Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 61
 MQRGUNBLAÐIÐ* ÞRÍÐJUDAGUR 18,'ÁGÚSTt1987- Lækjartorg Bréf til Reykvíkinga Ég er nýkominn heim til mín eftir að hafa heimsótt fjölskyldu mína og æskustöðvar í Reykjavík. Eitt af því fyrsta sem ég gerði þeg- ar ég kom til borgarinnar var að fara niður í miðbæ því að mér þyk- ir vænt um hann. Mér brá aldeilis í brún við að sjá hvernig Austurstræti lítur út. Þar blöstu við járngrindabásar með sölufólki á bak við borð sem voru hulin sængurverum, plastvörum, peysum, harðfiski og fleiru. Á kvöldin standa þessar grindur auðar innan um ruslið sem fýkur um svæðið. Þama stendur líka turn, eins sóðalegur og umhverfið. Síðan er fallegt listaverk af merkum manni innan um. Nú spyrég. Eru Reykjavíkurbúar Seljum Póst og síma Sá yfirgangur sem Póstur og sími hafa nú sýnt Reykvíkingum á sér vart hliðstæðu í hinum vestræna heimi. Þetta sýnir vel hver áhrif það hefur á dagfarsprútt fólk að komast í þá aðstöðu að geta hagað sér eins og því sýnist án þess að nokkur geti komið vörnum við. Meðal fræðimanna kallast þetta „dyravarðakomplex" og lýsir sér í því að fólk sem fær í hendurnar stimpil, kaskeiti á höfuðið eða fyrir- skipun um að standa við dyr og angra fólk belgist allt út og fær óstjórnanlega löngun til að sýna vald sitt. Allra skæðastur verður þessi sjúkdómur þegar hann hetjar á heilar stofnanir en það er því miður ekki fátítt hér á landi. Ein af þess- um stofnunum er Póstur og sími sem fylltust af framsóknarmennsku fyrir nokkrum vikum og sögðu Reykvíkingum stríð á hendur. Þessi sjúkdómur á sér þó vel- þekkta lækningu sem nefnist samkeppni. Þannig gildir það um sérhvern dyravörð að hann verður hið mesta ljúfmenni ef við hliðina á hans dyrum eru settar aðrar dyr þar sem annar dyravörður stendur og keppir við hann um aðsóknina. Hið sama þarf greinilega að gera við Póst og síma. Ef Reykvíkingar hefðu átt þess kost að skipta við annað símafélag hefðu þeir félagarnir Póstur og sími aldrei þorað að beita þá því ger- ræði sem raun ber vitni. Því þarf að búta Póst og síma niður í hæfi- lega smáar einingar, til dæmis eftir landshlutum og tegund þjónustu, selja bútana og nota peningana til að troða í fjárlagagatið. Fokvondur símnotandi ánægðir með það hvernig aðalgata bæjarins lítur út? Er hún Reykjavík- urborg til sóma? Ég hef séð kvenfólk og karlmenn sitjandi upp við veggi Utvegsbank- ans á sunnudagsmorgni með brennivínsflösku sem var látin ganga á milli og drukkið sem væri þetta límonaði. Þarna voru líka leð- urklæddir riddarar á mótorhjólum, ég get ekki lýst hávaðanum frá Kæri Velvakandi Þann 11. þessa mánaðar brá undirritaður sér í kvikmyndahúsið Laugarásbíó klukkan 23 sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Ég kaupi bíómiða og poppkorn eins og gengur og allt er í lukkunnar vel- standi. Allt um það, ég horfi á kvikmyndina í rólegheitum. Að myndinni lokinni yfirgáfum við sal- inn nokkuð sæl og ánægð og undirritaður uggði ekki að sér. Þar sem þetta var sama dag og Laugavegurinn var opnaður með pompi og prakt að nýju var tekin sú ákvörðun að skoða hann en halda því næst í útibú Iðnaðarbankans við Lækjargötu og leggja þar inn fé en þegar þangað kom var mér ljóst að skelfilegur atburður hafði átt sér stað. Peningaveskið var horfið með hverri krónu, greiðslu- korti, ökuskírteini og alls kyns bleðlum. Var þá í flýti brunað til baka í kvikmyndahúsið en auðvitað var svo áliðið að allir voru horfnir á braut. Daginn eftir hafði ég samband við bíóstjóra og kann ég honum svo og öllu starfsfólki kvikmyndahúss- ins alúðarþakkir fyrir veitta aðstoð en allt kom fyrir ekki, veskið var greinilega horfið. Vil ég nú koma þeim boðum til þess sem fundið hefur veskið — því að svo mikið veit ég að einhvers staðar er það — að koma því til mín að nýju. Að minnsta kosti vil ég endurheimta skilríki mín því að það er leiðinda fyrirhöfn að afla nýrra. Helst vildi ég einnig endurheimta fé mitt sökum þess að ég er nú Listbeinir Eitt sinn var auglýst eftir heiti yfir þá sem starfa við listþerapíu. Þótt seint sé, vil ég benda á orðið listbeinir. Beinir merkir sá sem beinir til með öðrum, er hjálparhella annarra. Rún þeim. Ég skora á alla lifandi, vakandi menn að láta borgarstjórn heyra frá sér og lýsa andstyggð á þessu ástandi. Gamla bæinn verður að varð- veita. Hann er æskuminning okkar. Hann er pabbi og mamma, afi og amma. Hann er liðnar kynslóðir. Ekki misþyrma honum. Laufey Árnadóttir Dawney bara fátækur námsmaður en sé finnandinn svo illa staddur fjár- hagslega að hann þurfi að taka upp þjófnað til að framfleyta sér má hann svo sem hirða aurana en illur fengur illa forgengur. t|að er þó alltaf best að trúa á það besta í manninum og það hyggst ég gera í þetta skipti sem endranær og trúi því og vona að finnandinn komi veskinu og því sem í því er ósnertu í mínar hendur þar sem það á heima. Slíkur finnandi á von á ríflegum fundarlaunum. Ef finnandi hefur ekki í hyggju að skila neinu nema skilríkjunum má hann koma þeim á næstu lög- reglustöð eða póstsenda mér þau. Markús Þ. Þórhallsson Unufelli 29 meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Raunir kvikmyndaunnanda Það er svo einfatt að þegar við kaupum leð- ursófasett veljum við alltaf gegnum- litað leður og alltaf an- ilínsútað (krómsútað) leður og leðurhúðir af dýrum frá norðlægum slóðum eða fjallalöndum — og yfirleitt óslípaðar húðir (sem eru endingar- bestar). Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú ert að kaupa góða vöru skaltu bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð. Tegund MIAMI erfallegt og óvenjulegt sófasett sem fæst sem 3+2+1 og 3+1+1. Úrvalsleður í svörtu og brúnu og afborgunar- kjör í 12 mánuði ef óskað er. * ’ húsgagnaAöllin REYKJAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.