Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 60
6(f MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987 Ég er svekktur yfir því að ég skyldi ekki geta gefið honum eitt spítalavink! ást er... TM Reg. U.S. Pat. Dff.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate . . . að þurrka honum um muninn. HÖGNI HREKKVlSI *' BN pESSl HÉR- f?APERÖNNOR SAiSA --. " I þjónustu lífs og framtíðar Þeir sem hafa mest að gera hafa alltaf tíma til alls. Þetta hljómar nokkuð einkennilega en bak við þessi orð er mikill sannleikur. Und- anfarin ár hefí ég verið áhorfandi og áheyrandi að því að það er held- ur ekki sama hvemig menn verja tímanum. Ég hefi líka alltaf verið efins um að hægt væri að setja á sama stall athafnamanninn og auðnuleysingjann. Og ég sé alltaf betur og betur hve mikils virði lífíð er og hversu hægt er að fegra og bæta og hafa áhrif á samtíðina, ekki með hávaða, heldur með hugs- un, skipulagningu tímans og því að gera á réttum tíma það sem gera þarf. Sá maður sem mér í þessum efnum hefir þótt athyglisverður er Eitt af því sem ég hef aldrei skilið er hvers vegna allar sundlaug- ar í Reykjavík þurfa að opna og loka á nánast sama tíma. Væri ekki ráð að bæta þjónustuna með því að skipuleggja opnunartímann þannig að ein sundlaugin væri til dæmis opin lengur á mánudögum og föstudögum en starfsfólkinu gefið á frí á sunnudögum í staðinn, sú næsta opin lengur á þriðjudögum og sunnudögum en starfsfólkið í fríi á laugardögum og svo fram- vegis? Gísli forstjóri á Grund í Reykjavík. Hvemig hann ver tímanum og veit- ir honum farveg til heilla umhverfi sínu er eitt af því sem ég dáist að. Hvemig hann byggir upp á ölium vígstöðvum og mikið hefí ég lært af vináttu minni við hann og ekki má gleyma eiginkonu hans, sem bæði örvar og hjálpar og fram- kvæmir með honum. Og ekki er verið að hugsa um hvort hrós á efri leiðum kemur sem ábati og ekki hvort þetta verður metið af vanþakklátri kynslóð. Vitundin um að verkið er unnið í þágu lífsins er hvatinn og um leið miklu meira endurgjald en venjulegur gjaldmið- ill veraldarinnar. Ég átti þess kost að kynnast Þetta myndi koma sér vel fyrir afar marga sem vinna lengi og eiga því erfitt með að ná í sundlaugam- ar á kvöldin eftir vinnu eða kjósa einfaldlega að enda daginn með því að skreppa í sund. Ég get ekki séð að þetta ætti að vera dýrara fyrir Reykjavíkurborg eða óþægilegra fyrir starfsfólkið. Sérstaklega þætti mér vænt um ef þessu yrði komið á yfír sumarið þegar bjart er nánast allan sólar- hringinn. Buslari ýmsum starfsaðferðum Gísla og sannast sagna er ég undrandi að þeir sem framkvæmdir annast á vegum þjóðarinnar, skuli ekki nota sér þá reynslu og þekkingu sem birtist í öllum athöfnum á vegum forstjóra Grundar. Ég dvaldi um tíma hjá Gísla í Hveragerði og naut þar góðs atlætis og ekki síst kynn- ingar á störfum og tilhögun á vegum þessarar stofnunar og sjón er sögu ríkari og með þessum línum vildi ég vekja athygli á því sem er að gerast hjá vel reknu og vaxandi þjóðþrifafyrirtæki. Með kynningu á því er ég ekki í vafa um að stjóm- endur landsins gætu mikið lært, bæði í tilhögun og uppbyggingu og síðast en ekki síst að láta ekkert fara í súginn. Allt viðhald er fram- kvæmt á réttum tíma og allt sem fer úr skorðum eða tærist og eyðist er þegar bætt. Ekki gefínn kostur á að eitra út frá sér. Fyrirtækið sjálft hefír góða starfsmenn á hin- um ýmsu fyrirtækjum heimilisins, svo sem trésmíðaverkstæði, raf- magnsverkstæði o.fl. Fyrir utan að styrkja og styðja menningarstarf- semi um land allt skal þess getið að úr heilbrigðiskerfínu þiggur Gmnd lægstu iðgjöld og það eitt sýnir hvemig hægt er að reka gott starf til fýrirmyndar. Þá veitir Gmnd eldri borgumm landsins á hveiju ári ókeypis afnot af ágætum húsum í fögm umhverfi og em það um 3000 gistidagar sem veittir em og þeir sem þess hafa notið em á einu máli um að þessi dvöl sé stór- kostleg. Útgáfustarfsemi Gmndar á góðum ritum er kapítuli sem ekki verður sagður í fáum orðum og eins má segja um rannsóknarstofur í Hveragerði og gróðurhús. Þessi starfsemi þarf meira rúm en þessi orð til að lýsa því sem fram fer og fram hefir farið, því að auk þess að nota reynslu liðinna ára í upp- byggingunni, er framtíðin mótuð þeim hræringum sem bestar em í nútíð. Hafi þau hjón innilegar þakk- ir og megi valdhafar taka starfíð sér til fyrirmyndar. Árni Helgason ■'K; n > /</»/<<»............ . '//////ttiiiiiiiíiii innii i immvuv I 4 - < v < . X * i <1 í í i i'i i' i *■ i * i t 1 ' v/////////////// HIII ll IUUHUUVWWV Morgunblaðið/Ámi Sæberg Breyttan opnunar- tíma sundlauga Víkverji skrifar Kringlan er, að dómi Víkverja, stórt skref inn í samtímann. Þar má líta verzlunaraðstöðu og verzlunarhætti sem ferðaglaðir ís- lendingar hafa kynnst erlendist en saknað hér heima. Þar að auki er það ekki svo lítið atriði í íslenzkri veðráttu, einkum vetrarveðráttu, að geta ekið inn í bílageymslur, farið í tugi verzlana undir einu og sama þakinu og út í ökutækið í skjóli fyrir veðri og vindum. Víkverji mætti manni í gær sem ól í bijósti vissar efasemdir varð- andi Kringluna og nýjar verzlunar- hallir yfírhöfuð. Hann sá ofsjónum yfir þeim Qármunum, eigin fé við- komandi og lánsfjármagni, sem farið hafa í Kringluna, og stóð á því fastar en fótunum að þetta fjár- magn allt yrði endanlega sótt til kaupenda vöru og þjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. Hér erum við komin að máli sem margir velta fyrir sér. Staðreyndin er engu að síður sú að Kringlan stendur í strangri sölu- samkeppni við mikinn fjölda annarra verzlunaraðila á höfuð- borgarsvæðinu, þar á meðal SÍS-markað við sundin blá og KRON-hringinn. Kringlufyrirtækin verða að bjóða jafn mikið eða meira vöruúrval, jafn góð eða meiri vöru- gæði, jafn lágt eða hagstæðara vöruverð og jafn lipra og háttvísa eða betri þjónustu við gest oggang- andi en samkeppnisaðilar til þess að ná viðskiptum í þeim mæli sem að er stefnt. Það fer enginn að verzla sér til skaða í Kringlunni Ef menn geta nýtt fjármuni sína betur annars staðar. Vöruþekking og verðskyn almennings kemur og til sögunnar. Fjöldinn verzlar þar sem krónan í buddunni hefur mest kaupgildi. Það er það „súra“ epli sem Kringlan, SÍS-markaður við Sund, KRON-hringurinn og kaup- menn við Laugaveg og aðrar borgargötur verða að bíta í. XXX Verzunargróði er orð, sem fallið hefur með mörgum tungufoss- inum bæði fyrr og síðar. Þá er gjaman bent á tvennt. í fýrsta lagi mun hærra vömverð í Reykjavík en í Glasgow á Skotlandi. I annan stað verzlunarhallir svokallaðar. Innflutningstollar, vöragjald og söluskattur era að vísu mun stærri hluti í vöraverði hér en víðast ann- ars staðar. Meira en helmingur benzínverðs er ríkisskattar. Það era sum sé „Baldvinsskattar", svo- nefndir núorðið, sem era áleggið í íslenzku vöruverði. Þessir skattar — einir og sér — duga hinsvegar hvergi nærri alltaf til að skýra að fullu mismun á vöraverði í Reykjavík og Glasgow. Og ef flytja á verzlunareyðslu íslendinga í út- löndum , sem sögð er fjallhá, inn í landið, þurfa tollheimtumenn, inn- flytjendur og smásalar að gera endanlegt verð til neytenda hér heima samkeppnishæfara gagnvart verzlunum, sem íslendingar sækja erlendis, á morgun en það er í dag. Annað mál er að fólk getur oftlega gert betri kaup hér heima (gæði/ verð) en það hyggur og betri en það gerir í mörgum erlendum stór- markaðinum. XXX eir sem tala hæst um verzlun- argróða mættu gjaman hug- leiða með Víkveija: * Hvernig stendur á því að kaup- félög, t.d. KRON, skila litlum eða engum verzlunargróða, jafvel tapi á stundum, þó að vöraúrval, sem legið er með, sé yfirhöfuð minna, og vöraverð sé sízt lægra, stundum hærra, í KRON-búðum en í stór- mörkuðum eða hjá kaupmanninum á horninu? * Hvernig stendur á því að endan- legt verð vöra, sem SÍS flytur inn og kaupfélög selja í hendur neyt- enda, er oftlega hærra en þegar einkaverzlun á í hlut? Hver er þá „hagnaðurinn" af svokallaðri fé- lagsverzlun fyrir almenning? * Hvar er hinn margumræddi verzl- unargróði þegar félagsverzlunin á í hlut? Era sögurnar um þennan gróða máske ýktar — eða getur einkaverzlunin boðið lægra verð en kaupfélög sem tapa — en samt skil- að gróða? Felur einkaverzlunin í sér gagnkvæman gróða en félagsverzl- unin gagnkvæmt tap?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.