Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 55 kr. eintakiö. Ofurveldi SÍS að hefur stundum verið talað um Samband íslenzkra samvinnufélaga (SÍS) sem ríki í ríkinu vegna stærðar þess, viðskiptaum- fangs, valda og áhrifa, sem teygja arma sína um dijúgan hluta þjóðarbúskaparins og land allt. í vissum skilningi hefur Sambandið hinsvegar vaxið íslenzku samfélagi yfír höfuð. Á síðasta ári vóru tekj- ur samvinnuhreyfíngarinnar 43.400 milljónir króna eða dijúgum meiri en tekjur ríkis- sjóðs á sama tíma, sem reyndust 38.200 milljónir. Það er því spuming hvort samlík- ingin ríki í ríkinu eigi ekki í raun við íslenzka ríkið á starfs- vettvangi SÍS. Þegar Kaupfélag Þingey- inga var stofnað fyrir eitt hundrað og fímm árum, var tilgangurinn tvenns konar. í fyrsta lagi að ná sem hagstæð- ustum kaupum á innfluttum vamingi fyrir bændur. í annan stað að stuðla að vandaðri búvömframleiðslu og fá fyrir hana sem hæst verð. Það er enginn vafí á því að sá tilgangur, sem vakti fyrir frumheijum samvinnuhreyf- ingarinnar, svaraði til þarfa, sem fyrir vóm í íslenzku sam- félagi á síðari hluta genginnar aldar. Það er heldur enginn vafi á því að kaupfélög gegndu víða í stijálbýli þörfu hlut- verki; fylltu ákveðið tómarúm, sem ella hefði verið fyrir hendi. Samvinnuhreyfíngin er hinsvegar ekki hafín yfír gagn- rýni fremur en önnur mann- anna verk. Hún hefur í tímans rás þróazt til fleiri átta en fmmkvöðlar hennar sáu fyrir. Umsvif hennar, völd og áhrif em meiri orðin í þjóðarbú- skapnum en hollt þykir að safnist saman á hendi einnar og sömu fyrirtækjasamsteyp- unnar. Það er ekki að ástæðu- lausu að umræðan um sérstaka löggjöf um auðhríngi hér á landi fer vaxandi. Fjöl- mörg ríki hafa lög af þessu tagi til að fyrirbyggja einokun og stuðla að dreifíngu valdsins. íslenzkt samfélag er allt annað í dag en það var fyrir rúmum hundrað ámm þegar þingeyskir bændur stofnuðu til samvinnuhreyfíngar. Lífskjör þjóðarinnar, hvers konar, em allt önnur og dijúg- um betri, fyrst og fremst vegna góðrar almennrar menntunar og þekkingar — og tæknivæddra atvinnuvega, sem hafa margfaldað þjóðar- tekjumar. Verzlunarsam- keppni, sem er tímanna tákn, hefur tryggt þjóðinni fjölþætt vömúrval og oftar en ekki hagstætt vömverð, ef litið er framhjá tollum, vömgjaldi og söluskatti til ríkisins, en eyðsluskattar em á góðri leið með að leysa tekjuskatta af hólmi hér á landi. Samanburður á vömverði í einkaverzlunum, t.d. stór- mörkuðum, og kaupfélögum er samvinnuhreyfíngunni ekki í vii. Kaupgildi krónu og launa er meira þar sem verzlunar- samkeppni er hörð, eins og á höfuðborgarsvæðinu, heldur en í stijálbýli, þar sem ein verzlun, oft kaupfélag, er um hituna. Þar af leiðir að almenn- ingsviðhorf til samvinnuverzl- unar er annað en það var við frumstæðar þjóðfélagsaðstæð- ur um síðastliðin aldamót. Það samræmist ekki rétt- lætiskennd fólks á líðandi stundu að stórveldið SÍS eða fyrirtæki tengd því geri tilkall til sérréttinda, hvorki skatta- legra né annarrar tegundar. SIS og aðildarfélög þess verða að mæta og sæta samkeppni frá fyrirtækjum með annað rekstrarform á jafhstöðu- grundvelli. Almenningur beinir síðan viðskiptum sínum, hvort sem um verzlunarþjónustu er að ræða eða aðra þjónustu, til þess söluaðila, sem býður mest úrval, hagstæðast verð og lipr- asta þjónustu. Ekki verður séð að SÍS nái betri kaupum en önnur verzlun á útlendum vamingi fyrir bændur eða aðra, eins og til- gangur hins fyrsta kaupfélags var. Það búvömverð, sem landsmenn hafa greitt síðustu áratugi, hvort heldur er í sölu- verði eða sköttum (niður- greiðslum og útflutningsbót- um), hefur hvorki skilað sér fljótt né vel í hendur bænda. Milliliðurinn SÍS hefur haldið sínu. Tekjur samvinnuhreyf- ingarinnar em ekki meiri en ríkissjóðs fyrir ekki neitt. Stórveldið SÍS, sem skákar sjálfum ríkissjóði í tekjum, verður að lúta leikreglum heil- brigðrar samkeppni á jafn- stöðugmndvelli. Löggjafínn má gjaman undirstrika þann almenningsvilja með löggjöf um auðhringi. Undir kommúnisiro skera menn ekki ríi Rætt við Ales Brezina, tékkneskan útlaga, um ástandið í ættlandi hans og freisisbaráttuna þar ÞÓ NÚ séu 19 ár liðin frá þvi i að sovéskar hersveitir réðust inn í Tékkóslóvakiu og vorið í Prag leið undir lok, ber landið enn þess merki. Efnahagslíf er bundið hinum sósíaliska klafa og allt andóf kæft í fæðingu. Það er napurlegt til þess að hugsa að þetta land, sem fyrir stríð var eitt af sjö auðugustu rikjum heims, lýðræðisríki umluk- ið fasistastjórnum og fyrirmynd hins fijálslynda réttarríkis, skuli nú ramba á barmi gjaldþrots, vera undir alræði eins afturhaldsamasta kommúnistaflokks Austur-Evrópu þar sem sjálfsögðustu lýðréttindi er fótum troðin. Fyrir skömmu kom tékkneski andófsmaðurinn Ales Brezina hingað til lands, en hann yfirgaf heimalands sitt árið 1980 vegna yfirvofandi fangelsunar. Hann býr nú i Kanada þar sem hann er ritsjóri tímaritsins New Homeland, sem gefið er út fyrir Tékka í Vesturheimi. Morgunblaðið spurði hann fyrst um útgáfu þessa. „Blaðið kemur út hálfsmánaðar- lega og er í raun ekki ósvipað Lögbergi-Feimskringlu, sem Vest- ur-Islendingar gefa út. Þrátt fyrir enskt heiti blaðsins er það skrifað á tékknesku og slóvensku. í því er fjallað um hverskyns málefni, sem snúa að Tékkum — bæði félagsstarf þeirra og athafnir vestra, en ekki síst flytur það fréttir að heiman og er oft eini tengiliður þessa fólks við heimalandið, því fréttir af Tékkó- slóvakíu í amerískum blöðum eru af harla skomom skammti. Við fáum upplýsingar víða að — bæði frá opin- berum aðilum og óopinberum." Nú sast þú í fangelsi um tíma og ert víst ekki í miklu uppáhaldi hjá tékkneskum yfirvöldum. Hvað gerðir þú á hlut kommúnista- stjórnarinnar? „Forsaga málsins er sú að ég hafði lært til rafvirkjunar og var í þann veginn að ljúka prófí, þegar ég ákvað að skrá mig í guðfræði- deild háskólans í Prag. Það mæltist að sjálfsögðu illa fyrir, en ég fékk nú samt að útskrifast úr iðnskóian- um. Þetta var árið 1967 og farið að gæta aðeins meira umburðarlynd- is en áður. En í guðfræðina fór ég sumsé. Þar var mikill og góður andi og innan deildarinnar gátum við rætt hvað sem á hugann leitaði. Þannig var deildin eins konar vin frelsis í eyðimörk alræðis. Á meðan „Vorinu í Prag“ stóð jókst umræðan innan deildarinnar að sjálfsögðu um allan helming og eftir hörmungamar hinn 21. ágúst 1968 var henni haldið áfram þó svo hún færi að sjálfsögðu hljóðara fram. Árið 1972 barst síðan tilskipun um það að sovéski fáninn skyldi dreginn að húni flaggstangar háskólans í tilefni afmælis „bróðurlegrar aðstoð- ar Sovétmanna við tékkneskan sósíalisma" — þ.e.a.s. innrásarinnar. Þessu vildu stúdentar að sjálfsögðu ekki una, en einn þeirra, vinur minn Jan Kozlik, gekk skrefíð til fulls og tók fánann niður. Þá stóð til að reka hann úr skóla, en stúdentar svöruðu með því að kjósa hann fulltrúa sinn. Þá kom leynilögreglan til skjalanna og handtók Kozlik. Ég mótmælti þessu gerræði í bréfí og ekki stóð á viðbrögðum yfírvalda; ég var rekinn úr skóla fyrir fullt og allt — ekki af yfírvöldum, heldur fékk guð- fræðideildin það hlutverk að reka mig. Þegar mál Jans Kozlik var tek- ið fyrir var honum aðeins vísað úr skóla næstu fjögur ár. Yfírvöld eru nefnilega mun hræddari við sam- stöðu fólks heldur en einstaklings- bundið andóf.“ Hvað tókstu þá til bragðs? „Ég vann við jarðboranir í þrjú ár og síðan á sjúkrahúsi og lét lítið á mér bera. Það var ekki fyrr en árið 1976, sem hlutimir fóru að komast á hreyfingu aftur, en þá voru haldin réttarhöld yfír „Plast- ik-hópnum“ svonefnda. Þetta voru alls konar listamenn, sem fengust við tilraunalist, en því miður er slík list tékkneskum stjómvöldum ekki þóknanleg. Frægastur varð þó hópurinn fyrir tónlistariðkun sína, en hún var fram- úrstefnuleg og í ætt við jazz-rokk. Þrátt fyrir að hljómsveitin ætti fáa aðdáendur meðal tékkneskra yfír- valda var hún mjög vinsæl bæði í Tékkóslóvakíu sem utan hennar. Lag með sveitinni komst m.a. í tíu efstu sæti vinsældalista breska tónlist- artímaritsins Melody Maker. Við réttarhöldin komu margir listamenn við sögu, líka þeir, sem til þessa höfðu ekki tengst hópnum og höfðu jafnvel ekki haft mikið álit á list hans, en þeir töldu ófært að ríkið væri að skipta sér af listsköp- un. Voru menn enda á því að sjálf réttarhöldin stönguðust á við stjóm- arskrána. Allt kom þó fyrir ekki og flest listafólksins í „Plastik-hópnum“ fékk dóma fyrir andsósíalskt at- hæfí, misþunga að vísu. Hið sér- kennilegasta var þó að hópurinn var dæmdur fyrir gróðastarfsemi og skattsvik, jafnvel þó svo að margít- rekað væri af stjómvöldum að enginn hópur væri til, þetta væm réttarhöld yfír villuráfandi einstakl- ingum og hvað ekki. Hina menning- arsnauðu valdsmenn hefiir þó vart grunað hvað afskipti þeirra af „Pla- stik-hópnum“ hefði í för með sér, því í janúar 1977 var mannréttinda- yfírlýsingin Charta '77 gefín út, en hún sigldi í raun í kjölfar réttar- haldanna.“ Charta ’77 Hvernig var að standa að Charta ’77? „Ef satt skal segja komu viðbrögð stjómvalda og undirtektir erlendis mér algerlega í opna skjöldu. Ég hafði áður undirritað um 20 skjöl svipaðs eðlis, en þá gerðist ekkert annað en að leynilögreglan bætti enn einni athugasemdinni við skýrsluna mína. En í þetta skipti fór eitthvað úrskeiðis held ég. Þegar við — 247 manns — undir- rituðum manrréttindayfírlýsinguna tóku ríkisfjölmiðlamir málið fyrir, en til þessa höfðu þeir þagað okkur í hel. Blöðin og ljósvakamiðlamir hófu upp ramakvein mikið, réðust gegn okkur á öllum vígstöðvum og sökuðu okkur um að vera afætur þjóðfélagsins sem ekkert gott kynnu að meta. Fyrir utan það að hafa pólítískar ranghugmyndir vom lista- mennimir í hópnum nú lélegir lista- menn, menntamennimir vonlausir út frá akademískum forsendum og þar fram eftir götum. Þessar óvæntu árásir drógu að sjálfsögðu athygli að okkur, bæði heima fyrir en ekki síst erlendis og vestrænir blaðamenn fóm loksins að gefa mannréttindamálum gaum eftir að hafa mært Gustav Husak í mörg ár fyrir „frjálslyndi". Husak var gat vissulega talist frjálslyndur, en aðeins í samanburði við aðra kommúnistaleiðtoga og það var ekki sérlega erfítt að vera fijálslyndari en þeir Honecker, Brezhnev, Ceauc- escu og Zhivkov." En hvað var og er Charta ’77? „Fyrst og fremst þarf að hafa í huga að Charta ’77 er ekki félags- skapur heldur hreyfing. Fyrir henni fara þrír talsmenn, venjulega einn ; Ales Brezina. inenntamaður, einn geistlegur heim- spekingur og einn pólítískur, yfírleitt fyirverandi félagi í flokknum. I fyrstu vom það þeir Vaclav Havel, Jan Budocka og Jiri Hajek, sem fóra fyrir hreyfingunni — allt þekktir menn. Havel er þekktasta leikritaskáld Tékkóslóvakíu, Budoka var virtur fræðimaður og Hajek er fyrrverandi utanríkisráðherra og var einnig sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum um skeið. Havel var hand- tekinn og dæmdur í fangelsi hvað eftir annað, en eftir að Max Van der Stoel, þáverandi utanríkisráð- herra Hollands, kom í heimsókn til Tékkóslóvakíu í mars 1977 og ræddi m.a. við Budocka, var Jan tekinn til yfírheyrslu í ellefu tíma samfleytt. Hann dó viku síðar, tæplega sjötug- ur. Hann var ekki pyntaður, en áfallið var of mikið fyrir hann. Þegar hann var svo borinn til grafar fylgdu honum 1.000 manns. Leynilögreglan fylgdist að sjálf- sögðu grannt með okkur og vom m.a. með sex sjónvarpsmyndavélar á staðnum til þess að vera ömgg með að sjá alla þá sem fylgdu Budocka. Lögreglan kom því einnig þannig fyrir að ekki var hægt að aka að grafreitnum, aðeins hægt að ganga. Þegar líkfylgdin kom að gröfínni sveimaði þyrla yfír svo að stundum var vart stætt vegna roks- ins frá henni fyrir nú utan hávaðann. Örskammt frá var mótor-kross æf- ingasvæði þar sem hópur bifhjóla- manna beið og það stóð eins og stafur á bók að þeir hófu æfíngar um leið og athöfnin átti að fara fram, með öllum þeim hávaða og tmflun- um sem því fylgdi. í mörg ár eftir þetta var það fast- ur liður, þegar eitthvert okkar var handtekið, að blaðað var í skýrslum og það nefnt að maður hefði verið í líkfylgdinni eins og það væm drott- insvik!" Charta ’77 er hin óopin- bera stjórnarandstaða En hefur staða hreyfingarinn- ar breyst og hafa þau breytt einhveiju? Staða hreyfingarinnar hefur vissulega breyst til hins betra og erlendis er litið á hana, sem óopin- bera stjómarandstöðu Tékkósló- vakíu. Stjómvöld vita sem er að Charta ’77 á greiðan aðgang að er- lendum blaðamönnum og að samtök á borð við Amnesty Intemational fylgjast grannt með okkur og mót-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.