Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 35 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Styrk stjórn úr smá- flokkakerfi? * Urslit þingkosninganna eru mik- ið áfall fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og Alþýðubandalagið. Sjálfstæð- isflokkurinn galt mesta afhroð í sögu sinni og er eftir þessar kosningar ekki lengur stór flokkur, heldur stjómmálaflokkur af miðlungsstærð, eins og Framsóknarflokkurinn hefur verið lengst af. Alþýðubandalagið er í fyrsta sinn í sögu sinni og Sós- íalistaflokksins orðið áhrifalftill smá- flokkur. Meginástæðan fyrir þessari út- komu Sjálfstæðisflokksins er að sjálfsögðu stofnun Borgaraflokksins og sá klofningur, sem varð í Sjálf- stæðisflokknum _ nokkrum vikum fyrir kosningar. Á hitt ber þó að líta, að Borgaraflokkurinn hefði ekki náð svo miklum árangri, sem raun ber vitni, ef ekki hefði verið jarðvegur fyrir hendi fyrir þessari stjómmála- hreyflngu. Niðurstaða kosninganna sýnir, að Sjálfstæðisflokknum hefur af einhveijum ástæðum mistekizt að halda utan um fylgi sitt. Sjálf- stæðisflokkurinn hefiir ekki unnið myndarlegan kosningasigur frá 1974. Það hefur áður gerzt í sögu Sjálfstæðisflokksins að flokksbrot hafl klofiiað út úr honum og boðið fram í þingkosningum, en aidrei með slíkum árangri sem nú. Þessi kosnin- gaúrslit kalla á róttækt endurmat á stöðu Sjálfstæðisflokksins, stefnu hans og framsetningu hennar. Allt frá því í þingkosningunum 1942 hafa sósíalistar verið mikið afl í íslenzkum stjómmálum, fyrst í Sameiningarflokki alþýðu, sósíal- istaflokknum, síðar í Aþýðubanda- laginu. Þessar kosningar marka þáttaskil að þessu leyti. Flokkur sósíalista er orðinn áhrifalítill smá- flokkur og í fyrsta sinn frá klofningi Alþýðuflokksins 1938 er hann orðinn öflugri stjómmálaflokkur en sljóm- málahreyflng sósíalista. Verði framhald á þessari þróun eru það einhver merkustu tlðindi í íslenzkum stjómmálum frá stofnun lýðveldis. Borgaraflokkur Aberts Guð- mundssonar kemur frá þessum kosningum, sem ótvíræður sigurveg- ari. Það þarf mikið til að bjóða fram í öllum kjördæmum landsins með svo skömmum fyrirvara og ná þeim árangri að fá 7 þingmenn kjöma á Alþingi. Abert Guðmundsson hefur löngum þótt erfiður í samstarfl innan Sjálfstaeðisflokksins. Það fer hins vegar ekki á milli mála, eftir úrslit þessara kosninga, að mikill fjöldi kjósenda telur, að hann eigi erindi á Alþingi og I stjómmálastarf. And- stæðingar hans geta ekki lokað augunum fyrir þessari augljósu stað- reynd. Kvennalistinn er, ásamt Borgara- flokknum, helzti sigurvegari þessara kosninga. Þær konur, sem starfað hafa á vegum Kvennalistans, innan Aþingis og utan, hafa áunnið sér virðingu og traust með störfum sínum. Árangur þeirra I þessum kosningum sýnir, að kjósendur kunna að meta vönduð vinnubrögð. Alþýðuflokkurinn náði ekki þeim sigri í kosningunum, sem skoðana- kannanir bentu til sl. haust. Hitt er ljóst, að búið er að endurreisa Al- þýðuflokkinn, sem stjómmálaafl. Það er sá árangur, sem formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur náð með erfiði sínu. Á þeim gmnni, sem nú hefur verið lagður geta Alþýðuflokksmenn byggt í framtíðinni. Kosningamar hafa farið á þann veg, að erfitt verður um stjómar- myndun. Ekki er við hæfi að deila við dómarann, þar sem kjósendur em. Forystumenn flokkanna hljóta að hefjast handa um stjómarmyndun á gmndvelli þeirrar stöðu, sem upp er komin á Alþingi. Þjóðinni hefur vegnað vel á undanfömum misser- um. Það skiptir höfuðmáli, að nú takist á tiltölulega skömmum tíma að mynda starfhæfa stjóm, sem geti tekið til við að tryggja þann árangur, sem náðst hefur I efna- hagsmálum og byggja á honum til frambúðar. Það var ósigur Sjálfstæðisflokks- ins sem leiddi til falls ríkisstjómar- innar og mun Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, ganga á fund forseta íslands í dag og afhenda honum lausnarbeiðni sina. Enginn veit, hvort úrslit kosn- inganna muni hafa stjómarkreppu í för með sér, en víst er að fráfarandi ríkisstjóm vann gott verk á ymsum sviðum, jók t.a.m. frelsi í viðskiptum og fjölmiðlafrelsi og vann I sam- starfí við launþegasamtökin afrek með þvi að koma verðbólgu niður fyrir 20% á kjörtimabilinu. Þessi árangur ríkisstjómarinnar nýttist Framsóknarflokknum og Steingrími Hermannssyni betur í kosningabar- áttunni en Sjálfstæðisflokknum og átti áreiðanlega verulegan þátt í við- unandi kosningaúrslitum fyrir Framsóknarflokkinn og miklum per- sónulegum sigri Steingríms Her- mannssonar í Reylqaneslqördæmi. Staðgreiðslukerfí skatta á einnig eftir að bæta hag launafólks, ef verð- bólga eykst ekki úr hófi, en ef það gerðist hefði það kjararýmun í för með sér og því nauðsynlegt fyrir launþegasamtök að tryggja lágt verðbólgustig, ef hagsmunir laun- þega eiga ekki að vera fyrir borð bomir með alvarlegum afleiðingum fyrir verkalýðssamtökin. Mikla athygli hefur vakið að Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, féll í kosningunum.en ástæðulaust er að ætla að það hafi verið vegna ábyrgr- ar launastefnu hans og ASÍ, heldur þrátt fyrir hana — og þá einkum vegna stefnuieysis Alþýðubanda- lagsins sem galt afhroð i kosningun- um. Það er rétt sem Svavar Gestsson sagði eftir kosningamar að fólk ótt- ast verðbólgu, en það er ein helzta ástæða þess, hve nú er nauðsynlegt að mynduð verði styrk ríkisstjóm sem er minna háð hinu nýja smá- flokkakerfi á Alþingi en efni gætu staðið til. Morgunblaðið iagði höf- uðáherzlu á nauðsyn þess fyrir kosningar og hvetur nú til ábyrgðar í þessum efnum við þær stjómar- myndunartilraunir sem hafnar em. Þær mega sízt af öllu leiða til þess að smáflokkakerfið stefni þjóðinni á ný inní ævintýramennsku og verð- bólguglundroða. ÚRSLIT ALÞINGISKOSNINGA1987 Reykjavík %br. Þingmenn A B C D G M S V Kjördæmakjörnir menn 1 D-1 Friðrik Sophusson 2 D-2 Birgir ísl. Gunnarsson 3 D-3 Ragnhildur Helgadóttir 4 A-1 Jón Sigurðsson 5 S-1 Albert Guðmundsson 6 V-1 Guðrún Agnarsdóttir 7 G-1 Svavar Gestsson 8 D-4 EyjólfurKonráðJónsson 9 A-2 Jóhanna Sigurðardóttir 10 B-1 GuðmundurG. Þórarinsson 11 S-2 GuðmundurÁgústsson 12 V-2 Kristín Einarsdóttir 13 G-2 Guðrún Helgadóttir 14 D-5 Guðmundur H. Garðarsson Síðasti maður inn er á D-lista með 4413 atkvæði. Næsti maður inn hefði orðið á A-lista með 3067 atkvæði. Á þeim munar 1346 atkvæðum. Jöfnunarmenn 15 A-3 Jón Baldvin Hannibalsson 123,5% áfangi 1 16 S-3 Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir 104,4% áfangi 1 17 D-6 GeirH. Haarde 88,6% áfangil 18 V-3 Þórhildur Þorleifsdóttir 83,6% áfangi 1 Á kjörskrá voru 67.374. Atkvæði greiddu 60.267 eða 89,5% (87,9%). Auðir og ógildir seðlar voru 585. 17333 14103 10873 9527 8965 8353 8226 7643 6297 5738 5735 5123 4996 4413 Reykjanes %br. Þingmenn Kjördæmakjörnir menn 1 D-1 Matthías Á. Mathiesen 2 D-2 Ólafur G. Einarsson 3 B-1 Steingrímur Hermannsson 4 A-1 Kjartan Jóhannsson 5 G-1 GeirGunnarsson 6 D-3 Salóme Þorkelsdóttir 7 S-1 JúlíusSólnes 8 B-2 Jóhann Einvarðsson 9 A-2 Karl Steinar Guðnason 10283 7095 7043 6476 4172 3907 3876 3855 3288 Síðasti maður inn er á A-lista með 3288 atkvæði. Næsti maður inn hefði orðið á V-lista með 3220 atkvæði. Á þeim munar 68 atkvæðum. Jöfnunarmenn 10 V-1 Kristín Halldórsdóttir 108,0% áfangi 1 11 S-2 HreggviðurJónsson 63,9% áfangi3 Á kjörskrá voru 40.104. Atkvæði greiddu 35.896 eða 89,5% (89,2%). Auðir og ógildir seðlar voru 331. Vesturland %br. Þingmenn Atkvæði % frá '83 Kj. Up. Br. Atkvæði % frá '83 Kj.Up. Br.' Atkvæði % frá’83 Kj. Up. Br. Atkvæði % frá '83 Kj.Up. Br. Atkvæði % frá'83 Kj.Up. Br. 9527 16,0 +5,2 A 2 +1 (+D A 6476 18,2 +3,4 A 2 ( ) A 1351 15,2 +1,7 A 1 ( ) A 1145 19,1 +0,1 A 1 +1 (+1) A 656 10,2 +2,0 A +1 (+D 5738 9,6 +0,2 B 1 ( ) B 7043 19,8 +7,9 B 2 (+2) B 2280 25,6 -4,6 B 1 (-1) B 1237 20,6 -10,4 B 1 (-1) B 2270 35,2 +2,6 B 2 ( ) 162 0,3 -9,2 C (-2) C 84 0,2 -7,9 C M) D 2157 24,2 -10,5 D 1 (-1) D 1742 29,1 +2,0 D 2 ( ) D 1367 21,2 -14,2 D 1 (-1) 17333 29,0 -13,9 D 5 +1 ( ) D 10283 28,9 -15,3 D 3 (-1) G 967 10,9 -4,4 G 1 ( ) G 676 11,3 -3,6 G ( ) G 1016 15,7 -2,3 G 1 ( ) 8226 13,8 -5,2 G 2 (-1) G 4172 11,7 -2,0 G 1 ( ) M 144 1,6 +1,6 M ( ) M 57 1,0 +1,0 M ( ) M 48 0,7 +0,7 M ( ) 1378 2,3 +2,3 M ( ) M 411 1,2 +1,2 M ( ) S 931 10,5 +10,5 S +1 (+1) S 158 2,6 +2,6 S ( ) S 471 7,3 +7,3 S ( ) 8965 15,0 +15,0 S 2 +1 (+3) S 3876 10,9 +10,9 S 1 +1 (+2) V 923 10,4 +10,4 V +1 (+D V 318 5,3 +5,3 V ( ) V 337 5,2 +5,2 V ( ) 8353 14,0 +5,6 V 2 +1 (+1) V 3220 9,1 +1,8 V +1 ( ) Þ 156 1,8 +1,8 Þ ( ) Þ 663 11,1 +11,1 Þ ( ) Þ 288 4,5 +4,5 Þ ( ) Landið allt %br. Þingmenn Atkvæði % frá’83 Kj.Up. Br. A 23260 15,2 +3,4 A 7 +3 (+4) B 28883 18,9 +0,2 B 13 (-1) C 246 0,2 -7,2 C (-4) D 41484 27,2 -11,9 D 16 +2 (-5) G 20382 13,3 -4,1 G 8 (-2) J 1892 1,2 +1,2 J 1 (+D M 2431 1,6 +1,6 M ( ) S 16583 10,9 +10,9 S 3 +4 (+7) V 15467 10,1 +4,6 V 2 +4 (+3) Þ 2047 1,3 +1,3 Þ ( ) Á kjörskrá voru 172.366. Atkvæöi greiddu 154.370 eða 89,6% (86,6%). Auðir og ógildir seðlar voru 1.695. Kjörfylgi (%) stjórnmálaflokkanna 1983 og 1987 Hlutf allsleg breyting á fylgi f lokkanna 1983 og 1987 12- 10- 8- 6- C D G n n B B I J M V Þ -10- Kjördæmakjörnir menn 1 B-1 Alexander Stefánsson 2280 2 D-1 Friðjón Þórðarson 2157 3 A-1 EiðurGuðnason 1351 4 G-1 Skúli Alexandersson 967 Síðasti maður inn er á G-lista með 967 atkvæði. Næsti maður inn hefði orðið á B-lista með 929 atkvæði. Á þeim munar 38 atkvæðum. Jöfnunarmenn 5 S-1 Ingi Björn Albertsson 50,2% áfangi2 Flakkari 6 V-1 Danfríður Skarphóðinsdóttir 59,4% áfangi4 Á kjörskrá voru 10.200. Atkvæði greiddu 9.071 eða 88,9% (88,3%). Auðir og ógildir seðlar voru 162. Vestfirðir %br. Þingmenn Norðurl. vestra %br. Þingmenn Kjördæmakjörnir menn 1 D-1 Matthías Bjarnason 2 B-1 Ólafur Þ. Þórðarson 3 A-1 Karvel Pálmason 4 D-2 Þorvaldur Garðar Kristjánsson 1742 1237 1145 782 Síðasti maður inn er á D-lista með 782 atkvæði. Næsti maður inn hefði orðið á G-lista með 676 atkvæði. Á þeim munar 106 atkvæðum. Jöfnunarmenn 5 A-2 Sighvatur Björgvinsson 58,8% áfangi 2 Á kjörskrá voru 6.813. Atkvæði greiddu 6.114 eða 89,7% (90,9%). Auðir og ógildir seðlar voru 118. Kjördæmakjörnir menn 1 B-1 Páll Pétursson 2 D-1 PálmiJónsson 3 B-2 Stefán Guðmundsson 4 G-1 Ragnar Arnalds 2270 1367 1340 1016 Síðasti maður inn er á G-lista með 1016 atkvæði. Næsti maður inn hefði orðið á D-lista með 437 atkvæði. Á þeim munar 579 atkvæðum. Jöfnunarmenn 5 A-1 Jón Sæmundur Sigurjónsson 52,6% áfangi 2 Á kjörskrá voru 7.297. Atkvæði greiddu 6.527 eða 89,4% (85,9%). Auðir og ógildir seðlar voru 74. Norðurl. eystra %br. Þingmenn Austurland %br. Atkvæði % frá’83 Kj.Up. Br. Atkvæði % frá '83 A 2229 14,3 +3,3 A 1 (+D A 556 6,9 +2,9 B 3889 24,9 -9,8 B 2 (-1) B 3091 38,5 +0,6 D 3274 20,9 -6,2 D 1 (-1) D 1296 16,1 -8,3 G 2052 13,1 -3,7 G 1 ( ) G 1845 23,0 -6,9 J 1892 12,1 +12,1 J 1 (+D M 69 0,9 +0,9 M 202 1,3 +1,3 M ( ) S 262 3,3 +3,3 S 567 3,6 +3,6 S ( ) V 508 6,3 +6,3 V 992 6,3 +0,6 V +1 (+D Þ 407 5,1 +5,1 Þ 533 3,4 +3,4 Þ ( ) Kjördæmakjörnir menn 1 B-1 Guðmundur Bjarnason 3889 2 D-1 Halldór Blöndal 3274 3 A-1 Árni Gunnarsson 2229 4 G-1 SteingrímurJ.Sigfússon 2052 5 B-2 Valgerður Sverrisdóttir 1984 6 J-1 Stefán Valgeirsson 1892 Síðasti maður inn er á J-lista með 1892 atkvæði. Næsti maöur inn hefði orðið á D-lista meö 1369 atkvæði. Á þeim munar 523 atkvæöum. Jöfnunarmenn 7 V-1 Málmfríður Sigurðardóttir 100,0% áfangi3 Á kjörskrá voru 17.933. Atkvæði greiddu 15.795 eða 88,1% (85,6%). Auðir og ógildir seðlar voru 165. A B D G M S V Þ Þingmenn Kj.Up. Br. ( ) 2 ( ) 1 +1 ( ) 1 Kjördæmakjörnir menn 1 B-1 HalldórÁsgrímsson 2 B-2 Jón Kristjánsson 3 G-1 HjörleifurGuttormsson 4 D-1 Sverrir Hermannsson (-1) ( ) ( ) ( ) ( ) 3091 1845 1845 1296 Síðasti maður inn er á D-lista með 1296 atkvæði. Næsti maður inn hefði orðið á B-lista með 599 atkvæði. Á þeim munar 697 atkvæðum. Jöfnunarmenn 5 D-2 EgillJónsson 100,0% áfangi 2 Á kjörskrá voru 9.022. Atkvæði greiddu 8.149 eða 90,3% (89,1%). Auðir og ógildir seðlar voru 115. Suðurland %br. Þingmenn Atkvæði % frá '83 Kj.Up. Br. 1320 10,6 -1,5 A ( ) 3335 26,9 -1,1 B 2 ( ) 4032 32,5 -7,4 D 2 M) 1428 11,5 -3,0 G 1 ( ) 122 1,0 +1,0 M ( ) 1353 10,9 +10,9 S +1 (+D 816 6,6 +6,6 V ( ) A B D G M S V Kjördæmakjörnir menn 1 D-1 Þorsteinn Pálsson 2 B-1 JónHelgason 3 D-2 Eggert Haukdal 4 G-1 Margrét Sæunn Frímannsdóttir 5 B-2 Guðni Ágústsson 4032 3335 2121 1428 1424 Síöasti maður inn er á B-lista með 1424 atkvæði. Næsti maður inn hefði orðið á S-lista með 1353 atkvæði. Á þeim munar 71 atkvæði. Jöfnunarmenn 6 S-1 Óli Þ. Guðbjartsson 54,0% áfangi 2 Á kjörskrá voru 13.623. Atkvæði greiddu 12.551 eða 92,1% (89,3%). Auðir og ógildir seðlar voru 145.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.