Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 31
ooo r cnoAril rr aTT^XA OTITrjTQrf ílin A-TíTMIirvanTJr MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. AGUST 1987 Sparisjóðurinn í Keflavík opnar útibú í Grindavík \ **■’*'% Mofgunblaðið/Kristinn Benediktsson Sparisjóðsstjórar Sparisjóðsins i Keflavik við opnun nýja útibúsins í Grindavík, frá vinstri: Tómas Tómasson, Geirmundur Kristinsson og Páll Jónsson. Grindavík. „ÞETTA ER stór dagur fyrir Grindvikinga og mikill áfangi fyrir Sparisjóðinn i þeirri við- leitni að skapa sér starfsaðstöðu i öllum sveitarfélögunum á Suð- umesjum," sagði Tómas Tómasson sparisjóðsstjóri er hann vigði 300 fm húsnæði nýs útibús Sparisjóðsins í Keflavík i Grindavík að viðstöddum gest- um. Tómas sagði að Grindavík væri Ijórða sveitarfélagið þar sem Sparisjóðurinn opnar og væri skemmtilegt að það félli saman við áttugasta starfsár sjóðsins. „Grindvíkingar væru hins vegar búnir að skipta lengi við sjóðinn í Keflavík og Njarðvík og við höfum fengið margar áskoranir og undir- skriftasafnanir frá Grindvíkingum um að opna þessa afgreiðslu," hélt Tómas áfram. Tómas rakti síðan sögu sjóðsins í stórum dráttum: „Sparisjóðurinn í Keflavík var stofnaður 7. nóvember 1907 en það ár voru íbúar í Keflavík 440. Suð- umesjamenn áttu 178 opin róðra- skip og var heildarafli þeirra 763 þúsund bolfiskar. Bústofn Suður- nesjamanna var 368 kýr, 537 kindur og 365 hross. Fyrstu sam- þykktir sjóðsins koma mönnum einkennilega fyrir sjónir nú á tímum en þar segir m.a.: „ — Aðalt- ilgangur sparisjóðsins er að koma í veg fyrir óþarfa kaup og eyðslu- semi en geyma og ávaxta fé efnalítilla manna sem þeir kunna að hafa afgangs. Það er sjálfsagt að hinir efnabetri eigi ftjálsan að- gang að sjóðnum ef þeir vilja geyma og ávaxta fé sitt. — Neita má viðtöku á fé í sjóðinn eða gjöra að skilyrði að það standi óhreift í ár ef stjóminni þykir þurfa. — Vextir greiðast ekki í minni pörtum en heilum eyri.“ Þá var krónan einhvers virði," sagði Tómas. Hann afhenti síðan fulltrúum Slysa- vamadeildarinnar Þorbjöms í Grindavík og Styrktarfélags Heim- ilis aldraðra í Grindavík sparisjóðs- bók nr. 1 og 2 með 100 þúsund króna gjöf í hvorri bók frá Spari- sjóðnum í tilefni af opnun útibús- ins. Starfsfólk Sparisjóðsins í Grindavík verður fyrst um sinn frá aðalbankanum í Keflavík en fljót- lega verður ráðið fólk til starfa frá Grindavík sem tekur við bankanum eftir nauðsynlega starfsþjálfun. Sparisjóðsstjóramir Tómas Tómasson og Páll Jónsson munu ásamt Geirmundi Kristinssyni að- stoðarsparisjóðsstjóra skipta á milli sín viðtalstímum í Grindavík. Nýja útibúið er í nýju verslunar- miðstöðinni efst í bænum þar sem þjóðvegurinn liggur inn í hann og er hið nýtískulegasta og vel búið tækjum. — Kr.Ben. Fisktrans fyrir franxan Nauteyri. Morgunbiaðifl/BjörgBaiduradóttir Isafjarðardjúp: Islax hf. selur 150 þúsund gönguseiði til Noregs Reykjanesi. í SÍÐUSTU viku kom norskt seiðaflutningaskip, Fisktrans frá Bode inn að Nauteyri og tók þar um borð 150 þúsund laxaseiði. Fisktrans er um 200 lesta skip og var áður hvalveiðiskip við Suður- skautslandið en hefur nú verið sérhæft til seiðaflutninga. Lagðist skipið svo til upp við land og mnnu seiðin gegnum rör úr laxeldisstöð- inni á Nauteyri og út í lest skipsins. Það er norska fyrirtækið Torres Produkts sem kaupir þessi seiði á 82 kr. stykkið. Laxeldisstöðin á 'Nauteyri var stofhsett 1985 og fer þar eingöngu fram seiðaeldi. I stöðinni em nú um 500 þúsund seiði sem verða seld sem gönguseiði á næsta ári. Að sögn Benedikts^ Eggertssonar framkvæmdastjóra íslax hf. hefur reksturinn gengið vel og engin áföll orðið. Stjóm íslax hf. skipa: Engilbert Ingvarsson, Einar Jónatansson, Einar Oddur Kristjánsson, Eggert Jónsson og Auðunn Karlsson. — Björg. Benedikt Eg kvæmdastjóri fertsson slax hf. fram- Gjaldkeri nýja útibúsins afhendir fulltrúum Slysavamafélagsins Þorbjöras og Styrktarfélags Heimilis aldraðra peningagjöf. Spari- sjóðsbækuraar eru nr. 1 og 2 og eru opnar fyrir frekari framlög. Sumarbústað- ur brennur Vogum. SUMARBÚSTAÐUR brann til kaldra kola við Vogastapa síðast- Iiðið laugardagskvöld. Bústaður- inn, sem var úr timbri, brann á skömmum tíma, en slökkvilið var ekki kvatt til vegna þess að bústað- urinn hafði verið í niðurniðslu og eigandinn kveikt í honum. Sumarbústaðurinn var á svæði fyr- ir sunnan Voga eða á milli Voga og Vogastapa. Þar var eitt sinn fyrir- huguð sumarhúsabyggð og risu nokkrir bústaðir á svæðinu, en með tímanum hafa þeir verið fluttir burt. Þessi bústaður var síðasti bústaður- inn sem eftir stóð og hafði ekki verið notaður í mörg ár. — EG Evrópumótið í bridge: Island í fimmta sæti eftir fimmtán umferðir Brígthon, frá Guðmundi Hemuuuusyni bl ÍSLENSKA landsliði á Evrópu- mótinu í bridge stóð sig með afbrigðum vel um helgina og var í fimmta sæti á mótinu eft- ir fimmtán umferðir en »11« era spilaðar tuttugu og þijár i mót- inu. Kvennaliðinu hefur hins vegar gengið frekar illa og var í sextánda sæti eftir ellefu umferðir en í kvennaflokknum eru spilaðar nítján umferðir. Svíar virðast ætla að næla sér í Evrópumeistaratitilinn þvi þeir voru 30 stigum yfir næstu þjóð og hafa unnið alla sína leiki nema einn. Frammistaða íslendingana hef- ur að vonum vakið athygli hér en hún hefur verið fyllilega verðskul- duð. Liðið hefur spilað mjög vel Lmanni Morgunblaðsins ef undan er skilinn einn leikur gegn Þjóðverjum. Ásgeir og Aðal- steinn hafa staði sig sérstaklega vel en þetta er fyrsta mót As- geirs. Fyrirliðinn, Hjalti Elíasson, á líka stóran þátt í frammistöðu liðsins því honum hefur tekist að búa til mjög samhent lið. íslendingar spiluðu við Ung- veija í tólftu umferð. Jón, Sigurð- ur, Guðlaugur og Öm spiluðu fyrri hálfleikinn og staðan í hálfleik var 53—21 fyrir Island. Aðalsteinn og Ásgeir spiluðu seinni hálfleikinn fyrir Guðlaug og Öm og Ungveij- unum tókst að klóra aðeins í bakkann en leikurinn fór 98—81 eða 18—12. Evrópumeisturum Austurríkis hefur gengið afleitlega hér á mót- inu en þeir vom andstæðingar íslendinga í_ þrettándu umferð. Aðalsteinn, Ásgeir, Guðlaugur og Öm byrjuðu og áttu góðan leik á báðum borðum. Aðalsteinn og Ásgeri tóku tvær þunnar slemmur og Guðlaugur og Öm áttu betra gegn stjömuspilara Austurríkis, Jan Fucic. Staðan í hálfieik var 67—32. Jón og Sigurður komu síðan inn fyrir Ásgeir og Aðal- stein og voru frekar óheppnir, dobluðu Fucic meðal annars í bút, sem hann vann. Austurríkismönn- um tókst að jafna leikinn 81—81 eða 15-15. ísland spilaði við Belga í fjór- tándu umferð. Einn belgíski spilarinn mætti ekki til leiks í upphafi og keppnisstjóri setti fyr- irliða Belganna inn í staðinn. Ásgeir og Aðalsteinn náðu mjög skemmtilegri slemmu í fyrri hálf- leik sem fór niður í slæmri legu og Guðlaugur og Öm fóm niður á alslemmu með 10 spil í trompi á milli handanna þegar drottning, tía og þrostur vom á sömu hendi. Belgar létu sér nægja geimið. Staðan í hálfleik var samt 54—53 fyrir ísland. Tíndi spilarinn fannst og spilaði seinni hálfleik fyrir Belga. Hann hefði þó betur látið það ógert því Jón og Sigurður sem komu inn á fyrir Asgeri og Aðal- stein áttu allar tölumar á biaði sínu nema eina og ísland vann seinnihálfleik 59—26 og leikinn 20—7 en Belgamir vom sektaðir fyrir óstundvísi. ísland og Noregur spiluðu sman í fímmtándu umferð. Norðmenn hafa vakið athygli hér eins og íslendingar því þeir em með mjög ungt lið og §órir þeirra em að spila sitt fyrsta Evrópumót. Þeir rejmdustu era Stevning og Voll sem em aðeins 24 ára gamlir. Stevning og Voll byijuðu vel gegn Guðlaugi og Emi og sögðu meðal annars harða slemmu sem Ásgeir og Aðalsteinn slepptu. íslending- amir börðust þó vel og í hálfleik I var staðan 31—30 Jón og Sigurð- ur komu inn fyrir Ásgeri og Aðalstein. Seinni hálfleikurinn var líka jafn og leikurinn fór 58—57 eða 15-15. Kvennaliðið tapaði sjöundu umferð 7—23 fyrir Ítalíu og 10—20 fyrir Spáni í áttundu um- ferð. Liðið tapaði síðan naumlega fyrir ísrael í níundu umferð Jr' 14—16 en stórt fyrir Þýskalandi í tíundu umferð 2—25.Í elleftu umferð vann liðið síðan Pólveija 21-9. Staðan eftir fimmtán umferðir í opna flokknum var sú að Svíar höfðu 297,5 stig, Frakkar 269 stig, Bretar 264 stig, ísrael 260,5 stig, ísland 259 stig, Danir 253,5 stig og Norðmenn 253 stig. ítalir em efstir í kvennaflokki eftir ell- efu umferðir með 210 stig , Frakkar em með 209 stig og Bretar með 206 stig. íslendingar ^ vora í 16. sæti með 139 stig. Is- lendingar spiluðu við Dani í gærkvöldi í opna flokknum og kennaliðið við Irland. í dag spila karlamir við Pólland og Tyrkland en konumar við Noreg og Bret- land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.