Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 félk í fréttum Morgunblaðið/Einar Falur Jassg-aukarnir í ljúfri sveiflu á æfingu fyrir tónleika á Borginni. Frá vinstri: Ari Haraldsson, Ingi Þór Helgason og Einar Sigurðsson. Besta spilamennskan í matvörubúð Jassgaukarnir í viðtali Jassgaukamir eru vaknaðir af vetrarlöngum dvala. Þessa dagana spila þeir á Borginni á fostudags- og laugardagskvöldum á milli klukkan 20.00 og 22.00 fyrir alla sem unna léttri sveiflu. Á næstunni munu þeir færa út kvíamar og þeysa á Fógetanum á fimmtudögum og sunnudögum. Gefst mönnum kostur á að hlusta á þá fram í september, þegar þeir leggjast í híði aftur. Gaukam- ir eru þeir Helgi Þór Ingason á píanó, Ari Haraldsson á saxafón og Einar Sigurðsson á bassa. Þar sem tveir þeirra dvelja í útlöndum á veturna koma þeir nú aðeins saman á sumrin, en fyrsta árið spiluðu þeir allan ársins hring, eftir að hljómsveitin er stofnuð vorið 1984. Fólk í fréttum kom að máli við Gaukana. Þeir félagar segjast spila allan jass, mest þó gamlan, en nýtt sé alltaf innan um. Þeir séu líka mikið fyrir léttar bossanóvur og seiðandi sömbur. Annars verði fólk bara að koma og hlusta. í byijun segjast þeir hafa flutt talsvert af frumsaminni tónlist, eftir Helga Þór, og hún sé ennþá á efnisskránni, en það vinnist varla tími til að æfa upp mikið af henni þegar þeir komi saman rétt yfir sumarmánuðina. Alltaf megi þó heyra eitt og eitt fmmsa- mið lag. Ei’nar bassaleikari stundar á vetuma nám í klassískum bassa- leik í Vínarborg. Ari saxafónleik- ari dvelur í Stokkhólmi yfir vetrarmánuðina, sækir stöku tíma hjá einkakennara, en reynir að lifa af tónlistinni sem mest. Hann segir þó að hann verði alltaf að vinna eitthvað annað með. En hvað kom til að þeir fóru að spila saman? „Við kynntumst í jassdeild tón- listarskóla FIH þar sem við vorum allir við nám,“ segir Helgi Þór. „Við byijuðum að spila á Gauk á Stöng, urðum eiginlega húshljóm- sveit þar, og þaðan er nafnið runnið. Fyrsta kvöldið vorum við auglýstir sem Jassgaukarnir og við létum okkur vel líka.“ -Hafa Jassgaukamir alltaf ver- ið skipaðir eins og nú? Ari: „Nei, við vomm í upphafi fjórir, við þrír og Þorsteinn Gunn- arsson trommari, en hann hætti smám saman sökum anna.“ Þeir félagar segjast einkum hafa spilað á krám Reykjavíkur- borgar um dagana, eitthvað í félagsmiðstöðvum og á stöku tón- leikum. Þeir em spurðir hvort eitthvert tilvik sé minnisstæðast. Einar er fljótur til svars og segir: Besta spilamennskan fannst mér vera í matvörubúðinni Víði í Star- mýri. Það 'var um verslunar- mannahelgina 1985 og við vomm fengnir til að spila til að lokka að kaupendur. Og það var góð sala þessa helgi.“ Ari: „Það var einkennileg til- finning að spila innan um fólk með innkaupapoka og kermr.“ Helgi Þór: „Eftirminnilegasta og jafnframt sú leiðinlegasta spilamennska sem ég man eftir var á rokktónleikum í Keflavík með Bubba og hljómsveitinni Grafík. Mig hefur aldrei langað eins mikið til að hverfa niður úr gólfínu og þá.“ Einar: „Hlustendahópurinn var í yngsta lagi og hafði ekki til að bera þann þroska sem þarf til að njóta göfugs djass." Þegar félagarnir em spurðir hvort þeim finnist jassinn skemmtilegasta músíkin, em Ari og Helgi Þór sammála um að svo sé, en Einar segir klassíkina að minnsta kosti jafnskemmtilega fyrir sér. Ari hefur aldrei stundað nám í klassískri tónlist, en Helgi segist hafa hætt því eftir nokkum tíma af einskærum leiðindum. - Eiga Jassgaukarnir sér ein- hveijar fyrirmyndir? „Það em engir sérstakir tónlist- armenn fyrirmyndir okkar. Nær væri að segja að það væri tónlist- arstefnan, be-bop, sem við fylgj- um að mestu,“ svarar Ari að lokum fyrir hönd þeirra félaga. Vöðvabúnt og yngismey með afsláttartilboðum. Costa del Sol fyrir 4000 kall Nýverið hélt Spies ferðaskrif- stofan blaðamannafund með dönsku fjölmiðlunum til að kynna ferðaáætlun sína fyrir rekstrarárið 1987-1988. Að sögn dagblaðsins Politiken vissu blaðamenn ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar fjög- ur vöðvabúnt af karlkyni stukku fram á gólfið í sundskýlum einum fata og tóku til við að hnykla vöð- vana. Málin skýrðust þó fljótt þar sem að á búntin vom máluð tilboð um ýmsar ferðir og þulur tók til við að útlista þau enn frekar í hátal- ara. Blaðamönnum af karlkyni þótti að vonum súrt í broti að fá ekkert fyrir sinn smekk, en tóku fljótlega að anda örar því stuttu síðar bætt- ust yngismeyjar í bikini í hópinn, jafnvandlega málaðar auglýsingum og karlamir. Spies ferðaskrifstofan notaði þessa nýstárlegu aðferð til að vekja athygli á mikilli lækkun á verði ferða hjá henni á milli ára. Er lækk- unin að sögn talsmanns hennar tíu milljónir danskra króna eða um 54,4 milljónir íslenskra króna. Ekki nein skiptimynt það. Erling Brodersen, framkvæmda- stjóri hjá ferðaskrifstofunni, segir hana geta lækkað verðið svo mikið vegna lágs gengis bandaríska doll- arans. „Viss heiðarleiki verður að vera í ferðamannaiðnaðinum," segir hann. „Við þénum það sem okkur ber, hvorki meira né rninna." Rétt er að leyfa lesendum Fólks í fréttum að finna reykinn af réttun- um. Vikuferð til Parísar kostar 795 krónur danskar eða um 4300 íslenskar, til Costa del Sol 3950 íslenskar. Gran Canaria í tvær vik- ur kostar 11120 í íslenskum krónum. Ætli það borgi sig ekki að fljúga til Kaupmannahafnar í fríið? Fljúgandi nautabani Portúgalski nautabaninn Victor Mendez slapp fyrir horn i þessu nautaati á hátið í bænum Vitoria á Spáni - eða öllu heldur hjá horni. 597 kílóa tarfurinn hóf hann á loft, en Victor slapp í þetta sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.