Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 57 Ftyrst er mæðranna skaut, þar sem maðurinn naut, þess mjúktaks er hóf hann á fætur lagði ástir og yl, það sem albest er til, inn í augað og viljann og hugarins við- kvæmu rætur. (Halldór Helgason) Anna Hlöðversdóttir, móðir Geirs, dvaldi og átti heimili á Reyð- ará fram á efri ár, en var flutt til sonar síns á Siglufirði nokkru áður en hún lést. Bræður Geirs áttu einn- ig heimili sitt á Reyðará, eftir að Geir og Margrét tóku þar við búi, en faðir þeirra bræðra dó á meðan þeir voru enn í æsku. Geir var þeirra elstur og tók við búinu að föður sínum látnum með móður sinni og síðan konu sinni. Heimilið að Reyðará bar vott um mikla sam- heldni fjölskyldunnar og góðan heimilisbrag og snyrtimennsku jafnt úti sem inni. Böm og fullorðn- ir voru félagslynd og tóku mikinn og góðan þátt í félagslífi sveitarinn- ar og safnaðarlífí. Söngur og hljóðfærasláttur var mjög iðkaður á heimilinu enda fjölskyldan öll söngvin og músíkölsk svo af bar. Um langan aldur hefur fjölskyldan á Reyðará verið burðarás kirlq'u- kórsins í Stafafellskirkju. Aldrei hefur brugðist ómetanleg liðveisla þeirra við sönginn í kirkjulegum athöfnum. Geir, Margrét og bömin þeirra, öll með góðar söngraddir, lögðu fram lið sitt — og á heimilinu þeirra var bæði fyrr og nú velkom- ið að halda söngæfingar, ef með þurfti — og þaðan fór enginn þurr- bijósta. Vigdís, sem nú er húsmóðir á Reyðará, tengdadóttir Margrétar, fellur vel að sönghefð hins gamla hefðarbóls. Alla þá liðveislu vil ég, sem organisti kirkjunnar, þakka af heilum huga. Geir var auk þess á sínum tíma sóknamefndarformaður og meðhjálpari í kirkjunni sinni, og síðar gekk Þorsteinn sonur hans í sömu spor. Að rækja sína kristnu trú með því að taka þátt í kirkju- legu starfi og safnaðarlífi er meira virði en margur virðist gera sér grein fyrir. Það er gæfulegt og það akkeri, sem mörgu gæti vafalaust bjargað, af því sem aflaga fer í þjóðlífinu, væri því sinnt svo sem vert er. Margrét var fríð kona sýnum, glaðleg og hjartahlý. Bömum sínum frábær móðir, amma og langamma. Litli 6 ára langömmudrengurinn hennar, sem ég sá í gær, grét, því hann skilur ekkert í að hún besta langamma hans er farin í himininn. Hann veit það ekki ennþá að hún góða langamma fær einhvemtíma að taka á móti ástvinum sínum, þegar að þeim kemur að ljúka sínu lífi á jörðu, — og að þá verða áreið- anlega fagnaðarfundir. Blessuð sé minning Margrétar frá Reyðará. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Sigurlaug Arnadóttir Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsbiaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. p fTILE • og lokádegr sjomanna ■ bióöiÆm 15% ifslátt af stö^um jökkiM^ (>t stökum buxum jakkafötum. u n SNORRABRAUT 56 SIMI 13505 VfSA > Góðan daginn! KADET OPEL Pessi glæsilegi vestur-þýski bíll var kosinn bíll ársirís; af dómharðri nefnd bílagagnrýnenda þegar hann var fyrst kynntur fyrirtveimurárumr' Þessi stórkostlega viðurkénning; var upphafið að miklum vinsældum OPEL KADETT: Áður en þú gerir upp hug þinn varöandi hugsanleg bílakaup getur borgað sig fyrir þig aö kynna þér kosti KADETT bílanna, ss. rými, hönnun, aksturseiginleika og lágan eldsneytiskostnaö. ■©■I GM mmr[ yand^ðuvaliö! BiLVANGURsf? VGlClU KADETT! HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.