Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 + Faðir okkar, ÞORKELL HJALTASON, kennari, Hverfisgötu 70, Reykjavfk, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 11. mars. Inga Dóra Þorkelsdóttir, Auður Þorkelsdóttlr, Hjalti Þorkelsson, Tómas Þorkelsson. t Ástkær sonur minn, ELVAR ÞÓR HAFSTEINSSON, Ægissíðu 92, lést á Barnaspítaia Hringsins að kvöldi 11. mars. Sólveig Hákonardóttir. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Bala, Miðnesi, fer fram frá Hvaisneskirkju föstudaginn 13. mars kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru vinsamlegast beðnir að láta Hvalsneskirkju njóta þess. Guðmundur Guðmundsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR BACHMANN HAFLIÐASON, vólvirki, Áifheimum 68, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 16. mars kl. 15.00. Auöur Einarsdóttir, Hulda Halldórsdóttir, Eirfkur Þorsteinsson, Lilja Halldórsdóttir Veigele, Hartmut Veigele, Hafliði Halldórsson, Guðfinna Hauksdóttir, Halldór Eirfksson, Elsa Eirfksdóttir, Peter Veigele. + Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, ELÍAS GUÐMUNDSSON, Holtsgötu 2, Sandgerði (Hraungerði), verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 14. mars kl. 14.00. Helga Ingibjartsdóttir, Alda Elfasdóttir, Guðmundur Einarsson, Sigurrós Petra, Ármann Baldursson og barnabörn. + Útför föður okkar og tengdaföður, ÓLAFS ORMSSONAR, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 14. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afbeönir. Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlega bent á Styrktarfélag aldraðra á Suöurnesjum. Ormur Ólafsson, Alfa Guðmundsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Guðjón Jónsson, Guðrún Ólafsdóttir, Björgvin Þorsteinsson. + Drengurinn okkar og bróðir, SIGURBERGUR SVERRIR JÓHANNSSON, sem lést af slysförum þann 6. mars sl., verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 14. mars. kl. 16.00. Jóhann G. Sigurbergsson, Þórunn Sveinsdóttir, Helga B'rna Jóhannsdóttir. Lokað frá kl. 15.00-17.00 vegna jarðarfarar JÓNASAR E. JÓNAS- SONAR. Málarameistarinn, Síðumúla 8. In memorian: Valdimar Bjömsson fv. ráðherra, Minnesota Valdimar Bjömson andaðist að heimili sínu í Minneapolis 10. mars sl. eftir langvinn veikindi á áttug- asta og fyrsta aldursári. Valdimar var fæddur í bænum Minneota í Minnesota 29. ágúst 1906. Foreldr- ar hans voru Gunnar Bjömson ritstjóri og Ingibjörg Ágústína Hördal. Var Valdimar annar í röð sex systkina, en hin voru: Hjálmar, Bjöm, Helga, Stefanía og Jón, sem öll hafa haft tengsl við Island allt frá unga aldri. Gunnar, faðir Valdimars, rak prentsmiðju i Minneota og gaf jafn- framt út vikuritið Minneota Mascot. Valdimar hóf störf við prentsmiðju föður síns þegar á bamsaldri og vom þau störf efalítið kveikjan að miklum stjómmálaáhuga hans síðar meir og ómetanlegur undirbúningur undir þau blaðamennsku- og fjöl- miðlastörf, sem hann lagði fyrir sig framan af ævinni. Valdimar lagði stund á stjóm- málafræði við Minnesota-háskóla og lauk því námi með ágætisein- kunn 1930. Að námi loknu hvarf hann til Minneota til starfa við Minneota Mascot, en fluttist til St. Paul 1935, þegar honum bauðst staða við útvarpsstöðina KSTP. Meðfram því starfi stundaði Valdi- mar einnig blaðamennsku fram til ársins 1942 er hann gekk til her- þjónustu í ameríska flotanum og var þá þegar sendur til íslands sem blaðafulltrúi á vegum heryfírvalda. Kom ágæt íslenskukunnátta hans þá að góðum notum svo og mikil ættartengsl hér á landi. Dvaldi Valdimar á íslandi í tæp fjögur ár og eignaðist á þvf tíma- bili fjöldra góðra vina hér. Hann kynntist þá jafnframt eiginkonu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur Hró- bjartssonar kennara frá ísafírði og eignuðust þau hjón elstu dóttur sína, Helgu, hér á landi. Valdimar fékk lausn frá her- þjónustu seint á árinu 1946 og hóf þá þegar störf við St. Paul Pioneer Press og annaðist jafnframt frétta- flutning við útvarpsstöðina KSTP. Svo sem um getur hér að ofan hneigðist hugur Valdimars snemma að stjómmálum. Var hann m.a. varaformaðui repúblikana í heima- héraði sínu 1932—1934. Hann hætti blaðamennsku 1950 er hann var kjörinn fjármálaráðherra (State treasurer) Minnesota-ríkis. Gegndi hann því starfi óslitið í 25 ár, að einu kjörtímabili undanskildu eða þar til hann lét af starfi fyrir ald- urs sakir 1975. Það er til marks um þær vinsæid- ir og virðingu, sem Valdimar naut í starfí, að hann var stöðugt endur- kjörinn til starfsins, svo lengi sem hann gaf kost á sér og skipti þá engu máli hvor flokkurinn sat við völd í Minnesota, repúblikanar eða demókratar. Árið 1954 fór Valdimar í fram- boð til senators-kjörs fyrir flokk sinn gegn Hubert Humphrey, sem síðar varð varaforseti Banda- ríkjanna. Humphrey vann í þessum kosningum sem kunnugt er en naumlega þó, og var lítill atkvæða- munur á þeim Valdimar. Undirrit- aður var staddur í Minnesota þegar þessi kosningabarátta var háð og fannst okkur íslendingum sem staddir voru þar við nám bæði spennandi og fróðlegt að fylgjast með þessum málum. Það þótti t.d. eftirsóknarvert að fá að fylgja Valdimar eftir í kosningaferðum hans um ríkið og fá þá tækifæri til að hlusta á kappraeður þeirra andstæðinganna. Þar var tekið til þess sérstaklega á þeim tíma, hversu heiðarleg og drengileg þessi kosningabarátta var, en heiðarleiki og drengskapur voru einmitt þau höfuðeinkenni sem mótuðu allt starf Valdimars, bæði fyrr og síðar. Þeir Valdimar og Humphrey héldu prýðilegum kunningsskap alla tíð. Það hefur margt verið skráð á blöð um Valdimar í áranna rás og þar hafa hæfileikar hans og mannkostir, gestrisni og gæska verið tíunduð svo rækilega, að litlu verður við bætt. Segja má, að ævi Valdimars hafí verið ein samfelld ganga öðrum til góðs, jafnt þjóð sem einstaklingum. Kynni okkar Valdimars og vin- átta spanna tæplega 35 ára timabil og hófust árið 1953, er ég fór til náms í læknisfræði við Minnesota- háskóla. í þá daga voru íslendingar ekki eins ferðavanir heimsborgarar og nú gerist og hvíldu því óneitan- lega nokkrar áhyggjur á herðum okkar hjóna, ungum og óreyndum, um væntanlega hagi okkar á er- + ÞORSTEINN GUÐBRANDSSON, fyrrverandi vitavörður, Loftsölum, Mýrdal, verður jarðsunginn 14. þ.m. kl. 14.00. Rútuferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00. Fyrir hönd aöstandenda, systur hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ALBERTU ALBERTSDÓTTUR, Austurvegi 7, ísafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á (safirði. Jónfna J. Kristjánsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir Túliníus, Kristján Sv. Kristjánsson, Guðmundur Marsellfusson, Kristfn Marsellfusdóttir, Helga Marsellfusdóttir, Högni Marsellfusson, Bettý Marsellfusdóttir, Þröstur Marsellfusson, Sigurður Marsellfusson, Messfana Marsellfusdóttir, Elfn Benjamfnsdóttir, Guðmundur Páll Einarsson, Þórður Pótursson, Friðrikka R. Bjarnadóttir, Sigurbjörn Magnússon, Halldóra Magnúsdóttir, Ulja Kristjánsdóttir, Ásgeir S. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnaböm. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Erla Benediktsdóttlr Bedinger, Benedikt Jónsson og aðrir vandamenn. lendri grund. Þessar áhyggjur reyndust þó ástæðulausar með öllu, því þau Valdimar og Guðrún höfðu haft spumir af komu okkar og með aðstoð þeirra og annarra góðra ís- lendinga voru öll okkar vandamál varðandi húsnæði og annað verald- arvafstur leyst á skömmum tíma og því hægt að einbeita sér að nám- inu þegar frá upphafí. Þannig tóku þau hjón á móti hveijum náms- manninum af öðrum alla tíð. Gestrisni Valdimars og Guðrúnar er margrómuð en ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því, að þau hjón veittu iðulega langt um efni fram, einkum fyrri árin, meðan bömin vom ung og heimilishaldið þungt. Það var gott að eiga Valdimar og Guðrúnu að, bæði í gleði og raunum. Það átti síðar fyrir okkur að liggja að tengjast flölskyldu- böndum og margar og ómetanlegar era þær ánægjustundir sem við Herdís og okkar fjölskylda höfum átt með Valdimar, Guðrúnu og þeirra bömum, bæði hér heima og í Minnesota. Sérstaklega verður mér þó minnisstæð Minneota-ferð haustið 1984 með Valdimar, Bimi bróður hans og Birgit mágkonu. Það var ævintýri líkast að heimsælqa þetta litla byggðarlag í fylgd með þeim bræðram og fá að fræðast um sögu þess og rammíslenskar hefðir. í dag verður Valdimar kvaddur í Grace Lutheran Church í Minnea- polis, en þá kirkju sótti hann ásamt systkinum sínum, Helgu og Bimi, um áratugi. Á morgun verður hann til moldar borinn í Minneota, þar sem hann mun hvíla við hlið for- eldra sinna. Þar sem er upphafið er einnig endirinn. Með þessum orðum kveð ég Valdimar, vin minn og svila, og þakka honum allar ómetanlegar samverastundir. Guðrúnu, bömum þeirra hjóna og allri Qölskyldunni sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur með konu minni. Gunnar Biering í íslendingadagsræðu vestan hafs árið 1904 segir skáldið Steph- an G. Stephanson í þekktu ljóði sínu, sem tileinkað er þeim löndum hans öllum, er settust að vestan hafs: Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót. Bera hugur og hjarta, samt þíns heimalands mót. Þessar upphafsljóðlínur í ræðu skáldsins finnst mér eiga sérstak- lega vel við þegar nú er minnst Valdimars Bjömssonar, fyrrverandi fjármálaráðherra Minnesota-fylkis, en hann fæddist í íslenska land- nemaþorpinu Minneota, Minnesota, árið 1906 og lést hinn 11. mars sl. á 81. aldursári. Hinn 29. ágúst á síðastliðnu ári skrifaði einn nánasti vinur hans, Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, ítarlega afmælis- grein um Valdimar hér í blaðið, um feril hans, blaðamennsku og af- skipti af stjómmálum og dvöl hans hér á landi á styqaldaráranum. Er það mikil og Qölskrúðug saga um merkan mann og einstakan vin ættlands og þjóðar feðra sinna. Svo skammt er síðan að grein þessi birt- ist, að um endurtekningar yrði að mestu að ræða, en þau fáu orð sem hér eru sögð enr hinsta kveðja frá öðram góðum vini, sem á mikið að þakka í um hálfrar aldar vináttu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.