Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 Minning: Guðrún Guðmunds- dóttirfrá Bala Fædd 12. júlí 1902 Dáin 6. mars 1987 I dag verður amma mín, Guðrún Guðmundsdðttir á Bala, Miðnesi, lögð til hinstu hvíldar frá Hvalsnes- kirkju, en amma lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 6. mars sl. á 85. aldursári. Amma fæddist 12. júlí 1902 á Akrahóli í Hvalsneshverfí á Miðnesi. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Þorsteinssonar, sem ættaður var úr Garðinum, og Sigurbjargar Torfad- óttur, ættuð úr Höfnum á Reykja- nesi, og var sjötta í röð níu systkina, sex dætra og þriggja bræðra. Af dætrunum var amma yngst, en þær voru auk ömmu: Gíslína, sem dó í bamæsku, Sigríður, Guðný, Guð- mundína og Stefanía. Af brseðrunum er sá elsti, Þórarinn Kristinn, nú hinn eini eftirlifandi þeirra systkina en hann er búsettur í Reylqavík. Hinir voru Sigurður Jóhann og Jón. Amma dvaldist hjá foreldrum sínum á Akrahóli fram yfír fermingu en þá, haustið 1916, fluttist hún að Bala á Stafnesi, næsta hverfí sunnan Hvalsness. Þangað var hún ráðin sem kaupakona til þeirra hjóna, Daða Jónssonar og Helgu Loftsdóttur er þar bjuggu. Þetta urðu ömmu mikil gæfuspor, því að á Bala kynntist hún afa mínum, Guðmundi Guðmunds- syni. Afí fæddist á Hrauni í Grindavík 30. október 1902 og var því jafnaldri ömmu. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Loftssonar og Guðlaugar Sveinsdóttur er þar bjuggu. Við lát móður sinnar, árið 1914, var afí tekinn í fóstur að Bala til þeirra hjóna, Daða og Helgu, en hún var einmitt foðursystir afa. Með ömmu og afa tókst mikið vin- fengi og varanlegt og tengdust þau óijúfanlegum tryggðaböndum, inn- sigluðum með hjónabandi þeirra 1925. Var þetta þeim báðum hið mesta heillaspor. Þau hófu búskap á Bala og bjuggu þar öll sín búskapar- ár. Framan af höfðu þau aðallífs- viðurværi sitt af sjósókn, en stunduðu auk þess landbúnað. Þetta var á þeim tíma, þegar útgerð var stunduð á opnum áraskipum, en fyr- ir þau voru lendingarskilyrði góð á Stafnesi, auk þess sem stutt var á gjöful fiskimið. Með stækkun físki- skipanna og tilkomu stærri mótor- báta færðist þungamiðja slíkrar útgerðar yfír á þá staði, þar sem hafnarskilyrði voru best, í þessu til- viki Sandgerði. Amma og afí áttu auðvelt með að laga sig að þessum breyttu aðstæðum, því þau sneru sér í æ ríkari mæli að landbúnaðinum, sem varð þeirra aðalframfærsla á hamingjusöm. Þau eignuðust tvö myndarböm, sem bæði eru búsett hér á Akranesi. Þau eru Helga Jóna, sem gift er Ásmundi Jónssyni lager- stjóra hjá Sementsverksmiðju ríkisins, og Sigurgeir, bifvélavirki, giftur Erlu Karlsdóttur, hann rekur sitt eigið fyrirtæki hér í bæ. Eftir að hún var orðin ekkja voru bömin og ljölskyldur þeirra hennar stærsta hamingja. Nú fyrir stuttu er við heimsóttum hana á Vífilsstaðaspítala var mjög af henni dregið. Hún var mjög róleg og sagði okkur að nú væri þessu að verða lokið hjá sér og væri hún mjög sátt við það og kviði engu. Við dáðumst að því hvað hún gat talað um þetta af mikilli skynsemi, ró og æðruleysi. Það er margs að minnast frá þeim fjöratíu áram sem liðin era frá okkar fyrstu kynnum og eru þær minningar allar okkur mjög kærar og munum við ætíð minnast þeirra hjóna með þakklæti og hlýju. Við þökkum Lillu fyrir allar sam- verastundimar og allt sem hún og heimili hennar hafa verið okkur. Við sendum börnum hennar, barna- bömum og ijölskyldum þeirra, móður hennar og systur og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gengin er góð kona. Guð veri ætíð með henni. Kristín og Knútur Ármann síðari hluta búskapartíðar þeirra, þótt sjósókn hafí afí alla tíð stundað í einhveijum mæli. Amma og afí vora ákaflega sam- rýnd hjón, samhent til allra verka innan dyra sem utan, stakir dugnað- arforkar í hvívetna og mikið reglu- fólk. Þetta gerði þeim lífsbaráttuna mun auðveldari en ella. Þau bára djúpa virðingu hvort fyrir öðra og gagnkvæma væntumþykju. Kom það ekki sízt í ljós á seinustu æviáram ömmu, þegar heilsan var farin að bila, en afí bætti henni það upp með einstakri blíðu sinni, nærgætni og umhyggju. Þeirra sambúð var öll til hinnar mestu fyrirmyndar og heyrði ég þau aldrei sundurorða. Betri lífsförunaut hefði amma því ekki getað öðlast. Þeim ömmu og afa varð átta bama auðið: Guðmundur Kristmann (f. 1925), búsettur í Sandgerði, kvæntur Snjólaugu Sigfúsdóttur og eiga þau fimm böm; Sólveig Helga (f. 1927), en hún lést af slysföram 1935; Guð- mundur L. (f. 1929), búsettur á Bala, ókvæntur; Sigurður B. (f. 1931), búsettur í Keflavík, kvænt- ur Mörtu Baldvinsdóttur og eiga þau átta böm; Sigurbjörg (f. 1934), bú- sett í Sandgerði, kvænt Haraldi Sveinssyni og eiga þau fímm böm; Guðlaug Helga (f. 1937), búsett í Sandgerði, gift Kjartani Bjömssyni og eiga þau þijú böm; Sigrún Guðný (f. 1938), búsett í Sandgerði, var gift Jóhanni Gunnari Jónssyni sem er látinn en þau eignuðust fímm böm; Sólmundur Rúnar (f. 1943), búsettur í Keflavík, ókvæntur. Amma var myndarleg kona, í meðallagi há og fremur þéttvaxin á efri árum, andlitið greindarlegt, frítt og blíðlegt, ennið hátt og göfug- mannlegt. Hún var bráðvel gefin, bókhneigð, hagmælt, tónelsk og hin mesta hannyrðakona. Hún bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og vakti af kostgæfni yfír velferð sívax- andi fjölda bamabama og bama- bamabama. Hún var rólynd að eðlisfari, yfírveguð, geðgóð og dag- farsprúð. Hún var létt í lund og átti það oft tl að gantast og glettast við okkur bamabömin og leiftraði þá af kátínu. Hún þurfti aldrei að skipta skapi í samskiptum sínum við okkur bamabömin, slík var virðing okkar fyrir ömmu. Henni hlýddum við ætíð möglunarlaust, enda skynsamlegum og sanngjömum rökum beitt af henn- ar hálfu. Amma var mjög trúuð kona, góðhjörtuð, ósérhlífin, gjafmild og gestrisin svo af bar. Hún var hlý I viðmóti, úrræðagóð og hollráð og því gott til hennar að leita. Amma var mér mjög kær og minn- ing hennar mér afar dýrmæt. Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa fengið notið leiðsagnar ömmu og umhyggju um langan aldur, allt frá því ég man eftir mér. Ég minnist með sérstöku þakklæti sumranna þriggja á áranum 1964—66 er ég dvaldi hjá þeim ömmu og afa á Bala og allra þeirra óteljandi skipta er ég sótti þau heim. Hjá þeim var ávallt gengið að vellíðaninni vísri. Mun ég ætíð búa að þeim dýrmæta fjársjóði, sem samskipti mín við ömmu vora mér. Nú er skarð fyrir skildi. Ég og flölskylda mín sendum elsku afa okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum honum og hans nánustu Guðs blessunar á sorgarstundu. Gunni í dag, föstudaginn 13. mars, verður kvödd hinstu kveðju frá Hvalsneskirkju Guðrún Guðmunds- dóttir, Bala í Hvalsneshverfí. Guðrún fæddist á Akrahóli í Hvals- neshverfí og ólst þar upp ásamt átta systkinum. Foreldrar hennar vora Sigurbjörg Torfadóttir og Guð- mundur Þorsteinsson. Guðrún fór snemma að vinna fyrir sér eins og þá tíðkaðist. 1925 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Guðmundssyni, og hófu þau búskap á Bala og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust átta böm, sem era Kristmann, Sólveig Helga, sem þau misstu 7 ára gamla, Guðmundur Loftur, Sigurð- ur, Sigurbjörg, Guðlaug Helga, Sigrún Guðný og Sólmundur Rúnar. Mér er ljúft að minnast Guð- rúnar, þessarar heiðurskonu og miklu persónu, sem naut virðingar afkomenda sinna og annarra sem við hana áttu samskipti. Umhyggjusemi hennar og þeirra hjóna við bamaböm sín og fjöl- skyldur þeirra voru einstök. Það er mér minnisstætt frá þeim tíu áram sem ég þekkti Guðrúnu. Það var alltaf gaman að koma að Bala og spjalla og hlusta á frásagnir þeirra hjóna. Þau hjón vora með eindæm- um samhent og ljúf í umgengni hvort við annað. Guðrún var trúuð kona enda bar hún mjög hag kirkj- unnar fyrir bijósti. Einnig kenndi hún bamabörnum sínum margt um Krist og kenning- ar hans. Hún hafði gaman af því að gera að gamni sínu og var skemmtileg heim að sækja. Þá var gestrisni hennar og þeirra hjóna rómuð af þeim er sóttu þau heim. Ég vil biðja algóðan Guð að blessa minningu þessarar heiðurs- konu. Guðmundi og fjölskyldu hans vil ég votta mína dýpstu samúð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Hjálmar Georgsson Ég kveð hér ömmu mína, Guð- rúnu Guðmundsdóttur frá Bala, og hugsa til þess með stolti að eiga svo_ góðar minningar. Ég man ungan dreng á ferð gangandi, hjólandi eða sitjandi í mjólkurbílnum með tilhlökkun í hjarta eins og alltaf þegar hann fór að heimsækja ömmu og afa. Það var ævintýri líkast að fara í sveitina þó ekki væri vegalengdin mikil. Þeirri hlýju og þeim skilningi sem hann mætti mun hann seint gleyma. Ég man ungling á ferð á leið í kartöfluupptöku eða heyskap. Eftir- væntingin var sú sama. Hin heil- brigðu og jákvæðu viðhorf til Iífsins sem lærðust á þessum tíma hafa verið honum fágætt veganesti. Það var alltaf glaðværð í kring- um ömmu og var hún hrókur alls fagnaðar. Þrátt fyrir að hún ætti við veikindi að stríða var alltaf stutt í hláturinn og þrátt fyrir tugina átta var hugsunin skýr og oft velti ég því fyrir mér hvort okkar væri yngra í anda. Það var aldrei um neitt kynslóðabil að ræða. Amma skildi og gat talað við mig hvort sem ég var bam, unglingur eða fullorðinn. Þú, sem úr öllu ætíð vildir bæta, munt himna í höllu hinu sama mæta, alsæls um völlu ekkert kann að græta, þessguðmungæta. GrímurThomsen Ég bið guð að styrkja afa minn á þessari stundu. Kristþór Gunnarsson Hún amma mín, Guðrún Guð- mundsdóttir, Bala, Stafnesi, er dáin. Hún er farin yfír móðuna miklu, þar sem ég veit að verður tekið vel á móti henni. Amma var alltaf fasti punkturinn í tilveranni. Að koma til ömmu og afa, á heimili þeirra að Bala í Staf- nesi, var hátíð líkast. Heimili þeirra stóð öllum opið. Rómuð er gestrisni þeirra og hjartanlegar móttökur, hvort sem það var ættingi þeirra eða einhver sölumaður. Allir fundu hlýjuna sem streymdi frá þeim. Amma lagði metnað sinn í að allir sem komu fengju kaffísopa og bita með. Enginn fór með tóman maga frá henni. Ég minnist allra þeirra skipta þegar ég sem bam fór til þeirra og fékk að sofa nokkrar nætur. Það era ógleymanlegir dagar. Mjólk og kökur brögðuðust hvergi betur en hjá ömmu. Amma hafði alltaf tíma fýrir okkur bamabömin sín. Hún sagði okkur sögur frá því hún var 43 ung, sögur sem lifa í hjörtum okk- ar. Sögumar hennar ömmu og bænimar hennar vísuðu okkur veg- inn. Bænimar hennar munu lifa meðal afkomenda hennar. Amma var mikil hagleiksmann- eskja á alla handavinnu. Ófáir era þeir sokkamir og vettlingamir sem hún pijónaði á okkur öll bamaböm- in sín. Og klukkumar sem hún pijónaði á okkur stelpumar vora snilldarverk. Amma var einnig skáldleg í sér. Margar gullfallegar stökur og ljóð samdi hún. Á ömmu sannaðist máltækið „sælla er að gefa en þiggja". Hún hafði yndi af að gefa öðram. Ég man það eitt sinn er hún vildi gefa lítilli dóttur minni pening, að ég sagði að hún ætti ekki að vera að þessu, þá sagði hún að sér þætti svo gaman að gefa. Svona var hún amma. Og hún var ekki síður gjaf- mild á andleg verðmæti. Hún dreifði gullmolum í kringum sig. Án efa fáir, það er mín trú sér áttu göfugra hjarta en þú það vakti mér löngum lotning. I örbirgð mestu þú auðugust varst og alskyns skapraun og þrautir barst sem værir dýrasta drottning. Matthías Jochumsson Elsku afí, missir þinn er mikill, en huggun okkar er sú að hún er í góðum höndum. Þóra Kjartansdóttir í dag verður hún amma mín jarðsungin. Af því tilefni langar mig að minnast hennar með örfáum orðum. Hugurinn reikar til baka og minningamar líða hjá eins og mynd-' ir á tjaldi. Við frændsystkinin voram ekki há í loftinu þegar við fóram að sækja suður á Bala til ömmu og afa. Frá Sandgerði að Bala er dijúg- ur spotti, en okkur munaði ekki um hann. Fórum við ýmist gangandi eða á hjólum og oftast mörg saman . í hóp. Á leiðinni urðu stundum á vegi okkar geltandi hundar, sem sjálfsagt vora vinalæti, en okkur stóð stuggur af þeim. Við reyndum að hughreysta hvert annað og sung- um gjaman til að bægja hræðslunni frá. A hólnum sunnan við Melaberg var áð, þar töldum við leiðina að Bala vera hálfnaða og því tilvalinn stað til að taka fram nestið. Þegar við svo sáum heim að Bala rauk öll ferðaþreyta úr okkur og sprett- um við þá heldur betur úr spori. Amma og afí tóku alltaf vel á móti bamaskaranum. Amma lagði verk- in sín til hliðar, hvemig sem á stóð, ög bar fram kökur og mjólk. Við gerðum veitingunum góð skil, sögð- um ferðasöguna og lékum á als oddi. Á eftir settumst við inn og spjölluðum saman í ró og næði. Við töluðum um allt milli himins og jarðar og amma miðlaði okkur af fróðleik sínum og lífsreynslu: Frá lífínu þegar hún var lítil stelpa, uppvexti foreldra okkar, frá fólki sem hún hafði kynnst á lífsleiðinni og síðast en ekki síst frá Jesú Kristi, kyndilbera ljóss og kærleika í mannheimum. Henni ömmu var lagið að tala við okkur krakkana eins og jafningja sína. Hún var trúnaðarvinur okkar, árin sem hún hafði fram yfír okkur skildu ekki að. Þegar degi tók að halla vorum við oft keyrð heim, en stundum fengum við að gista. Þegar kvölda tók bjó amma um okkur, sá um að öllum liði vel og þegar hún kom til að bjóða okkur góða nótt bað hún kvöldbænimar með okkur. Ef dimmt var úti slökkti hún ljósin, en skildi alltaf eftir litla týra log- andi. Ljósið táknaði birtu guðs engla sem hún sagði að gættu okk- ar jafnt í svefni sem vöku. Fullviss um þá almáttugu vemdarhendi sofnuðum við vært. Hún amma tendraði ljós í okkar ungu hjörtum, ljós sem á eftir að lýsa okkur veginn um ókomna tíð. Ég veit að ég mæli fyrir munn okk- ar allra þegar ég bið þess að hið sama Ijós megi lýsa henni þar sem hún er nú. Elsku afí, þú syrgir ástríkan lífsförunaut. Megi algóður guð gefa þér styrk. Sigurlaug Kristmannsdóttir Svavar E. Arna- son — Kveðjuorð Fæddur 27. maí 1928 Dáinn 15. febrúar 1987 Hjema lágu ljettu sporin löngu horfin sama veg sumarblíðu sólskinsvorin saman gengu þeir og jeg vinir mínir allir allir eins og skuggar liðu þeir inn í rökkur hljóðar hallir hallir dauðans einn og tveir einnogtveir. (Guðmundur Guðmundsson) Þó að ekki væri langur vegur á milli Grímsstaðaholtsins og verka- mannabústaðanna kynntist jeg ekki Svavari Eyjólfi heitnum fyrr en eft- ir fermingaraldur. Nú hin síðustu ár spjölluðum við oft saman á götu úti. Hann var einn af þeim, sem voru lausir við alla yfírborðskennd, hress og blátt áfram í viðtali, sem sagt ætíð eins í framkomu fram að hinstu stund hins jarðneska ævi- dags. Þess vegna verður minningin um hann hrein og björt. Kunn- ingsskapur minn við hans nánustu var ekki mikill, samt þekti jeg vel bræður hans og einnig Jón bróður hans, sem látinn er fyrir mörgum áram. Söknuður slær ætíð á við- kvæma strengi huglífsins þegar góður maður hverfur skyndilega af hinni jarðnesku ævibraut og þess vegna skrifa jeg þessi fáu Jcveðju- orð. Minning um Svavar Ámason mun lifa í björtu ljósi. Jeg votta móður hans, sem enn er á lífi, og eftirlifandi syni og systkinum hans mína dýpstu sam- úð. Blessuð veri minning hans. Hin langa nótt er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið hljótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (ValdimarBriem) Þorgeir Kr. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.