Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 Morgunblaðið/GunnlaugurRögnvaldsson • Alfreð lék vel með Essen er þeir unnu DUsseldorf. Essen nálgast enn titillnn Frá Jóhanni Inga Qunnarssyni f Vostur-Þýskalandi. ESSEN vann á miðvikudagskvöld- ið lið Dusseldorf með 27 mörkum gegn 21 f Dusseldorf og nálgast liðið nú óðum meistaratitilinn þó svo full snemmt sé að afskrrfa önnur félög þar sem átta um- ferðum er enn ólokið. Essen hefur alltaf gengið illa í £)ússeldorf en á miðvikudaginn 'gekk hinsvega vel. Essen hafði 15:9 yfir í leikhléi og juku forskotið enn í þeim síðari. Fraatz var markahæstur í liði Essen, skoraði níu mörk og þar af fjögur úr vítum. Alfreð átti stór- leik, skoraði fimm mörk, átti margar línusendingar sem gáfu mörk og lék einstaklega vel í vörn- inni. Sigurinn var þó ekki sársauka- laust því varnarmaðurinn snjalli, Thomas Happe, varð fyrir því óhappi í upphafi leiksins að slíta liðbönd og var hann skorinn í gær. Þar með eru aðeins 11 leik- menn eftir í liði Essen þannig að ekki má mikið bera útaf hjá liðinu. Páll Ólafsson lék vel með Dússeldorf. Hann skoraði tvö mörk og stóð sig vel í vörninni. Marka- hæstur hjá þeim var Schöne með átta mörk. Gummesbach lék á miðvikudag- inn gegn Handewitt og vann 21:18. Handbolti: IRM.deild 4R-INGAR tryggðu sér sæti í 1. deildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili á mið- vikudaginn er liði vann ÍBK 34:26. Jafntefli hefði dugað en Breiðhyltingar voru ekki á því að láta það nægja heldur unnu stórt. Handknattleiksdeildin hjá ÍR gefur því félagi sínu veglega afmælisgjöf því ÍR er 80 ára á þessu ári. ÍR var í fyrstu deild- inni fyrir nokkrum árum, kom upp með Stjörnunni á sínum tíma, en féll strax niður aftur. Hér á árum áður var ÍR meðal sterkustu handknattleiksliða landsins en síðan fór að halla undan fæti. Framtíðin er björt hjá félag- inu því yngri flokkarnir eru flestir í úrslitum í ár og meist- araflokkurinn er kominn í 1. deild. Ekkert heyrt f rá Bayern Míinchen - segir Arnór Guðjohnsen um skrif belgískra blaða LIÐ Arnórs Guðjohnsen og Ragn- ars Margeirssonar komust bæði f áttaliða úrlsit belgfsku bikar- keppninnar f knattspyrnu á miðvikudagskvöldið. Anderlecht vann Standard Liege og Water- schei vann Beringen og skoraði Ragnar sigurmarkið með skalla. Arnór og félagar lentu í miklum erfiðleikum gegn Standard Liege. Eftir venjulegan leiktíma var jafnt, 0:0, og í framlengingu tókst leik- mönnum ekki heldur að skora þannig að vítaspyrnukeppni varð ekki umflúin. „Vítaspyrnukeppnin byrjaði ekki gáfulega hjá okkur. Van Titgelen lét Bodart markvörð Standard verja frá sér fyrstu spyrnuna og síðan skaut De Groote yfir þannig að Standard var komið í 2:0. Það sem eftir var skoruðum við úr öll- um þremur en þeir aðeins úr einni þannig að jafnt var eftir fimm spyrnur. Markvörður Standard tók sjöttu spyrnu þeirra en okkar markvörður sá við honum og varði. Vercauteren skoraði sigurmarkið fyrir okkur og við sluppum þar með fyrir horn,“ sagði Arnór í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Arnór Guðjohnsen „Leikurinn var ekki góður. Vell- irnir hér eru ferlegir um þessar mundir og frekar stórkarlaleg knattspyrna. Við fengum mjög góð marktækifæri undir lokin en tókst ekki að nýta þau þannig að grípa varð til vítaspyrnukeppni. Ég tók ekki víti að þessu sinni vegna þess að ég fékk spark í kálfan undir lok leiksins og treysti mér því ekki til að taka vfti.“ - Hafa forráðamenn Bayern Múnchen haft samband við þig? „Nei, en ég las það í blöðunum hérna um daginn að þeir ætluðu að gera það. Ég hef ekki heyrt frá neinum frá þeim ennþá að minnsta kosti en blöðin segja að þeir ætli að bjóða í mig eftir leik okkar í Evrópukeppninni á miðvikudaginn. Annars er ég ekki farinn að hugsa neitt um hvað verður hjá mér. Ég ætla að einbeita mér að knattspyrnunni og fer ekki að huga að breytingum fyrr en þar að kem- ur en trúlega skýrist þetta eitthvað í byrjun maí,“ sagði Arnór er við spurðum hann um framtíðina hjá honum. Samningur hans er laus í vor og raddir hafa verið um að Bayern hafi áhuga á honum. Islendingaslagur í Þýskalandi Frá Jóhanni Inga Qunnarssynl í Vastur-Þýskalandi. ÞAÐ má með sanni segja aö það verði íslendingaslagur í knatt- spyrnunni hér f Þýskalandi á morgun þegar lið Stuttgart og Bayer Uerdingen leika. „Leikurinn sem slíkur legst þokka- lega i mig og forseti félagsins hefur Skoblar til HSV JÚGÓSLAVINN Josep Skoblar hefur verið ráðinn sem þjáif- ari HSV f vestur-þýsku Bundesligunni f stað Ernst Happel, sem lætur af störfum í lok yfirstandandi tfmabils. Skoblar er 46 ára og er nú aðstoðarþjálfari hjá Hajduk Split, en var áður hjá Rijeka. Hann gerði tveggja ára samn- ing við HSV og fær um 700.000 krónur í laun á mánuði. krafist þess að við leikum vel, þó svo hann heimti ekki sigur -bara að við leikum vel. Leikurinn um daginn þegar við töpuðu 9:2 var algjör martröð og við ætlum ekki að láta slíkt henda aftur," sagði Atli Eðvaldsson um leikinn gegn Stuttgart á morgun. „Lárus Guðmundsson er kom- inn í gott form og ég trúi ekki öðru en hann fari að fá tækifæri til að leika með,“ sagði Atli ennfremur. Þvi má bæta hér við að í blöðunum í gær var sagt að Atli yrði í byrjun- arliöinu og Lárus yrði varamaður. Fleiri stóleikir eru um helgina hér í knattspyrnunni. Kaiserslaut- ern og Bremen leika í kvöld og verður það ábyggilega hörkuleikur. Á morgun leika síðan meðal annars lið Kölnarog Bayern Múnc- hen og er búist við að 50.000 áhorfendur mæti á völlinn. Bayern vann í Köln í fyrra og árið þar á undan og vilja ábyggilega halda Frakkland: Marseille f efsta sæti Frá Bernharðl Valssyni f Frakklandi. AÐ loknum 26 umferðum f frönsku 1. deildinni í knattspyrnu, er Marseille komið eina ferðina enn á toppinn með hagstæðara markahlutfall en Bordeaux, sem tók forystu um helgina, en bæði liðin eru með 37 stig. Toulouse og Auxerre eru í þriðja til fjórða sæti með 31 stig og sfðan Món- akkó með 30 stig. Á botninum sftur Rennes sem fyrr með ein- gngis 15 stig og Nancy, sem vann Nice 1:0 í fyrrakvöld, er næst neðst með 19 stig. Leikur umferðarinnar, sem leik- in var í fyrrakvöld, var leikur Marseille og Metz. Marseille lék nú mun betur en í markalausa jafn- teflisleiknum gegn Auxerre um helgina, yfirspilaði Metz og tók forystuna með marki Alain Giresse á 23. mínútu. Á 47. mínútu bætti Passi við öðru marki eftir góöan undirbúning Papin. En Metz var ekki að brotum komiö og sjö mínútum seinna minnkaði Zenier muninn í 2:1. Marseille skoraði þriðja markið stuttu síðar, en Zeni- er skoraði öðru sinni og síöasta mark leiksins. Árangur RC Paris í þremur síðustu leikjum hefur verið til fyrir- myndar og í fyrrakvöld gerði liðið þýðingarmikið 0:0 jafntefli úti gegn Mónakkó. Heimamenn voru heldur sterkari, en komust lítt áleiðis gegn þéttri vörn Parísarliðsins. Svipaða sögu er að segja af Borde- aux, sem lék gegn Lens. Bordeaux stjórnaði gangi leiksins án þess að geta nýtt sér það og endaði leikurinn með markalausu jafntefli, en Bordeaux vann Rennes 1:0 um helgina með marki Zlako Vujovic. Annars urðu helstu úrslit þau að Auxerre vann Brest 1:0, Toulon náði í mikilvægt botnbaráttustig gegn PSG í París — liðin gerðu 1:1 jafntefli, Toulouse og Lille gerðu markalaust jafntefli, þar sem To- ulouse var sterkari aðilinn, Laval vann St. Etienne 2:1, Le Havre vann Nantes 1:0 og Souchaux gerði 1:1 jafntefli við Rennes. Jóhann Ingi í myndinni ÞÝSKA blaðið Bild Zeitung skýrði frá þvf í gær að fjórir handknattleiksþjálfarar kæmu til greina sem eftirmenn landsliðsþjálfarans Simon Schobel sem var rekinn á dög- unum. Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari Essen er á þeim lista og Iva- nescu auk Klaus Brand þjálfara Gummersbach. Bild segir að þýska knattspyrnusambandið ætli að ræða við þá um helgina en samkvæmt því sem Jóhann Ingi sagði í gær hefur ekki verið rætt við hann. þeim sið. Kölnarar eru hinsvegar ekki alveg búnir að ná sér eftir Schumacher málið sem hefur sett leikmenn og aðra út af laginu. Fram og Stjarnan í kvöld TVEIR leikir verða í 1. deild karla f handbolta f kvöld, einn í 1. deild kvenna, tveir f 2. deild karla og þrfr í 3. deild karla. Víkingur og ÍBV leika í 1. deild kvenna og hefst leikurinn í Höllinni klukkan 19. Klukkan 20.15 hefst viðureign Fram og Stjörnunnar í 1. deild karla og KR og Ármann byg'a klukkan 21.30. I 2. deild karla leika Þór og ÍA og Grótta og ÍBV og hefjast báðir leikirnir klukkan 20. í 3. deild leika UFHÖ og Ögri klukkan 20, ÍH og ÍS klukkan 20.15 og Selfoss og Völsungur klukkan 20.30. íslands- mót hjá fötluðum ÍSLANDSMÓT íþróttasambands Fatlaðra f sundi, boccia, bogfimi, borðtennis og lyftingum verða haldin í Keflavík 3-5 apríl. Skráningar á mótið þurfa að hafa borist skrifstofu íþróttasam- bands Fatlaðra, íþróttamiðstöð- inni Laugardal í síðasta lagi 20. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.