Tíminn - 09.10.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.10.1965, Blaðsíða 14
14 TÍMINN LAUGARDAGUR 9. október 1965 MINNING Júlíana Jónsdóttir húsfreyja í Miklaholii „Næst er minniS mannsins hjarta, minnið það á ríka hljóma.“ í dag verður gerð frá Torfa- staðakirkju útför Júlíönu Jóns- dóttur í Miklaholti. Ekkí verða raktar í örfáum orð um allar þær minningar, er í huga okkar koma, gömlu nágrannanna, um húsfreyjuna í Miklaholti mann hennar og börn, á þessari kveðju stund. Við gætum sagt langa sögu og fallega um sambúð bæjanna, Miklaholts og Torfastaða í tíð sr. Eiríks Stefánssonar. .Segja mátti, að bæirnir stæðu hlið við hlið. bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Það voru óskráð lög, ef einhvers þurfti með, að úr var bætt. Urðum við þar tíðum þiggj- endur Torfastaðamegin. Ekki er okkur sízt minnisstæð úrsvala vetr arnóttin, er leitað var Miklaholts og .skjólsins þar frá brunarústum Torfastaða. Þessum t[ma gleym 30. sýning um við aldrei, ungir né gamlir, né öllu því, sem fyrir okkur var gert. En við, sem eigum saman minning arnar og höldum enn hópinn, hugs um til ykkar í dag með kærleika og þakklæti og sendum sérstaka kveðju til allra gömlu góðu vin- anna í Miklaholti, systkinanna og eiginmannsins, sem nú hefur séð á bak lífsförunaut sínum. Júlíana Jónsdóttir var frábær húsmóðir að umhyggju og forsjá heimilis síns. Hún var fjölhæf og hugkvæm og gladdist við að sjá allt vaxa og prýkka og tók þátt í öllu, sem til framfara og prýði mátti verða, sem og fjölskyldan öll, fyrr og síðar. Út á við var hún félagslynd og fljót að samlagast fólki og leggja þar gott til mála. Hún hafði lifað marga góða og glaða stund heima og heiman og kunni vel að gleðjast með glöðum og oft var gestkvæmt á heimili hennar, því að hún var vinmörg. Hún var ágæt kvenfélagskona, og verður hennar saknað og minnzt lengi. Við skulum ekki fjölyrða meir. gömlu nágrannarnir, en kveðjum þig, elskulega vinkona, í kærleika og þökk og felum þig forsjá Guðs. S.E. MÓTMÆLA VEGATOLLI Framhald af bls. 16. ákveðið hafi verið að innheimta vegatoll af hinum nýja Reykjanes veg, sbr. auglýsingu vegamála- stjórnar 16. f. m., um ráðningu toll heimtumanna, þá viljum við undir rituð stéttarfélög bifreiðastjóra og fyrirtæki, sem hafa með höndum flutninga með bifreiðum mótmæla harðlega hinu fyrírhugaða „um- ferðagjaldi" og viljum í Þessu efni benda á, að verulegum hluta þess fjár, sem hið opinbera aflar með tollum og sköttum af bifreiða innflutningi og rekstrarvörum til bifreiða getur verið varið til ó- skyldra framkvæmda, þrátt fyrir marg endurtekin fyrirheit, um að fé þessu ætti að verja til aukins viðhalds og endurbóta á þjóðvega kerfinu. í sambandi við þennan fyrirhugaða vegatoll viljum við einnig benda á, að ekki er hægt að aka neina aðra leið til Suður- nesja og að allar bifreiðar sem leiðina þurfa að aka yrðu að greiða umræddan toll. Okkur er ekki kunnugt um hve hár hinn fyrirhugaði vegatollur á að verða, en hitt er okkur hins vegar ljóst, að innheimta þessa gjalds mun hafa mikinn kostnað í för með sér og þá jafnframt vafa samt að mikill afgangur verði til að standa undir greiðflu þess fjár er ríkið hefur lagt af mörkum til Reykjanesbrautarinnar, og væri Þá ekki um annað að ræða en fyrir höfnina eina og skattlagninu þeirra ökutækja, sem annast flutn inga til og frá byggðarlögum þeim, sem eiga hlut að máli. Við teljum ekki ástæðu að rök ræða mál þetta frekar, en ítrek um mótmæli okkar og gerum jafn framt kröfu til þess að fé það sem innheimt er til vega- og brú- argerðar verði látið ganga óskert til þeirra framkvæmda. VirðingarfyRst, F. h. Bifreíðastjórafélagsins Frama, Reykjavik, Bergsteinn Guðjónsson, F. h. Bifreiðastjórafélagsins Fylkis, Keflavík, Júlíus Daníelsson, F. h. Sérleyfisbifreiða Keflav. Ragnar Friðriksson, F. h. Félags langferðabílstjóra, Pétur Kristjónsson. F. h. Bifreiðastöðvar Steindórs, Sig. E. Steindórsson." í kvöld verður söngleikurinn Járn hausinn sýndur í 30. sinn í Þjóð leikhúsinu. Uppseit hefur verið á flestar sýningar , leiksins. Mynd in er af Bríeti Héðinsdóttur, en hún leikur nú hlutverk Völu svöitu. í veikindaforföllum Helgu Vaitýsdóttur. Framhald af 2 síðu. búizt er við því, að hún standi allt til 20 þ. m. Slátrað er um það bil sjö hundruð fjár daglega og er meðalþunginn um 15 kg. enn sem komið er. í allt verður líklega slátrað átján Þúsundum fjár og er það hæsta tala, sem komizt hef ur verið upp í síðan haustiö fyrir niðurskurðinn, en þá -,ar slátrað um tuttugu og þremur þúsund: um. Bændur hér eru smám saman • að auka bústofn sinn að nýju, á j hverju ári er keypt hingað fé. Það i versta er að víð erum með j gamalt og óhentugt sláturhús og j ekki leyfður útflutningur á kjöti j frá því. Þetta stendur vonandi til j bóta og nú er búið að gera upp- i drátt að nýju sláturhúsi, en bygg j íngarframkvæmdir hafa þó enn i ekki verið hafnar. Heyfengur hár i um slóðir hefur verið nokkuð góð ! ur í ár og á sdðustu árum hafa j bændur mjög aukið ræktun I vegna hins nýja mjólkurbús. AA—Hornafirði. föstudag. Slátrun hefur gengið hér vel j og væntanlega verður henni lokið \ eftir viku, féð hefur reynzt í meðal' ’agi. Heyskap er iöngu lokið og i segja má, að hér hafi heyjazt sæmi ' lega vel, en sarní eru sumir bænd > ur áreíðanlega ekki nógu vel bírg' ir fyrir veturinn. Hér hefur verið I lóSarþakkir faarom við öllum, er vottuðu okkur hluttekningu og ináttu vegna andláts GuSmundar Vilhjálmssonar fv. framkvæmdastjóra ■rstaklega þökkum við h. f. Eimskipafélagi ísiands fyrir þá vin- • imd og þann velvilja að gera hinum látna virðulega útför Kristín Thors Vilhjálmsson Börn og tengdabörn. Systkini. blíðskaparveður síðan um miðjan september, en þó heldur þoku- samt. Kartöfluuppskera hefur ver ið óhemju léleg vegna kuldanna í sumar og svo fóll kartöflugras snemma í september. í dag er Jö'kulfellið að lesta hér kjöt til útflutníngs. HS—Hólmavík, föstudag. Sláturtíð stendur nú yfir hér og hefur gengið sæmilega. Féð reynist að minnsta kosti ekki verr en undanfarin ár. Heyskapur hér um slóðir hefur verið í meðallagí í sumar og e^u bændur líklega nokkuð vel beyjaðir fyrir veturinn. Afiabrögð hafa verið mjög léleg og fremur lítið um atvinnu. Kartöfhiuppskera hefur verið með minna mótí í haust. KJ—Reykjavík, föstudag. Rétt fyrir klukkan tvö í dag var Slökkviliðið í Reykjavík kvatt að Ingólfsstræti 4 í vinnustofu Péturs Thomsen ljósmyndara Mynda- pressa hafði gleymzt þar í sam- bandi og var af Þessu nokkur reyk ur. Einhverjar skemmdír munu hafa orðið á vinnustofunni. FS—Fosshóli, föstudag. Á miðvikudaginn bar það til tíð inda, að Reykdælir fundu inn af Bárðardal sjö kindur. sem ekki höfðu komið til byggða í þrjú ár. Fimm þeirra reyndust vera frá Reykjadal, en tvær frá Mývatns sveit. Voru þessir útlagar sílspik aðir og sællegir og ekki annað hægt að sjá, en að þeim hefði liðið vel í útlegðinni. Slátrun stendur yfir og verður líklega slátrað milii 30 og 40 þús. ú Húsavík, reynast dilkarnir vera vel í meðallagi. Alls staðar er búið að hirða hey hér og gekk heyskapur nokkuð sæmilega, ann ars hafa engir þurrkar verið hér allan september. Kartöfluspretta hefur verið léleg j sumar Mikið virðíst vera um rjúpu hér, miklu meira en undanfarin ár. KANNA ÁHRIF Framhald af bls. 16. meira en reiknað hafði verið með, að því er séð varð í fljótu bragði. Eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu voru gerðar byrjunar mælíngar á Skeiðarársandi í fyrra með tilliti til framtíðarvega yfir sandinn og brúa yfir vatnsföllin á honum. Voru þær gerðar í fyrra, þar sem þá var búizt við Skeið arárhlaupi á næstunni og talið nauðsynlegt að vita hvaða áhrif það myndi hafa á vegarstæði og brúarstæði. Verður mjög fróðlegt að fylgjast með níðurstöðum verk fræðinganna, og ekki ólíklegt að Þær geti haft mikil áhrif á hve fljótt verður við brugðið og síðasti spölur hringvegs kringum landið lagður. ASKAN í BANKANA Framhald af bls. 16. að gera. Brann þar allt sem brunn ið gai, þar með óvátryggt innbú. Húsið á Gilsbakka var steínsteypt en þiijað innan með tjmbri. Á; pilsbakka ex nýbýli- ■ - ■ Allmiklir peningar voru geymd ír í peningakassa. Kassinn hefur enn ekki verið opnaður, en er í geymslu Vésteins Guðmundssonar hreppstjóra á Hjalteyri. Nokkur tími þarf að liða frá brunanum þar til opna má kassann, en þá ! mun hann sendur til Seðlabankans I og innihaldið rannsakað í von um i að takast megi að finna út hve | miklir peningar voru og unnt verði ' að bæta eigendunum tjónið. ! LANDAMÓT Framhald af 2 síðu : Islendinganna i Kaupmannahöfn i nefndust. Einna minnisverðast ; þeirra samkvæma var samkoma : sú, sem haldin var 17. júní 1944 • er íslendingar í Kaupmannahöfn i fögnuðu þeim atburði, er þann i dag gerðist í fjarlægð. á Þing- j völlum við Öxai'á. Margir íslendingar koma við I sögu íslendingafélagsins og stúd- entafélagsins [ Kaupmannahöfn. en verða ekki nafngreindir hér. Tveir þeirra munu koma fram á " Uandamóti n.k, föstudag. Guð- mundur Arnlaugsson, hinn nýskip aði rektor, mun flytja gamlar Hafnarminningar frá þessum ár- um og dr. Jakob Benediktsson mun stjórna almennum söng söngva, sem þá voru sungnir Þá verður stiginn dans til kl. 2 eft- ir miðnætti .Landamótið verður haldið í Sigtúni n.k. föstudag 15. október og hefst kl. 21. Forsala aðgöngumiða hefst þriðjudaginn 12. október hjá Eymundsson. Verð kr. 150, snittur og kaffi innifalið. NOTA ÞYRLU Framhald af 2 síðu íslnds er með í förinni og flytur hún fólkið milli skips og lands og einnig milli fjarða. allt frá Grunnavík og norður og austur um í Farufjörð. Einnig flytur þyrlan hafurtask leiðangursmanna í land. I Aðalfundur F.U.F. Eins og fram hefur komið f auglýsingum í Tímanum, verð- ur aðalfundur Félags ungra Framsóknannanna í Reykja vík haldinn í Framsóknarhús- inu við Fríkirkjuveg, uppi, mánudaginn 11. þ.m. og hefst kl. 8,30. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf, og eru félagsmenn hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Frá stjórn FUF. Ekið á akreinaskilti MB—Reykjavík, föstudag. Fyrir nokkru var sett upp akreína skiptingarmerki á Hraunsholtshæð inni við Hafnarfjörð. Hafa öku menn þráfaldlega ekið á merki þetta og hefur það fimm sinnum verið keyrt niður, síðast í morg un. Áður en merkið var sett upp að nýju í dag lentu fjórir bílar á stöpli merkisins, sem er í miðri götunni. Nýmalbikaður kafli utan við gömlu akbrautina var lagður fyrir skömmu, en ökumenn virðast vera tregir til að fara út á hann heldur þrengja sér eftir gömlu brautinni, og því fer sem fer. Plæginga- keppni Fyrri hluti heimsmeistarakeppn- í plægingum fór fram í dag í glampandi sól og góðviðri í Hringaríki, en undanfarna daga hefur þar verið mikil rigningatjð og leiðindaveður, og undirbúning ur undir keppnina gekk erfiðlega. Þátttakendur í þessari keppni eru frá tuttugu og tveimur löndum í fjórum heimsálfum. Síðari hluti keppninnar fer fram á morgun, laugardag, og þá um kvöldið lýk ur keppninni með hátíðlegri at- höfn. Samvinnuskólinn að Bifröst settur Samvinnuskólinn Bifröst var settur 2. október s. 1. í hátíðasal skólans. Var þar með hafið 48. skólaár frá stofnun hans, en hið 11. í Bifröst. í vetur stunda 75 nemendur nám í skólanum, 40 í 1. bekk en 35 í II. Tveir kennarar létu af störfum við skólann, Páll Guðbjartsson kennari í hagnýtum verzlunar- störfum og Vilhjálmur Einarsson íþróttakennari. .Minntist skólastj. þeirra sérstaklega í setningarræðu sinni og þakkaði vel unnin störf í þágu skólans. Starfsfólk Samvinnu skólans svo og nemendur færðu þeim gjafir sem þakklætisvott. Vilhjálmur Einarsson þakkaði fyrir beggja hönd og flutti ávarp. Tveir nýir kennarar taka við störf um þeirra, Húnbogi Þorsteinsson fyrrum kaupfélagsstjóri og Höskuldur Goði Karlsson, áður forstjóri Sundhallar Vesturbæjar. Skólastjóri gat þess, að breyt ing myndi verða á bókfærslu- og vélritunarkennslu skólans. Tekin verða upp námsstig í stað venju legrar bekkjaskiptingar. Munu námsstigin verða þrjú í hvorri grein.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.