Morgunblaðið - 15.02.1987, Side 63

Morgunblaðið - 15.02.1987, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 63 að verk Manets, Renoirs, Courbets °g allra hinna hafa yfír engu að kvarta. Áhrifamikið að ganga í salinn Aðkoman í safnið er í vesturenda, þar sem var skýli fyrir léttikerrur og farangursvagna ferðafólksins á járnbrautartímanum um 1900. Og þar er rúmgott anddyri með þjón- ustu sem söfnum tilheyra. Þegar svo gengið er inn í enda sýningarsalarins og á upphækkaðan pall, blasir þessi hái langi salur við, eins og breiður gangur með gríðarstórum högg- fnyndum á þungum marmarastöll- um. En beggja megin við er röð af minni sýningarsölum á svolítilli upp- hækkun, þannig að maður getur hvort sem er gengið fram og aftur milli þeirra og þá þvert yfir högg- myndasalinn eða áfram milli þeirra eftir endilöngu. En í rauninni er safnið þama á þremur hæðum, utan aðalsalar, því á efri pöllum eru högg- myndasýningar. Það er áhrifamikið að horfa yfir eða ganga inn eftir aðalsalnum með fallega glerkúplinum með gömlum mynsturpóstum, sem munu vera hljóðdempandi. Og þama er í fyrsta sinni, að ég man, raunverulega hægt að skoða höggmyndimar frá öllum hliðum með dálítilli fjarlægð og að ofan líka. En varla getur skúlptúr talist góður nema hann sé jafngóður hvert sem sjónarhomið er. Við enda salarins er svo sýning á verkum meistara Rodins á tveimur hæðum, sem hylja stigana upp. Má þar sjá ýmis af umtöluðum verkum hans. T.d. er þama frummyndin af „La Port“, sem aldrei var notuð, Rodin til mikils angurs, en er nú þama eins og hann hugsaði þessar gríðar- legu skrautdyr. I Orsey-safninu hafa verið dregin fram mörg verk úr geymslum Louvre og annarra safna og líka ýmislegt keypt sem vanta þótti í myndina. Kannski njóta högg- myndimar þess mest. Sjálfri fannst mér mikill fengur í að fá loks að sjá þama sterk og dapurleg verk Cam- ille Claudel, systur Pauls Claudels og ástkonu Rodins, sem var frábær myndhöggvari en hvarf í skugga hans og endaði á geðveikrahæli. í Orseysafninu em til sýnis um 1500 styttur og gefur tækifæri til kynna við fleiri myndhöggvara en áður hefur verið mögulegt. Þama í endanum gefur að líta líkan af Ópemnni í París, sem var vígð 1875 og markaði stórt spor og Um stigana má komast í arkitektúr- sýningu þessa tíma. Meðal 10 þúsund uppdrátta safnsins em margar góðar gjafir, svo sem verk Effels og Rubrich-Roberts. En það sem kom mér og fleirum mest á óvart við að koma þama, var hve tímabilinu em gerð góð skil. Þar sem impressionistamir urðu ofan á ' átökunum um listastefnur, hafa þeir hingað til verið góðir fulltrúar fyrir þetta tímabil, en allt annað horfið í skuggann. Nú er tímabilið sýnt eins og það var með góðu og ekki svo góðu og sett í samhengi við aðra tískuþætti tímabilsins, arki- Impressionistarnir Erlendir og íslenskir gestir, sem stóðu í biðröðum fyrir framan Jeu de Paurpe bygginguna við Concord- torgið til að dást að meistaraverkum impressionistanna, geta lagt leið sína beint upp í sýningarsalina á loftinu. Kannski verða þeir fyrir von- brigðum, en þama em allir meistar- amir; Manet, Monet, Degas, Cézanne, Van Gogh, Gauguin, Reno- ir o.s. frv. í sal eftir sal, þar sem er lágt undir loft svo verkin megi njóta sín. Flestar þekktu myndimar frá fyrri sýningum, en líka ein og ein nýkeypt, svo sem La Pie, ein- hver fegursta mynd sem Monet hefur málað, og í sérsal fyrir Gaugu- in má sjá útskurðinn frá Suður- hafseyjumii hans, svo eitthvað sé nefnt. Vatnslitamyndimar em í daufri birtu til að varðveita þær. Þama skyggir hið mikla rými bygg- ingarinnar ekki á viðkvæm verkin. Ekki er vandi að eyða þama heil- um dögum og í Orsey-safninu er veitingasalur gamla hótelsins með gyllingum sfnum og speglum. Einnig er kaffistofa á miðri leið um sýning- una uppi með útsýni yfir ána og borgina, þar sem gott er að hvíla sig. En í kjallara em salir fyrir sýn- ingar, fræðslumyndasýningar, bókasafn og salur fyrir hljomleika eða erindaflutning. Einstakir þættir vel aðgreindir Ekki kom Orsey-safnið og til- högun þar á óvart við opnunina. Séð hafði verið fyrir því að kynna ýmsa þætti þess og einstök verk í átta 30 mínútna sjónvarpsþáttum. Ekki í textaauglýsingum, eins og við þekkj- um þær, heldur kynningu á verkum þessa tímabils. Myndavélinni beint af Signu og framhlið byggingarinnar og síðan talaði Pierre Dumayet með verkunum og fræddi um þær stefnur sem þau em sprottin af. Var mikið gagn að því til að átta sig. Með því að koma Orsey-listasafn- inu fyrir í þessari gömlu jámbrautar- stöð í miðborginni, í tengslum við Louvre handan árinnar, hefur stór- verk verið unnið. Þar er bæði hægt að sækja andrúmsloft langs tímabils listsögunnar og setja listaverkin sem Impressionistarnir eru kórónan á listaverkum tímabilsins og þeir fylla marga sali á efri hæðinni. Hér er mynd van Goghs af herberginu hans í Arles. fyrir. Ekki er heldur látið nægja að sýna þróun ljósmyndatækninnar heldur engu síður sköpun verksins. Þá er á annarri hæðinni deild sem gerir góð skil pressunni, sem náði til almennings með stórútgáfum dagblaða og átti sinn gullna blóma- tíma einmitt á síðari hluta 18. aldar með teiknimyndum og skopmyndum með frásögnunum í stórútgáfum dagblaða fyrir manninn á götunni. I rauninni var sjónvarpið fyrir- fram búið að búa fólk undir að meðtaka þessa nýju stefnu með frá- bærum þáttum um „art decorative" í upphafi 20. aldarinnar með jáma- flúri sínu, steindu gleri, lömpum, útflúri á húsum og húsmunum o.s.frv. En þama er hægt að fá sam- hengið, ef maður kýs að líta þannig á það. Það er yfirleitt að fá í hliðar- herbergjunum og geta gestir sótt það eða látið vera eftir smekk. hæst ber þar í samhengi og einnig skoða þá þætti eina sem hugurinn gimist. Þama eru skýrt aðgreindar tvær listastefnur á sömu öld. Á neðstu hæðinni klassfska og aka- demiska listin, sem tekur salina til hægri, og realisminn og impression- isminn í fæðingarhríðunum í hliðar- sölunum til vinstri. Og svo finnur maður impressionistaverkin, eftir að þeir málarar urðu ofan á uppi í bygg- ingunni. Ekki em allir á eitt sáttir um að þetta hafi verið eina lausnin og upphafnar miklar umræður um hvemig hefði átt að útbúa þama verðugt listasafn. En fólk streymdi að allt frá fyrsta degi og fyllti sali til að skoða þjóðardýrgripina og þjóðararfinn, eins og Frakkar kunna vissulega að meta. TEXTI/Elín Pálmadóttir Orsey-jámbrautarstöðin, byggð í tilefni heimssýningarinnar árið 1900. Orsey-listasafnið á brautarpöllunum á árinu 1987. Nýja Orsey-listasafnið á Signubökkum. Framhlið gömlu jámbrautarstöðvarinnar hefur verið látin halda sér með stóru klukkunum tveimur. tektúr, húsbúnað, silfur og postulín. Listiðnin „arts decorative" er þama ekki eins og fátækur niðursetning- ur, svo sem venja er til, því tólf salir og tveir tumar em lagðir undir og sterkustu sýningarmunimir eru hús- gögnin, einkum „nýlistin". Ljós- myndalistin skipar líka veglegan sess, sem er nýjung, enda hefði varla nokkur maður látið sér detta það í hug fyrir aðeins 20 áram. Og er Orsey-safnið fyrsta stóra ríkissafnið sem gerir skipulega ráð fyrir svo stómm hluta af rými sínu og ijárveit- ingum undir ljósmyndimar. Mynd- imar em allt frá 1850 og allar keyptar í þessum tilgangi, þar sem ríkið átti ekkert slíkt ljósmyndasafn Auk höggmynda Rodins, sem skipa veglegan sess, er í fyrsta sinn gott rými fyrir aðrar höggmyndir. Hér er „Ástríður" eftir Aristide Maillol. Safnið spannar listir tímabilsins 1848 til 1914. Hér er brons- og postulínsvasi eftir Otto Eckmann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.