Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 33 Hrunamannahreppur; Aldrei fleiri ferðamenn Syðra-Langholti. í SUMAR hefur enn orðið mikil fjölgun ferðamanna hingað í Hrunamannahreppinn enda hef- ur aðstaða til að taka á móti ferðafólki á Flúðum stórbatnað og gistirými aukist. Byggð voru 12 ný herbergi við Slgólborgina sem eru svokölluð modelhús og eru opin allt árið. Þá tók einnig til starfa í vor „Ferðaþjónustan Flúðum" sem sett hefur upp 5 smáhýsi og þjónustumiðstöð. Að sögn Jóhannesar Sigmunds- sonar hefur ferðamannastraumur- inn aldrei verið meiri en í sumar og má vera að hin góða veðrátta eigi sinn þátt í því. Þann 27. júní var tekin í notkun nýbygging við svokallaða Skjólborg en í þessari viðbyggingu eru 12 ný gistiher- bergi, tveggja manna. Er fyrir utan hvert herbergi heitur pottur eða setlaug svo sem var í eldri bygging- í vor var sett á fót Ferðamiðstöð- in Flúðum og er Karl H. Cooper eigandi hennar. Hann hefur sett upp 100 fermetra þjónustumiðstöð og eru þar seldar algengar ferða- mannavörur. Hann býður upp á gistingu í 5 smáhýsum þar sem eru 2—3 rúm í hveiju þeirra. Komu þessi hús tilbúin frá Samtak hf. á Selfossi. Karl býður uppá hópferða- bfla og er með bflaleigu, útsýnisflug á stórum vélum og litlum, hesta- leigu, reiðhjólaleigu auk þess að hann hefur umsjón með tjaldstæð- inu. Hann tjáði fréttaritara að aðsóknin hefði verið góð í sumar, mikið að gera og hann væri bjart- sýnn á aðsóknina í framtíðinni. Það þarf vart að taka það fram að þessi mikla aðsókn ferðamanna hingað í sveitina skapar mikla vinnu og þar með verðmætasköpun sem gerir þessa uppbyggingu mögulega og fjölbreyttari atvinnutækifæri. — Sig. Sigm. Heitur pottur er fyrir utan hvert herbergi í Skjólborg- inni. Á innfelldu myndinni eru þijár starfsstúlkur sumarhótelsins í einu hinna nýju og vistlegu her- bergja. unni sem tekin var í notkun fyrir allmörgum árum. Byijað var á þess- ari nýbyggingu 27. mars þ.e. á grunninum en þann 27. aprfl komu fyrstu einingamar frá Loftorku hf. en húsið er byggt úr steyptum ein- ingum þaðan. Það voru verktaka- fyrirtækin Ás á Hvolsvelli og Smiður hf. á Selfossi sem önnuðust byggingu hússins að mestu. Það er hlutafélagið Skjólborg sem á húsið en eignaraðilar eru að mest- um hluta til einstaklingar og félagasamtök hér í Hrunamanna- hreppnum. Ætlunin er að hafa þessi hús opin allt árið og einnig er fyrir- hugaður veitingarekstur í Félags- heimilinu í vetur. Þá er einnig gisting að sumrinu í skólahúsinu og hefur því sumarhótelið yfír að ráða um 80 gistirúmum auk þess sem einnig er leigt út svefnpoka- pláss. Mun að mestu hafa verið fullbókað á hótelinu í sumar. Skjólborg á Flúðum, nýbygging til vinstri. Morgunblaðið/Sig.Sigm. Karl H. Cooper fyrir utan Ferðamiðstöðina Flúðum. Silfurbúdin fly tur í Kringluna 13. agúst Verslunin hættir á Laugavegi 55. Verið velkomin í Silfurbúðina íKringlunni. þess Einnig kynnum við BOSE Acoustimass í Sætúni og Hafnarstræti boS£ 06.O8- Don .u SUBE'u us* I AMlX IS IN AS tt Nýjung álslandi Bose Acoustrimass Við opnun verslun okkar í Kringlunni kynnum við stórkostlega nýjung frá BOSE. Hið nýja BOSE Acoustimass heimilis- hátalarakerfið er ekki stórt um sig en tóngæðin hreint stórkostieg. Þú verður að heyra til að trúa.... TO T?„L'nEH __. TU,U . H “- woRin*' WHEn L, THt " ill BT.NgL.AN DEflH1 TO Y0^nW IN „uTS WlTBpE. ;CEsS U1 lCET^O y_ eimilistæKi hf HAFNA^R*!, 3 - KRINGLUNNI - SÆTUN, 8 - S,M, 69 15 00 j/d tuiho stHugjatéegifi o samnit^iwc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.