Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ BYGGINGA vörur Þú býrð kannski ekki til naglasúpu úr nöglunum sem fást í byggingavörudeildinni, jafnvel þó úrvalið sé mikið. um leið og keypt er í matinn. stWmmMlaBt c\ - ’r' > íaupsparar þér sporin. HAGKAUP Skeifunni Króm-leðurstóll í 4 litum. Verð kr. 14.100 stgr.l BÚSTÖFtL Smiðjuvegi 6, Kópavogi. Símar: 45670 - 44544. VERTU ORUGGUR- VELDU VEL I LIÐIÐ ÞITT. VELDU VOLVOVARAHLUTI. VORTHBOÐ: Kerti B-19, B-20, B-230 441,- Platína B-19, B-21, B-230 165,- Membra í blöndung 286,- Framdempari 240 2.982,- Afturdempari 240 1.373,- Olíusía Allar bensínvélar 354,- Pústkerfi 240 7.222,- Tímareim B-19, B-21, B-230 548,- Spindiikúla 240 1.232,- Framhjólalegusett 240 frá 968,- SUÐURLANDSBRAUT 16 SIMI 3S200 Hvað er gert við um- sóknirnar? Ágæti Velvakandi. Mig langar að taka undir með konu sem nýlega skrifaði í dálka þína um þann dónaskap sem fjöldi fyrirtækja og ráðningastofnana sýnir þeim sem sækja um atvinnu. Samkvæmt minni reynslu sl. haust og fram á þetta ár heyrir það til undantekninga ef umsækjenda er þakkaður áhuginn og honum endursendar umsóknir sem oft geyma persónulegar upplýsingar. Það hvarflar að mér að hinir og þessir sitji við framleiðslu atvinnu- auglýsinga vegna fyrirtækja sem ekki eru til. Hvað er gert við allar þær umsóknir sem berast vegna lausra starfa? Situr hópur af óprúttnu fólki með geysilegt magn persónufróðleiks og einkamála sem hinir og þessir gramsa i? Hvemig er með þá sem heita fullum trúnaði eða starfsmann ráðningafyrirtækis hér í borg sem eftir viðtal sagðist örugglega ætla að hafa samband hvort sem viðkomandi fengi starfið eða ekki. Það hefur ekkert heyrst frá honum síðan 2. febrúar sl. í þessu tilfelli var umsókn send samkvæmt einni af þeim auglýsing- um sem segja: Svar merkt „0-000“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 00.00. '00. Þessar auglýsingar segja sjaldnast nokkuð um þau fyr- irtæki sem vantar starfsfólk. Það getur verið nógu erfítt at- vinnuleysið þó maður fái ekki á tilfinninguna að eitthvert fólk sem venjuiega er sama um mann ráðsk- ist með ævi og framtíð fólks að eigin geðþótta. Réttast er að ansa ekki þeim auglýsendum sem fela nafn sitt á bak við dulnefni. Vinsamlega, Magnús Gestsson Ein hundlaus vill láta skylda hundaeigendur til þess að kaupa plast- poka sem verði notaðir til þess að þrífa eftir hundana. Skyldum hundaeigendur til þess að kaupa plastpoka Velvakandi. Sagt var frá skipulagðu átaki hundaeigenda á svonefndu Geirs- nefí við Elliðaár í sjónvarpsfréttum á sunnudaginn var. Þetta var mynd- arlegt framtak af hálfu hundaeig- enda sem eru fúsir að taka á sig þá ábyrgð sem fylgir því að eiga hund, en enn hefur ekki tekizt að venja þá dýrategund á að nota sal- emi, flór eða aðrar þar til ætlaðar stíur til að gera þarfír sínar á þrifa- legan hátt. Mengun og spilling umhverfís af völdum hunda er al- varlegt og heilsuspillandi vandamál víða um lönd og hér á landi hafa margir af því áhyggjur að svo verði einnig hér. Því miður er ástæða til að ætla að einungis samvizkusömustu hundaeigendur geri sér það ómak að þrífa eftir hunda sína eins og sýnt var í sjónvarpinu. Því er þeirri hugmynd hér með komið á fram- færi að hundaeigendur verði skyld- aðir til að kaupa eins marga plastpoka og þeir þurfa á að halda á þeim tíma sem hundaleyfi þeirra gildir. Þessa sérstöku poka yrði að kaupa um leið og hreinsunarvott- orði er framvísað og greitt fyrir leyfi til hundahaldsins. Sjálfsagt er að gjald fyrir pokana yrði nokkuð hátt. Það væri trygging fyrir því að þeir væru notaðir til þess sem þeir eru ætlaðir til. Til að koma til móts við hundaeigendur mætti jafn- vel lækka sjálft leyfísgjaldið eitt- hvað. Þeir peningar mundu áreiðanlega skila sér aftur á réttan stað í auknu hreinlæti. Með virðingu fyrir ábyrgum hundaeigendum. Ein hundlaus. Yíkverji skrifar Iumræðunni um sjúkdóminn al- næmi eða eyðni hefur oft verið vikið að nauðsyn þess að sem flestir gangi úr skugga um hvort þeir hafí mótefni gegn honum í blóði sínu. Skemmst er að minnast tillagna um að eyðniprófa alla þjóðina. Yfírmenn heilbrígðismála hafa ekki stutt þessar tillögur, en nýlega sá Víkveiji það haft eftir manni í læknastétt að auð- velt væri fyrir hvem sem þess æskti að gangast undir slíkt próf. Af orðum hans mátti ætla að fullrar nafnleynd- ar og tillitssemi væri gætt, enda varla vanþörf á miðað við þá hræðslu sem gætir vegna þessa ógnvalds. Það kom þvi Víkveija á óvart að hlýða á sögu viðmælanda stns, sem er ungur námsmaður. Hann hyggur á nám í háskóla í Munchen á vormiss- eri, en yfírvöld í Bæjaralandi hafa nýlega skyldað útlendinga, sem sækja um Iandvistarleyfí ( fylkinu, að fram- vísa vottorði um að þeir séu ekki sýktir af eyðni. Ifyrsta stofnunin sem námsmaðurinn leitaði til um slíkt vott- orð var Blóðbankinn, þar sem honum var tjáð að allar upplýsingar um eyðni væri að fá í tilteknu símanúmeri. Númerið reyndist tengt símsvara sem þuldi upplýsingar um símatíma lækna er gæfu ráð. Þar kom m.a. fram að þeir sem óttast að þeir gangi með eyðni geta fengið holl ráð milli klukk- an 18.00 og 19.00 á miðvikudögum. Ekki hafði sögumaður tíma til að bíða I tæpa viku, svo hann reyndi næst að hringja á Borgarspítalann. Þar varð fyrir svörum kona á skipti- borði, sem lét tilleiðast að gefa honum samband við starfsmann á rannsókna- stofunni þegar viðmælandi hafði útskýrt fyrir henni alla málavöxtu í smáatriðum. Á sögumann runnu nú tvær grímur. Honum þótti málið orðið óþarflega flókið og flaug ( hug að hætta við allt saman. En vottorðið var ill nauðsyn og því hélt málarekst- urinn áfram. Á rannsóknastofu Borgarspítalans var sögumanni fyrst bent á að útvega sér tilvísun frá lækni. Þegar hann spurði hvaða tilgangi sá pappír þjón- aði varð fátt um svör. Hann sagðist því bara myndu koma án hennar og virtist það vera vandkvæðalaust. Að endingu var hann fullvissaður um að nafnleyndar yrði gætt. Þegar komið var á rannsóknastof- una varð fyrir viðmælanda ung kona. Hún bað hann um upplýsingar, sem honum skildist að venjan væri að all- ir gæfu sem gangast undir „eyðni- próf". Þetta eru upphafsstafír og fæðingarmánuður. En svo auðveld- lega reyndist sögumaður þó ekki geta sloppið. Allt í einu heyrir hann gella í einum starfsmanni rannsóknastof- unnar: „Kom hann af sjálfsdáðum?" Það varð að viðurkennast og nú var ekki um annað að ræða en gefa allar persónulegar upplýsingar þegar í stað. Engin tilraun var gerð til að hlífa viðmælanda Víkveija við því að við- staddir fengju vitneskju um erindið. Það fór ekki hjá því að þetta vekti athygli þeirra sem sátu á biðstof- unni, eða það fannst sögumanni að minnsta kosti, ekki síst þegar hjúkr- unarkona mundaði sprautuna og tók úr honum blóðið. Hann hefur eins og áður sagði enga ástæðu til að telja sig sýktan, en það hlýtur að vera umhugsunarvert hvernig þeim, sem hefur grun um slíkt, hefði liðið undir þessum kringumstæðum. Sögumaður velti því fyrir sér á leið- inni heim hvemig honum hefði verið innanbijósts ef hann óttaðist raun- verulega að hafa sjúkdóminn. Hann komst að þeirri niðurstöðu að senni- lega hefði hann aldrei komist svo langt að fara í prófið. Það hlýtur að vera öllum fyrir bestu að „eyðnipróf" sé vel auglýst, einfalt í framkvæmd og trúnaðar sé gætt. Að öðrum kosti er vart við því að búast að fólk í áhættuhópum verði við kalli heilbrigð- isyfirvalda. Víkveiji var afar ánægður með úrslit söngvakeppni sjónvarps- ins. Hann hélt stíft og ákveðið með Valgeiri af mörgum ástæðum, þótt það vægi auðvitað þyngst á metunum að lagið hans var bezt og það einkar vel flutt hjá hinni ungu söngkonu, Höllu Margréti. Gagnrýni hefur kom- ið fram á lagavalið og menn talið það ekki nógu „eurovision-legt“. Víkveiji telur rangt að við fslendingar séum endilega að apa eftir öðrum þjóðum og senda lög sem líkleg em til af- reka. Við eigum að hafa okkar eigin stíl og senda bezta lagið hveijú sinni. Hér í þessum dálki er stundum bent á athyglisverð veitingahús sem Víkveiji hefur snætt á og talið ástæðu til að geta. f vikunni snæddi Víkveiji á veitingastað, sem hann hefur sótt frá bamæsku og aldrei verið óánægður með. Þetta var Víkveiji að rifja upp þegar hann beið í biðröðinni og ilmandi lyktin espaði upp ! honum hungrið. Eigendur Bæj- arins beztu í Tryggvagötu eiga skilið medalíu fyrir að bjóða ár eftir ár upp á beztu pylsur bæjarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.