Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 19

Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 19 ættismannanefnd til að vinna með þingmannanefndinni. Fulltrúar Alþýðuflokksins hafa tekið þátt í störfum þingmanna- nefndarinnar en virðast einnig ósköp kvíðnir og tregir við að hleypa embættismönnum nálægt málinu. Fulltrúar beggja þessara flokka hafa lýst sig andvíga yfírlýsingu um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum nema það nái jafn- framt yfir alla Norður-Evrópu frá Grænlandi til Úralijalla. Þetta er undarleg afstaða forkólfa flokk- anna, þegar litið er til hundraðs- talna úr síðustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar kemur í ljós að 91,7% aðspurðra sem kjósa Al- þýðuflokk em hlynntir norrænu samstarfí um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd og 83,4% aðspurðra sem kjósa Sjálfstæðisflokk. Er með ólíkindum hvemig þessi skoðun skilar sér í stefnumótun og afstöðu viðkomandi flokka og vekur stórar og áleitnar spurningar um það hvemig stefnumótun fer fram innan þessara flokka og í umboði hverra þeir taka ákvarðanir. Aðrir flokkar og samtök hafa átt aðild að starfí þingmannanefndar- innar og styðja skipun embættis- nefndarinnar. íslendingar mega ekki vera útundan Mikilvægt er að íslendingar eigi fulla aðild að þessum viðræðum á öllum stigum málsins því þannig getum við best komið hugmyndum okkar og tillögum á framfæri. Það væri mjög misráðið ef Islend- ingar yrðu einir viðskila við hinar Norðurlandaþjóðimar í svo mikil- vægum umræðum um utanríkis- og afvopnunarmál. Til að tryggja að svo verði ekki flutti ég svohljóðandi tillögu til þingsályktunar ásamt Haraldi Ól- afssyni og Svavari Gestssyni á nýafstöðnu þingi: „Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu íslenskra stjómvalda að kjamorkuvopn skuli aldrei leyfð í íslenskri lögsögu felur það utanrík- isráðherra að beita sér fyrir því á fundi utanríkisráðherra Norður- landa að sett verði á laggirnar embættismannanefnd á vegum Norðurlanda sem kanni möguleika á og geri tillögur um kjamorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum.“ Þessi tillaga var ekki samþykkt. Spurning- dagsins, svar ráðherra I dag, 25. mars, er haldinn fund- ur utanríkisráðherra Norðurland- anna í Reykjavík, bessari borg afdrifaríkra stefnumóta. Þar á að taka ákvörðun um skipun embættis- mannanefndar til að fjalla um kjamorkuvopnalaust svæði á Norð- urlöndum. Ef íslendingar beita sér gegn skipun embættismannanefndarinn- ar og dragast út úr þessum umræðum getur ísland orðið eina svæðið á Norðurlöndum þar sem hægt yrði fyrir Atlantshafsbanda- lagið að koma fyrir kjamorkuvopn- um ef þurfa þætti. Það yrðu ill örlög fyrir ísland að verða viðskila við frændþjóðir sínar í þessu mikilvæga máli. Ef utanríkisráðherra beitir sér gegn skipun embættismannanefnd- ar til að fjalla um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd er hann jafnframt að vinna gegn vilja 83,4% stuðn- ingsmanna flokks síns og gegn vilja 89,6% íslendinga. Höfundur er þingkona Kvenna• lista Rás 2 í breyttum búningi: Jákvæð viðbrögð áheyrenda - segir Bogi Agústsson, full- trúi framkvæmdastjóra RUV „VIÐ erum þokkalega ánægðir með útkomuna siðan rás 2 breytt- ist í 24 tima útvarp. Það kemur hins vegar alltaf upp eitthvað sem þarf að slipa örlítið til, svip- að og þegar maður fær sér nýjan bíl, það þarf að herða hann upp eftir smákeyrslu," sagði Bogi Ágústsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra RUV, í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Viðbrögð áheyrenda koma til með að hafa áhrif á dagskrá rásar 2 og höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessa breyttu mynd rásar 2. Ef þættir fá ekki hljóm- grunn á meðal fólks hættum við að sjálfsögðu með þá og breytum og bætum eftir megni. Dagskráin er alls ekki geirnegld niður fram til aldamóta. Þetta er lifandi út- varp,“ sagði Bogi. „Ný rás 2 þarf vissulega að vinna sér hylli áheyrenda og festa sig í sessi,“ sagði Bogi. „Ég held að al- menningur hafi verið forvitnari þegar Bylgjan byijaði fyrst en nú, þegar skipulagsbreytingar verða á rás 2. í fyrsta lagi er rás 2 ekki ný og ekki fyrsta breytingin sem verður og í öðru lagi var Bylgjan fýrsta einkastöðin sem hóf starf- semi sína hér og því ákveðið nýjabrum sem fylgdi í kjölfarið. Ég held að hlutur rásar 2 muni réttast á næstu dögum og koma muni nátt- úrulegt jafnvægi á þetta ef miðað er við þá vönduðu dagskrá, sem við erum nú með.“ • • TOLVUR meðgreiðslukjörum —tiu2mámða— m /ZYlftprrfirfa SKÚLAGATA 51 105 REYKJAVÍK - SÍMI 621163 < E E cv a) 0] Electrolux Ryksugu- tilboð D-740 ELECTRONIK. 2-165 750 WÖTT. Aðeins 1 .500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Vörumarkaöurinn ht. Eíðistorgi 11 - simi 622200 MEÐEINU SÍMTALI Eftir þaft verða______ áskriftargjöldin skuld- færð á viðkomandi greiðslukortareikning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.