Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 Suður-Afríka: Verkfall blökku- manna hafið Á þriðja hundrað þúsund hlýða kaili sambands námumanna Jóhannesarborg, Reuter. VERKFALL blökkumanna í gnll- og kolanámum Suður-Afríku hófst í gær. Mörg þúsund blökkumenn lögðu af stað til heimkynna sinna sem oft eru nokkur hundruð kílómetra frá námunum en margir þeirra búa í svonefndum heimalöndum blökkumanna, enn aðrir i Lesotho eða Swasilandi. Verkfallið gæti valdið efnahagslegu öng- þveiti í landinu þar sem námumar gefa af sér helming gjaldeyris- tekna ríkisins. Cyril Ramaphosa, formaður Þjóðarsambands blakkra námu- manna, sagði í gær að verkfallið væri það umfangsmesta í sögu landsins. 280 þúsund mannns í 46 námum hefðu lagt niður vinnu. Talsmenn námueigenda segja að 230 þúsund séu í verkfalli og halda því fram að unnið sé í nokkrum námum. Formælandi sambands námumanna sagði að í gullnámu nokkurri í Welkom, um 260 kfló- metra suðvestur af Jóhannesar- borg, hefðu verkamenn á morgunvakt verið neyddir til að Japan: Mótmæla hernámi Sovét- ríkjanna Tókíó, Reuter. HUNDRUÐ japanskra hægri- mann kröfðust þess i gær að Sovétmenn skiluðu þeim aftur þeim eyjum, sem þeir tóku her- skildi í Seinni heimsstyijöld og hafa ekki latið af hendi síðan. Tilefnið var það að 42 ár voru liðin frá því að Sovétríkin sögðu Japönum stríð á hendur. Lögreglan sagði að mótmælend- umir hefðu komið sér fyrir nærri sovéska sendiráðinu og notuðu þeir gjallarhom til þess að koma á fram- færi þeirri kröfu sinni að Sovétmenn hefðu sig á brott af eyjunum fjór- um, sem þeir hemumdu í lok Seinni heimsstyijaldar. Eyjamar era hluti af Kúrfl-eyjum, en auk þess her- numdu Sovétmenn syðri hluta Sakalín-eyjar, sem áður var jap- anskt landsvæði. Japanir segja Sovétmenn halda eyjunum fjóram andstætt lögum og rétti þar sem aldrei hafi verið um þær samið við uppgjöf Japans. Fimm úr hópi mótmælanda vora handteknir fyrir mótþróa gegn lög- reglu, en um 1.000 óeirðalögreglu- þjónar höfðu komið sér fyrir umhverfis sendiráðið. Þrátt fýrir þessar handtökur munu mótmælin hafa farið friðsamlega fram. Mótmælendumir, sem vora á milli 7-600 talsins, reyndu að kom- ast að sendiráðinu, en lögreglan hélt þeim í skefjum í nokkur hundr- uð metra fjarlægð. hefla vinnu af vopnuðum öryggis- vörðum. Námumenn búa margir í sérstök- um búðum, eingöngu fyrir karl- menn, og ráðlagði verkalýðssam- bandið félögum sínum að yfírgefa búðimar á meðan verkfallið stæði yfir til að komast hjá átökum við öiyggisverði námueigenda. Lögreglumenn og öryggisverðir námueigenda, gráir fyrir jámum, era á verði við munna námanna. Brynvarin ökutæki era á ferð um götumar og blaðamönnum var vísað burt. Að sögn talsmanns námufyrir- tækisins Anglo-American Corpor- ation særðust sex námumenn í upphafi verkfallsins er átök urðu milli verkfallsmanna og verkfalls- bijóta. Áður en verkfallið hófst varaði fyrirtækið námumenn við því að halda heim á leið og sagðist mundu grípa til sinna ráða til að tryggja áframhaldandi framleiðslu Námumenn krefjast 30% kaup- hækkunar og hærri áhættuþóknun- ar en námueigendur bjóða rúmlega 23% kauphækkun. Meira en 800 námumenn fórast í námuslysum á síðasta ári. Margir líta á verkfallið sem ein- vígi milli stjómvalda hvítra og verkalýðssambanda blökkumanna en samböndin hafa komið meira fram í sviðsljósið eftir að Botha forseti lýsti yfír neyðarástandi í landinu á síðasta ári. * * Síldítunnu Sóldýrkendur þekja Kugenuma-baðströndina suðvestur af Tókýó í fyrradag en þá fór hitinn víða yfir 30 gráður í Japan. Að sögn lögreglu fórust 23 og átta er saknað eftir slys af ýmsu tagi á baðstrendum landsins um helgina og munu flestir þeirra hafa drukknað. Jafnaðarmannaflokkurinn í Bretlandi: Hver höndin upp á móti annarri St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. EFTIR að David Owen sagði af sér sem leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins síðastliðinn fimmtu- dag, hafa átakalínur skýrst i flokknum. Fjórir af fimm þing- mönnum flokksins styðja Owen og andstöðu hans við sameiningu við Fijálslynda flokkinn. Einn þingmanna Fijálslynda flokksins sagði um helgina, að hinn nýi flokkur, sem yrði til eftir samein- inguna, mundi bjóða fram í öllum kjördæmum og ekki yrði um neina samvinnu við jafnaðar- menn að ræða. David Owen lýsti því í grein í The Sunday Times sl. sunnudag, að í vikunni eftir kosningamar í júní hefði hann lagt til, að eigum flokksins yrði skipt í hlutfalli við þá, sem kysu að ganga í nýjan, sameinaðan flokk eða vera áfram í Jafnaðarmannaflokknum. Þá höfnuðu samþingmenn hans þessari tillögu og sögðu hana ótimabæra. Hann hefur nú haldið fram sömu skoðun, en Charles Kennedy, sá eini þingmanna flokksins, sem styð- ur sameininguna, hefur lagt fram tillögu, sem fara mun fyrir ársþing Starfsfólk breska Verkamanna- flokksins hótar verkfalli St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morg'unblaðsins. FJÁRMÁL Verkamannaflokks- ins standa nyög illa eftir kosn- ingar fyrr á árinu. Starfsfólk i aðalstöðvum flokksins hótar yfirvinnubanni og verkfallsað- gerðum til að mótmæla fyrir- huguðum uppsögnum 40 starfsmanna flokksins. Föstum flokksmönnum í Verka- mannaflokknum hefur fækkað síðustu ár. Sömuleiðis hefur með- limum verkalýðsfélaga fækkað. Larry Whitty, aðalritari flokks- ins, hefur lagt til, að hætt verði útgáfu á tveimur blöðum flokksins og 40 manns verði sagt upp í aðal- stöðvunum til að draga úr útgjöld- um í því skyni að afla fjár upp í u.þ.b. 70 milljón króna skuld flokks- ins við viðskiptabanka sinn. Fulltrúar starfsfólks hafa krafist fundar með Whitty til að semja um þessar breytingar á starfsemi flokksins. Þeir hafa gagnrýnt Whitty mjög harkalega fyrir slæ- lega fjármálastjóm. Þeir krefjast endurskipulagningar án þess að nokkrum verði sagt upp og segja, að það muni spara veralegt fé. Starfsfólkið íhugar að grípa til yfirvinnubanns á ársþingi flokksins í Brighton í næsta mánuði eða jafn- vel að neita allri vinnu við þingið. flokksins um næstu mánaðamót, þar sem öll tvímæli era tekin af um, að Jafnaðarmannaflokkurinn gangi sem ein heild inn í nýjan fiokk. Hann leggur einnig til, að minni- hlutinn fái fulltrúa í nefndinni, sem ræðir við Fijálslynda flokkinn. Þessi tillaga er tilraun til að laða hluta þeirra 43% flokksmanna, sem voru andvígir sameiningu við Fijálslynda flokkinn, til liðs við hinn nýja flokk. Ljóst er, að mikil átök verða á ársþinginu og alls ekki víst, að það samþykki sameiningartillöguna. í könnun, sem The Sunday Times lét gera meðal fulltrúa í þeirri nefnd flokksins, sem þarf að samþykkja sameininguna með þremur fjórðu hlutum atkvæða, kom f ljós, að aðeins um helmingur fulltrúanna styður tillöguna. í væntanlegri bók Dawid Owen (Kafli úr bókinni birtist í The Obser- ver um helgina.) kemur fram, að afstaðan til Frjálslynda flokksins hefur verið ágreiningsefni innan Jafnaðarmannaflokksins frá upp- hafi. Roy Jenkins hefur alltaf litið á Jafnaðarmannaflokkinn sem leið inn í Fijálslynda flokkinn, að áliti Owens. Sjálfur nefnir hann ýmsar ástæður þess, að hann hafi ævin- Iega átt erfítt með að hugsa sér sameiningu við ftjálslynda, meðal annars vegna mikils stuðnings inn- an flokksins við einhliða afvopnun. Astralía: Óður byssu- maður fell- ir sex, særir 18 Melbourne, Reuter. SEX MANNS féllu og 18 særðust í skotárás óðs manns í Melbourne á sunnudag. Nokkrir hinna særðu eru þungt haldnir og kynni tala hinna látnu því að hækka. Maðurinn, 19 ára gamalt fyrrverandi liðsforingjaefni, náðist heill á húfi eftir að hafa haldið uppi skothríð um hrið. Skaut hann á allt kvikt, menn og konur, sára sem heila. Maðurinn heitir Julian Knight og er þegar búið að ákæra hann fyrir morðið á John Muscatt, einum hinna sex, sem féllu. Knight andæfði kæranni ekki og verður því í gæsluvarðhaldi. Að sögn lög- reglunnar skaut Knight tilviljana- kennt á hvað sem var, bfla, fólk og lögregluþyrlu, með sjálfvirkum riffli og haglabyssu. Einnig skaut hann á sjúkraliða, sem reyndu að koma særðu fólkinu í skjól. Að sögn tals- manns Duntroon-herskólans í Canberra var Knight í liðsforingja- þjálfun við skólann um misseris- skeið, en sagði sig úr skólanum í júní sl. Að sögn lögreglunnar komst ungur lögregluþjónn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, upp að byssu- manninum, króaði hann af, af- vopnaði og handjámaði einn síns liðs áður en honum barst aðstoð. Þetta er blóðugasta atvik af þessu tagi í Ástralíu frá 1984, en þá féllu sex manns og ein 14 ára stúlka í byssubardaga tveggja bif- hjólagengja. Auk þess særðust þá meira en 30 manns. Reuter Óeinkennisklæddur lögreglu- þjónn heldur hér á haglabyssu byssumannsins. Lestarslysið í Sovétríkjunum: Tugirmanna létu lífið Moflkvu. Reuter. TUGIR manna létu lífið, þegar flutningalest rakst á farþegalest i kolanámahéraði I Suður-Rúss- landi á föstudag, að því er Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, sagði í gær. „Síðustu tveir vagnamir lögðust alveg saman og hinn þriðji skemmd- ist mikið,“sagði í Prövdu. „Tugir manna létu lífið." Áreksturinn varð, þegar hemlar flutningalestarinnar, sem var með komfarm, biluðu, skömmu áður en lestin kom inn á Kamensk-Shakh- tinsky-brautarstöðina, um 900 km suðaustur af Moskvu. Rakst hún á farþegalest, sem var rétt ófarin á Ieið til höfuðborgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.