Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 46
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 46 ísland sem ráðstefnuland: „Möguleikarnir fyrir hendi en fagmennsku víða ábótavant“ Morgunblaðið/Bjami Bresku fulltrúarnir ásamt Jóhanni Sigurðssyni, svæðisstjóra Flugleiða, fyrir utan hið nafntogaða hús, Höfða. - segja talsmenn breskra fyrirtækja sem kannað hafa aðstæður hér „ÍSLAND hefur upp á margt áhugavert að bjóða til að laða að ferðamenn og sérstaða ykk- ar á mörgum sviðum er mikill kostur i hinni hörðu samkeppni um ráðstefnuhald, sem háð er um allan heim. Hins vegar urð- um við varir við ýmsar brota- lamir hvað varðar faglega þjónustu, sem þó ætti að vera tiltölulega auðvelt að kippa í Iiðinn“, sögðu þeir Allan C. Davis og Richard Dale í sam- tali við Morgunblaðið, en þeir voru í hópi niu frammámanna í bresku viðskiptalffi, sem komu hingað til lands í vikunni til að kynna sér aðstæður hér til ráðstefnuhalds. Ferðin til íslands var farin að frumkvæði Jóhanns Sigurðssonar, svæðisstjóra Flugleiða fyrir Bret- land og Irland og í samráði við Allan C. Davis, sem er forstjóri „Communication Link Ltd.“, sem er leiðandi ráðgjafafyrirtæki í Bretlandi varðandi ráðstefnuhald. Hinir í hópnum eru viðskiptavinir „Comunication Link Ltd., en þeir eru Arthur Smith, sölustjóri heilsugæsludeildar Nicholas rann- sóknarstofanna, Ivn.n Hodge markaðsstjóri „Prudentail As- surance", sem er ástralskt fyrir- tæki, staðsett í London og starfar við skipulagningu á ráðstefnum og fundum, Kieren Hill sölustjóri hjá Shell, Frank Sadler, sem ann- ast almannatengsl hjá Shell á írlandi, Richard Plowman, sem starfar hjá I.C.I. (Imperial Chemical Industries), sem er stór- fyrirtæki í efnaiðnaði, Ian McCalI sölustjóri sjónvarpsstöðvarinnar „Swindon Cable Television", sem er í eigu British Telecom og Bill Tansley og Richard Dale, sem starfa hjá „Showplay Presentaati- ons“, fyrirtæki sem hefur haslað sér völl á sviði myndbanda og í tísku- og skemmtanaiðnaði en móðurfyrirtæki þess, „Deke Arlon Enterprises and Terry Connolly" rekur meðal annars hið þekkta hljómplötufyrirtæki „Chrysalis" og veltir árlega um 100 milljónum sterlingspunda. Richard Dale var raunar annar viðmælanda okkar eins og áður segir og kvaðst hann hafa hrifist mjög af landi og þjóð er hann kom hingað síðastliðið sumar og upp- lifði afmælishátíð Reykjavíkur- borgar. „Dvöl mín hér á landi þá var mjög ánægjuleg. Ég hef kom- ið til margra staða víða um heim, en þessi staður skildi eftir mjög sterka löngun hjá mér til að koma aftur og ég er viss um að mjög margir útlendingar, sem hingað koma, fá sömu tilfinningu. Þetta gerði það meðal annars að verkum að ég hef áhuga fyrir að beina hingað hópum til funda og ráð- stefnuhalds. Hins vegar eru hér ákveðnar takmarkanir og ekki í mörg hús að venda fyrir stórar ráðstefnur eða kaupstefnur. Ef Islendingar hafa raunverulegan áhuga á að hasla sér völl sem ráðstefnuland þarf að setja meira fjármagn í þetta og í raun verðið þið ekki fullkomnlega samkeppn- isfærir fyrr en þið eruð búnir að koma ykkur upp myndarlegri ráð- stefnuhöll", sagði Dale. Þeim Davis og Dale bar þó saman um að hér á landi væru miklir möguleikar fyrir hendi. „Staðsetningin er góð, loftslagið þægilegt og samgöngur við önnur lönd greiðar. Fólkið hér er líka þægilegt í viðmóti og maturinn er góður. Sérkennilegt umhverfí má líka telja til tekna. Ennfremur er menning þjóðarinnar áhuga- verð og þið sýnduð það með leiðtogafundinum að þið hafíð alla burði til að takast á við stór verk- efni af þessu tagi. Og ekki síst er bað þýðingarmikið að hér á landi fá menn ákveðna öryggis- kennd. Það er ekki mikil hætta á að hlutimir fari úr skorðum vegna óeirða eða hermdarverka. Á móti má svo nefna nokkur atriði sem betur mættu fara og það er þá einkum hvað varðar faglega þjónustu. Á sumum svið- um eru Islendingar dálítið frum- stæðir hvað varðar ferðamanna- þjónustu. Það stafar kannski af því að ekki er sett nægilegt flár- magn í þennan iðnað og ef til vill að einhveiju leyti vegna smæðar þjóðarinnar. Það eru einfaldlega ekki nógu margir sem vinna við þessi störf. Sem dæmi má nefna eitt smáatriði sem þó vegur ekki þungt, en það er að þegar ferða- maðurinn kemur á hótelið þarf hann að sjá um farangur sinn sjálfur. Það eru engir „hjálpar- sveinar" til' staðar og yfírleitt verður þú að bjarga þér sjálfur. Sum hótelin eru reyndar orðin ansi þreytt og þurfa andlitslyft- ingu, eins og til dæmis þetta hótel hér, Hótel Loftleiðir. Þetta hefur eflaust verið glæsilegt hótel þegar það var byggt fyrir 20 árum, en það hefur greinilega lítið verið gert fyrir það síðan. Herbergin sjálf eru þokkaleg, en það vantar öll sérkenni í þetta hús. Ef þú dregur gluggatjöldin fyrir gætirðu verið á hvaða þriggja stjömu hót- eli sem er, hvar sem er í heimin- um. Islendingar ættu að leggja meiri áherslu á sérstöðuna, jafnt innan hótelveggjanna sem utan þeirra. Stærsti höfuðverkurinn er þó húsnæðið, það er skortur á góðum funda- og ráðstefnusölum. Á sum- um hótelunum, þar sem aðstaðan er tiltölulega góð, hafa átt sér stað mistök við hönnun þessara fundarsala og má fínna dæmi um slíkt á Hótel Sögu, sem annars er hvað skást þeirra hótela sem við höfum skoðað hér. í þessu til- felli var lýsing í salnum óviðun- andi og hefði mátt koma í veg fyrir það strax í upphafí einfald- lega með því að leita ráða hjá réttum aðilum. Eins höfum við dæmi um að stjómun hótela sums staðar er ómarkviss. Við komum til dæmis í þetta glæsilega hótel Ork í Hveragerði. Þar er allt eins og best verður á kosið til ráð- stefnuhalds, nema ef til vill staðsetningin. En þegar við ætluð- um að fá upplýsingar um verð og annað varðandi ráðstefnuhald virtist enginn á staðnum vera með það á hreinu. Slíkt kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra og ef til vill hafa þeir misst þama af góðum bita því að nokkrir í hópn- um em alvarlega að hugsa um að koma hingað til lands með ráðstefnuhópa. Ymis önnur smáatriði mætti nefna, eins og til dæmis bjórleys- ið. Ekki það að þetta atriði hefði neina úrslitaþýðingu varðandi ákvörðun um ráðstefnuhald, en þó staldra menn aðeins við þetta atriði. Aðalatriðið er þó það, að mögu- leikamir em hér fyrir hendi og ef til vill meiri en víða annars staðar vegna sérstöðu landsins. Það þykir ekki í frásögur færandi þegar maður segir fólki að maður hafí verið á Mallorca. En ef ein- hver segir frá því að hann hafí verið á íslandi reka menn upp stór augu og þykja mikið til koma. Það er nefnilega ákveðið snobb í þessu líka, að fara til óvenjulegra staða sem kunningamir hafa ekki komið til. En umfram allt þurfa íslandingar að setja meira fjár- magn í þennan rekstur og setja sig í örlítið fagmannlegri stelling- ar, ef þeir á annað borð kæra sig um að fá til sín fleiri ferðamenn", sögðu þeir Alan C. Davis og Ric- hard Dale að lokum. Þroskahjálp: Vinningur í NÝLEGA var afhentur einn vinn- inganna í almanakshappdrætti Landssamtakanna Þroskahjálpar, bíll af gerðinni Toyota Corolla. Vinningin hlutu hjónin Sesselja almanaks happdrætti Tryggvadóttir og Sigurður Baldurs- son sem búa í Vesturhlíð í Skaga- fírði. Á myndinni em, talið frá vinstri: Pétur Pétursson starfsmað- ur Toyotaumboðsins, vinningsha- famir, Svanfríður Larsen úr stjóm Þroskahjálpar og Eggert Jóhannes- son formaður samtakanna, en þau afhentu vinninginn. Blaóburöarfólk óskast! AUSTURBÆR ÚTHVERFI Þingholtsstræti o.fl. Sogavegur Sóleyjargata Laufásvegur 2-57 VESTURBÆR Hverfisgata 4-62 Ægisíða 44-78 o.fl. Laugavegur32-80 o.fl. fHwgmililfifetfr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.