Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 45 Minning: Ingigerður Guðmunds- dóttirfrá Hofstöðum tengslum við Valdimar Bjömsson og fjölskyldu hans. Hér á landi kynntist Valdimar konu sinni, Guðrúnu, dóttur Jóns kennara Hróbjartssonar á ísafírði, og hefír hjónaband þeirra verið mjög farsælt. Fimm böm þeirra efnileg og uppkomin em Helga, Kristín, María, Jón og Valdimar. Þeir ern margir námsmennimir og aðrir íslendingar, sem hafa not- ið gestrisni og fyrirgreiðslu Guð- rúnar, Valdimars og allrar Björnsons-íjölskyldunnar og við hjónin fáum seint fullþakkað alla þá umhyggju og vináttu, sem þau sýndu bömum okkar meðan þau dvöldu við nám í Minneapolis og St. Paul. Heimili Valdimars, svo og bræðranna Jóns og Bjöms, stóð þeim ætíð opið og þeim tekið sem væm meðlimir flölskyldunnar. Þau tengsl hafa haldist alla tíð. Blessuð sé minning Valdimars Bjömssonar. Við Katla og fjöl- skylda okkar sendum Gullu og bömunum innilegustu samúðar- kveðjur. Hörður Bjarnason Námsgagna- stofnun gefur út Heimilisfræði H HJÁ Námsgagnastofnun er komin út kennslubókin Heimilisfræði II ásamt sérprentuðum verkefna- blöðum. Námsefni þetta er einkum ætlað 6.-8. bekk grunnskóla og er í því fjallað um flest þau störf sem þarf að vinna á hveiju heimili. Helstu efnisþættir bókarinnar eru næring og hollusta, matvæli, heim- ilisbúnaður og vinnuskipulag, matreiðsla og framreiðsla, hrein- læti og slysavarnir. Þetta efni er sett fram á skýran og einfaldan hátt með stuðningi teikninga og litprentaðra ljósmynda. Verkefna- blöðin eru sérstaklega miðuð við efnisþætti bókarinnar og er ætlast til þess að kennarar ljósriti þau eftir þörfum hvers skóla. Fjöldi mataruppskrifta er í bókinni og eru þær flestar miðaðar við 2—3 manna fjölskyldu. Mikil áhersla er lögð á hagkvæmni í öllum þáttum heimilisreksturs. Heimilisfræði II er í beinu fram- haldi af því námsefni sem hefúr á undanfömum árum komið út fýrir 1.—6. bekk grunnskólans og á einnig að geta orðið góður grunnur að valn- ámi í heimilisfræði í 9. bekk. Höfundar Heimilisfræði II eru heimilisfræðikennaramir Aðalheiður Auðunsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Benný Sigurðardóttir, Bryndís Stein- þórsdóttir, Erla Bjömsdóttir, Guðrún S. Guðmundsdóttir, Guðrún Kristins- dóttir, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Kristjana Steingrímsdóttir, Vigdís Jónsdóttir og Þómnn Pálsdóttir. Aðal- heiður Valgeirsdóttir teiknaði skýr- ingarmyndir og Karl Jeppesen tók ljósmyndimar. Bókin er fáanleg inn- bundin og einnig sem kilj.i. Heimilis- fræði II er 194 bls. prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Búnaðarfélag Hraungerðishrepps: Bændur standi ekki undir launahækk- un annarra AÐALFUNDUR Búnaðarfélags Hraungerðishrepps, sem haldinn var 2. mars sl, samþykkti ályktun þar sem mótmælt er frestun launahækkunar til bænda. Álykt- unin er svohljóðandi: Aðalfundur Búnaðarfélags Hraungerðishrepps 1987 mótmælir því harðlega að aðilar vinnumarkað- arins geti samið sín á milli um kauphækkun og ætla svo bændum, sem eru tekjulægsta stétt landsins, að standa undir þeim. Fundurinn skorar á ríkisstjóm íslands, að sjá til þess að bændur beri ekki skaða af loforði því, sem hún gaf aðilum vinnumarkaðarins í jólaföstusamningunum." Fædd 18. desember 1901 Dáin 24. febrúar 1987 Ovíða í Skagafirði mun fegurra útsýni í byggð en frá bæjarhólnum á Hofstöðum. Ef horft er út á fjörð- inn sést Þórðarhöfðinn, Drangey og Tindastóll. í vestri blasir við Hegranesið og Sæmundarhlíðin og þegar horft er frameftir sér í Vatns- skarðsfjöllin og Mælifell. Og yfír bænum í austri gnæfír Hofstaða- flallið með sínum hnúkum og hólum. Sá sem lærir að þekkja heiminn frá þessum sjónarhóli mun búa að því ævilangt. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja á Hofstöðum nokkur mikilvægustu sumur bernsku minnar, þar sem ég naut forsjár og leiðsagnar sæmdarhjónanna, Ingigerðar Guðmundsdóttur og Stefáns Stefánssonar. Nú, þegar Gerða á Hofstöðum er öll, get ég ekki látið hjá líða að minnast henn- ar nokkrum orðum. Því hún er sú kona, sem ég á hvað mesta þökk að gjalda frá uppvexti mínum fyrir þrotlaust örlæti hennar, umhyggju og leiðsögn í þeirri töfraveröld, sem opnaðist mér í kringum bæjarhólinn á Hofstöðum þegar ég kom þangað 6 ára gamall vorið 1949. Þau Gerða og Stefán bjuggu á þeim árum rausnarbúi á Hofstöð- um. Þau höfðu hátt á íjórðra hundrað fjár, 10—12 mjólkandi kýr í fjósi og hátt í hálft hundrað hrossa á fjalli. Þetta þykir kannski ekki mikið nú á tímum, en þegar ég hugsa aftur til þessa tíma nú og þeirrar verktækni, sem þá tíðkað- ist, þá verða þau dagsverk, sem þarna var skilað af fáum höndum og fullkomnum myndarskap, með ólíkindum. Húsakostur allur á Hofstöðum var úr torfí og timbri. Bærinn var tvílyftur torfbær með reisulegum bæjarþiljum, reistur um aldamótin. Þar voru í heimili synir þeirra hjóna, Geirfinnur og Stefán, kaupamaður, kaupakona og örkumla gamal- menni, sem Gerða annaðist auk Fædd 11. febrúar 1899 Dáin 24. febrúar 1987 Allra stunda kemur kvöld. Þann- ig er mannsævi hverra. — Svo er einnig nú komið að Alberta Alberts- dóttir er dáin, hún lést 24. febrúar á sjúkrahúsi ísafjarðar 88 ára göm- ul. Við fráfall hennar er mikill sjónarsviftir. — Alþekkt og mætur borgari á ísafírði frá fýrstu bemskuárum hennar — dugleg í leik og starfí. Störfín byrjuðu strax og nokkur þróttur var til að framkvæmda þau. Á unga aldri efldist hjálparhugur hennar til móður og systkina sinna og annarRa ef áttu bágt. Slíkum góðhug kynntist Alberta fyrst í faðmi móður sinnar og í störfum hennar við útvegun brauðs og klæða haNda bömum sínum og vin- um. Þannig var hin mikilhæfa kona Messíana Sæmundsdóttir, móðir Albertu, kynnt fyrir mér. Faðir hennar, Albert Brynjólfs- son sjómaður, átti I útgerð með bróður sínum, Jóni Brynjólfssyni skipstjóra. Þegar Alberta var komung veikt- ist faðir hennar af berklum í fæti, er dró hann með langvarandi þraut- um til dauða. Við missi föðurins var hvötin meiri að læra að vinna og treysta heimilisböndin, það var henni mjög hugleikið. Ég man hana fyrir tvítugsárin í fiskvinnunni hjá Éiríki Finnssyni verkstjóra í mín. Kalt vatn var í krana í eld- húsi, en kol til upphitunar þurfti að sækja í kjallara. Fyrir utan kola- vélina, sem hitaði upp allan bæinn, voru ekki önnur heimilistæki til að létta heimilisstörfin en skilvinda og strokkur. Þvottar allir vom skolaðir úti í köldum bæjarlæknum, og ég var vikulega baðaður upp úr bala á eldhúsgólfinu. Um rafmagn var ekki að ræða, en útvarpið gekk fyrir rafhlöðu og syngjandi strengir sveitasímans tengdu bæinn við umheiminn. Heyskapurinn tók mestan tímann á sumrin. Tún vom að hluta til sleg- in með hestasláttuvél og að hluta til var heyjað með orfi og ljá. Drátt- arvél kom ekki fyrr en á 3. eða 4. sumri sem ég var á Hofstöðum. Heyinu var að hluta til snúið með hestknúnum vélurn og að hluta til var heyinu snúið og rakað með hrífum. Minnisstæður er mér hey- skapurinn á engjunum niður á eyjabökkunum, þar sem gulstörin var slegin með bakkaljá á flæðiengj- um og hún síðan dregin upp á vallendisbakkana, þar sem hún var þurrkuð og bundin í bagga með hrosshársreipum og flutt á klyíja- hestum upp í hlöðu um langan veg yfír eina eða tvær kvíslar Héraðs- vatnanna. Því minnist ég þessa, að fá vom þau störf við heyskapinn, sem Gerða stundaði ekki af meiri dugnaði en flestir aðrir, og hafði þó alltaf tilbúinn morgunverð, morgunkaffí, hádegisverð, eftirmið- dagskaffí, kvöldverð og kvöldkaffí fyrir allt heimilisfólk. Reyndar fékk ég oft að fara með kaffíð á tún og engjar og hafði það þá á flöskum í vel þæfðum ullarsokkum. Það var Gerða sem leiddi mig inn í sveita- störfin, og fyrstu minningar mínar af alvarlegri vinnu em þær þegar ég reyndi að fylgja henni í flekknum við það að snúa heyi. Enga konu hef ég séð ganga glaðari og aðsóps- meiri að verki með hrífuna, og ég man hvað það var mér mikið kapps- mál að sýna Gerðu hvað ég gat, jafnvel þótt félagsskapur hundanna Neðsta-Kaupstað á ísafírði, sá hana bera af við fískþvottinn með hraða og vandvirkni og aðra vinnu jafnvel lyfta handbömm á móti karlmönn- um, svo sterk var hún. Snemma mætti henni alvara lífsins. Um 1920 giftist hún ungum, glæsilegum og drenglyndum manni, Kristjáni Stefánssyni stýrimanni, en hann dmkknaði er ms. Rask fórst 1924. Bömin vom þtjú, hið yngsta ófætt. Sorgin og ábyrgðin var komin og nú barátta fyrir brauði og klæði og reyndust þá hjálpar- hendur móður hennar enn þá til staðar. En sorgarélin og kvíðinn smá- hurfu og birti ágætlega yfír þegar hún ákvað að giftast Marsellíusi Bernharðssyni skipasmið á ísafirði, þá 30 ára. Hann var að allra manna mati góður drengur og mikill athafna- maður í iðn sinni. Eftir nær fímmtíu ára hjúskap missti hún hann, 2. febrúar 1977. Mér sem bróður hans er fyllilega kunnugt um að henni leið vel. Já, þeim báðum þessi um- getnu samvemár þeirra. Eins leið henni vel eftir fráfall hans í húsi sínu Austurvegi 7, við góðar og fagrar minningar frá liðnum ára- tugum, þá einnig fyrir nærvem og umhyggju Helgu dóttur þeirra og Þórðar Péturssonar trésmíðameist- ara manns Helgu. Við systkini Marsellíusar og systkini Helgu metum hana mikils hafí oft freistað mín. Eða skilvindan og strokkurinn. Snemma fékk ég að kynnast þessum þarfaþingum og margan strokkinn strokkaði ég tímunum saman, og átti stundum erfítt með að einbeita mér. Eða kaffikvörnin, sem ég sneri með erf- iðismunum en mestu ánægju, því glaðlyndi Gerðu og uppörvun var allt sem ég þurfti. Mikil var upp- hefð mín þegar hún kenndi mér að mjólka. Verkaskipting á Hofstöðum var þannig, að mjaltir voru að mestu í hennar hendi. Oftast voru 12 naut- gripir á bás, þar af 10 mjólkandi og eitt naut. Ljóslítið var í fjósinu og flórinn lagður ósléttum gijóthell- um. Ég gleymi aldrei handtökum Gerðu við mjaltirnar, hvemig hún bar tólgina á spenana og fékk mjólkina til að freyða í fötunni. Þótt ég væri á Hofstöðum til 12 ára aldurs náði ég aldrei að mjólka meira en eina kvígu á meðan hún mjólkaði kýmar 9 eða 10. Flórmoksturinn reyndist mér líka dijúgur skóli, en bræðumir Stefán og Geirfinnur bám þó hitann og þungann af honum, en fyrir kom að ég fékk að bera með þeim mykj- una út á hauginn í þar til gerðum fjögurra arma mykjubömm. Fyrir utan mannfólkið vom hundamir, hestamir og kálfamir minn helsti félagsskapur á Hofstöð- um. Mér var tamt að fara ríðandi eftir kúnum, og oft dugði manni snærisspotti til að hemja gæðing- ana, hnakkur var hreinasti óþarfí. Ógleymanlegir em útreiðartúrarnir niður á eyjarnar á kvöldin, silungs- veiðin og æðartekjan. Frelsið, sem þetta líf veitti ungum sveini, var og þökkum henni fyrir daglega hjáip við foreldra sína til hinstu stunda þeirra, þó heilsa hennar væri eigi góð. Hjálparhug formæðranna hefur hún höndlað. Aldrei fór hún úr húsi þeirra foreldra sinna — þó hún eignaðist eiginmann og börn — en fleira kemur til en aðeins að vera í húsinu. Mjög oft var leitað til þeirra hjóna með aðstoð ef margir gestir vom í bænum, t.d. skólafólk, og fundar- höld, en fá og smá gistihús vom á ísafírði á þeim dögum. — Að venju kemur sú fyrirgreiðsla oftast til húsfreyjunnar. Svo var hjá Albertu, en auðveldara var að framreiða slíkt þá bóndinn bar vel heim á borðið. Minnast má dætra þeirra með hjálp sína við hin mörgu gesta- störf. Einn tíðasti gesturinn á heimili þeirra mun hafa verið ég, þar naut ég svo oft einstakrar umhyggju og hvíldar ár eftir ár. ómetanlegt, en forsenda þess var sá ömggi faðmur sem hann átti hjá henni Gerðu, því þegar eitthvað bjátaði á var hún sem klettur. Ég minnist þess ekki að hún hafí nokkm sinni ávítað mig og þótt ég væri annars hugar og draumlyndur að eðlisfari hafði hún þannig við- mót til bama, að ekkert fannst mér verra en að bregðast trausti hennar Gerðu. Þau Stefán og Gerða vom sam- rýmd hjón í glaðværð sinni og vinnusemi. Gestrisin vom þau með afbrigðum, og þótti mér nóg um, þegar leikfélagar mínir, kálfamir sem gengu í túninu, vom skomir í tilefni þess að afí minn og amma komu í heimsókn. Þótt búskapar- hættir hafí verið svo ólíkir því sem nú tíðkast fyrir rúmum 30 ámm, að með ólíkindum er, þá var búskap- ur allur á Hofstöðum rekinn með þeim myndarskap að vel var fyrir öllum séð, mönnum og skepnum. Stefán og Gerða vora bæði fædd af litlum efnum. Þau hófu búskap sinn í vinnumennsku á Hofstöðum árið 1922. Fyrsta barnið Geirfinn, eignuðust þau 1924, en hann lést á 11. aldursári árið 1935. Þau tóku við búi á Hofstöðum árið 1932, og annan soninn, Bjöm, eignuðust þau 1937. Hann lést á öðm aldursári. Stefán lést árið 1961 á 76. aldurs- ári. Þá fluttist Gerða til Sauðár- króks, þar sem hún bjó síðan. Eftirlifandi synir þeirra em Geir- fínnur og Stefán, sem báðir em búsettir í Grindavík. Það skein sól í heiði og Skaga- fjörðurinn skartaði sínu fegurst adaginn sem Gerða á Hofstöðum var borin til grafar. En bæjarhóllinn á Hofstöðum er ekki nema svipur hjá sjón: bærinn rústir einar, og þess mikla starfs sem þar hefur verið unnið af gengnum kynslóðum sér lítil merki. Þótt Gerða á Hof- stöðum hafí verið vinnusöm kona var það ekki hennar keppikefli að reisa sér veraldleg minnismerki. Hennar auður fólst í örlæti hjartans og þeirri hlýju, sem einungis verður varðveitt frá manni til manns. Við sem urðum hennar aðnjótandi mun- um minnast hennar þannig, og kannski em þeir minnisvarðar óbrotgjarnari, þegar til lengdar læt- ur. Eg votta sonum hennar, tengdadætmm og bamabömum samúð mína. Blessuð sé minning Ingigerðar Guðmundsdóttur. Ólafur Gíslason Þú kemur alltaf fyrst heim til mín, þá þú gistir ísafjörð, mundu það, sagði hún svo oft. við mig. Sömu orð léku henni á tungu við öll skyldmenni manns hennar — framboð sem var hluti af velvilja og virðing tii eiginmannsins. Nú em viðbrigðin mikil við burt- för hennar — íbúðin auð en minn- ingamar um góðu húsfreyjuna fylla hugann, þá maður hyggur heim að Austurvegi 7, ísafirði. Berta, eins og hún var daglega kölluð, hafði áhuga fyrir bókum og las mikið. Sjaldan kom maður svo inn í stofu á seinni ámm hennar, að hún sæti eigi við saumaborð sitt og ynni ýmiss konar hannyrðir, hekl og ísaum, sem „ber af“ flestu er sést nú til dags. Átti hún unnar birgðir af slíkum hannyrðum, svo sem ísaumuðum stöfum og munstr- um í dúka og sængurver og fleira í þeim dúr. „Bama- og bamabömin em orð- in svo mörg og öll þurfa þau dúk á borðið sitt og ver um sængur og kodda.“ Þessi gullfagra vinna mun minna á hið prýðilega handbragð, fyrirhyggju hennar og gjafmildi. Hún Berta þekkti marga og margir þekktu hana og allir af hinu góða. Hér syðra hef ég hitt skip- stjóra og aðra mæta menn, er allir róma vel móttökur hjónanna Aust- urvegi 7. Nú vilja óma svo margar raddir til hennar á síðustu kveðju- stundinni, frá öllum systkinum eiginmanns hennar og frá vinum þeirra, er glöggt fínna hvað mikið og margt er að þakka — það mun hugur manns einn geyma — en Guð launar hveijum unnin góðverk. Þá er sælt að kveðja. Hvíl í friði Guðs. Guðm. Bemharðsson frá Ástúni Alberta Alberts- dóttir - Kveðjuorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.