Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 68
STERKTKDRT jFeróaslysa -u(^ trygging ÞRIÐJUDAGUR 28. APRIL 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. HSÍ stefnir að byggingn íþróttahúss STJÓRN Handknattleikssam- bands ísiands hefur ákveðið að stefna að byggingn eigin iþróttahúss með Iöglegnm keppnisvelli fyrir handknatt- ieik. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið væri að því að fá lóð undir húsið. Jón sagði, að mestur áhugi væri fyrir því hjá Handknatt- leikssambandinu að byggja hið nýja íþróttahús við hlið Laugar- dalshallarinnar þannig að nota mætti það sem upphitunarsal á stærri handknattleiksmótum. Sjá frétt bls./B12 Póstmenn o g fé- lagsráðgjafar samþykktu nýja kjarasamninga PÓSTMANNAFÉLAG íslands samþykkti nýgerðan kjara- samning með miklum meiri- hluta í atkvæðagreiðslu sem Líf að færast í grásleppu- veiðarnar á Siglufirði: Koma með allt upp í 10 tunnur úr vitjun Siglufirði. LÍF hefur verið að færast í grásleppuveiðarnar hér undanfama daga. Bátarnir hafa veríð að koma með allt upp í 10 tunnur af hrognum. Lengi framan af stefndi í daufa grásleppuvertíð hér. En í straumbyijun, rétt fyrir páska, fór ástandið heldur að lagast og hefur stöðugt batnað síðan. Algengt er nú að bát- amir séu að koma með 6—10 tunnur úr vitjun. Sumir bát- amir eru nú komnir með 100 tunnur á vertíðinni. Sæmilegasta verð er nú fyr- ir grásleppuhrognin, eða 24—26 þúsund krónur fyrir tunnuna í skilaverð. Hver vitj- un getur því gefíð af sér á þriðja hundrað þúsund krónur og þeir sem eru komnir með mest á vertíðinni hafa á þriðju milljón í tekjur. Matthías lauk í gær. Verkfalli félagsins hafði verið frestað þar til úr- slit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Alls voru 793 á kjörskrá en 614 greiddu atkvæði eða 77,4%. Já sögðu 455 eða 74,5%, nei 151 eða 24,6% og átta seðlar voru ógildir. í gær samþykktu einnig fé- lagsráðgjafar sem vinna hjá ríkinu samning þann sem þeir gerðu við fjármálaráðuneytið og var verkfalli þeirra formlega af- lýst. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Jóhann og Ógnvaldur unnu Morgunblaðsskeifuna Það var Jóhann Þorvarður Ingimarsson frá Eyrarlandi á Héraði sem sigraði í keppninni um Morgunblaðsskeifuna á Hvanneyrí nú um helgina. Þijátíu ár eru liðin síðan skeif- an var fyrst afhent. Jóhann keppti á hesti sínum sem heitir Ogn- valdur og er hann frá Krossi í Lundarreykjadal, undan Verð- anda 947 frá Gullberastöðum. Ásetuverðlaun Félags tamninga- manna hlaut Ólafur Guðmunds- son, Kópavogi, en hann keppti á Heiki frá Úlfsstöðum. Verðlaun tímaritsins Eiðfaxa fyrir besta hirðingu og ástundun hlaut Anna Sævarsdóttir Höfn. Fór keppnin fram á nýbyggðum 300 metra hringvelli sem byijað var á skömmu fyrir páska. Sjá frásögn á bls. 38. Samningavið- ræður Sambands bankamanna: Fundað umnýtt tilboð SAMNINGAFUNDUR banka- manna og viðsemjenda þeirra stóð enn hjá ríkissáttasemjara um miðnættíð og var búist við að fundurinn stæði fram eftír nóttu. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari vildi engu spá um hver þróun viðræðn- anna yrði en útilokaði ekki að samkomulag næðist I þessari lotu. Bankamenn lögðu fram tilboð í gærkvöldi á grundvelli vinnu sem undimefndir unnu um helg- ina og voru vinnuveitendur enn að skoða það tilboð um miðnætt- ið. Meginkrafa bankamanna hefur verið um breytingar á upp- byggingu launakerfisins sem þeir telja að ætti ekki að leiða af sér kostnaðarauka fyrir bankana. Samband bankamanna hefur boðað verkfall frá og með 8. maí, en ríkissáttasemjari getur frestað verkfalli um 15 daga. Aðrir fundir voru ekki hjá ríkissáttasemjara í gær en í dag hafa rafvirkjar og línumenn hjá Rarik og rafvirkjar hjá Pósti og síma og ríkisútvarpinu verið boð- aðir á fund. Engir fundir hafa verið boðaðir í deilu leiðsögu- manna og viðsemjenda þeirra eftir að tilraun til að koma á fót frjálsum gerðardómi um launa- mál leiðsögumanna fór út um þúfur fyrir helgina. Leiðsögu- menn hafa verið í verkfalli í mánuð. Formaður yfirkjörsljórnar í Reykjavík: Hertar regliir um pers- ónuskílríki á kjörstað I hverjum kosningum koma upp mál þar sem kosið er í nafni annars manns JÓN G. Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, skrifaði dómsmálaráðuneytinu bréf í gær þar sem hann hvetur til hertra reglna um framvísun persónuskilríkja í fjölmennari sveitarfélögum þegar kosið er til Alþingis. I kosningalögunum segir að kjörstjómir hafi heimild til að krefjast persónuskilríkja af kjós- endum. Jón sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að rík áhersla hefði verið lögð á þetta við kjör- stjómir og eins hefðu kjósendur verið hvattir til að hafa með sér skilríki á kjörstaði. Upp kæmu eitt til tvö mál f hveijum kosn- ingum þar sem kosið er í nafni annars manns og ekki tækist alltaf að upplýsa þessi mál. Til dæmis var kjósanda vísað frá kjörstað sl. laugardag þar sem kosið hafði verið í nafni hans. Jón sagði að komið hefðu upp tilvik þar sem kjósendur hefðu ekki verið með persónuskilríki með sér þegar þeirra hefði verið krafíst og þar með hefði viðkom- andi verið vísað frá. Þeir hefðu hinsvegar bmgðist hinir verstu við og sagst ekki koma aftur til að kjósa. „Að mínum dómi á alls ekki að slaka á þessari reglu, heldur herða hana. Kjósandinn verður þá að gera það upp við sig ef hann ekki vill hlýta kosningalög- unum.“ Auglýsend- ur athugið Skilafrestur auglýsing'a fyr- ir sunnudaginn 3. maí verður fimmtudaginn 30. apríl nk. kl. 16.00. Morgun- blaðið kemur ekki út laugar- daginn 2. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.