Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAJÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ Dalvík: Illa fer ef menn ætla að láta sig arðsemina engu skipta - segir Þorsteinn Már Aðalsteinsson, eigandi Pólarpels, stærsta loðdýrabús landsins PÓLARPELS á Dalvík cr lang- I ■ S E í : SNl if * « * . fa» stærsta loðdýrabú landsins. Söggvisstöðum er fyrirtækið með rúmlega 3.000 minkalæður í 5 stórum skálum. Þar er einnig starfsmannahús, skinnaverkun og önnur vinnuaðstaða. Samtals eru húsin þar yfir 7 þúsund fer- metrar að stærð. f Ytra-Holti er Pólarpels nýbúið að byggja risa- stóran refaskála, 4.600 fermetra að stærð, og eru 800 refalæður í honum. Búast má við að i búinu verði 25 þúsund dýr í sumar þeg- ar minkamir og refimir hafa fjölgað sér og að næsta vetur flytji Pólarpels út 12—15 þúsund minkaskinn og 5—6 þúsund refa- skinn, eða alls yfir 20 þúsund Joðskinn. Þorsteinn Már Aðalsteinsson er eigandi Pólarpels. Hann stofnaði fyrirtækið árið 1970 og byggði þá fyrsta hluta búsins á Böggvisstöð- um. Hann hefur lifað tímana tvenna í loðdýraræktinni. Um 1970 voru stofnuð 8 minkabú, 5 þeirra hættu flótlega en 3 eru enn starfandi. Þau eru á Sauðárkróki og Grenivík, auk Dalvíkur. Þorsteinn sagði að miklir erfíðleikar hefðu verið lengst af þessum tíma. „Ég hef aldrei farið leynt með það að reksturinn gekk hreint ekki vel,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að enginn hefði haft trú á atvinnu- greininni og hún ekki notið nema sáralítillar fyrirgreiðslu. Kerfíð hefði verið henni fjandsamlegt á köflum, til dæmis varðandi bygg- ingakröfur og tolla. Þá hefði skæður veirusjúkdómur, plasma- cytosis, heijað á minkastoftiinn og gert búunum miklar skráveifur. „Við börðumst áfram af bjartsýni og nutum góðs af ódýru fóður- hráefni og ef til vill verðbólgunni líka,“ sagði Þorsteinn. Góðir tímar í minkaræktinni Þorsteinn sagði að aðstæður í loðdýraræktinni hefðu gjörbreyst á undanfömum árum og væri nú mikið gert fyrir atvinnugreinina. Niðurskurður sýkta minkastofnsins og innflutningur nýs hefði aukið mönnum bjartsýni. Hann sagði að gamli minkastofninn hefði verið á þremur elstu búunum en bændur sóst töluvert eftir að fá minka. Forráðamenn búanna hefðu þráast við og lagt alla áherslu á að skipta um stofn. Það hefði fengist í gegn og þeir fengið vissa fyrirgreiðslu hjá landbúnaðarráðuneytinu til þess, en orðið að taka á sig kvaðir á móti. Hann sagði að stofnskiptin hefðu tekist vel og væri allt annað að eiga við minkaræktina núna. Þetta skap- aði loðdýraræktinni mikla mögu- leika. ísland væri eina ósýkta landið í heiminum og ef rétt yrði á málum haldið ætti að vera hægt að hefja útflutning á lífdýrum. „Við eigum alla möguleika á að byggja upp besta minkastofn í heimi. En þá megum við ekki gleyma okkur í ævintýrinu og fara að setja á léleg dýr,“ sagði Þorsteinn. Góð afkoma er í minkaræktinni miðað við það verð sem fengist hefur fyrir skinnin í vetur, að sögn Þorsteins. Hann sagði að skinna- verkunina þyrfti þó að bæta, þar værum við eftirbátar samkeppnis- þjóðanna. Refaræktin er aftur á móti rekin með tapi, að sögn Þor- Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þorsteinn Már (lengst til vinstri) með hluta starfsfólksins í einum minkaskálannm Þorsteinn við stóra refaskálann í Ytra-Holti. Minkabúið á Böggvisstöðum. steins. Hann sagði að það hefði hamlað framförum hvað erfítt væri að fá leyfí til innflutnings á dýrum til framleiðslu á verðmætari litaaf- brigðum. En blárefastofninn væri að batna og í raun væri hann betri en söluskýrslur sýndu þar sem bestu dýrin væru sett á og kæmu þau því ekki fram á söluskýrslum upp- boðshúsanna. Þorsteinn sagði að afkoman í framtíðinni færi mikið eftir fóður- verðinu: „Framleiðslukostnaður er allt of mikill hér á landi. Við erum með nærri því eins hátt fóðurverð og í nágrannalöndunum, þrátt fyrir að hlutfall hráefnisins í fóðrinu sé miklu lægra. Þetta sýnir að fram- leiðslukostnaðurinn er hærri hér. Ég óttast að fóðurhráefnið hækki í verði hér, eftir því sem samkeppn- in um það eykst, en framleiðslu- kostnaðurinn verður þá að lækka á móti. „Borga flutning- inn fyrir aðra“ Ég kaupi fóðrið af fóðurstöðinni á Dalvík og verð að borga sama verð fyrir það og allir aðrir loðdýra- bændur við Eyjafjörð, hvar sem þeir eru_ staðsettir," sagði Þor- steinn. „Ég verð að sætta mig við það, þetta er samningur sem ég gerði. Nú eru menn í opinberum sjóðum og stofnunum hins vegar famir að tala um að skilyrða það fjármagn sem veitt er til fóður- stöðvanna, þannig að þær verði að selja öllum fóðrið á sama verði. Það er að mínu mati alvarlegt mál. Margir hafa talið nauðsynlegt að byggja bú sín upp þar sem fóður- hráefnið fellur til, til að eiga möguleika á hagkvæmum rekstri. Fóðurstöðin á Dalvík þjónar öllum Eyjafírði og er flutningskostnaður- inn vemlegur baggi á henni. Ég er með mitt bú hér í nágrenni við stöð- ina og kaupi Va af því fóðri sem hún framleiðir. Það kostar því sára- lítið að flytja fóðrið til mín, en ég borga þó 1,5 milljónir kr. á ári í flutningskostnað fóðursins um allan Eyjafjörð. Ef loðdýraræktin þre- faldaðist hér í nágrenni við stöðina væri hægt að lækka fóðrið um 10%, en ef aukningin kæmi öll í Fnjóska- dal, til dæmis, myndi fóðurverðið hækka verulega og ég myndi þurfa að greiða enn meiri flutningskostn- að. Það vom hér dæmi um að flutningur fóðursins til einstakra bænda kostaði fóðurstöðina það sama og þeir greiddu fyrir fóðrið. Það er auðvitað skynsamlegt að beina bændum úr offramleiðslu hefðbundinna búvara yfír í minka- rækt, til dæmis, en ég á ekki að þurfa að borga kostnaðinn við lausn offramleiðsluvandamálsins í mjólk- ur- og kindakjötsframleiðslunni með því að borga flutninginn á loð- dýrafóðrinu upp um sveitir. Þama þarf ríkið, sem stendur fyrir þess- ari atvinnubreytingu, að koma til og bændumir sjálfir. Ef menn ætla að láta sig arðsemina engu skipta og taka ekki tillit til hagkvæmni staðsetningarinnar, þá fer illa fyrir þessari atvinnugrein, sem menn binda þó svo miklar vonir við.“ „Á móti millifærslum“ „Það er á fleiri sviðum sem menn em að tala um að taka hagnað eins og færa _til annarra," sagði Þor- steinn. „A síðustu dögum nýlokins þings var ákveðið að setja á fót nefnd til að athuga með stofnun verðjöfnunarsjóðs fyrir loðdýra- ræktina. Þetta er að mínu mati hin versta hugmynd og ég get ómögu- lega komið því heim og saman hvemig menn ætla að framkvæma þetta — nema þá að ríkið ætli að greiða í sjóðinn til að hjálpa til þeg- ar illa árar í greininni. I loðdýraræktinni skiptir mestu máli hvemig viðkomandi bóndi stendur að rekstrinum. Hann er háður heimsmarkaðsverði á skinn- unum og tekur sjálfur ákvarðanir um hvemig hann ætlar að haga sínum rekstri, hvaða tegund skinna hann ætlar að framleiða og hvað hann leggur á sig til að ná bestu gæðum, og tekur síðan áhættuna sjálfur. Ég skil ekki hvemig menn ætla að fara að færa peninga á milli manna. Em menn til dæmis að hugsa um að láta þá sem rækta mink greiða í sjóð til að niðurgreiða refaskinn? Ég tel að þetta sé jafn- fáránleg hugmynd og að fara fram á að biðja veitingahús í Reykjavík, sem kunna að skila hagnaði, að greiða niður refaskinnin. Ég er alfarið á móti svona milli- færslum. Þær myndu draga úr hvatanum sem menn þó hafa til að standa sig vel í rekstrinum og fram- leiða réttu litaafbrigðin og tegund- imar á réttum tíma. Sem betur fer held ég að almenn andstaða sé gegn hugmyndum af þessu tagi innan loðdýraræktarinnar og vona ég að það verði til þess að þessi vitlausa hugmynd þingsins verði ekki að veruleika.“ Mismunun við fjármögnun „Mikil mismunun á sér stað innan loðdýraræktarinnar hvað varðar ijármagnsfyrirgreiðslu. Vegna stærðar búsins fæ ég alltaf synjun á lánsumsóknum mínum hjá Stofn- lánadeild landbúnaðarins og þarf því að ijármagna uppbygginguna á almennum fjármagnsmarkaði og greiða margfalt hærri vexti en aðr- ir sem eru að byggja upp loðdýrabú: Ég er hér að framleiða útflutnings- vöru sem skilar gjaldeyri til þjóðar- búsins á sama hátt og þeir og mér fínnst að ég hafí alveg sama rétt til þess og aðrir. Ég er ekki að taka neitt af neinum, það frekar styrkir íslensku loðdýraræktina að meira sé framleitt. Við lítum mikið til Dana í sam- bandi við minkaræktina. Þar eru búin af mismunandi stærð, en allir sitja við sama borð við fjármögnun búa sinna, alveg sama hvað þau eru stór. Það sama á auðvitað að gilda hér,“ sagði Þorsteinn Már Aðal- steinsson. - HBj. Söfnunarföturnar opnaðar I GÆR voru opnaðar söfnunarföt- ur sem gengið var með í hús á Akureyri fyrr í vikunni fyrir Krýsuvíkursamtökin. Fötumar voru innsiglaðar af Borgarfógeta- embættinu í Reykjavík og fulltrúi fógeta á Akureyri, Arnar Sigfús- son, mætti á staðinn í gær til að sjá svo um að allt væri með felldu. Söfnunin gekk vel að sögn að- standenda, en hér var um að ræða sölu á hljómplötu og snældu með lögum dúettsins TAKK, Mirrored Image. Einnig var tekið við frjálsum framlögum. Krýsuvíkursamtökin eru að safna fé vegna nýs heimilis sem þau eru að taka í notkun fyrir unglinga sem ánetjast eiturlyfíum, og einnig ætla þau að vinna forvamarstarf. Að sögn Péturs Björgvins Þorsteinssonar, æskulýðsfulltrúa, munu gíróseðlar liggja frammi í bönkum og sparisjóð- um í framtíðinni fyrir þá sem vilja styrkja Krýsuvíkursamtökin. Arnar Sigfússon, fulltrúi fógeta, rifur innsiglin af söfnunarfötunum. Pétur Björgvin Þorsteinsson söfnunarfulltrúi og Heimir Kristinsson formaður Æskulýðsfélags Akureyrar fylgjast með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.