Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Skipstjórnar- nám á Hólmavík Gestur Eliasson gjaldkeri og Skúli Skúlason formaður slysavarnadeildarinnar með miðunarstöðina á milli sín. Miðunarstöð á ísafirði Slysavarnadeildin Skutull á ísafirði festi nýlega kaup á mjög fullkominni Koden miðunarstöð. Getur hún miðað út örbylgjusendingar báta og flugvéla og merki frá neyðarsendum flugvéla og björgunarbáta. Til kaupanna fékk Skutull Qárframlög frá útgerðaraðilum á ísafirði. Einnig styrkti sýslumannsembættið á Isafirði kaupin. Miðunarstöðin verður staðsett í hafsögubátnum Þjd. Könnun á ritlaunum 1986 Hólmavík. Á SÍÐASTLIÐNU hausti hófst námskeið í skipstjórn á Holmavík. Námskeið þetta var haldið vegna þess að mjög marg- ir yfirmenn þeirra báta sem gerðir eru út frá Hólmavík og Drangsnesi voru á undanþágu. Námskeiðið var haldið í skólan- um á Hólmavik og voru kennarar skólans fengnir til að kenna. Forstöðumaður námskeiðsins var Þorkell Jóhannsson skólastjóri. Jafnframt voru fengnir tveir menn með full réttindi til að kenna og Undirmáls- fiskur verður utan kvóta Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að á þessu ári reiknist undirmálsfiskur ekki til afla- marks eða þorskaflahámarks fiskiskipa á sóknarmarki. Jafn- framt verði skylt að koma með undirmálsfiskinn að landi. Eftirtaldar reglur munu á árinu gilda um undirmálsfisk. 1. Skylt er að koma með allan fisk að landi af eftirgreindum teg- undum: Þorskur, ýsa, ufsi, karfi og grálúða. 2. Undirmálsfiskur reiknast ekki til aflamarks eða þorskaflahámarks fiskiskipa sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt: a. Undirmálsfiski sé haldið að- greindum frá öðrum afla fiskiskipa og veginn sérstaklega. b. Löggiltur vigtarmaður eða matsmaður staðfesti skriflega hversu mikill undirmálsfiskur er í hverri veiðiferð. Staðfesting sendist Fiskifélagi íslands með kvóta- skýrslum. 3. Ofangreindar reglur taka gildi þegar og gilda um afla, sem landað er eftir 10. febrúar 1987. SKIPAÐUR hefur verið sjö manna vinnuhópur starfsmanna íslenskra aðalverktaka til að sinna upplýsinga- og hagsmuna- gæslu starfsmanna fyrirtækisins vegna ýmissa ummæla stjórn- málamanna um breytingar á starfsemi fyrirtækisins. Á Keflavíkurflugvelli starfa um 500 starfsmenn fyrirtækisins og sjá þeir þar um framkvæmdir fyrir vamarliðið. Fyrirtækið er nú orðið 30 ára gamalt og er það í 25% eigu íslenska ríkisins, 25% í eigu Regins og 50% í eigu Sameinaðra verk- taka. Vinnuhópnum er meðal annars ætlað að koma fram fyrir hönd íslenskra aðalverktaka í mál- um er varða breytingar er kynnu að verða á starfsemi fyrirtækisins og atvinnumálum starfsmanna. sýslumaður Strandasýslu sá um að kenna sjórétt og siglingalög. Nám- skeiðið sóttu 15 menn og lögðu þeir hart að sér í heimavinnu enda höfðu margir þeirra ekki setið á skólabekk mjög lengi. Á námskeiðið komu í heimsókn erindrekar Slysa- vamafélags íslands og kenndu þeir meðferð björgunarbáta og flotbún- inga. Fór fram sýning í höfninni á Hólmavík og kom þá í Ijós hversu mikið öryggi er í flotbúningunum. Þá var einnig farið í meðferð slökkvitækja og önnur öryggismál er varða sjómenn. Nemendur á skip- stjómamámskeiðinu voru mjög ánægðir með það sem fram kom hjá erindrekunum. Um miðjan des- ember héldu nemendur til Reykja- víkur og tóku nokkur próf. Eftir áramótin var smiðshöggið síðan rekið og gekk öllum nemendum mjög vel. Þá voru 15 menn komnir með 80 tonna skipstjómarréttindi. I lok janúar hófst síðan nám- skeið er veitir réttindi til stjómar á 200 tonna bát. Það eru 10 menn er sækja það námskeið. Fréttaritari brá sér í skólann á Hólmavík og ræddi við nemendur. Kom fram í máli þeirra að mjög gaman væri að sitja þetta námskeið eins og var á fyrra námskeiðinu. Einn nemenda, Benedikt Péturs- son, skipstjóri og útgerðarmaður á Ásbjörgu ST, var tekinn tali. Hann sagðist ætla að halda áfram á nám- skeiðinu fram í apríl, en þá væru próf, síðan ætlaði hann að taka sér sumarfrí. Benedikt sagðist hafa fengið annan skipstjóra til að vera með bátinn fyrir sig, en hann ásamt fleirum væru að beita. Þetta kost- aði mikla vinnu fyrir hann, því vakað væri á nætumar og beitt þar til skólinn byrjaði á daginn. „En þetta er skemmtilegt og ég fæ full réttindi til skipstjómar," sagði Benedikt að lokum. Baldur Rafns Karl Georg Magnússon, formað- ur starfsmannafélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hópur- inn tæki formlega til starfa nk. mánudag og síðar í vikunni væri áætlað að ræða við utanríkisráð- herra, þingmenn kjördæmisins, sveitastjómarmenn og stjómendur fyrirtækisins um framtíð íslenskra aðalverktaka. „Yfirlýsingar hafa komið frá stjórnmálamönnum um að fyrirtækið skuli lagt niður. Einn þeirra hefur til dæmis sagst ætla að leggja niður fyrirtækið fyrir hádegi þann sama dag og hann tekur við völdum og annar hefur lýst því yfir að núverandi fyrir- komulag fyrirtækisins væri óeðli- legt og hleypa bæri öðrum fyrirtækjum inn á þennan markað." Karl Georg sagði að fyrirtækið hefði ávallt verið mjög góður vinnu- RITHÖFUNDASAMBAND ís- lands og Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslu- gagna gangast nú sameiginlega fyrir tekjukönnun meðal félags- manna í báðum samtökunum. Tilgangur könnunarinnar er meðal annars sá að afla upplýs- inga um ritlaun fyrir ólíkar tegundir ritstarfa og að fá hug- veitandi og starfsmenn hefðu til dæmis aldrei þurft að hafa af því áhyggjur að fá ekki launin sín greidd á réttum tímum. Starfsfólkið vildi fá að starfa áfram hjá þeim vinnuveitanda sem það treystir. „Við gerum okkur hinsvegar grein fyrir því að fleiri aðilar vilja starfa fyrir varnarliðið, ekki hvað síst á þeim tímum er dregur úr vinnu annars staðar, og að því leyti gætu breytingar orðið á starfseminni á næstunni. Starfsfólkið vill þó fá að taka þátt í þeim breytingum og fá að fylgjast með þróun mála,“ sagði Karl Georg að lokum. í starfshópnum eiga sæti: Karl Georg Magnússon, Ámi Stefáns- son, Helgi Maronsson, Jón Guð- mundsson, Elís Bjöm Stefánsson, Eysteinn Haraldsson og Jóhann Ingason. mynd um hvað ritstörf eru mikill hluti af starfi félagsmanna í sam- tökunum. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Rithöfundasambands ís- lands, en í því er sendur út spum- ingalisti vegna könnunarinnar. Einnig kemur fram að tilgangur könnunar sé að afla þekkingar sem hægt er að nota í baráttu fyrir betri kjömm rithöfunda, en í ný- legri ályktun félagsfundar Rithöf- undasambandsins segir að þau laun sem rithöfundar beri úr býtum sam- kvæmt núverandi samningum við útgefendur séu langt fyrir neðan það sem sæmandi sé og við svo búið megi ekki standa. Samkvæmt útgáfusamningi Fé- lags íslenskra bókaútgefenda við rithöfunda á höfundur um tvo kosti að velja. Annars vegar að semja um höfundarlaun eftir sölu bóka og þá fær hann í sinn hlut 19,5% Ranglega var sagt frá verð- lækkun á kindakjöti frá haustinu 1985 í frétt sem birtist í Morgun- blaðinu síðastliðinn miðvikudag. Verðlækkunin er minni en þar kom fram. Fréttin var byggð á upplýsingum í fréttatilkynningu frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins, sem reyndust vill- andi. af forlagsverði bókar sem eru 10.92% af útsöluverði. Það er að segja ef bók kostar 1.500 kr. út úr búð, fær höfundurinn í sinn hlut 163 krónur og 80 aura fyrir hveija selda bók. í þessu tilfelli er hlutur prentsmiðju, forlags og bókbands 676,20 kr. Semji höfundur hins vegar um höfundarlaun eftir fram- leiddum eintökum, fær hann í sinn hlut 14% af forlagsverði bókarinn- ar, sem er 7,84% af útsöluverði. Samkvæmt þessum samningi fær höfundurinn greidd sín laun strax þegar bókin kemur út, en þarf ekki að eiga neitt undir því hve mikið bókin selst. Þessir samningar runnu út í fyrra og hafa samningaviðræð- ur á milli Félags íslenskra bókaút- gefenda og Rithöfundasambands Islands staðið yfír síðan, en engin viðunandi lausn fengist enn sem komið er. Hámarkssmásöluverð á gamla kjötinu er nú: 1. flokkur, heiiir skrokkar, ósundurteknir 199,40 kr., én 201,80 kr. skipt að ósk kaup- enda. Hámarkssmásöluverð á nýja kjötinu er 241,30 kr. hvert kíló af 1. verðflokki í heilum ósundurtekn- um skrokkum, en 244,30 kr. í heilum skrokkum skipt að ósk kaup- enda. Starfsmannafélag Islenskra aðalverktaka: Nefnd skipuð til að sinna upplýs- inga- og hagmiinagæslu starfsmanna -1 kjölfar umræðna um breytingar á rekstri fyrirtækisins Kílóið af gamla kjötinu 244,30 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.