Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 NÝJUNG Á MARKAÐNUM ! TINAFLEX gólffltsar úr plasti Henta vel á svalirnar.; viö sundlaugina eða heita pottinn, t gufuhaöiö og hvar sem er fást í mismunandi litum Flísarnar sem þú ert búin aö vera að leita að ERUM í HÖLLINNI v/corii rviM’o-7 V v»> VWIh/II « innan veggja oíj LAUGARDALSHÖLL ^ VATNSVIRKINN HF. ÁBMÚLA 21 SIMAR 686455 — 685966 ■IMfea LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Metsölublað á hvetjum degi! • • Orfá orð um náð og trú eftir Ólaf Vigfússon Nokkuð hefur verið ritað um eyðni og trú að undanfomu. Ekki ætla ég mér að rita um eyðni þar sem mig skortir þekkingu á þeim hræðilega sjúkdómi. Grein Gunnars Þorsteinssonar, frá 25. ágúst varð þó til þess að ég sting niður penna. Þar fjallar Gunnar um iðrun og trú og segir m.a: „Náð Guðs er ekki einhver massi sem flýtur inn í fólk óumbeð- ið eða verður hlutskipti manna við ytri athafnir. Náð Guðs er óverð- skulduð og er veitt í Jesú Kristi. Við tökum á móti náð Guðs með trúnni og þar er ekki manngreinar- álit.“ Að Guð er náðugur Guð ættu allir í kristnu landi að vita. En það er ekki víst að allir viti við hvað er átt, þegar talað er um náð Guðs. Það má vera að sumir ætli að átt sé við að Guð horfi í gegnum fíng- ur sér varðandi syndir okkar. Guð sé náðugur Guð og taki því ekki alvarlega þótt við syndugum. En það er ekki átt við það. Guð sér ekki í gegnum fíngur sér varðandi syndir okkar. Guð er heilagur Guð og sættir sig ekki við hina minnstu synd. Guð er heilagur og réttlátur Guð. Og það fær ekkert óhreint nálgast Hann. Þegar maðurinn syndgaði var honum vísað frá, hann var orðinn óhreinn, syndugur og missti þar með Guðsmyndina. Synd- in var búin að spilla sambandinu við Guð og var nú ráðandi afl f hjarta mannsins. Páll postuli segir svo í Róm 5, „Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann og dauðinn fyrir syndina og þannig er dauðinn runninn til allra manna, af því allir hafa syndgað." Og ennfremur: „AIl- ir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Róm 3, 23. Allir menn eru því fæddir inn í fallið mannkyn, þar sem syndin ríkir. Synd er enn sú sama og í upphafi þ.e. vantrúin — vantraustið á orð Guðs. Aðrar syndir og lestir eru aðeins afleiðing þess sem varð í upphafi. „Allir hafa syndgað," þá er ekki aðeins átt við ytri sýnileg verk, heldur ástand hjartans, þ.e. „innstu fylgsni hjartans með þeim öflum sem þar búa“. Þegar við lesum Biblíuna, verður okkur ljóst að þeir sem hana skráðu gerðu sér fullljóst að syndin nær til allra manna. „Sjá í misgjörð er eg fæddur og í synd gat mig móðir mín.“ Sálm. 51, 7. „Enginn er sá sem aldrei syndgaði," sagði Salom- on. „Því að enginn réttlátur maður er til á jörðinni er gjört hafí gott eitt og aldrei syndgað." Préd. 7, 20. „___eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam.“ . Kor. 15, 22. „Vér ... vorum þá allt eins og hinir, að eðli til reiðinnar böm.“ Ef. 2, 3. Við'erum því sekir syndar- ar fyrir augliti Guðs. Þar er ekki stigskipting syndar né heldur ald- ursmark, frá fæðingu er maðurinn syndari og skortir Guðsdýrð. Tökum við „á móti náð Guðs með trúnni". Ég tel það ekki alls kostar rétt því náðin er á undan trúnni. Náð Guðs hefur verið starfandi frá upphafi. Hún var til staðar við syndafallið þegar Guð lét „loga hins svipanda sverðs, geyma vegarins að lífsins tré“. 1. Mos. 3, 24. Náð Guðs er í dag starfandi eins og á liðnum öldum, hún leitar syndarann uppi og það áður en hann hugsar nokkuð um hana. Náð Guðs leitar syndarann uppi og leitar á hann, fer jafnvel inn í hann, knýr dyra og þar með er undirbúningsstarf Guðs hafíð í hjarta mannsins þótt hann geri sér enga grein fyrir því sjálfur. Þetta er kallaður vakning- artími í lífí syndarans. Vakningin kemur til okkar án þess að við biðj- um um hana og það einnig án þess að við gerum nokkuð til þess að verða vaktir. Það sem við getum gert er að við spymum við henni, hindrum hana í starfinu. En náðin er starfandi í manninum. Og Guð biður manninn ekki um leyfí til þessa starfs. En þar sem Guð er náðugur Guð þá áskilur Hann sér rétt til að stöðva sérhvem mann, svo hann lendi ekki í eilífri glötun, fyrr en maðurinn hefur vaknað af svefni syndar og honum boðið að þiggja náð Guðs og hjálpræði í Jesú Kristi til eilífs lífs. Við getum því ekki talað um að trúin höndli Krist eða að hún tileinki sér náðina. Þarf þá ekki að trúa? Vissulega er trúin nauðsynleg. „Án trúar er ómögu- legt að þóknast Guði.“ Hebr. 11,6. En hún er ekki til þess að draga náðina til okkar. Hún hefur áður leitað okkur uppi og knúið á dyr hjá okkur. Trú okkar er í því fólgin að við svörum Guði með því að opna dymar og hættum að standa í gegn Honum. Og andstöðunni gegn Honum hættum við um leið og við játum syndir okkar fyrir Guði. Einlæg syndajátning er sú trúarathöfn sem opnar hjarta okkar fyrir Guði, þá fer Hann inn með alla sína náð. Gunnar Þorsteinsson segir í grein sinni: „Ég hlýt að taka undir kenn- ingu Nýja testamentisins um skfm hinnar trúuðu. Þar sem hinn gamli maður er grafínn og menn fram- ganga í endumýjungu lífsins. Mér þykir nær kukli en kristni að bera ómálga böm til þessarar athafnar." í sjálfu sér er ég ekkert undr- andi á þessum orðum Gunnars, svo oft hef ég heyrt skoðanabræður hans §alla um skímina. En ég verð að segja Gunnari það til hróss að hann talar umbúðalaust um hluti sem aðrir fela í umbúðir. Öll vitum við hvað kukl er og víst er um það að ekki flokkast það undir kristin- dóm eða guðleg verk. Því eru það alvarleg orð þegar sagt er að þjón- andi prestar séu ekki að vinna Guði þóknanlegt verk þegar þeir skíra ómálga böm. Það er nú mikið talað um samstarf og sameiningu, en hvar á þá að setja þessa athöfn sem Ólafur Vigfússon „Við megnm ekki hafa endaskipti á hlutunum og halda því fram að börnin verði að verða stór eins og við hin full- orðnu, það erum við sem verðum að snúa við og verða eins og börnin til þess að eignast hlut- deild í Guðsríki. Það erum við sem getum hindrað Guð í hjálpræð- isstarfi hans. Það ætti öllum að vera ljóst að líkams- og sálarlíf barnsins er starfandi þótt það sé aðeins fárra daga gamalt og því þá ekki einnig starfsemi andans hið dýpsta og viðkvæmasta — sjálf eilífðarvitundin. Því skyldi hún ekki líka vera starfandi og búin þeim eiginleikum að geta tekið á móti skap- andi náð Guðs?“ hefur óvefengilega verið fram- kvæmd frá upphafí kristins safnað- ar. Eru prestar tilbúnir til að afneita bamaskíminni til að þiggja heiður af öðrum og ganga til ímyndaðs samstarfs og sameiningar? En snúum okkur að bamaskím- inni. Við höfum vitnisburð kirkju- feðranna og rithöfunda meðal gyðinga, sem ritað hafa um að skím hafí verið framkvæmd í framsöfn- uðinum og einnig fyrir daga Jesú. Rithöfundur meðal gyðinga kemst þannig að orði: „Á öllum tímum, þegar heiðingi vildi gangst undir sáttmálann, sem Guð gjörði til ísra- el og skuldbinda sig til þess að halda lögmálið, varð að umskera hann og skíra og láta hann færa matfóm. Væri um konu að ræða, varð að skíra hana og láta hana færa fóm.“ Þegar þetta er haft í huga er ljóst að allir gyðingar vissu hvað átt var við með skím. Því þurfti Jesús ekki að útskýra sér- staklega við hvað hann átti með orðinu skím. Þeir vissu það bæði af skím Jóhannesar og af skím þeirri sem þeir þekktu af trúarlífi þjóðarinnar. En nú kann að vera að einhver spyiji hvað þetta komi bamaskím við. Þá er því til að svara að Jesús gaf sömu fyrirmæli varð- andi bömin sem til foreldranna, sem vora í fullu samræmi við venju gyð- inga. Það var venja meðal gyðinga að þegar böm ásamt foreldram vora tekin inn í söfnuð Gyðinga þá var karlkyn umskorið og skírt en kvenkyn skírt. Því hlýtur það að vera augljóst að sama gilti varðandi kristinn söfnuð. Þar sem Jesús and- mælir ekki venju gyðir.ga eða hreinlega bannaði. En þar sem slíkt bann fyrirfínnst ekki þá er ljóst að I orðunum „skírið þá“ era gefín fyrirmæli sem fela í sér að einnig böm skulu skírð þegar foreldrar era skírðir enda áður orðnir kristnir. Við getum með fullum rétti borið umskumina saman við skírnina. Og þar sem skímarsakramentið er fyrirmynd að umskuminni í Gamla testamentinu en hana átti að fram- .1 •: QM'/ J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.