Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 41 Caitlin Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Caitlin Thomas with George Tremlett: Caitlin — A Warring Absence. Secker& Warburg 1986. Alfred Döblin: Schicksalsreise. Bericht und Bekenntnis — Flucht und Exil 1940-1948. Piper 1986. Heiko A. Oberman: Luther. Mensch zwischen Gott und Teufel. Duetscher Taschenbuch Verlag 1986. Caitlin MacNamara fæddist 1913. Foreldrar hennar voru írskir mótmælendur. Hún stundaði dans- nám í París í skóla, sem Raymond, bróðir Isadoru Duncans, rak. Hún kynntist Dylan Thomas 1936 og giftist honum árið eftir. Þau eignuð- ust þijú böm. Dylan Thomas lést 1953. Eftir jarðarförina fór Caitlin Thomas til Lundúna. Hún reyndi að fremja sjálfsmorð með því að kasta sér út um glugga. Það mis- tókst og síðan dvaldi hún undir læknishendi á geðdeild í nokkra mánuði. Eftir dvölina þar hélt hún til Elbu. Það var þar, sem hún skrif- aði uppköstin að „Leftover Life to Kill“, sem kom út 1957. í þeirri bók segir hún frá tilfinningalegum við- brögðum sínum við og eftir lát Dylans Thomas. George Tremlett vann þessa bók með Caitlin Thomas. Hún dvaldi í Róm eftir dvölina á Elbu og síðan í Catania á Sikiley. Hún kynntist Giuseppe Fazio þar og með honum hefur hún búið síðustu 30 árin. Tremlett telur að Fazio hafi bjargað Caitlin, sem reyndi hvað eftir annað að fremja sjálfsmorð og var yfir- komin af diykkjusýki. Það var 31. október 1985, sem Tremlett tók að vinna að þessari bók með Caitlin. Þetta er mjög opinská frásögn af kynnum, samlífi þeirra hjóna og dauða Dylan Thomas. Þetta var stormasöm sambúð, drykkjuskapur, fjárhagsvandræði, flækingur og framhjáhald með fylgjandi sjúklegri afbrýðisemi og tilfínningalegum stormviðrum. A hinn bóginn áttu þau sínar hamingjustundir og snilli Dylans sem skálds fór ekki milli mála, aðdáendur hans töldu sumir hveijir að hann væri efalaust merk- asta skáld samtímans og Caitlin var það gefið að skynja ljóðin betur flestum. Hún lýsir Dylan sem yndislegu og stóru bami, sem hugsaði ekki til morgundagsins og var ákaflega íjarri því að gera fjölskylduáætlanir og hún var sjálf af sömu gerð. Fjöldi manna kemur við sögu og Caitlin hlífir engum og dregur allt það fram bæði gott og illt, sem að þeim sjálfum sneri. Eins og áður segir er þetta ákaflega opinskátt játningarrit, lipurlega samið og verður ágæt heimild um höfundinn og skáldið og þá tíma og allar þær mögnuðu tilfinningasveiflur sem þau reyndu saman. Frásögn Döblins hefst 16. maí 1940 í París, þar sem Döblin hafði dvalið sem flóttamaður. Vamir franska hersins vom að bresta og þá var brýnast að forða sér sem fyrst undan hersveitum Hitlers. Döblin hafði flúið frá Berlín 1933, hann var ekki aðeins gyðingur í augum hinna nýju valdhafa heldur einnig dæmi úm rithöfund, sem bar öll merki „úrkynjunar og spillingar" með ritum sínum. „Berlin, Alexand- erplatz" var efst á bannlista nasista og eintökum þeirrar bókar var safn- XJöfðar til Xlfólks í öllum starfsgreinum! — Döblín — Luther að saman, hvar sem þau fundust og brennd opinberlega, meðan sorp- lýðurinn dansaði kringum bálið. Döblin hélt til Suður-Frakklands og eftir mikla erfiðleika komst hann ásamt fjölskyldu sinni til Banda- ríkjanna, þar sem hann dvaldi þar til stríðinu lauk. Dvöl hans í Banda- ríkjunum varð honum enginn dans á rósum og þar snerist hann til kaþólskrar trúar 1941. Forsendur þeirrar ákvörðunar eru raktar í bókinni, samfara heimspekilegum og trúarlegum umþenkingum. Þessi bók er heimildarit um útlegðina, sem Döblin varð að þola ásamt fjöl- mörgum öðrum löndum sínum. Hann nefndi bókina „Færð milli himins og jarðar". Höfundurinn að „Luther" hefur starfað við ýmsa háskóla, þar á meðal í Oxford, Harvard og í Tiib- ingen, þar sem hann sinnir einkum sögu og kirkjusögu síðmiðalda og siðskiptatímans. Auk þessa rits hef- ur hann skrifað „The Harvest of Medieval Theology" 1963, „Werden und Wertung der Reformation" 1977, „Wurzeln des Antisemitis- mus“ 1981. Þetta er ekki saga siðbótar- mannsins, heldur er hér dregin upp mynd af „Luther privatim", mann- inum Lúther, tilfinningum hans og sálarstríði. Hann leit á sig sem verk- færi Guðs til þess settur að bjarga kristninni áður en heimsendir og dómurinn fullkomnaðist. Hann áleit alltaf og ævinlega, að lokatímamir væru runnir upp og að dómsins lúður myndi gjalla fyrr en varði. Þannig varð „Lúther munkur af angist og ótta við lokadóminn, préd- ikari án ótta og spámaður og boðberi, sem gekk þvert á skoðanir tíðarandans". Þannig lýsir Ober- mann þessum skemmtilega manni, sem Lúther var, hann var fylltur bæði guðlegri og verslegri anda- gift, einhver mesti snillingur þýskrar tungu og átti mjög mikinn þátt í að móta hana og glæsa. Hann var manna hugkvæmastur, einhver mesti ræðumaður og ekki minni rithöfundur. Hann gat bæði verið blíður og auðmúkur og einnig grófur og ruddalegur. Eðliseinkenni hans komu alltaf skírt fram í öllu sem hann sagði og skrifaði, hann var heill og hafði til að bera bein- skeyttan húmor. Þetta er skemmti- leg bók um einhvem skemmtileg- asta mann þýskra þjóða. ÚRVALS FILMUR Kvnninaarverd #, Dreifing; TOLVIISPIL HF. sími: 68-72-70 MALLORKA VIÐ BJÓÐLM YKKUR „KIASSA HÖm* SEM GERA FERÐINA ANÆGJELEGRI Royal Magaluf Royal Torrenova Royal Playa dePalma Royal Jardin del Mar Óhætt er að fullyrða að Atlantik býður upp á bestu gisti- og dvalaraðstöðu á MALLORKA sem völ er á. Það eru Ibúðarhótelin góðkunnu I Royal hótelhringnum. Tvö þeirraeru I Magaluf og annað þeirra, Royal Magaluf, býðst íslendingum nú aftur eftir nokkurra ára hlé. Eitt er í Santa Ponsa og eitt á Playa de Palma. Reynslan hefur sýnt okkur að fólk vill aðeins það besta. Við viljum að farþegum Atlantik llði vel I frlinu. LÁTTUÞÉR LÍÐA VEL BROTTFARARDAGAR: Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október 15 23 1 4 3 5 5 29 13 13 15 14 22 25 24 26 otiiwm Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580 CXNERS CLUB INTERNATtONAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.