Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 25 Finnland: Koivisto í fram- boði fyrir Lands- byg’gðarfiokkimi Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins i Helsinki. MAUNO Koivisto Finnlands- forseti hefur samþykkt að verða einnig í framboði fyrir lands- byggðarflokkinn í næstu for- setakosningum. Áður hefur Koivisto samþykkt að bjóða sig fram fyrir Jafnaðarmanna- flokkinn. Koivisto var jafnaðar- maður áður en hann var kosinn forseti 1982 en vegna vinsælda hans hafa fleiri flokkar áætlað að styðja hann í stað þess að bjóða fram eigið forsetaefni. Fyrir skömmu var staðfest stjómarskrárbreyting sem viður- kennir þá þróun að forsetakosning- ar snúist aðallega um menn en ekki um flokka. Nú í vetur geta fínnskir kjósendur í fyrsta skipti kosið beint sitt forsetaefni, en áður hafa kosningamar verið óbeinar þar sem sérstakir kjörmenn, 301 talsins, hafa kosið forsetann. Þeir flokkar sem eiga ekki vinsæla menn að bjóða fram verða nú að styðja þá menn sem eiga von á kjöri. Mauno Koivisto forseti er langvinsælasti maðurinn í fram- boði og talið er víst að hann verði endurkjörinn. Koivisto er nú orðinn formlegt forsetaefni Jafnaðarmannaflokks- ins og Landsbyggðarflokksins. Flokksmenn úr öðmm flokkum hyggjast einnig styðja hann. T.d. tók Sænski þjóðarflokkurinn (flokkur þeirra sænskumælandi) fyrr í sumar ákvörðun um að bjóða ekki fram í forsetakosningunum. Flokksmenn voru hins vegar hvatt- ir að styðja Koivisto, Holkeri, forsetaefni hægri manna eða Pa- avo Váyrynen, forsetaefni Mið- flokksins. í Sænska þjóðarflokkn- um er þegar komin upp skipulögð hreyfíng sem stuðlar að endurkjöri Koivisto. Landsbyggðarflokkurinn hefur nú formlega tekið ákvörðun um að hann styðji bara Koivisto. Forsetinn er þekktur fyrir fá- mæli enda sitja fréttaskýrendur gjaman saman og reyna að túlka véfréttir Koivistos. Þegar lands- byggðarmenn hringdu í Koivisto og spurðu um samþykki sagðist hann gjaman bjóða sig fram fyrir flokkinn. Það þykir spaugilegt að forsetinn var svo jákvæður í garð landsbyggðarmanna eftir að svar hans við fyrirspum jafnaðarmanna var eitthvað í þá átt að hann mót- mælti bara lauslega að verða forsetaefni jafnaðarmanna. Landsbyggðarflokkurinn var áður svarti sauðurinn í fínnskum stjómmálum, einkum á tímum Veikko Vennamo, fyrrum flokks- formanns. Vennamo var ákveðinn andstæðingur Kekkonens forseta og flokkur hans höfðaði til hinna minnst efnuðu á þjóðarheimilinu. Eftir þingkosningamar 1983 komst flokkurinn með í samsteypu- stjóm jafnaðarmanna og mið- fíokka en stjómarþátttaka hans er þannig einfarið fyrirbæri sem tengist forsetatíma Koivistos. Stjómarþátttaka hans hefur ann- ars vegar valdið því að hann er hættur að hafa hátt í þingsalnum og hins vegar að fylgi hans hefur minnkað. Flokkurinn situr einnig í núverandi stjóm og hefur hann nú aðeins einn ráðherra, Pekka Vennamo, samskiptamálaráð- herra. Pekka Vennamo er sonur Veikko Vennamo, en þeim feðgum hefur ekki alltaf komið nógu vel saman um stefnu flokksins. fund utanríkisráðherranna í Sao Paulo í Brasilíu. Þar sagði ennfrem- un „Samningaviðræður eru eina lögmæta leiðin til að leysa þessi vandamál, sem öll ríki Mið- og Suð- ur-Ameríku láta sig varða." Að yfírlýsingunni stóðu svonefnd Contadora-ríki, það er Kolumbía, Mexíkó, Panama og Venezúela, sem mest hafa lagt sig fram við að koma á friði í Mið-Ameríku, en jafnframt lýstu stjómir Argentínu, Brasilíu, Perús og Úruguays yfír stuðningi sínum við friðaráætlunina. Ýmsir stjómmálamenn í þessum löndum hafa látið í ljós þá skoðun, að friðaráætlunin feli í sér áminn- ingu til Bandaríkjastjómar, en friðartillögur hennar fyrir Mið- Ameríku, sem fram komu í síðustu viku, voru algerlega virtar að vett- ugi. Þannig sagði Jorge Abadia Arias, utanríkisráðherra Panama, að friðartillögur Reagans Banda- ríkjaforseta hefðu verið algerlega ótímabærar, enda hefði forsetinn „ekki haft í huga að flýta fyrir neins konar samkomulagi". Roberto de Abreu Sodre, utanrík- isráðherra Brasilíu, kvaðst líta svo á, að samkomulag það, sem náðist í Guatemala, hefði verið ítarlegra en tillögur Reagans. Aðalmunurinn er fólgin í því, að með Guatmala- samkomulaginu er tilvist stjómar sandinista í Nicaragua viðurkennd en svo er ekki í tillögum Reagans. Þær náðu ennfremur aðeins til Nic- aragua en Gutemala-samkomulagið nær til alls þessa heimshluta. Bamardo Sepulveda, utanríks- ráðherra Mexíkó, lét svo um mælt, að með samkomulaginu í Guate- mala hefði tillögum Bandaríkja- manna verið ýtt til hliðar og Simon Alberto Consalvi, utanríkisráðherra Venezúela, komst svo að orði: „Samkomulagið er mjög jákvætt og vekur raunhæfar vonir um frið á þessu svæði." Reagan Bandaríkjaforseti sagði á sunnudag, að hann myndi ljá aðstoð sína við að koma Guate- mala-samkomulaginu í fram- kvæmd, svo framarlega sem það væri í samræmi við hagsmuni Bandríkjanna og kontra-skærulið- ana í Nicaragua. Kvaðst forsetinn fagna sftmkomulaginu, en mikið starf væri óunnið, ef takast ætti að koma því í framkvæmd. Stjórnir margra landa hafa fagn- að Guatemala-samkomulaginu. „Ég tel það bezta samkomulagið, sem unnt var að ná, miðað við aðstæður í þessum heimshluta," sagði spánski utanríkisráðherrann, Francisco Femande Ordonez, í útvarpsviðtali í fyrradag. Enn væru þó margvísleg vandamál eftir, sem örðugt yrði að leysa, svo sem eftirlit með vopna- hléi, ef það kæmist á, og með því, að skilmálar samkomulagsins yrðu haldnir. Giuljo Andreotti, utanríkisráð- herra Ítalíu, lýsti samkomulagi því, sem náðst hefði, sem mikilvægu skrefí í átt til friðar í löndum Mið- Ameríku og í tilkynningu franska utanríkisráðuneytisins sagði, að vonandi myndu allir þeir aðilar, sem undirritað hefðu samkomulagið, leggja sitt af mörkum við að koma því í framkvæmd. Perez de Cuellar, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti samkomulaginu á þann veg, að það fæli í sér algerlega nýja möguleika á að koma á friði í Mið- Ameríku. Aukasending! Aðeins 8 biium óráðstafað aukabúnaði, svo sem sól- lúgu, raftæsingum. metalic lakki. lituðum glerjum og fleiru. BMW 3 linan ber þýsku hugviti um nákvæmni og þekkingu gott vitni. enda er hún mjög eftirsótt. Aksturseiginleikar, snerpa, glæsilegt útlit og öryggiö er haft í fyrirrúmi. Okkur hefur tekist að fá aukasendingu af BMW 3 línunni með sérstökum Aðeins örfáum bílum er enn óráðstafað úr þessari sendingu. Hafiö því sam- band við sölumenn okkar sem fyrst. Hið fullkomna farartœki KRISTINN GUÐNASON SUÐURLANDSBRAUT 20. SIMI 686633 VerÖ f rá kr. 620.000 p Xíetsölublaó á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.