Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 Taiwan: Að Vatni hins milda tunffls o g lifgefandi sólar HÚN situr frammi í bátnum og horfir fránum augum yfir vatn- ið. Sem er grænt og er grænt, og er grænt. Eftir svipnum á henni að dæma gæti hún verið að fara í sína fyrstu ferð yfir Vatn hins milda tungls og lífgef- andi sólar, eins og ég. Þó er hún búin að vinna við þetta í hálfa öld. Að feija fólk yfir vatnið. Og hún fæst til að segja mér, að það hafi ekki veitt af, að hún tæki snemma til hendinni. Það var stór fjölskyldan. Svo er hún Saui; það er ekki malað undir þá hér. Eg skrifa bak við eyrað að spyija um hvað Saui er. Við höfðum komið að Vatni tunglsins og sólarinnar kvöldið áð- ur. Það er í miðhluta Taiwan, í suðurátt frá Tapei. Þar eru og helztu vatnasvæðin á eynni.Leiðin er vörðuð fegurð, fjöllin gnæfa há og tignarleg á báðar hendur, og tijábreiðan yfir þeim upp á tinda. Á stöku stað grillir í klettamyndan- ir þar sem bunulækir eru á enda- lausum harðaspretti næstum skríkjandi, eins og fólkið sem býr í þessu landi. Víða hafa verið sprengd jarðgöng gegnum fjöllin til að stytta veginn og gera hann þægilegri yfirferðar. Enn er því verki ekki lokið og þá keyrum við malarvegi spottakom. Og svo vind- ur vegurinn sig niður í djúpa dali, þar sem hrísgijónaakrar teygja sig svo langt, sem auga eygir. Við för- um um lítil þorp og bæi og við gerum stuttan stans í tréskurðar- þorpinu Sani, sem er í Miaoli héraðinu. Eg hafði ætlað að skreppa hingað fellibylsdaginn og fannst nú kjörið að nota tækifærið. Tréskurðarlist Kínverja er fræg og Sani er þó vissulega miðstöðin á Taiwan. I hveiju húsi, svo til, í þessu litla þorpi eru listamenn að störfum. Þessir menn hafa ekki gengið í neina skóla, ekki einu sinni sótt námskeið . Þeir hafa lært af feðrum sínum, kynslóð fram af kynslóð. Og góður útskurðarmaður er eftirs- óttur og getur leyft sér að gera töluverðar kröfur. Annars fer hann bara á næsta stað. Sumir segja mér, að á eftir hrísgijónabændum, séu góðir tréskurðarmeistarar bezt settir allra, í efnalegu tilliti. Við fórum á nokkur verkstæði og Huang Jíickson hjá Glaða út- skurðarfyrirtækinu, leiðir mig um búðina og þar getur að líta útskurð af öllu tagi. Líkneski og styttur af ýmsum stærðum eru hvað mest áberandi, en þarna eru líka fram- leidd merk húsgögn sem Japanir og Ástralir eru einkum sólgnir í að kaupa, og allt kostar þetta skilding- inn. Og fallegt er það líka. Hjá Glaða útskurðarfyrirtækinu vinna nokkrir tugir manna, þar af eru aðeins fáeinir „meistaiar." Huang segir, að útskurðarmeistarinn fái tréð í hendumar, eftir að það hefur verið snyrt í vélum. Síðan tekur hann við og sker, þangað til verkið er fullbúið, utan smá pússningar. Huang segir, að hann hafi lært útskurð sjálfur, með því að horfa á foður sinn, en nú orðið hefur hann svo mikið að gera við að stjóma, að hann gefur sér naumast tíma lengur. Því að það verður ekki hlaupið í útskurð af þessu tagi. Þegar við komum inn á verkstæðið má líka sjá, að menn eru niður- sokknir í verkið, einbeitingin er Frá skreytingum í hofinu alger. Og maður verður samt á undra skömmum tíma vitni að því, þegar listaverk er að verða til úr ólögulegum tijábút í höndum þess- ara einbeittu og alvörugefnu manna. Sem ég hef skoðað mig um og það er vitanlega boðið upp á te, berst talið að því, hvaðan ég sé. Og verður uppi fótur og fit. Að vísu flytur Glaða útskurðarfélagið eink- um og sér í lagi vaming sinn til Japans. En það sem meira er, líka til íslands. Huang man því miður ekki, hvað fyrirtækið á íslandi heit- ir og minnist þess ekki heldur, að viðkomandi íslendingur hafi komið í fyrirtækið. En hann telur sig vita það fyrir víst, og er dijúgur með sig, að hann er sá eini, sem selur til Islands. Helzta borgin á leiðinni er Taic- hung, þar býr góð hálf milljón manns og við tylltum þar niður tá í skrifstofu upplýsingaráðuneytisins á staðnum og það var haldin yfir mér enn ein ræðan um kínverska lýðveldið. Ég var fyrir löngu hætt að kippa mér upp við smáfyrirlestur um þá félaga Sun-Yat sen og Chi- ang-Kai sjek. Það má venjast öllu. Sérstaklega þegar maður er á leið- inni til til Vatns hins milda tungls og lífgefandi sólar. Og þótt Taic- hung væri ekkert sérstök borg í fljótu bragði séð á hún ugglaust sinn sjarma, það er bara spurningin um að leita að honum. Loks sér til Vatns tunglsins og sólarinnar. Vötnin eru tvö, annað eins og tungl, hitt sól. Fjöllin um- hverfís vafin gróðri.í kringum vatnið er rauðu pappírsskrauti kom- ið fyrir í tijánum, og gleður augað. Þegar dimmir kvikna ljós inn í skrautinu og það er ein samfelld jólaljósadýrð umhverfís vatnið. Vatnið virðist krökkt af litlum, kátum bátum, flestir eru þeir vélkn- únir og sumir á leið í litlu þorpin handan vatnsins, aðrir eru bara á skemmtisiglingu. Ofarlega í fjöllun- um í vesturátt sér í mikla byggingu. Það er musteri „Hins mikla bók- menntajöfurs“ og er eitt mesta margra musterisgersema á Taiwan. Það hýsir margt dýrgripa Hsuan Chuang múnks frá Tangættarveld- inu. Meðal þess eru mörg rit um kenningar Búdda, sem múnkurinn kom með frá Indlandi. Hsuan varð, svo sem kunnugt er einn fyrsti boð- beri búddisma i Kína. Útskurður i Sáaþorpinu handan Vatnsins Frá Hofi hins mikla lærdómsjöfurs Sölubúð við vatnið 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.