Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Þessir hópar koma óorði á trúna eftirBaldur Kristjánsson I Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem blöð lesa að sérkennileg- ar trúardeilur hafa sett mark sitt á íslenskt þjóðfélag síðsumars. Það eru fulltrúar öfgamanna í trúmál- um sem eru að koma óorði á trúna undir forystu Gunnars Þorsteins- sonar leiðtoga sértrúarhóps sem kallar sig Krossinn, en einnig hafa fiotið með í umræðunni fulltrúi frá Ungu fólki með hlutverk, einn frá samtökum sem kalla sig Trú og líf og einn frá sértrúarsöfnuði sem nefnir sig Vegurinn. Allt eru þetta hópar sem kenna sig við kristni og ástunda þá list að taka bókstaf- lega þá kafla heilagrar ritningar þar sem ijallað er um líferni. Eink- um eru það kaflar er lúta að kynlífi sem hópar þessir leggja áherslu á. Þeir leggja áherslu á að menn frelsist til Krists og eftir það verði líf þeirra algerlega helgað honum og með Kristi skreyta þeir síðan alla sína fordóma og heimsku sé hún til staðar. Yfírbragðið er far- iseans: „Guð ég þakka þér fyrir að ég er ekki eins og aðrir menn.“ II Nú er það alkunna að margir söfnuðir kristinna manna leggja mikla áherslu á að ná fólki upp úr óheilbrigðu lífemi og skal þar fyrst nefna hinn hófsama og ágæta söfnuð Hvítasunnumanna. Hjá þeim nýju söfnuðum sem hér hafa verið nefndir virðist aftur á móti ríkja annað hugarfar. En bíðum aðeins við. Þessir söfnuðir hafa starfað m.a. með stuðningi þjóð- kirkjupresta og verið tiltölulega meinlausir, einkum á meðan „Ungt fólk með hlutverk" var eitt á vegin- um undir handaijaðri séra Halldórs Gröndals. En af umræðunni síðsumars virðist mér að það hafí gerst það sama og gerist ætíð í öfgasamtökum. Þeir sem vilja ganga lengst í vitleysunni taka forystuna. Þeir hófsamari verða einfaldlega undir, sakaðir um linku, heigulshátt, málamiðlanir o.s.frv. Þeir hverfa því smám sam- an, yfírleitt hægt og hljótt, af vettvangi og verstu vitleysingamir sitja eftir, þeir sem túlka vilja bók- stafínn þrengst, þeir sem vilja hreinustu línur. Annað einkenni eiga þessi samtök líka með öfga- samtökum hverskonar. Þeir sem telja sig kallaða til forystu verða fljótt of margir og valdabaráttan er kædd í búning deilna um hina einu réttu leið, skv. ritum Marx, Lenin eða Hayeks sé um öfgahópa í stjómmálum að ræða, skv. orði Guðs sé um svokallaða trúarhópa að ræða. Afleiðingin verður klofn- ingur. Handhöfum hinnar réttu línu fjölgar ... Vegurinn klofnar frá Krossinum, krossinn frá trúnni og hver silkihúfan verður annarri ábúðarfyllri og öfgakenndari. III í Biblíunni fínnum við Guðs orð. Um það hvaða skilningi beri að skilja Biblíuna hafa menn hins vegar alltaf deilt. Niðurstaða flestra núlifandi guðfræðinga hneigist þó í sömu átt. Hana mætti orða á þessa leið: Guð talar til mannsins í aðstæðum hans, á því máli sem hann skilur. Því er margt af því sem í Biblíunni er, talað inn í ákveðið samfélag á ákveðnum tíma og hefur þess vegna ekki varanlegt gildi. Undir þennan skilning falla t.d. flest lög Gamla Testamentisins og margt í bréfum Páls. Annað hefur hins vegar var- anlegt æðra gildi, s.s. eins og kærleiksboðorð Jesú Krists. Það sem ræður hins vegar úrslitum um skilning okkar á hinni margbrotnu og flóknu bók Biblíunni er mæli- stika Jesú Krists sjálfs, kærleikur- inn. Hann lagði sjálfur mat á trúarbók gyðinga, sem við köllum Gamla Testamentið, eftir þeirri mælistiku, sem hafnaði margri bókstafstúlkunini sem ríkti í sam- félagi gyðinga. Hann tók lög og reglur Gamla Testamentisins úr hásæti sínu og setti kærleikann í staðinn. Kærleiksboðorð sitt sýndi hann í verki með því að samneyta þeim sem minna máttu sín, hann samneytti syndurum og tók sér stöðu meðal hinna hijáðu og smáu. Allt þetta þekkjum við mætavel. Hann réðist að fordómum og mannfyrirlitningu hvar sem á henni örlaði. Allir vita af hveiju hann sagði „Sá yðar sém syndlaus er kasti fyrsta steininum" og kom þannig í veg fyrir að hórkonan væri grýtt, sem var þó í samræmi við lög og reglur Gamla Testa- mentisins væru þær bókstaflega túlkaðar, túlkaðar án kærleika. IV í meginatriðum mótast þjóð- félag okkar af kærleiksboðskap Jesú Krists, þökkum Guði fyrir það. Við hjálpum hveiju öðru, styðjum hvert annað, refsigleði er í lágmarki, betrunarsjónarmið ráða miklu ef einhver misstígur sig gagnvart lögum og rétti. Við kost- um miklu til að lækna þá sem sjúkir verða. Við gerum okkur far um það að skilja þá sem eru öðru- vísi, eyða fordómum. Þekking og umburðarlyndi er það sem við byggjum lifsviðhorf okkar á, þekk- ing, umburðarlyndi og skilningur. Inn í þennan heim okkar bijótast svo allt í einu menn sem skreyta fordóma sína með Kristi og halda því til dæmis fram í hans nafni að samkynhneigt fólk, hommar og lesbur öðru nafni, geti ekki talið sig til kristinna manna. Drykkju- sjúklingar eru reyndar settir undir sama hatt þannig að stór hluti gagnkynhneigðra sér fram á að dansa í helvíti með hommum og Baldur Kristjánsson „Hinn gagnkynhneigði sértrúarsafnaðarfor- stjóri stendur ekki nær Guði en hinn samkyn- hneigði þjóðkirkjumað- ur sem e.t.v. hefur kvalist allt sitt líf vegna þeirrar kynhneigðar sem honum er ekki sjálfráð frekar en hin- um.“ lesbum gangi þessi miðaldamyrkv- aða galdratrú hinna heiftúðugu bókstafstrúarmanna eftir. Og þeir árétta skoðun sína í blaðaviðtölum með því „að kenningin verði að vera hrein" (kannast nokkur við orðalagið?). Tilefni þessa skýlausa dilkadráttar handhafa almættisins er samþykkt prestastefnu þar sem samkynhneigðir menn eru ávarp- aðir til jafns við gagnkynhneigða og skorað á þá að gæta sín í kynlífí vegna hættunnar á út- breiðslu eyðni. Handhafamir ráðast að prestum þjóðkirkjunnar fyrir að ávarpa með þessum hætti homma og lesbur, fólk sem ekki geti talist kristið fyrr en það láti af „villu síns vegar“. V Framhjá allt of mörgum hefur farið grein Óttars Guðmundssonar yfírlæknis hjá SÁÁ sem birtist í Alþýðublaðinu 22. ágúst síðastlið- inn og vil ég því leyfa mér að vitna lítillega í hana. Óttar bendir á að samkynhneigð sé býsna algeng meðal manna, tíðni hennar á bilinu 5—10%. Þá segir Óttar: „Orsakir homosexualitets eru ókunnar, og sennilega er um flókið samspil líffræðilegra og umhverfíslegra þátta að ræða þegar einhver verð- ur homosexuell. Það er þó vitað með vissu að menn verða hom- osexuell snemma á lífsleiðinni, sennilega á fyrsta árinu.“ Og Óttar heldur áfram: „Þeir sem hafa rannsakað atferli homma og lesba eru á einu máli um það að vilja- styrkur hefur ekert að segja til um þróunina. Margir hommar sem ég hef talað við,“ heldur Óttar áfram í hinni ágætu grein sinni, „hafa lýst örvinglan sinni þegar þeir upp- götvuðu, að þeir voru hommar og hvemig þeir reyndu með öllum til- tækum ráðum að dylja það. Margir þeirra giftust og eignuðust böm og lifðu viðburðaríku kynlífí með Qölda kvenna, en komust aldrei framhjá því að þeir voru hom- osexuell, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Svo það að vera eða vera ekki homosexuell hefur ekkert með viljann eða viljastyrk- inn að gera.“ Og Óttar færist í aukana: „Samkvæmt fyrstu Mó- sesbók skóp Guð manninn í sinni mynd, en gaf honum fíjálsan vilja. Homosexualitet er samkvæmt því sem við vitum best mannlegt ástand sem homminn eða lesban geta ekkert að gert, þau era svona þrátt fyrir ótal tilraunir til að breyta sér og atferli sínu. En þau era sköpuð eins og allir aðrir í Guðs mynd svo homosexualitet er liður í sköpunarverki Guðs.“ Svo mörg vora þau orð Óttars og þung og skal hér tekið undir sérhvert þeirra. Kristur, kristin trú, kristin kirkja, kristið samfélag hafnar engum, allra síst þeim sem samfélagið hafnar ... og enginn getur hreykt sér upp á haug eins og forsvarsmenn sértrúaröfgahóp- anna gera og skilgreint það hveijum Kristur tekur á móti. Fyr- ir Guði era allir menn syndugir og enginn öðram fremri. Hinn gagn- kynhneigði sértrúarsafnaðarfor- stjóri stendur ekki nær Guði en hinn samkynhneigði þjóðkirkju- maður sem e.t.v. hefur kvalist allt sitt líf vegna þeirrar kynhneigðar sem honum er ekki sjálfráð frekar en hinum. VI I Borgamesi stóðu íslenskir klerkar sig vel er þeir ávörpuðu gagnkynhneigða og samkyn- hneigða. Og það er óhætt að segja hommum og lesbum það að þau geta leitað til presta íslensku þjóð- kirkjunnar án þess að fá lurk í hausinn. Vonandi heldur kirkjan áfram að ávarpa alla menn. Von- andi heldur hún áfram að standa syndurum af öllum sortum opin. En það er hætt við að þeir sem síst skyldi fælist frá henni ef hún bregst ekki skorinort við því öfga- ragli sem nú veður uppi. Árlega streyma tugir af ungu fólki í nefnd sértrúarsamtök engum til gagns allra síst sjálfum sér. Þau verða óeðlilega sjálfhverf. Öll hugsun, allar bænir snúast um „ég og Guð“ „Guð og ég“. Það er engin kristni fólgin í því að vera sífellt með nafn Guðs á vöranum hrópandi halelúja. Þessir unglingar flosna gjaman upp úr námi og starfí, en sem betur fer staldra þau nær öll stutt við. Það er hið jákvæða, eru aðeins í þessu nokkra mánuði eða nokkur ár og meira að segja era hinir charismatísku leiðtogar komnir í einhvem annan „busi- ness“ fyrr en varir. Þessir hópar koma óorði á trúna og það versta er að íslensku þjóðkirkjunni hættir til að nudda sér upp við þessa hópa, bæði einstökum prestum svo og kirkjunni í heild. Um íslenska presta leyfa fulltrúar þessara hópa að halda því fram að þeir séu trú- litlir ef ekki trúlausir með öllu og innan þessara hópa era prestar misjafnlega hátt skrifaðir og róg- vél í gangi gegn æði mörgum þeirra, enda til þeir prestar á ís- landi sem annarsstaðar sem ekki uppfylla þau skilyrði að geta kall- ast kristnir að mati hinna heilögu riddara. í þessu ljósi skoðast það hve fáir klerkar láta í sér heyra gegn fordómum og vitleysuhjali. í trúmálum er nefnilega öryggið því meira sem innar dregur á bekkinn, jafnvel þó að leiðtoginn, stofnand- inn hafí hvorki setið þar né skipað sínum mönnum þar til borðs. VII Þjóðfélag okkar mótast af kær- leiksboðskap Jesú Krists. Þekking, umburðarlyndi og skilningur era meginstoðir þess. Þannig viljum við væntanlega hafa það áfram og þannig hefur kirkjan starfað. Því er mikilvægt ad bregðast hart við þegar kærleiksboðskapur frelsar- ans er affluttur með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Sagt hef- ur verið að Kristnin sé veraldleg trúarbrögð. Hún hvetur til fram- fara og þekkingarleitar. Hún hvetur til sífelldrar sannleiksleitar. Og hún mælir svo fyrir að menn mikli sig ekki af trú sinni, beiji sér ekki á bijóst á almannafæri og hrópi hallelúja heldur geri bæn sína í auðmýkt, í hljóði auðmýkt- ar. Öllu afturhvarfí til myrkra miðalda hljótum við að andæfa öllum trúarhroka og andmæla. Sú hlýtur að vera skylda okkar. Uöfundur er sóknarprestur á Hfífn í Homafirði. Superman er aft- urkominnáloft. Flýgurumal/tá stóra tjaldinuí Háskólabíó. Nútilaðbjarga heiminum. Superman aldrei betriennú. [gj^a HÁSKÓLABfó II lllMiliHilJlM SÍMI 2 21 40 MYND FYRIR ÞIG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.