínverskir fjölmiðlar hvatt almenn- ing til að sýna fómarlund og nægjusemi og lagt áherslu á gildi andlegra verðmæta umfram efnis- leg- Bandaríkin: Geimvarnaráætlun stjóm- arinnar verður ekki flýtt - að sögn embættismanns í utanríkisráðuneytinu Tókýó, Haag, AP, Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hyggst ekki hraða framkvæmd geim- varnaráætlunarinnar, að því er talsmaður japanska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær. Hann kvað Michael Armacost, sendi- mann utanríkisráðuneytisins bandaríska, hafa fullvissað Jap- ani og aðra bandamenn Banda- rikjanna um það. Michael Armacost sagði banda- ríska ráðamenn hafa rætt um að flýta framkvæmd áætlunarinnar en engin ákvörðun hefði verið tekin. Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðasta mánuði að hraða bæri fram- kvæmd áætlunarinnar eins og Fyrsti dómurinn í alnæmismáli á Norðurlöndum: Þjónn fær 50.000 n.kr. í skaðabætur vegna uppsagnar að ósekju Var ekki talinn eiga tilkall til endurráðningar Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. GENGIÐ hefur dómur í fyrsta alnæmismálinu á Norðurlöndum. Félagsdómur í bænum Fredrik- stad í Noregi dæmdi barþjóni, sem smitaður er af alnæmi, 50.000 norskra króna skaðabæt- ur vegna brottrekstrar úr starfi að ósekju. Hann fær starf sitt á hinn bóginn ekki aftur. Þjónninn, Henki Hauge Karlsen, starfaði á bar í diskóteki í Fredrik- stad. Þegar hann sagði vinnuveit- anda sínum frá því, að hann væri smitaður af alnæmisveirunni, var honum samstundis sagt upp starfi. Vinnuveitandinn óttaðist, að þjónn- inn gæti smitað viðskiptavinina. Þar að auki barst sagan um smitið út í bænum og aðsóknin að staðnum dróst saman. Henki, sem er hommi, fór í mál. Hann taldi, að hann hefði gætt ýtrustu varkárni í starfi, svo að ekki hefði verið hætta á, að gestim- ir smituðust af hans völdum. Þar að auki leit hann svo á, að uppsögn- in væri ólögleg og jafngilti atvinnu- banni á smitbera alnæmisveirunnar. Og nú hefur dómurinn kveðið upp úrskurð sinn. í honum segir, að uppsögnin hafi verið ólögleg og að ósekju af hálfu Henki. Þess vegna beri vinnuveitandanum að greiða honum 50.000 n. kr. (um 280.000 ísl. kr.) skaðabætur. Meirihluti dómenda taldi þó ekki, að hann ætti tilkall til endurráðningar í di- skótekinu. Minnihluti dómenda, fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, taldi hins vegar, að þjónninn ætti rétt á að fá starf sitt aftur. Henki segist eftir atvikum án- ægður með dóminn. Honum finnst óréttlátt, að hann skuli ekki fá starf sitt aftur, en kveðst fagna því, að dómurinn skeri ótvírætt úr því, að ekki sé unnt að segja fólki með alnæmissmit fyrirvaralaust upp starfi. Hann býst ekki við að hafa kraft í sér til að reka málið áfram. Sjúkdómurinn er um það bil að gera vart við sig hjá honum og álag- ið gæti flýtt fyrir endalokunum. Eigandi diskóteksins telur dóm- inn viðunandi. Hann hafði mestan áhuga á að þurfa ekki að fá Henke aftur til starfa. Þetta er fyrsta sinn, sem dómur gengur í alnæmismáli á Norðurl- öndum, þar sem smitberi er máls- höfðandi. Þess vegna var dómsnið- urstöðunnar beðið með mikilli eftirvæntingu. frekast væri unnt. Armacost átti í fyrradag fund með Nobuo Matsun- aga, sendiherr i Japana í Washing- ton. Japanir hafa, líkt og mörg Evrópuríki, látið í ljós áhyggjur yfir því að Bandaríkjastjóm ákveði einhliða að rifta ABM-samkomulag- inu frá 1972 um takmörkun gagneldflaugakerfa í því skyni að hraða framkvæmd geimvamará- ætlunarinnar. í september á síðasta ári ákvað japanska ríkistjómin að taka þátt í rannsóknum vegna áætl- unarinnar og var gerður samningur þar að lútandi við Bandaríkjastjóm. I honum er kveðið á um að þróun og smíði geimvopna verði í sam- ræmi við ákvæði ABM-samnings- ins. Auk Japana hafa Vestur-Þjóð- veijar, Bretar og ísraelar afráðið að taka þátt í þróun þessa vopna- búnaðar. Bretar hafa öðrum Evrópuríkjum fremur látið í ljós ugg sökum þessara meintu ráðagerða Bandaríkjamanna. I gær ákvað ríkisstjóm Hollands að krefja Bandaríkjastjóm svara um hvort hún hefði í hyggju að rifta ABM-samningnum eða breyta túlk- un sinni á honum. Sagði talsmaður hollenska utanríkisráðuneytisins að stjórnvöld þar hefðu áhyggjur af „klofningi" innan Bandaríkjastjóm- Baryshnikov dansar ekki í Sovét New York, AP BALLETTDANSARINN Mikhail Baryshnikov hefur kunngert, að hann hafi hafnað boði um að koma til Sovétríkjanna og dansa í Bolshoileikhúsinu. Juri Greg- orovich, listfræðilegur fram- kvæmdastjóri leikhússins, sagði frá því fyrir viku eða svo, að ákveðið hefði verið að bjóða Bar- yshnikov að dansa á ný í Sov- étríkjunum. Dansarinn kvaðst þá þurfa að hugsa málið, en hefur nú ákveðið sig. Boðið vakti verulega athygli, en Baryshnikov sem er nú 39 ára gam- all, leitaði hælis á Vesturlöndum árið 1974, þegar hann var í sýning- arferð með Kirovballettflokknum í Leningrad. Hann er nú bandarískur ríkisborgari og hefur ekki komið til Sovétríkjanna þessi þrettán ár. Gorbasjev til S-Jemens Moskva, Reuter. MIKHAIL Gorbasjev, leiðtogi Sovétríkjanna, hefur þegið boð um að fara í heimsókn til Suð- ur-Jemens innan tíðar. Kemur þetta heimboð í kjölfar við- ræðna í Moskvu við Ali Salem al-Beidh, hæstráðanda Sósial- istaflokks Suður-Jemens. I fréttum Tass sagði ennfremur að Ali Salem hefði flutt sovézku stjóminni sérstakar þakkir fyrir efnahagsaðstoð, sem Suður- Jemen hefur fengið frá Sovét- stjórninni. Einnig hefði verið þakkað fyrir þá aðstoð, sem Sov- étmenn hefðu veitt, „til að kveða niður ágreining í landinu í janúar 1986“, eins og komizt er að orði í tilkynningunni. I nefndum ágreiningi létu tíu þúsund manns lífið. Sjáifsmorðum fjölgar í Astralíu og Japan Tókió, Sydncy, Reuter, AP. LANGTUM hærra hlutfall jap- ansks æskufólks en áður, framdi sjálfsmorð á síðasta ári.Ástæður er aðskiljanlegar, en ótrúlega margir unglingar fyrirfóru sér í hamslausri sorg vegna andláts frægs popsöngv- ara. Lögreglan sagði í dag, fimmtudag, að 299 stúlkur yngri en 20 ára hefðu framið sjálfsmorð og er það 77% fleiri en árið 1985. Samtals féllu 802 ungir Japan- ir fyrir eigin hendi 1986. Auk þess að margir fyrirkomu sér, eftir að Yukiko Okada, 18 ára söngkona, stökk út af húsþaki og lézt, segir lögreglan, að oft valdi fjölskylduástæður, þ.e. erfítt sam- komulag við foreldra, svo og ástarsorg og leiðindi í skóla. I dag voru einnig birtar opin- berar tölur I Astralíu yfír sjálfs- morð á liðnu ári og kemur þar fram að sjálfsmorðum fjölgaði um 7% miðað við árið á undan. Sam- tals létust 1827 Ástralir á þennan hátt, meirihluti þeirra 15-24 ára. Prófessor við háskólann í Mel- boume sagði í viðtali, að rekja mætti flest sjálfsmorðin til upp- lausnar innan fjölskyldunnar, vaxandi ofbeldis í þjóðfélaginu og atvinnuleysis. Hann sagði^ að sú ímynd væri blekking, að Ástralía væri heilbrigt samfélag. Þvert á móti gætti ískyggilegrar brengl- unar og streita hrjáði fólk meira en víða annars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.