Tíminn - 09.10.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.10.1965, Blaðsíða 8
TIMINN ÆSKUNNAR 8 LAUGARDAGUR 9. október 1969 NÁNARA SAMSTARF VINNANDI STÉTTA HNEKKIR VALDI STJÓRNARFLOKKANNA Annað þing Sambands ungra Framsóknarmanna á Norður- landi eystra var haldið að Laugum í Þingeyjarsýslu dagana 3. og 4. september s.l. Fráfarandi formaður, Kristján Helgi Sveinsson, Akureyri, setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna. Þingforsetar voru kjörnir Bjarni Svavar Ottesen, Akureyri, og Ari Teits- son, Brún- Ritarar þingsins voru þau Gunnur Sigþórsdóttir, Raufarhöfn^ og Ingólfur Sverrisson, Akureyri. Þingið staríaði í þremur nefndum, stjórnmálanefnd, alls- herjarnefnd og skipulagsnefnd, og verður birtur hluti af þeim samþykktum, sem gerðar voru, hér á eftir. Karl Kristjánsson, alþingismaður, flutti ávarp og hvatning- arorð til þinggesta og hlaut mjög góðar undirtektir. í stjórn Sambandsins voru kjörnir: Aðalsteinn Karlsson, Húsavík, form., Indriði Ketilsson, Fjalli, ritari, og Einar Njálsson, Húsavík, gjaldkeri. Að loknu þinginu var haldin skemmtisamkoma. Þar flutti Karl Kristjánsson kvæði og ávarp og Jón Kjartansson, for- stj. ræðu, en Ómar Ragnarsson og Jóhann Konráðsson skemmtu. Var mikið fjölmenni á samkomunni, enda tókst hún mjög vel. Hér fara á eftir nokkrar ályktanir, sem þingið samþykkti. 1. Þingið telur að það sé fyrsta og æðsta skylda hverrar ríkisstjóm ar að tryggja sjálfstæði landsins og standa vörð um það. Leitast sé við að eiga góða sam- búð og samvinnu við aðrar þjóðir, en staðið fast á móti hvers konar erlendri íhlutun og ásælni. Vítir þingið undanslátt stjórnarinnar í landhelgismálinu við Breta og gagnvart byggingu nýrra her- stöðva, svo og að leyfa erlent her- mannasjónvarp til meirihluta þjóðarinnar. Vítir þingið stækkun sjónvarpsstöðvarinnar í Keflavík því í henni'felst geigvænleg hætta fyrir menningarlegt sjálfstæði okk ar og verður að vinna að því með öllum ráðum að takmarka sjón- varpið við Keflavikurflugvöll ein- an. Stefnt verði að því að íslend- ingar öðlist yfirráð alls land grunnsins og þegar hafinn undir- búningur þess. — Jafnframt sé lögð áherzla á skynsamlega nýt- ingu fiskistofnanna við landið, og komið í veg fyrir ofveiði. Verði hið fyrsta sett lög um þau efni. Þingið leggur alvarlega áherzlu á að erlendum aðilum verði ekki veitt nein sérréttindi til atvinnu- rekstrar í landinu og vill sérstak- lega taka fram að það vantreyst- ir algjörlega núverandi ríkis- stjórn til að ná viðunanlegum samningum um aluminiumvinnslu hér á landi, og varar því sérstak- lega við samningagerð ríkisstjórn arinnar við aluminíumhringinn „Swiss Aluminíum.“ Leita ber eftir erlendu fjár- magni til arðbærra framkvæmda, en það má ekki vera háð óað- gengilegum skilyrðum og íslend- ingar verða sjálfir að ráða gerð og staðsetningu framkvæmdanna, með þjóðarheill fyrir augum, en ekki einkagróða nokkurra brask- ara. Sérstaklega ber að gæta þess, að erlendir aðilar nái ekki tang- arhaldi á orkulindum landsins. 2. Þingið telur nauðsynlegt að höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar, landbúnaður, sjávarútv. og iðnað- ur fái allir að þróast eðlilega og styðji hvern annan en að engum sé mismunað á kostnað hinna. Leitazt sé við að efla þá eftir megni og auka fjölbreytni þeirra. Bendir þingið á að ýmis smærri iðnaður getur veitt tiltölulega meiri atvinnu en stóriðja og jafn- framt skapað mikil verðmæti. 3. Þingið telur skattabyrðar al- mennings orðnar svo þungar að alls ekki megi ganga lengra á þeirri braut. Sérstaklega sé þó söluskatturinn ranglátur og við- sjáll, þar sem hann kemur harð- ast niður á stórum fjölskyldum, en aðstaða skapast fyrir óvand- aða sölumenn að halda eftir og stinga í eigin vasa stórum hluta hans. Krefst þingið þess að sölu- skattur verði lækkaður til muna og tekið upp betra eftirlit með álagningu hans og innheimtu. Myndi þar með vinnast upp fyrir ríkissjóð stór hluti af lækkuninni. 4. Þingið telur að löngu sé tímabært að taka stjómarskrá lýð veldisins, í heild til gagngerðrar endurskoðunar og áríðandi sé að breyta kosningafyrirkomulagi í þá átt að stefnt sé að cinmenn- ingskjördæipum. 5. Þingið telur höfuðnauðsyn, að vinnandi stéttir taki upp nán- ara samstarf og samvinnu, þar sem það er eina vonin til að hnekkja megi valdi núv. stjómarflokka, sem hafa sýnt að þeir em ómegn- ugir að stýra þjóðfélaginu, valda óréttlátari tekjuskiptir.gu og er ekki treystandi til að gæta þjóð- arhagsmuna gegn erlendri ásælni og íhlutun. Atvinnumál. í ályktun allsherjarnefndar seg ir m. a.: Þingið telur að efla beri sem mest framleiðsluatvinnuvegi þjóð- arinnar og bendir í því sambandi á eftirfarandi: 1. Sérstaka áherzlu ber að leggja á iðnað til að fullvinna ís- lenzk hráefni, og gera þau verð- mætari, má þar til nefna ull, gærur og síld auk annarra landbúnaðar- og sjávarafurða. 2. Að tilrauriir í þágu atvinnu- veganna verði auknar, svo sem jarðvegs- og gróðurfarsrannsókn- Á myndinni er hin nýkjörna stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna á NorSurlandi eystra. TaliS frá vinstri: IndrlSi Ketilsson, 'Ffalli, ritari ASalsteinn Karlsson, Húsavík, form., og Einar Njáisson, Húsavfk, gjaid keri. ir, fiskirannsóknir og jarðhita- rannsóknir. 3. Brýn nauðsyn er að efla at- vinnuöryggi og örfa hagþróun í kaupstöðum og kauptúnum á Norð urlandi, og verður að leita nýrra atvinnuvega fyrir þann.landshluta, t.d. með því að setja á fót stofn- un sem hafi með höndum ránn- sóknir á skilyrðum til atvinnu- rekstrar og hagnýtingu náttúru- auðlinda, og sjái um tækniaðstoð við atvinnugreinarnar. Þingið krefst þess, að ef til stór iðju kæmi hérlendis, verði hún staðsett á Norðurlandi: Mundi það eiga ríkan þátt í að hamla gegn ;fólksflutningum til Faxaflóasvæðis- ins og skapa aukin skilyrði til blómlegs atvinnulífs víðar á land- inu. 4. Gera þarf ráðstafanir til að efla smíði fiskiskipa á Norður- landi. Aukin verði með lánum og fjárframlögum aðstoð til - að koma upp fullkomnum dráttar- brautum, og þeim veitt rífleg rekstrarlán svo hægt verði að sjá um viðgerðir og endurnýjun fiski skipaflotans, að sem mestu leyti innanlands. Samvinnumál. Þingið bendir á nauðsyn þess að samvinnufélögin séu áfram eins og áður fyrr, brautryðjendur í bættum verzlunarháttum og sé þvi þörf á fleiri skólum og náms- skeiðum á vegum félaganna. Úr þessu mætti bæta með því að setja á stofn annan samvinnuskóla, sem staðsettur yrði hér á norð-aust urlandi, en sá skóli hefði sérstak. lega það verkefni með höndum að sjá um verklega kennslu í verzl unar og skrifstofustörfum. Menntamál Þingið varar eindregið við þeirri stefnu, sem ríkisStjórn og meirihluti Alþingis tók á síðasta þingi, að skera niður framlög til skólabygginga um 20%. Þá bendir þingið á að algjör lega óviðunandi ástand er í skóla málum kjördæmisins, sérstaklega í sveitunum, og byggja þarf nýja héraðsskóla í Eyjafirði og Norður Þiogeyjai'sýslu, þar eð ungt fólk í sveitunum fær ekki tækifæri til þeirrar ménntunar, sem náuðsyn leg er í nútímaþjóðfélagi. Gagn fræðaskólar kaupstaðanna eru einnig yfirfullir, og geta því ekki tekið á móti unglingum úr ná grannasveitunum. Því ber að fagna að sett var á stofn undir búningsdeild tækniskóla á Akur eyri og að framkvæmdir eru að hefjast við byggingu fullkomins skóla, þar sem góð aðstaða verður til verklegrar kennslu. Vinda þarf bráðan bug að því að stækka heimavist Menntaskól ans á Akureyri og byggja nýtt og fullkomnara menntaskólahús þar, til að taka við mjög aukinni að sókn ungs fólks til æðri menntun- ar. Raforkumál. 1. Þingið telur það sjálfsagt rétt lætismál að rafvæðingu allra byggða landsins, verði lokið á næstu árum, og beri því að auka ríkisframlög til raforkufram- kvæmda. 2. Þingið leggur áherzlu á að orka frá rafveitu verði seld á sama verði um allt land. 3. Þingið fagnar þvi að nú skuli standa fyrir dyrum stórvirkjun fallvatna á íslandi, og krefst þess að nú þegar verði farið að vinna að nýjum raforkuframkvæmdum á Norðurlandi. Þingið telur ríka ástæðu til að benda á þær samningsumleitanir sem nú fara fram um sölu á raf- orku til stóriðju. Má telja það frá leitt sjónarmið að selja meiri hlutá orku þeirrar virkjunar sem nú er talið að famleitt geti ódýrasta raforku hérlendis, til aluminíum- framleiðslu, þar sem vitað sé að innan mjög skamms tíma þurfi að yirkja annars staðar vegna inn lendrar orkunotkunar. Samgöngumál. Þingið varar eindregið við þeim niðurskurði á fé til vegamála er samþykkt var á síðasta Alþingi, því mjög aukin fjöldi ökutækja, og sérstaklega þungra vöruflutn- •ingabíla kallar á meira fé til ný- bygginga endurnýjunar og við halds vega. Þessir stóru vöruflutningabílar hafa reynzt of þungir fyrir mikinn hluta veganna og þarf því að endurbyggja marga vegi í kjör- dæminu. Bezt kom í ljós síðastlið- inn vetur, er hafís lokaði höfn- um víða norðan- og austanlands, hver þörf er á því að vegakerf- ið sé traust, og bregðist ekki þeg- ar mest á reynir. Sérstaka áherzlu ber að leggja á að iánsfé fáist til Þingeyjar- sýslubrautar frá Breiðumýri til Þórshafnar, því mikið af þeim veg um sem þar eru fyrir þarf að endurbyggja. Þá þarf að hraða mjög bygg- ingu nýrrar brúar á Fnjóská. Þá þarf að bæta mjög þá flug- velli, sem fyrir eru út um sveit- ir í kjördæminu, því að með bygg ingu flugskýlis á Akureyri skapast nýr möguleiki til að halda uppi áætlunarflugi til ýmissa staða inn an kjördæmisins og þá sérstaklega til Mývatnssveitar í sambandi við kísilgúrframleiðslu og væntanlega fólksfjölgun þar. Þá þarf skipaútgerð ríkisins að vera vel vakandi í sambandi við strandsiglingar og leita nýrra leiða ’ -n hagnýtingu á þeim. Þau er því álit þingsins að fyrst og fremst beri að leggja áherzlu á vegalagningu, helzt úr varanleg- um efnum og endurbætur á flug- völlum í kjördæjminu. Þá bendir þingið á að óviðun- andi ástand er orðið í hafnarmál- um kjördæmisins, og má í því sam bandi benda á að reisa þarf full- komna innflutningshöfn á Akur- eyri. Telur þingið að býggja verði hafnir af ríkisfé, að svo miklu leyti sem eðlilegar tekjur hafnar sjóða hrökkva ekki til að standa straum af kostnaði af byggingu þeirra. RITSTJÓRI: BALDUR ÓSKARSSON UTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.