Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 fclk f fréttum Andri Bachman og Guðni Þ. Guðmundsson. Jarlinn af Snowdon skellir hurðum Jarlinn af Snowdon, fyrrverandi eiginmaður Margrétar prins- essu, sagði á þriðjudag af sér sem heiðursráðgjafi Breska hönnunar- ráðsins, eftir að deilur innan þess um tímaritsgrein eftir hann. í grein Snowdons í tískuritinu Vougue hafði hann eftir Simon Homby, nýjum formanni ráðsins, að sýningarsalur þess væri eins og „annars flokks minjagripaverslun" og að hönnun tímarits þess væri ekki betri en svo að það væri öld- ungis ólesandi. Homby hefur mótmælt greininni sem afbökun og skmmskælingu einni. Er ekki að furða þó að Horby yrði illur, því að fyrirsögn hennar var:Hönnunarráðið: Dauðara en dódó-fugl?. Snowdon, sem er 56 ára gamall, er atvinnuljósmyndari og blaðamað- ur óg þykir með snjöllustu portrett- ljósmyndumm á Bretlandi. Hann hefur verið ráðgjafí ráðsins í 25 ár og sagði að hann hyrfí þaðan með sorg í huga, en að framkvæmda- stjóri þess hefði sagt það óviðeig- andi að hann yrði þar áfram. Ráðið er rekið að hluta til fyrir opinbert ijármagn og er hlutverk þess að reyna að bæta hönnun bre- skrar vöm, svo þær séu hagnýtari og meira aðlaðandi. i greininni kom fram það álit Snowdons og meint álit Homby, að ráðið þjónaði alls ekki tilgangi sínum og að mörgu Jarlinn af Snowdon. þyrfti að breyta þar innan veggja til þess að svo yrði. Antony Armstrong-Jones var gerður að jarlinum af Snowdon þegar hann kvæntist Margréti drottningarsystur árið 1960. Hjón- in, sem eignuðust tvö böm, skildu árið 1978. Snowdon hefur kvænst á ný, en hin 56 ára gamla prins- essa hefur látið slíkt vera, þó svo að hún hafí verið í tygjum við hina og þessa. DÚETT ANDRA BACHMAN: Heldur uppi stuði í Kaliforníu Ekki alls fyrir löngu var haft viðtal við Guðnýju Fisher hér á síðunni, en hún er ritari íslend- ingafélagsins í Norður Kalifomíu. í máli hennar kom m.a. fram að halda ætti þorrablót í næsta mán- uði og að til stæði að fá íslenska skemmtikrafta þangað. Nú er ljóst hveijir fara til þess að skemmta landanum þar vestra, en það er Dúett Andra Bachman. Fastagestir Mímisbars kannast vel við Andra, því að hann hefur leikið þar á fjórða ár við góðar undirtektir, en hafði áður leikið í ýmsum danshljómsveitum. í októ- ber síðastliðnum fékk hann Guðna Þ. Guðmundsson til liðs við sig, en hann leikur á hljómborð ýmiskonar og bassa. Guðni er auk þess kenn- ari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og organisti við Bústaðakirkju. Hvað kemur til að þið voruð fengnir til þess að fara vestur? „Ja, Kalifomíuförin kom nú þannig til að kona nokkur, sem býr þar vestra, fór á Mímisbar þegar hún var hér heima og varð svo hrif- in að þegar heim kom stakk hún upp á því við félagsstjómina að reynt yrði að fá okkur vestur um haf til þess að leika á þorrablótinu. í októbermánuði kom svo formaður félagsins, Theódór Friðriksson, til íslands og fór m.a. á Sögu að at- huga hvort eitthvað væri í hljóm- sveitina varið. Þegar við vomm búnir með tvær syrpur kom hann svo upp á svið, kynnti sig og gerði grein fyrir máli sínu. Þá átti hann að vísu eftir að kynna stjóminni málið, en nú er það sem sagt kom- ið á hreint að við fömm vestur hinn sjötta mars. Þorrablótið sjálft verð- ur haldið í San Fransisco hinn sjöunda.“ Andri er slíkum fömm ekki óvan- ur því hann hefur m.a. farið til Stokkhólms, Gautaborgar og Kaup- mannahafnar til þess að leika fyriríslendinga þar. I fyrra fór hann til Óslóar ásamt Grétari Örvarssyni og lék þar fyrir dansi á 16. og 17 júní. Og hvaða lög eru vinsælust? „Það em náttúmlega gömlu íslensku slagaramir, sem em vin- sælastir á skemmtunum sem þessum, en auk þess höfum við fullt af erlendum lögum í handrað- anum og við höfum gert mikið af því að taka gömul bandarísk lög beggja vegna stríðs. Það em pott- þétt lög sem standa alltaf fyrir sínu.“ Hvað heldurðu að þið séuð með mörg Iög til taks? „Þessari spurningu er nú erfítt að svara — ég hef aldrei tekið það saman. Við höfum æft... ja, ég veit ekki hve mörg lög, en síðan kann maður líka miklu meira; gamla góða standarda. En ef ég á að skjóta eitthvað út í lofíð, þá hugsa ég að við séum með svona 300 lög á hreinu, sem er a.m.k. 50 sinnum meira en við komumst yfír á kvöldi. En að lokum, hvetjir leysa ykkur afmeðan þið eruð í„ vesturvíking“? „Það verða þeir Helgi Hermanns- son og Jónas Þórir, þannig að það ætti að vera rífandi Vestmanneyja- stemning á Mímisbar á meðan.“ COSPER C05PER ~ ~ /ðsiír — Auðvitað elska ég þig. Heldurðu að ég myndi annars láta sjá mig með þér á baðströnd? Carrie Nygren. Norræn fegurð Það virðist sem norræn fegurð mundir. A.m.k. hafa norrænar feg- sé mjög í tísku um þessar urðardísir aldrei verið vinsælli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.